SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 39
4. september 2011 39 Þ ið getið andað léttar stelpur, það er komið í ljós að eftir allt saman þá er alls ekkert að píkunni ykkar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í British Journal of Obstetrics and Gynaeco- logy eru innri skapabarmar flestra kvenna sem vilja gangast undir lýtaaðgerð til að minnka þá hvorki of stórir né illa af guði gerðir. Niðurstöður af þessu tagi ættu að létta allt hugarvíl, þ.e. þar til það rennur upp fyrir manni að ef til vill eru fræði- mennirnir sjálfir að halda lifandi goðsögninni um hina full- komnu píku með rannsóknum sínum. Þrátt fyrir að rann- sakendurnir hafi komist að þeirri niðurstöðu að innri skapabarmar 30 af 33 þátttakendum væru innan eðlilegra stærðarmarka komust þeir samfara því að þeirri niðurstöðu að innri barmar hinna þriggja væru „verulega ósamhverfir“, en meðalbreidd hægri skapabarms var 26,9 mm og vinstri skapabarms 24,8. Mælingarnar gáfu grænt ljós á niðurgreiddar aðgerðir heilsugæslu University College í London, þar sem rann- sóknin var gerð. Heilsugæslan hefur aðeins leyfi til þess að framkvæma aðgerðir á konum hvers kynfæri mælast utan eðlilegra viðmiða. En hvað er átt við með „eðlilegt“? Haft var eftir kvensjúkdómalækninum Söruh Creighton, sem leiddi rannsóknina, að „litlar upplýsingar eru til um hvað er eðlilegt“, og hvatti rann- sóknarteymið til þess að stærri rannsóknir yrðu gerðar á því hver væru eðlileg stærðarhlutföll skapabarma. Slík orðræða gefur til kynna að eins og gefið er í skyn í klámi og auglýsingum eigi píkur að hafa ákveðið útlit. Allt utan þess ramma myndi þá teljast „óeðlilegt“. Staðreynd málsins er hins vegar sú, að þegar kemur að kynfær- unum, nú eða brjóstum eða eist- um ef því er að skipta, er fjöl- breytileg stærð eðlileg. Það sem er eðlilegt er að ein hlið líkamans sé allt frá örlítið stærri til miklu stærri (lengri, feitari, minni) en hin hliðin. Ósamhverfa er hið eðlilega þegar líkamshlutar fólks eru annars vegar! Aðaláhyggjuefnið varðandi lýtaaðgerðir á kynfærum er ekki að ákvarða hverjir ættu eða ættu ekki að gangast undir slíka aðgerð, heldur þörfin á því að útrýma ranghug- myndum um það hvað teljist eðlilegt, sem valda fólki hug- arangri. Til þess að koma í veg fyrir áhyggjur kvenna af því hvernig píkan þeirra lítur út þurfum við að fræða konur um mannslíkamann og áhrif menningarumhverfisins á það hvað telst eftirsóknarvert hverju sinni. Við þurfum að halda áfram þeirri baráttu sem konur út um allan heim heyja til að benda á að fjölbreytni er falleg. Og við þurfum að ná til ungra kvenna. Meðalaldur þátttakendanna 33 var 23 ár, fjórðungur þeirra var 16 ára eða yngri og yngsti þátttakandinn var að- eins ellefu ára. Fjörutíu prósent þeirra langaði til að láta minnka innri skapabarmana til þess að „bæta útlitið“ en þessi tölfræði verður enn óhugnanlegri þegar tekið er með í reikninginn að öllum var þeim vísað áfram í rannsóknina af heimilislæknum sem þótti skurðaðgerð viðeigandi lausn þeirra mála. Hversu eðlilegt er það? Hvað er „eðlilegt“? ’ Staðreynd málsins er hins vegar sú, að þegar kemur að kyn- færunum, nú eða brjóstum eða eistum ef því er að skipta, er fjölbreytileg stærð eðlileg. Kynfræðingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright kyn@mbl.is vinnufélaga sem varð í fyllingu tímans að stórveldi sem hafði inngrip í nánast öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Sambandið var ef til vill á mestu flugi um miðja 20. öldina, en þá var Vilhjálmur Þór í stól for- stjóra. Sá var bæði drífandi maður auk heldur sem hans naut við þegar stríðsgróði flæddi um þjóðfélagið allt. Það gerði þessari miklu fyr- irtækjasamsteypu kleift að fara í iðnrekstur, tryggingastarfsemi, kaup- skipaútgerð, bókaútgáfu, prentsmiðjurekstur, vélainnflutning og olíu- verslun og er þá fátt eitt nefnt. Og kaupfélög ráku hvert í sinni byggð umfangsmikla starfsemi en um árið 1960 voru þau alls 58 talsins. Þegar kom fram yfir 1960 fór kaupfélögunum í landinu að fækka. Þau voru hreinlega of fá og smá til þess að geta spjarað sig í samkeppni og síkviku viðskiptaumhverfi. Og sömuleiðis fór þátttaka í samvinnu- starfinu dvínandi. „Félagsmálaáhugi er ekki eins mikill og æskilegt væri og ekkert í líkingu við það sem áður var, þegar menn voru að brjótast úr sárri fátækt með samvinnustarfi, á tímum, þegar lífið sner- ist um brauðstrit öðru fremur. Velmegun og efnishyggjan hafa deyft félagsmálaáhuga,“ sagði forstjóri Sambandsins í áðurnefndu viðtali. Erlendur Eianrsson var forstjóri Sambandsins frá 1955 til 1986 þegar Guðjón B. Ólafsson tók við keflinu – en á þeim tíma voru undirstöð- urnar í rekstri fyrirtæksins orðnar býsna feysknar. Verðbólga og verð- trygging breyttu öllu svo skuldir Sambandsins jukust meira og hraðar en nokkur réð við. Fór enda svo árið 1992, þegar því arðvænlegasta í rekstrinum hafði verið komið fyrir í sjálfstæðum hlutafélögum, að Landsbankinn gekk milli bols og höfuðs á risanum til að fá skuldir hans innheimtar og nánast á einni nóttu „hið mikla fyrirtæki“ af sjón- arsviðinu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Þegar menn voru að brjót- ast úr sárri fátækt með sam- vinnustarfi, á tím- um, þegar lífið sner- ist um brauðstrit öðru fremur. Erlendur Einarsson Wood með samleikurnum sínum í Ideas of March, Marisu Tomei, Paul Giamatti, Philip Seymour Hoffman og George Clooney, sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Reuters Í hlutverki vampýrudrottningarinnar Sophie-Anne Leclerq í sjónvarpsþáttunum True Blood. ’ Hlutverk vampýrudrottningarinnar í True Blood passaði líka við nýjustu persónulegu játningu Wood en í viðtali við tímaritið Es- quire fyrr á þessu ári sagðist hún vera tvíkynhneigð. Hundruð vampýruaðdáenda ætla að fara í siglingu næsta sumar í Alaska undir nafninu „Vamps at Sea“ eða „Vampýrur í sjóferð“. Slíkar þemasiglingar hafa notið vaxandi vinsælda síðustu ár og hafa verið stílaðar inn á allt frá fuglaáhugafólki til maraþonhlaupara, sam- kvæmt frétt Reuters. Í þess- ari siglingu verður margt um að vera og m.a. verða skoðaðir jöklar og haldin böll. Siglingin verður í júní þannig að það er náttúrulega bjart allan sólarhringinn þarna á þessum árstíma. Linda Wolf, skipuleggjandi ferðarinnar, segir að það ætti ekki að koma að sök því skipið sé með mjög þykkar gardínur og inni geti verið eins dimmt og gestirnir vilji. Ein af skemmt- ununum í boði um borð verður vampýruhæfi- leikakeppni, en ekki er greint frá því nánar í fréttinni hvernig hún fari fram, og að sjálf- sögðu verður líka haldið grímuball. Vampýrusigling í Alaska Robert Pattinson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.