SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 10
10 4. september 2011 E r ekki eitthvað stórbrotið við lánleysi Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs? Varla kemur nokkrum á óvart að fylgi VG mælist nú í sögulegu lágmarki og hefur ekki mælst minna síðan um mitt ár 2007. Um síðustu helgi hélt VG flokksráðsfund, þar sem m.a. var fjallað um veru Íslands í NATO og aðgerðir NATO í Líbíu fordæmdar og ályktað um að Ísland ætti að segja sig úr NATO. Jafnframt var ályktað um að rannsaka bæri aðdragandann að stuðningi Íslands við loftárásir NATO í Líbíu. Á þriðjudagsmorgun, aðeins tveimur dögum eftir flokks- ráðsfundinn, gat að líta frétt efst á mbl.is undir fyrirsögninni Voðaverk Gaddafis afhjúpuð sem hófst svona: „Hersveitir Gaddafis nota óbreytta borgara sem vörn gegn skothríð, þeir ráðast að sjúkrabílum og nauðga barnungum stúlkum. Þetta segja bandarísku mann- réttindasamtökin „Læknar í þágu mannréttinda“ eftir að hafa tekið viðtöl við 54 íbúa líbísku borgarinnar Misrata. … hermenn Gaddafis þvinguðu 107 óbreytta borgara til að standa vörð við hergagnageymslu, sem NATO hugðist varpa sprengjum á. Þar voru tvö börn neydd til að sitja ofan á skriðdreka.“ Svona hryllileg frásögn af grimmdar- og voðaverkum Gaddafis getur ekki haft nokkur áhrif á hina ein- dregnu friðarsinna í VG. Haft var eftir Auði Lilju Erlingsdóttur framkvæmdastýru VG í frétt í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, „að friðarstefnan sé grasrótinni mjög ofarlega í huga. Hluti fé- lagsmanna hafi stutt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en um leið og NATO hafi tekið yfir aðgerðirnar hafi þær farið út fyrir þann ramma sem var samþykktur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.“ Hvað er eiginlega í gangi hjá NATO og þeim 60 þjóðum (Vin- um Líbíu) sem sendu fulltrúa sína á fund í París á fimmtudag, undir þeim formerkjum að aðstoða Líbíu eftir megni við upp- byggingu?! Leggja menn ekki við hlustir, þegar flokksráðs- fundur VG vill slá skjaldborg um Gaddafi og hans morðóða hyski, sem nauðgar konum og börnum, pyntar óbreytta borg- ara, rekur gamalmenni á götur út og notar saklaus börn sem skjöld, í skothríðum og sprengiárásum? Það er fróðlegt til þess að vita að formaður flokksins, Stein- grímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður og menntamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, skuli öll hafa verið viðstödd umræðurnar á flokksráðsfundinum um að fordæma bæri loftárásir NATO á Líbíu. Engar fregnir bárust um að þau væru ekki sömu skoðunar og „grasrótin“. Hvar var formaður utanríkismálanefndar, Árni Þór Sigurðsson, þegar ályktunin um rannsókn á aðdragandanum var samþykkt? Er hann sömu skoðunar og „grasrót“ Auðar Lilju. Vill hann líka slá skjaldborg um Gaddafi og hans hyski? Aldrei þessu vant virðist ráðherrann síkáti, Össur Skarphéð- insson, hafa nokkuð til síns máls þegar hann segir: „Ég er ekk- ert hræddur við svona rannsóknarnefnd og ef félagar mínir í VG hafa sérstakan áhuga á að leggja fram rannsóknarnefnd til að skoða mínar gerðir, þá segi ég bara: Verði þeim að góðu. Það hafa aðrir en ég ástæðu til að óttast það.“ En Jóhanna Sigurðardóttir getur vart verið jafnróleg og ráð- herrann síkáti, því hún varð einfaldlega uppvís að ósannindum í fréttum í vikunni, þegar hún sagði að utanríkisráðherra hefði í einu og öllu farið að ályktun Alþingis í þessum efnum. Það er ósatt. Alþingi hefur alls ekkert ályktað um loftárásir NATO á Líbíu. Svo einfalt er það. Hvernig ætlar forsætisráðherrann að krafsa sig út úr þessum ósannindum? Hún lætur, eins og kunnugt er, ekki ná í sig, en varla getur hún verið í felum út kjörtímabilið eða hvað? Lánleysi VG virðist algert Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Auður Lilja Erlingsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir ’ Leggja menn ekki við hlustir, þegar flokks- ráðsfundur VG vill slá skjaldborg um Gaddafi og hans morðóða hyski? Síðastliðinn laugardag var ár síðan Kjartan Birgisson vaknaði að morgni með nýtt hjarta, en myndrík frásögn af hjarta- skiptunum birtist í Sunnudags- mogganum. Þá hafði Kjartan verið sjúklingur árum saman, lítið getað hreyft sig fyrir mæði og farið í fjölda hjartaaðgerða. Ári síðar er Kjartan sjálfum sér líkur, góða skapið enn til stað- ar, en lífsskilyrðin hafa breyst mikið. Hann var beðinn um að lýsa deginum sem hann hélt upp á að ár var liðið frá hjarta- skiptunum. 9.00 Vakna, framundan er stór dagur. Það var fyrir ná- kvæmlega einu ári sem ég fékk nýtt hjarta. Framundan er að ganga á Þverfellshorn Esjunnar í tilefni tímamótanna. 9.45 Morgunmatur hjá Lau- lau systur minni. Hún heitir Guðlaug Hildur, en er jafnan kölluð Laulau. Þetta er öðrum þræði orkusöfnun, en líka dekrað við bragðlaukana með soðnu eggi og kavíar, rúnn- stykki og svo auðvitað kaffi. 10.30 Hópurinn kemur saman við Mógilsá. Mættir eru Hildur dóttir mín, Laulau systir mín og dóttir hennar hún Ransí, Unnella systir mín, Gylfi bróðir minn og Svandís mág- kona mín. 11:00 Lagt af stað upp á Þverfellshornið, glaðbeittur hópur með markmiðið á hreinu. Göngum hægt en örugglega. 12.00 Æjum í smáberjamó og setjum hælsærisplástur á einn hæl. 13.00 Kominn upp að steini, allir glaðir en æf- ingaskortur farinn að segja til sín hjá sumum. Múgæsingur verður til þess að allir nema einn halda áfram upp á topp- inn. 13:20 Ég kem fyrstur á toppinn því ferðafélagar mínir eru að aðstoða breska fjöl- skyldu. Þvílík gleði að vera kominn upp, brosi allan hring- inn og skrái áfangann í gesta- bókina á hringsjánni. Líkaminn ótrúlega sprækur og ég hefði alveg getað gengið lengra. 13.30 Leggjum af stað nið- ur og fáum okkur nesti við mýrina á leið niður. Þreytan fer að segja til sín á niðurleið- inni og þá verð ég feginn að gangan er þó ekki lengri en þetta. 15.00 Komum niður að bílastæði alsæl með gönguna, þreytt en glöð. 15.30 Komum heim, ég og Hildur, til Maríu dóttur minnar sem var lasin heima, hafði ver- ið í hálskirtlatöku í fyrradag. Framundan er að hvíla sig vel og undirbúa komu harð- sperranna. Almennt hef ég reynt að hreyfa mig í sumar, farið í stutta göngutúra um Elliðaár- dalinn og golf á Korpúlfs- staðavelli, þar sem ég á erfitt með að ganga Grafarholtið. Svo tók ég þátt í Reykjavík- urmaraþoninu og hljóp 10 kílómetra. Það var rosalega gaman, en gefur Esjugöngu lít- ið eftir hvað áreynsluna varð- ar. Svo hef ég varið lausum stundum á skrifstofu Hjarta- heillar, þar sem ég vinn að málefnum líffæraþega, hvort sem það eru hjarta, lungu eða nýru. Ég reyni að vekja um- ræðu um þau mál, þannig að fólk sé meðvitað um stöðu fólks sem á við þann vanda að etja og hvað það er dýrmætt ef fólk skráir sig sem líffæragjafa. 19.00 Í fjarveru húsmóð- urinnar Halldóru, sem er í Rangæingaferð með móður sinni, sér Hildur um að mat- reiða góðan kvöldverð. 20.00 Slakað á um kvöldið eftir gönguna. Ég er ekki burð- ugur í samkvæmislíf eftir átök dagsins. 23.00 Góðum degi lýkur og rétt að fara að sofa. Dagur í lífi Kjartans Birgissonar hjartaþega Gönguhópurinn: Ragnhildur Rúnarsdóttir, Guðlaug Hildur Birgisdóttir, Unnur Birgisdóttir, Kjartan Birgisson, Gylfi Birgisson, Hildur Kjartansdóttir og Svandís Kristiansen. Morgunblaðið/Kristinn Sprækur á Esjunni Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Agnar Jónsson, kennari.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.