SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 6

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Síða 6
6 4. september 2011 Nú sér fyrir endann á 13. heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hald- ið hefur verið í Daegu í Suð- ur-Kóreu. Mótið hefur stað- ið yfir frá 27. ágúst og lýkur nú 4. september. Á mótinu eru 1943 keppendur frá 203 löndum. Mótið hefur farið fram í Daegu Stadium eða á sama stað og heims- meistaramót FIFA í fótbolta fór fram árið 2002. Þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari og Kristinn Torfason langstökkvari hafa verið fulltrúar Íslands á mótinu. Ásdís kastaði lengst 59,15 metra og hafnaði í 13. sæti og Krist- inn stökk lengst 7,17 metra og hafnaði í 30. sæti. Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum 2011 Það vantaði ekki mikið upp á að Ásdís Hjálmsdóttir kæmist í úrslitin á HM eða aðeins rétt rúma 50 sentimetra. Þ að þurfti ekki forfallinn íþróttaáhuga- mann til að festast yfir skjánum þegar 400 metra hlaup karla á Heimsmeist- aramótinu í frjálsum íþróttum í Suður- Kóreu fór fram. Ekki nóg með að sigurvegarinn, Kirani James, væri rétt tæplega 19 ára gamall heldur komst í undanúrslit íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sem hefur fengið viðurnefnið fljótasti fótalausi maður veraldar. Pistorius fæddist í Suður-Afríku árið 1986, hann var 11 mánaða þegar þurfti að fjarlæga báða fætur hans fyrir neðan hné vegna meðfædds sjúkdóms. Hann tók þátt í Ólympíuleikum fatl- aðra árið 2004 og gerði sér lítið fyrir og vann 200 metra hlaupið í flokki fatlaðra sem hafa misst einn útlim. Pistorius er með gervifætur frá Össuri og er fyrsti einstaklingurinn með þess konar stoðtæki sem hlýtur réttindi til að keppa á stórmóti eins og HM í frjálsum íþróttum. Gagn- rýnisraddir hafa vissulega verið uppi um það að gervifætur hans gefi honum forskot fram yfir aðra og eins hefur hann verið gagnrýndur fyrir að vera sá sem stal athyglinni frá raunverulegum sigurvegurum mótsins, þeim sem héldu á verð- launapeningunum. Pistorius er svo sannarlega brautryðjandi og hvort sem gagnrýnisraddirnar eiga rétt á sér eða ekki þá má ekki taka afrek hans af honum. Þeg- ar skotið hljóp af byssunni og hlaupararnir spyrntu sér af stað var erfitt að taka augun af Pi- storius. Það skipti í raun engu máli hvernig hin- um gekk, aðeins hvort Pistorius næði í undan- úrslit eða ekki. Barátta hans við eigin fötlun og það að hann skyldi sýna það í verki að fötlun þarf ekki að vera hindrun getur ekki annað en heillað hörðustu andíþróttasinna. Hann var þriðji í sínum riðli og náði sínum næstbesta tíma, 45,39 sekúndum, og var öruggur með að komast í undanúrslit með fjórtánda besta tím- ann. Fjölmiðlafárið fylgdi í kjölfarið og héldu íþróttafréttamenn Pistorius lengur í viðtali en öllum öðrum keppendum og á endanum sagði hann: „Ég verð að komast héðan eins fljótt og mögulegt er til að fara í ísbað og gera mig kláran fyrir framhaldið.“ Pistorius náði ekki að bæta tíma sinn þegar hann hljóp í undanúrslitunum og var síðastur í því hlaupi. Engu að síður var sigurinn hans að hluta þó að hann deili ekki gullinu með verð- skulduðum sigurvegara, Kirani James. Pistorius hafði vonast eftir að fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 en var ekki valinn af ólympíunefnd Suður-Afríku þá honum til mikilla vonbrigða. Pistorius stóð síðan uppi í hárinu á mörgum til að fá það í gegn að keppa nú í ár á heimsmeistamóti með ófötluðum. Hann lét gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta, fékk vilja sinn í gegn og sýndi og sannaði að hann er afreksmaður í íþróttum sem á vel heima í þessum hópi. Pistorius á hrós skilið fyrir margt. Hann er baráttumaður réttinda minnihlutahóps, hann er sannkallaður afreksmaður og ekki má gleyma því að hann hefur veitt til sín aðdáendur úr ólíklegustu áttum sem ósjálfkrafa eru farnir að fylgjast með frjálsum íþróttum. Frár án fóta Oscar Pistorius er búinn að vera einn umtalaðasti þátttak- andinn á HM í Suður-Kóreu Fljótur en fótalaus hleypur Pistorius inn í undanúrslitin á HM. Reuters Gælunafnið „Blade Runner“ hefur fylgt Pistorius en það hljómar einhvern veginn betur en blaðhlauparinn. Vikuspegill Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Oscar Pistorius er einn af fjölmörgum afreks- íþróttamönnum í úr- valsliði Össurar. Lengi hefur Össur staðið við bakið á fólki sem hefur sýnt að það þarf ekki að vera takmörkunum háð að vera þátttak- andi í lífinu sé maður án útlima. Úrvalslið Össurar Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Nemendur í áfanganum „Íslensk leikhús og leiklist“ í Flensborg

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.