SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 26
26 4. september 2011 L eiðin niður í Hinrikssongallery er leið sem ég hef farið mjög oft yfir ævina, bara ekki alla leið. Ég hef hundrað sinnum keyrt niður í Krónuna úti á Fiskislóð og ef farið er aðeins nokkur hundruð metrum lengra kemur maður að þess- um gullmola sem þetta gallerí er. Það er alltaf sérstök tilfinning þegar maður uppgötvar að rétt utan alfara- leiðar, þar sem maður keyrir oft, blindur á umhverfi sitt, kaupandi klósettpappír eða eitthvað ofan í sig, að einmitt rétt þar hjá sé eitthvað undravert. Þegar ég kem er Þór Hinriksson, eigandi gallerísins, fyrir utan með einum listamannanna sem eru í galleríinu, Jóni Axel Björnssyni, en persónulega hef ég heillast að verk- um hans lengi. Jón Axel kveður því miður fljótt en Ingimunda Maren Guðmundsdóttir kona Þórs kemur, en að hans sögn er hún aðalhvatamaðurinn að því að hann kæmi þessari hugmynd sinni í verk. Þór býður mér mjög persónulega þjónustu í galleríinu, gengur með mér um salinn og spjallar við mig um listamenn- ina og listaverkin sem hann sýnir þarna. Hann býður mér meira að segja að velja úr rauðvíni, gosi, kaffi eða vatni til að mýkja spjallið. Sem er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt fyrir mann þegar maður er blaðamaður, en það sem er óvenjulegt við þetta gallerí er að þetta er í boði fyrir alla sem vilja skoða verkin. Þetta gallerí er ekki opið á einhverjum ákveðnum dögum, heldur að- eins samkvæmt pöntun. Þeir sem vilja kynna sér verk- in geta farið á heimasíðu gallerísins og pantað tíma með Þór og hann mun kynna þeim verkin í einrúmi. Að sinna listamönnunum Aðspurður hvaðan hugmyndin að galleríinu sé komin segist hann hafa velt þessu lengi fyrir sér. „Ég hef velt þessu fyrir mér frá því ég sá um rekstur Foldar list- munagallerísins. Sá tími var einhver sá skemmtilegasti í mínu lífi. Að hitta alla þá mætu listamenn sem þar voru með verk var einstaklega gefandi, að hafa átt í þessum áhugaverðu vangaveltum um lífið og tilveruna sem dæmi við Valgarð Gunnarsson, Jón Axel Björnsson, Kjartan Guðjónsson, Hring Jóhannesson og Braga Ás- geirsson er eitthvað sem lifir sterkt í mér og er að mörgu leyti ástríðan að Hinrikssongallery. Mig langar að hafa persónulega þjónustu og bjóða aðeins upp á fáa listamenn sem við sinnum mjög vel. Við erum með verk eftir sex listamenn, þá Jón Axel Björnsson, Guð- nýju Kristmanns, Ragnar Axelsson, Hafstein Aust- mann, Valgarð Gunnarsson og Hallstein Sigurðsson. Við sameinum þessa sex listamenn því þeir höfða mikið til okkar. Þeir eru kveikjan að galleríinu því fyrst höfðum við samband við þá áður en við létum verða af því að útvega húsnæði fyrir verk þeirra. Okkur finnst gaman að sameina ljósmyndina, það er RAX, og málverkið en þar eru Guðný, Jón Axel og Valgarður og loka því með myndhöggvaranum Hallsteini. Saman búa þarna lista- menn sem eru á aldrinum fjörutíu, fimmtíu, sextíu og sjötíu ára gamlir, jafnt konur sem karlmenn. Það er löngun okkar að bæta við listamönnum sem eru á aldr- inum tuttugu og þrjátíu ára gamlir. Fótbolti og myndlist Spurður um aðkomu hans að myndlistinni kemur í ljós að hann hefur komið víða við á ævi sinni, en eftir að hafa unnið mörg ár hjá Galleríi Borg og Fold Listmuna- sölu fór hann til Hollands og lærði knattspyrnuþjálfun og hefur starfað til dæmis sem yfirþjálfari ÍA og aðstoð- arþjálfari Willums hjá Val og Keflavík. En uppruna listáhuga hans er víst að finna hjá presti á Grundarfirði, frá því að hann var krakki. „Já, hann séra Jón Þor- steinsson leiddi mig inn í heim ljóða og myndlistar af mikilli natni, enda maðurinn algjör perla. Ég var nú eitthvað að teikna þegar ég var ungur en börnin mín Helga Karen og Sævar Freyr hafa tekið það yfir enda Að reka gallerí er bara gaman Nýlega var opnað Hinrikssongallery úti á Granda sem hefur upp á ýmsa sérstöðu að bjóða; meðal annars hversu persónulega þjónustu viðskiptavinurinn fær og í sjálfu sér listamaðurinn líka. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.