SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 16
Þ ó að kýrnar eigi enn samastað á Hvassafelli undir Eyjafjöll- um eru þær hættar að brúka gamla fjósið. „Það eru komnir nýir tímar með nýrri tækni,“ segir bóndinn Magnús Pálsson. „Nú labba þær sjálfar á básinn.“ Það varð til þess að Gamla fjósið varð gamalt með stórum staf, því heimasætan á bænum, Eygló Scheving Sigurðardóttir, hefur sett þar upp veitingastað og orðið sér þannig úti um sumarhýru en hún byrjar aftur í námi á veturna. En fyrst þurfti að hreinsa út úr fjósinu og gera það vistlegt. „Við hófumst handa 7. mars á þessu ári,“ segir Magnús. „Svo voru allir fengnir til að hlaupa undir bagga, vinir og vandamenn …“ „… og líka vinir þeirra og vandamenn …“ bætir kona hans Heiða Björg Scheving við. „og nokkrir vandamálamenn,“ klykkir Eygló út með og hlær. „Ótrúlega margir lögðu hönd á plóg, hjálpuðu til og áttu um leið góðar stundir hér í fjósinu,“ segir Heiða, sem er leikskólastjóri á Hvolsvelli og sér fyrsta kastið um eldamennskuna í Gamla fjósinu á kvöldin, en dóttir hennar vakir yfir gestum á daginn. Syngjandi matselja „Það þurfti að hreinsa út flórinn og steypa ofan í haughúsið,“ segir Magnús. „Svo byggðum við klósettin, klæddum þau með bárujárni til að gera þau notaleg. En mesta vinnan var í loftinu. Það þurfti að klæða það og hreinsa alla þessa bita – það var svakaleg vinna í þeim. Þá kom til skjalanna ein sem er með Eygló í hljómsveit!“ „Glerharður rokkari,“ skýtur Eygló inn í. „Og hún var með vírburstann á lofti heila helgi, djöflaðist í þessu og þreif allt að innan.“ – Í hvaða hljómsveit ertu? spyr blaðamaður varlega. „Rokksveit sem nefnist Vicky,“ svarar Eygló. Ragnar Axelsson ljósmyndari getur ekki setið á strák sínum frekar en fyrri daginn. „Þetta eru ellimerki Pétur!“ „Þrjár gullfallegar stelpur og einn strákur,“ segir Heiða stríðnislega. Og víst þekkja margir sveitina Vicky, sem gaf út fyrstu plötuna árið 2008, Pull Hard, og hefur ekki látið sér nægja að troða upp á tón- leikum í hverju krummaskuði á Fróni, heldur einnig spilað í Kína og Bandaríkjunum. Lagið Feelgood hefur notið vinsælda á X-inu í allt sumar og er aðeins upphitun fyrir haustið. „Við gefum út plötu í næsta mánuði, fyrst þú ert byrjaður,“ segir söngkonan Eygló brosandi. „Hún mun nefnast Cast a Light.“ Annars vinnur Eygló í ungmennamiðstöð í Hafnarfirði, gamla bókasafninu, en ætlar eins og fyrr segir í nám í vetur. „Í vetur verður eitthvað opið um helgar og við vonumst til að ná hópum til okkar, en síðan opnum við snemma næsta vor af fullum krafti,“ segir hún. „Þá ráðum við eitthvað af fólki til okkar. Okkur fannst ekki taka því núna, fyrst við opnuðum ekki fyrr.“ – Var þetta meiri vinna en þið bjuggust við? „Er það ekki alltaf þannig?“ spyr hún. „Við ætluðum alltaf að opna um næstu helgi – í heilan mánuð!“ Hráefni úr sveitinni Og stefnan er að sækja hráefnið á veitingastaðnum í sveitina. „Þetta er náttúrlega nautgripabú og við leggjum mesta áherslu á nautakjöt- ið,“ segir Heiða. „Svo sækjum við grænmeti á bæina í kring, förum eins stutt og mögulegt er að sækja það. Er það ekki hugmyndin með beint frá bónda?“ „Salatið fáum við frá sýslumanninum í Vík,“ bætir Eygló við. „Hún er með grænmetisræktun í stórum og miklum garði á sumr- in.“ Og nú leggur Magnús orð í belg: „Svo verðum við með fisk dagsins, bleikju eða sjóbirting beint úr ósnum. Þar legg ég net. Veiðin datt að vísu dálítið niður við eldgosið og hefur ekki alveg náð sér á strik aftur. Það er svo mikil aska í ósn- um.“ – Er það ekki bara næringarefni fyrir lífríkið? „Ég skil ekki í öðru en það verði gott þegar frá líður,“ svarar hann. – Þið hafið verið í jaðrinum á gosöskunni? „Mökkurinn náði út að Hólsá, þannig að við vorum í honum,“ svarar Magnús. „Gosið olli töluverði tjóni hjá okkur, en uppbygg- ingin hefur gengið vel síðan.“ Eygló stenst ekki mátið. „Var þetta ekki að þannig að fréttamenn voru hættir að nenna í hringja í ykkur – þið voruð svo jákvæð?“ Heiða tekur undir það. „Við ákváðum að tala ekkert um það neikvæða, þó að við værum Það tók marga mánuði að hreinsa út úr fjósinu. Vilborg Sigurjónsdóttir, móðir Magnúsar, að mjólka í fjósinu. Hún var húsfreyja á Hvassafelli frá 1954 til 2007. Heiða, Eygló og Magn- ús er ánægð meðveit- ingastaðinn í fjósinu. Mæðgurnar á bak við afgreiðsluborð með kökum. ’ Á matseðl- inum er meðal ann- ars matarmikil eldjallasúpa, gúllassúpa með kjöti frá bænum og grænmeti úr sveitinni. 16 4. september 2011

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.