SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 25
4. september 2011 25 skolaðist í burtu í næstu rigningum. Reynslan af viðskiptum Kínverja í Afr- íku er vitaskuld ekki aðeins neikvæð og kínversk fyrirtæki eru ekki ein um að hafa brotið af sér í álfunni. Mikil þörf var á fjár- festingu í Afríku og leiðtogar í álfunni hafa tekið lánsmöguleikum fegins hendi. Ann- að mál er hvað þessi fjárfesting skilur eftir og hvort tekist hafi að nota hana til að byggja upp til framtíðar. Halda evrunni uppi Upp á síðkastið hafa augu kínverskra fjár- festa beinst að Evrópu. Í sumar birtist grein í vikuritinu The Economist þar sem sagði að ef til vill héldu menn að þeir fengju að kynnast Bretlandi ef þeir væru í London og tækju leigubíl frá fjármála- hverfinu Canary Wharf til Englandsbanka, en þá fengju þeir einnig nasasjón af Kína. Framleiðandi svörtu leigubílanna, sem setja sinn svip á London, væru að hluta í eigu bílaframleiðandans Geely í Sjanghæ, sem einnig ætti sænska bílaframleiðand- ann Volvo. Kínverska fjárfestingafélagið CIC ætti Songbird-fasteignafélagið, sem stjórnar Canary Wharf-félaginu. Turnar þess setja sterkan svip á borgarmyndina. Kínverjar eiga ekki Englandsbanka, en allt í kring eru kínverskir bankar, sem hafa keypt eða tekið á leigu 28 þúsund fermetra eftir að kreppan skall á 2008. Bank of China, sem hefur verið í London frá 1929, var að flytja í nýjar höfuðstöðvar, sem gnæfa yfir breska seðlabankann. Þótt almenningur í Evrópu sé tortrygg- inn í garð Kínverja hafa evrópskir ráða- menn og fyrirtæki borið í þá víurnar. Í Bandaríkjunum gegnir hins vegar öðru máli. Þar hafa menn fyrirvara bæði í stjórnmálum og viðskiptalífi. Fjárfestingar Kínverja í Evrópu eru þrí- þættar. Í fyrsta lagi eru fjárfestingar kín- verska ríkisins í gegnum félög á borð við CIC og gjaldeyrisviðskiptastjórn kínverska ríkisins (SAFE). Bandaríski bankinn BNY Mellon telur að um fjórðungur rúmlega 3.000 milljarða dollara gjaldeyrisforða Kína sé í evrutengdum eignum. Gera megi ráð fyrir að 150 til 200 milljarðar dollara úr forða Kínverja hafi farið inn á evrusvæðið síðan í fyrrasumar. Leiðir bankinn getum að því að þetta skýri að evran hafi ekki veikst meira en raun ber vitni. Í öðru lagi eru fjárfestingar auðugra einstaklinga og einkarekinna fjárfestingarsjóða og í þriðja lagi fjárfestingar kínverskra fyrirtækja. Hin miklu umsvif Kínverja erlendis vekja athygli, hvort sem það eru fram- kvæmdir við grískar hafnir eða kaup á jörð á Íslandi. Kínverjar hafa undanfarin ár sýnt Íslandi áhuga, verið áfjáðir bæði í að bjóða íslenskum ráðamönnum í heimsókn og fá heimboð til Íslands. Í fyrra gerðu Kínverjar gjaldeyrisskiptasamning við Ís- land upp á 500 milljónir dollara. Sagði þá í frétt í blaðinu Financial Times að þessi samningur væri í samræmi við það sam- skiptamynstur, sem Kínverjar notuðu þegar þeir vildu tryggja hagsmuni sína, og vekti því því spurningar um það hvort þeir væru að seilast til áhrifa á Íslandi. Kínverskur Trójuhestur? Í frétt Financial Times um áhuga Hu- angs Nobus á Grímsstöðum á Fjöllum koma þessar vangaveltur aftur fram og gefið í skyn að hér sá á ferðinni einhvers konar kínverskur Trójuhestur. Andstæð- ingar hafi spurt hvers vegna svo stórt land þurfi til að reisa hótel: „Þeir vara við því að verkefnið kunni að þjóna því hlutverki að fela heimspólitíska hagsmuni Kína fyrir eyríki í Atlantshafi, sem er aðili að Nato.“ Í frétt frá fréttastofunni Reuters á föstudag sagði að Grímsstaðamálið undirstrikaði vaxandi grunsemdir margra ríkja í garð Kínverja. Þar er haft eftir Jonathan Hols- lag, sem stjórnar rannsóknum við fræði- stofnun um Kína samtímans í Brussel, að þótt „þetta verkefni á Íslandi kunni að vera einkafrumkvæði, passar það inn í breiðari stefnuskrá [Kínverja] um að komast yfir mikilvægar eignir erlendis, allt frá landi og hráefni til þekkingar“. Kínverjar eru viðkvæmir fyrir ásök- unum af þessu tagi. Huang sagði í viðtali við Reuters í Peking á föstudag að úlfaþyt- urinn út af málinu gæti orðið til þess að hann drægi sig til baka. Það ylti á því hvernig kínversk stjórnvöld bregðast við, en þau munu þurfa að veita leyfi sem getur tekið allt að hálft ár að fá. Kínverska ljóðskáldinu kann að finnast umræðan um áhuga hans á Grímsstöðum ómakleg en hann getur ekki furðað sig á því að tilboð hans um að kaupa jörð, sem samsvarar 0,3% af flatarmáli Íslands, skuli vekja umræður, ekki síst þegar horft er til kínverskra umsvifa um allan heim. Heimildir: The Economist, Der Spiegel, Far Eastern Economic Review og China Daily. Reuters Leiðtogar alls staðar að úr heiminum horfa til Kína um fjárfestingar og viðskipti. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.