SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 13
4. september 2011 13 E igum við að koma í berjamó?“ spurði ég fjögurra ára son minn sem svaraði mér brosandi út að eyrum: „Jahá, jibbí!“ Ég lét mér ekkert bregða við að honum þótti mikilvægara að taka til sverð og skjöld í leiðangur okkar út í móann en að leita að berjatínunni. Það er alvanalegt fyrir þriggja stráka mömmu að ferðast um með fylgdarsveina sem eru gráir fyrir járnum. Eins og gefur að skilja eru víg- búnir synir auðvitað stolt allra friðelsk- andi mæðra. Kátínan var þó fljót að breytast í vonbrigði og gremju þegar hnokkinn áttaði sig á að það höfðu orðið hræðileg mistök. Móðir hans virtist ætl- ast til þess að hann tíndi ber. Honum hafði greinilega misheyrst. Hann taldi sig nefnilega vera á leið í berja-MÁ. Þegar mesta bræðin var runnin af hon- um settist hann sáttur í berjalyngið og tíndi dýrindis bláber í fötuna sína. Yngsti sonurinn hafði annan háttinn á. Honum þykir algjör óþarfi að berin þurfi að millilenda í krukkunni áður en þau enda óhjákvæmilega uppi í munni. Enda þykir honum margfalt mikilvægara í þessu lífi að gleðja bragðlaukana en að standa í stríðsrekstri. Það er óþarfi að óttast að hann týnist í móanum þar sem hægt er að ganga á unaðs- hljóðin í þeim stutta. Berja- blár og alsæll situr stúfurinn á milli þúfna og kyrjar „mmmm“ samtímis og hann tínir upp í sig dásemdina. Eftir dágóða stund voru afköstin borin heim og skipt bróðurlega á milli fjöl- skyldumeðlima. Hvítum strásykri sturt- að yfir berin og öllu sökkt í þeyttan rjóma. Þegar þetta var borið á borð skildi ég vel hvernig hreindýraskyttum líður þegar þeir borða bráðina sem mikið var haft fyrir að elta uppi, skjóta og bera til byggða. Að borða nýtínd blá- ber með roða í kinnum eftir endurnær- andi útiveruna er eitt af því besta sem til er. Vertíðin í berjatínslunni markar enda sumarsins. Sumarið var yndislegt. Næst tekur haustið við með skólabjöllum og leikskólavist. Fjölskyldan lenti í stórum og smáum ævintýrum í sumar; í garð- inum heima, uppi á hálendi Íslands og meira að segja suður við Miðjarðarhafið. Þegar líður á sumarið reynir á samheldni fjölskyldunnar. Það er dýrmætt að eiga góðar stundir saman en fyrir mitt leyti er ég afskaplega þakklát fyrir að mæta á morgnana með glaða stráka í skóla og leikskóla þar sem vel er tekið á móti þeim. Það eru allir ánægðir með festuna í hversdagsleikanum. Svo til að brjóta upp rútínuna má kíkja í berjamó seinni- part dags, já eða kannski í svolítið berja- má. Hversdagsleg ævintýri í berjamó Morgunblaðið/Einar Falur Móður- hlutverkið Agnes Ósk Sigmundardóttir PRJÓNAÐ ÚR ÍSLENSKRI ULL Þessi glæsilega nýja prjónabók er mikill fengur fyrir áhugasamt prjónafólk sem þyrstir í klassískar og fallegar uppskriftir að flíkum úr íslenskri ull. 4.999 kr. TILBOÐ Fullt verð 5.999 kr. Í bókinni er að finna 65 sérvaldar uppskriftir. Áherslan er lögð á lopapeysur en einnig eru uppskriftir að smærri viðfangsefnum eins og húfum, sokkum og vettlingum. Í bókinni er einnig í fyrsta skipti rakin á einum stað saga prjóns á Íslandi. Eymundsson.is Ti lb oð gi ld ir til og m eð 14 .0 9. 11

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.