SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 28
28 4. september 2011 Líf mitt var í rúst Svo komu unglingsárin, hvernig voru þau? „Unglingsárin voru erfið. Mér fannst ég hlunn- farin af lífinu, var sár út af fátæktinni og því að þurfa að bera ábyrgð á yngri systkinum mínum. Ég fór snemma út í neyslu áfengis. Ég varð ólétt sextán ára gömul. Þegar ég fæddi barnið mitt og hélt á því elskaði ég það jafnheitt og aðrar mæður elska börn sín. Ég var sannfærð um að ég yrði góð móðir og myndi reynast syni mínum vel. Svo hófst baráttan um að standa sig í vinnu með lítið barn og drekka bara um helgar. Ég byrjaði að nota hass til að geta verið edrú á milli helga. Ég lét son minn, Ármann Hákon Gunnarsson, frá mér þegar hann var fjögurra ára því ég sá að ég yrði ekki sú mamma sem mig langaði að verða. Elsta systir mín og foreldrar mínir sáu um hann. Ég fór til Kaupmannahafnar og vann þar í ár. Á þeim tíma áttaði ég mig á því að ég átti við alvarlegt drykkju- vandamál að stríða. Ég þjáðist af sektarkennd vegna þess að hafa látið son minn frá mér, fór aftur heim og sagði fjölskyldunni að ég gæti séð um hann. Ég fékk hann aftur en þurfti að standa mig gagnvart fjölskyldu minni og sýna að ég væri fær um að sjá um hann. Ég taldi mig vera að gera allt sem ég gæti en samt sveik ég stöðugt. Ég ætlaði kannski í bíó og pabbi var að passa barnið mitt en einhver bauð mér vín og ég kom heim eftir þrjá daga. Af hverju gerðirðu þetta? Við treystum þér, hrópaði pabbi. Ég reif kjaft en ég skildi ekki af hverju ég hafði gert þetta. Í hjarta mínu hafði ég hugmynd um það hvernig manneskja ég vildi vera en líf mitt var í rúst. Þegar sonur minn var sjö ára ákvað fjölskylda mín að láta barnaverndarnefnd taka hann af mér. Þá fór ég í meðferð á Silungapoll í fullvissu um það að Guð myndi gera fyrir mig það sem ég gæti ekki sjálf. Ég var aldrei í vafa um að ég myndi öðlast edrúmennsku. Mig langaði svo að hætta og var svo fegin að til væri staður sem gæfi mér tækifæri til þess. Í meðferðinni lærði ég ekki bara að lifa án áfengis, heldur var mér kennt að bera ábyrgð á lífi mínu. Ég hafði stöðugt fjarlægst að vera sú mann- Það hlýtur að hafa verið erfið tilfinning að búa við stöðuga fátækt? „Það er erfitt að lýsa fátækt. Fátæktin rænir mann mörgu og henni fylgir ákveðin skömm. Kennararnir sögðu: Segðu mömmu þinni að þú eigir að koma með nesti. En það var aldrei til nesti. Við áttum ekki góð föt og notuðum Rauðakros- steppi sem sængur. Stundum vorum við klædd í ullarsokka og plastpoka utan yfir af því við áttum ekki skó.Við héldum upp á jólin en eitt sinn vegna fátæktar var ekki hægt að gefa okkur jólagjafir, í staðinn sögðu pabbi og mamma okkur sögur. Við systkinin lærðum að leyna fátæktinni og segja: Við erum ekki svöng, okkur er ekki kalt. Eitt af því sem fátæktin kennir manni er að neita sér um langanir og afneita þörfum sínum. Þegar ég hugsa til baka er ég þakklát fyrir það að við systkinin fengum að alast upp saman. Mamma var berklaveik og pabbi vann alla daga ýmiss konar verkamannavinnu til tíu á kvöldin. Stundum fór hann á vertíð og kom heim um helgar. En það var sama hversu mikið hann vann, alltaf var skortur. Vonleysið var oft óskaplegt og hann hafði stöðugar áhyggjur af því, alveg eins og mamma, hvort við fengjum mat. Pabbi var ákaflega stoltur, einn af tuttugu systkinum, og hafði séð um sig sjálfur frá fjórtán ára aldri og vildi ekki þiggja neitt af nein- um. Mamma var ekki eins stolt. Eitt sinn, án vit- undar pabba, stoppaði hún mjólkurbílinn og mjólkurbílstjórinn gaf henni mjólk handa systur minni sem þá var lasin.“ Hvernig var skólaganga þín? „Skólagangan var stopul og ég fór til dæmis ekk- ert í skóla árið sem ég var ellefu ára vegna veikinda mömmu. Þá var ég send sem vinnukona í aðra sveit. Ég hætti svo í skóla þrettán ára gömul. Þegar ég var fjórtán ára ákváðu foreldrar mínir að flytja til Ástralíu með krakkaskarann. Bústofninn var seldur og flugmiðar keyptir en þá fékk pabbi hjartaáfall og hætt var við flutninginn. Við fluttum svo til Vestmannaeyja þegar ég var sextán ára. Þar var nóg vinna í frystihúsinu fyrir okkur öll og það var stórt skref frá fátæktinni. Ég held að bestu ár foreldra minna hafi verið í Vestmannaeyjum.“ A nna Jóna Ármannsdóttir vinnur sem verkstjóri í Straumsvík. Eftir að hafa yfirstigið mikla erfiðleika á lífsleiðinni lífir hún í sátt við sjálfa sig og aðra og á ekki í neinum erfiðleikum með að tala um erfiða fortíð. Hún er fyrst spurð um foreldra sína og upp- vöxt. „Ég fæddist í Reykjavík, ein af tólf systk- inum,“ segir hún. „Foreldrar mínir, Ármann Bjarnfreðsson og Kristín Óskarsdóttir, bjuggu í eitt ár á Draghálsi hjá Sveinbirni ásatrúargoða, svo fluttu þau í Miklaholtshreppinn. Þar bjuggum við í óskaplegri fátækt í timburhjalli sem var klæddur að utan með bárujárni. Einangrað var með torfi og á veturna fraus oft á gólfunum. Þarna var hvorki rafmagn né hiti, við höfðum ol- íuljós og mamma sauð allt vatn á kolaeldavél. Fyrstu minningar mínar um mömmu eru af því þegar hún var að bera vatn í skjóðum. Mamma var berklaveik og við systkinin þurfum að vinna alls kyns vinnu heima við. Ég man þegar ég var ung að árum að láta tveggja ára systur mína skola sokka í læknum. Haustið 1963, þegar ég var sex ára, brann húsið. Mamma, sem var ólétt að tíunda barninu, hafði skroppið á næsta bæ til að fara í bað. Hún kom að húsinu alelda. Pabbi braut glugga og kastaði okk- ur börnunum út. Við vorum á nærfötunum en ég náði þó að klæða eina systur mína í sokkabuxur. Húsið brann á tveimur tímum og við misstum það litla sem við áttum. Ég hef oft hugsað um það að þegar maður lend- ir í neyð þá er alltaf til fólk fyrir fólk. Hjón á átt- ræðisaldri í Fróðárhreppnum sem þekktu okkur ekki neitt lásu um brunann í blöðunum. Mað- urinn hafði samband við pabba og bauð fjölskyld- unni að flytja til sín. Við fluttum inn á heimili þessa gömlu hjóna sem hétu Þorgils og Jóhanna og voru búin að ala upp sín átta börn. Þetta varð okkur til bjargar. Við vorum á heimilinu í ár, og þessi góði maður sá svo til þess að við fengum næstu jörð við hann, og þar vorum við alla mína barnæsku. Fátæktin var þó enn mikil. Að mestu leyti vorum við alin upp á ást og vatni.“ Alin upp á ást og vatni Anna Jóna Ármannsdóttir hefur unnið í sextán ár í ál- verinu í Straumsvík þar sem hún starfar nú sem verkstjóri í kerskála. Hún ólst upp við mikla fátækt og erfiðleika og barðist ung við áfengissýki. Hún segir frá átakamikilli ævi og lýsir því hvernig henni var skyndilega gefið nýtt líf. Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Anna Jóna Ármannsdóttir: „Það eru 29 ár síð- an ég hætti að drekka, þá var ég 25 ára. Um leið var mér gefið nýtt líf. Þá gaf ég það loforð að rétta út hönd til þeirra sem þyrftu á að- stoð að halda.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.