SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 35
4. september 2011 35 grunn í arkitektúr eða verkfræði. Þetta er greinilega ástríða hjá mönnum, ég kynntist til að mynda frönskum arki- tekt sem seldi húsið sitt og lækkaði lífsstaðalinn til að geta látið drauminn rætast, að setja líkön af byggingum inn á Google Earth. Það er alltaf gaman að hitta fólk sem lætur hjartað ráða för.“ Hann segir andann í hópnum ein- staklega góðan og ekkert mönnum fjær en samkeppni. „Menn eru mjög áhuga- samir hverjir um verk annarra og boðnir og búnir að veita ráð og að- stoð.“ Frá Póllandi hélt hluti hópsins til Japans til að vera heimamönnum innan handar við uppbygginguna eftir jarð- skjálftana miklu. „Þessi tækni kemur í góðar þarfir í því tilliti,“ segir Páll. Þess verður að líkindum ekki langt að bíða að Páll hitti kollega sína á ný, en Google leggur hart að honum að mæta á næstu ráðstefnu sérfræð- ingahópsins sem fram fer í Barcelona í október næstkomandi. Vonast hann til að geta þekkst boðið. Eins og að ganga inn í Legoland Páll rak upp stór augu þegar hann kom í útibú Google í Wrocław. „Það var eins og að ganga inn í Legoland. Slík var litadýrðin. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Umhverfið er ákaflega lifandi og skrifstofurnar fullar af hæfileikaríku fólki,“ segir Páll, en á annað hundrað manns starfa hjá Google í Wrocław. Þess má til gamans geta að höf- uðstöðvar Google í Sviss eru tíu sinnum stærri. Leikmaður gæti haldið að um feyki- lega flókna tækni sé að ræða þegar lík- önum af byggingum er komið fyrir í sýndarheimum. Páll hafnar því. „Þetta er í raun sáraeinfalt. Börn geta hæglega gert þetta. Fljótlega eftir að ég byrjaði á þessu kom sonur minn til mín og rak upp stór augu. „Pabbi, ert þú líka að leika þér í þessu?“ spurði hann og kannaðist greinilega við viðmótið,“ segir Páll hlæjandi og bætir við að í grunninn sé hann að vinna með ljós- myndir sem hann búi til þrívídd utan um. Google Earth-forritinu hefur alls verið hlaðið niður 500 milljón sinnum. Það er ekkert smáræði. „Það er und- arlegt til þess að hugsa fyrir mig, sem er einn að gaufa við þetta uppi á Kjal- arnesi, að vinnan mín sé aðgengileg milljónum,“ segir Páll en bætir við að auðvitað séu ekki milljónir að skoða myndirnar hans. „Ekki ennþá!“ Hann hlær dátt. Búinn að stofna fyrirtæki Til að bregðast við vaxandi áhuga á verkefninu hefur Páll sett á laggirnar fyrirtækið GAIA ásamt tveimur fé- lögum sínum, Jóni Pálssyni rekstrar- verkfræðingi og Degi Hilmarssyni, grafískum hönnuði. Gangi allt upp mun Reykjavíkurverkefnið taka drjúgan tíma á næstu misserum en Páll segir margt annað koma til álita. „Þessi tækni er ekki bara fyrir túrista, hún getur á margan hátt verið hagnýt,“ segir hann og nefnir sem dæmi kynn- ingu á deiliskipulagi og annað í þeim dúr. Páll Heimir Pálsson á að óbreyttu eftir að verja drjúgum tíma í sýnd- arheimum á komandi misserum. Ekki svo að skilja að það sé honum á móti skapi. „Þegar ég byrjaði sá ég aldrei annað fyrir mér en að Google Earth yrði pínulítið hobbí. Nú er þetta mitt aðalstarf – og meira.“ Stella og önnur hús í Bankastrætinu. Páll segir tæknina sáraeinfalda. Höfði, eitt af húsunum sem Páll staulaðist í kringum á hækjum þegar hann var fótbrotinn. Google Earth er sýndarheimsforrit gefið út af Google sem gerir notendum kleift að sjá loft- myndir og kort af jörðinni í þrívídd. Upp- runalega var forritið framleitt af Keyhole, Inc en Google keypti fyrirtækið árið 2004. Með því að nota Google Earth er hægt að skoða upphleypt kort af jörðinni, en myndirnar eru teknar með gervihnöttum. Sumar stórar borgir eru líka með þrívíddarlíkön af bygg- ingum sem hægt er að skoða með forritinu. Google Earth leyfir notendum að stilla sjón- arhorn, til dæmis er hægt að skoða kortið frá jörðu niðri eða úr lofti. Heimild: Wikipedia. Sýndarheimsforrit „Best of 3D Warehouse“ er safn 1.300 bygginga sem Google Earth vekur sérstaka athygli á. Líkönunum er raðað eftir ein- kunnagjöf skoðenda og á Páll fimm af tíu efstu líkönunum á listanum, Þjóðmenning- arhúsið, Hljómskálann, Dómkirkjuna, Þjóð- minjasafnið og Brautarholtskirkju á Kjal- arnesi. Það er raunar tilviljun að síðastnefnda húsið er yfir höfuð á Google Earth. „Skömmu eftir að ég byrjaði á verkefninu fót- braut ég mig og varð fyrir vikið að einbeita mér um tíma að byggingum sem auðvelt var að staulast í kringum á hækjum,“ segir Páll. „Þess vegna varð Brautarholtskirkja fyrir val- inu. Það er virkilega ánægjulegt að gestir Google Earth kunni að meta kirkjuna enda er hún ákaflega falleg.“ Annað líkan sem nýtur vinsælda, Páli til undrunar, er kindakofi sem getur að líta á Ár- bæjarsafninu. Hróður íslensku sauðkind- arinnar berst víða. Á fimm af tíu bestu líkönunum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.