SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 4
4 4. september 2011 Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Philipp Lahm, sem er 27 ára gamall, hafi séð sig knúinn til þess að skrifa ævisögu sína. Athygli vekur að hann sér sérstaka ástæðu til þess að taka fram að hann sé ekki samkynhneigður og ákveður reyndar líka að vara knattspyrnumenn við að koma út úr skápnum. „Í fyrsta lagi er ég ekki hommi,“ segir Lahm. „Ég er ekki kvæntur Claudiu konunni minni til þess eins að sýnast og ég á ekki vin í Köln sem ég bý með í raun.“ Hann segir að þessar vangaveltur skipti sig ekki máli og bætir við: „Ég hef ekkert á móti homm- um og finnst ekkert vera athugavert við samkyn- hneigð.“ Hafið þið ekkert mikilvægara að gera? Síðan segir hann: „Það kemur mér stöðugt á óvart hvað þessar einangruðu manngerðir, sem segja svona sögur, geta haft mikil áhrif á almenningsálitið. „Philipp Lahm hommi“ … hafið þið ekkert mikilvæg- ara til að tala um?“ Lahm gefur til kynna að orðróm- urinn hafi komist á kreik eftir að ókunnugur maður bankaði upp á hjá honum í München, játaði honum ást sína og skildi eftir hjá honum bréf. Lahm ráðleggur hins vegar knattspyrnumönnum að koma ekki út úr skápnum. Nefnir hann þar sér- staklega mál Johns Fashanus, fyrsta atvinnumanns- ins á Bretlandi, sem gerði grein fyrir því að hann væri hommi. Fashanu sagði að hann hefði orðið fyrir djúp- stæðum fordómum gegn samkynhneigð eftir yfirlýs- ingu sína. Fashanu svipti sig lífi 1998. „Í fyrsta lagi er ég ekki hommi“ Philipp Lahm fagnar sigri á Brasilíu í vináttuleik ásamt félögum sínum í þýska landsliðinu. Reuters P hilipp Lahm verður seint kallaður ólátabelgurinn í þýskri knattspyrnu. Eftir uppnáminu, sem nýútkomin sjálfsævisaga hans hefur vakið mætti hins vegar ætla að hann væri einhver ófyr- irleitnasti rógberi, sem þýskur fótbolti hefur alið. Lahm er fyrirliði félagsliðsins Bayern Münc- hen og hefur verið fyrirliði þýska landsliðsins frá því í fyrra og leiddi liðið þegar það náði þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni í Suður- Afríku. Bókin heitir Der feine Unterschied, sem mætti útleggja Hinn hárfíni munur. Lahm segir í formála bókarinnar að fyrir sér vaki að sýna hvernig hlutirnir gangi fyrir sig í fremstu röð í fótboltanum. Í umfjöllun um bókina kemur hins vegar fram að þar sé aðallega fjallað um ýmis atvik úr fótboltanum og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig síðasta keppnistímabil hjá Bayern München. Í grein í Der Spiegel um málið segir að Lahm sé „tengdasonarmanngerðin, eðlilegur, vingjarn- legur, meinlaus“. Hann tali um slæman anda í búningsklefanum á Evrópumeistaramótinu 2008, en nefni engan á nafn. Hann gagnrýni heldur ekki Rudi Völler, fyrrverandi þjálfara landsliðsins, eins og margir telji, heldur lýsi hvernig landslið í þá daga (2004) undirbjó sig. Menn skoðuðu ekki myndir, drógu ekki upp áætlanir um leikskipulag né lögðust í tölfræði. Í bókinni sé skýrt tekið fram að þá hafi verið aðrir tímar og Völler hafi ekki skorið sig úr í þessum efnum. Völler hefur engu að síður gagnrýnt Lahm harðlega. Mikið hefur verið gert úr ummælum Lahms um þjálfaratíð Jürgens Klinsmanns hjá Bayern, en þar segir Lahm þó ekkert nýtt og ekkert umfram það, sem Uli Hoeness, æðsti ráðamað- ur félagsins, hefur þegar sagt. Þáttur Bild í að blása bókina upp Bók Lahms kom út hjá frekar litlu forlagi, sem hefur sérhæft sig í skáldsögum og fræðiritum og hét einu sinni kvennaforlag. Við kynningu á bókinni veitti forlagið dagblaðinu Bild forbirt- ingarrétt á efni úr henni. Þar á bæ tóku menn saman allt, sem eitthvert púður þótti í, og slógu bókinni upp sem þar væru gerð „reiknings- skil“. Aðrir miðlar gripu boltann á lofti og úr varð írafárið, sem nú hefur gengið yfir Lahm. Svo virðist þó vera sem háværustu gagnrýn- endurnir hafi látið sér nægja að lesa Bild og látið vera að plægja í gegnum bókina. Hún varð hins vegar til þess að þýska knattspyrnusambandið kallaði Lahm á teppið og á mánudag átti lands- liðsþjálfarinn, Joachim Löw, fund með fyrirlið- anum til þess að „hreinsa andrúmsloftið“ og kom í ljós að hann fær að halda fyrirliðaband- inu . Daginn eftir komu þeir báðir fram á blaða- mannafundi í Dusseldorf. „Í gærkvöldi ræddum við málið til að átta okkur á hvers vegna ákveðnir hlutir hefðu verið skrifaðir,“ sagði Löw. „Ég sagði honum að ég væri ekki ánægður með að hann hefði gert opinberar upplýsingar um leikmenn og þjálfara. En það kom aldrei til greina að taka af honum fyrirliðatitilinn.“ Áður hafði Lahm beðist innilega afsökunar og gefið út yfirlýsingu: „Auðvitað ætlaði ég hvorki að ráðast á né móðga Rudi Völler, Jürgen Klins- mann, né annað fólk,“ sagði hann í yfirlýsing- unni. „Fremur vildi ég, eins og verður ljóst við lestur bókarinnar, setja fram hreinskilnislega skoðun mína á því hvernig hefði verið að vinna með ólíkum þjálfurum á ólíkum tímum.“ Írafárið út af bókinni vekur einnig furðu vegna þess að ýmsir fengu að sjá bókina áður en hún kom út. Einn þeirra er Oliver Bierhoff, sem heldur utan um landsliðið. Hann gaf grænt ljós, en sagði engu að síður þegar bókin var komin út að þar hefði Lahm „farið yfir mörkin“. Antje Kunstmann, útgefandi bókarinnar, segist vorkenna Lahm. Hann hefði ekki átt von á slíku uppnámi. Menn áttu greinilega ekki heldur von á því á ritstjórn Der Spiegel að farið yrði með Lahm eins og hann hefði framið morð. Í blaðinu segir að þar hafi upphaflega átt að birtast stutt umsögn um bókina með svohljóð- andi niðurlagi: „Eftir situr tilfinning eins og eftir fótboltaleik, sem hefur verið blásinn af vegna þoku.“ Í skamm- arkrókinn fyrir skrif Lahm sakaður um svæsnar árásir í ævisögu Philipp Lahm átti síst von á því að verða fyrir árásum úr öllum áttum þegar ævisaga hans kom út fyrir rúmri viku. ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Þýskir fótboltamenn hafa áður valdið usla með skrifum. Mark- maðurinn Toni Schu- macher kallaði yfir sig harða gagnrýni þegar hann skrifaði um lyfjanotkun í knattspyrnu og Lot- har Matthäus sparaði ekki stóryrðin í garð gamalla félaga. Phil- ipp Lahm hefur nú fengið á sig sama stimpil, en ýmsum þykir það ómaklegt. Skrif hans séu í raun saklaus. Fleiri hafa hneykslað Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Leikhúshópur strákanna í Hagaskóla

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.