SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 24
24 4. september 2011 K ínverska hagkerfið er vélin sem í kreppu og samdrætti knýr efnahagslíf heimsins. Undanfarinn áratug hefur ár- legur hagvöxtur í Kína verið í kringum tíu af hundraði. Þessum gríðarlega vexti hafa fylgt umsvif um allan heim. Ísland hefur ekki verið undanskilið. Kínvjerjar hafa sýnt því áhuga að reisa álver á Bakka og nú hyggst auðjöfurinn og ljóðskáldið Huang Nobu kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum í því skyni að reisa þar hótel með golfvelli. Þessar fyrirætlanir hafa þegar mætt tor- tryggni hér á landi og er það ekkert eins- dæmi. Það er aðeins talið tímaspursmál hve- nær Kína verði voldugasta ríki heims. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs spáir því að Kínverjar muni fara fram úr Banda- ríkjamönnum árið 2027, bankinn Stand- ard Chartered telur að það muni gerast 2020 og vikublaðið The Economist býður betur og segir 2019. Þegar Kína bjargaði kaptítalismanum Talað er um að eftir fjármálakreppuna 2008 standi Kínverjar með pálmann í höndunum. „Fyrir þrjátíu árum, í tíð um- bótasinnans Dengs Xiaopings, bjargaði kapítalisminn Kína,“ segja gárungarnir á Wall Street. „Nú í fjármálakreppunni bjargaði Kína kapítalismanum.“ Samkvæmt könnun, sem breska rík- isútvarpið, BBC, gerði í mars lítur meiri- hluti Þjóðverja, Ítala og Frakka uppgang Kínverja neikvæðum augum, nokkuð fleiri en í sambærilegri könnun, sem gerð var 2005. Sömu sögu er að segja um Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Ráðamenn í Evrópu sækjast hins vegar eftir kínverskum peningum. Þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var í Evr- ópu í sumar var honum tekið með kostum og kynjum. Hann sagði að kínversk stjórnvöld myndu halda áfram að kaupa ríkisskuldabréf í evrum. Aukin umsvif Kínverja eiga sér ekki stað í tómarúmi. Óhjákvæmilegt er að vaxandi heimsveldi stígi á einhverjar tær. Jon Huntsman, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, sagði í sendiráðspósti að kínversk stjórnvöld væru farin að „sýna vöðvana“. Þegar nágrannar Kína kvörtuðu yfir því hvað heimssýn kínverskra ráðamanna væri Kínamiðuð á fundi samtaka As- íuríkja, ASEAN, í fyrrasumar svaraði Yang Jiechi, utanríkisráðherra Kína, um hæl: „Vinsamlegast hafið hugfast hvað efna- hagsleg velferð ykkar er háð okkur.“ Þennan tón nota Kínverskir ráðamenn ekki á Vesturlöndum, en þó er til marks um að valdajafnvægið í heiminum er að breytast hvernig Kínverjar gagnrýna nú Bandaríkjamenn fyrir gáleysi í fjármálum. Umsvif Kínverja í Afríku Þegar Kínverjar byrjuðu að ryðja sér til rúms með fjárfestingum í Afríku var þeim tekið fagnandi. Fjárfestingum þeirra áttu að fylgja störf og uppbygging. Kínverjum fylgdi ekki farangur gömlu nýlenduveld- anna auk þess sem þeir fylgdu stefnu „af- skiptaleysis“, sem þýðir að þær voru ekki skilyrðum háðar um mannréttindi og því um líkt. Þessi þáttur var ráðamönnum í Afríku að skapi. Kaupsýslumönnum og stjórn- málamönnum í Afríku fannst ferskur andi fylgja kínverskum áherslum á niðurstöður eftir að hafa hlustað á fyrirlestra um mannréttindi frá gömlu nýlenduveld- unum, Alþjóðabankanum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðunum. Í bókinni African Perspectives on China eru tvær sláandi tilvitnanir. „Við kunnum að meta kínverska fjárfestingu vegna þess að það er haldinn einn fundur, við ræðum það sem þeir vilja gera og síðan bara fram- kvæma þeir,“ er haft eftir Johnny Sahr, sendiherra Síerra Leone í Peking. „Það eru engin viðmið og skilmálar, ekkert mat á umhverfisáhrifum.“ Síðan er haft eftir Alfred Mutua: „Þú heyrir Kínverjana aldr- ei segja að þeir muni ekki ljúka verkefni vegna þess að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg til að taka á spillingu. Ef þeir ætla að leggja veg verður hann lagður.“ Talsmenn fjárfestinga Kínverja bentu á að Afríkuríki hefðu fylgt vestrænum fyr- irmyndum og ráðum með hrikalegum af- leiðingum undanfarin fimmtíu ár og því væri eðlilegt að reyna eitthvað nýtt. Á undanförnum tíu árum hefur útflutn- ingur Kínverja til Afríku tólffaldast og innflutningur frá Afríku aukist enn meira. Kínverjar tóku í fyrra við af Bandaríkja- mönnum sem helsti viðskiptavinur Afr- íku. Árið 2009 námu fjárfestingar kín- verskra fyrirtækja í Afríku 56,5 milljörðum dollara. Fjárfestingunum hafa fylgt miklir fólksflutningar. Ein milljón Kínverja býr nú í Afríku og segir Sanou Mbaye, fyrrverandi embættismaður hjá Þróunarbanka Afríku, að fleiri Kínverjar hafi komið til Afríku á undanförnum tíu árum en Evrópubúar undanfarin 400 ár. Án þessara umsvifa Kína hefði aldrei náðst fimm prósenta hagvöxtur í álfunni. Skipta sér ekki af innri málum Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt fram- göngu Kínverja í Afríku. „Kína er mjög ágengur og skaðlegur keppinautur án nokkurs siðferðis,“ sagði Johnnie Carson, sem fer með málefni Afríku í bandaríska utanríkisráðuneytinu, á fundi með frammámönnum í olíuiðnaði í Lagos í Nígeríu. Bandaríkjamenn eru reyndar ekki alveg hlutlausir í málinu. Þeir ásælast sömu auðlindir og Kínverjar, hvort sem er olía, gas, kol, kopar, viður eða koltan. En gagnrýni þeirra á rétt á sér. Einn tíundi af innfluttri olíu í Kína kemur frá Súdan og láta Kínverjar sér mannréttindabrot súd- anskra stjórnvalda í Darfur í léttu rúmi liggja í þeim viðskiptum. Bakslag í sambúðinni Viðskiptin við Kínverjana hafa hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum í Afríku. Önnur menning ríkir í kínverskum fyrir- tækjarekstri en vestrænum. Í Kína eru fyrirtæki tilbúin að stytta sér leið og það hefur ekki breyst þótt til Afríku sé komið. Í Gabon ríkir óánægja vegna rasks, sem olíufélagið Sinopec hefur valdið í þjóðgarði einum, og í Súdan hefur kínverskt rík- isfyrirtæki látið slíkt magn af hráolíu fara til spillis að heilu tjarnirnar hafa myndast. Kínversk fyrirtæki bera litla virðingu fyrir rétti verkamanna. Í koparnámum, sem kínverskt fyrirtæki rekur í Sambíu, fá starfsmenn ekki öryggishjálma fyrr en þeir hafa verið við störf í tvö ár. Þar eru bana- slys daglegt brauð. Kínverskir stjórnendur múta verkalýðsleiðtogum og fara með þá í „námsferðir“ á nuddstofur í Kína. Starfs- menn, sem eru með uppsteyt, eru reknir. Þegar námamenn í bænum Sinazongwe í Sambíu mótmæltu lélegum aðbúnaði skutu tveir kínverskir stjórnendur úr haglabyssum á hópinn og særðu tug manna. Einnig hefur komið bakslag í samskiptin vegna slælegra vinnubragða. Spilling er síður en svo óþekkt í Afríku, en heima- menn kvarta undan því að ástandið hafi versnað með tilkomu Kínverja. Kínverskir verktakar reistu sjúkrahús í Lúanda, höf- uðborg Angólu, með viðhöfn, en gleðin var skammlíf. Fyrr en varði mynduðust sprungur í veggjum og nokkrum mán- uðum síðar var sjúkrahúsinu lokað. Annað dæmi er 130 kílómetra vegur, sem kín- verskt fyrirtæki lagði frá Lusaka, höf- uðborg Sambíu, til Chirundu. Vegurinn Mála heim- inn rauðan Áhugi kínverska auðmannsins Huangs Nobu á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum hefur verið settur í samhengi við vaxandi umsvif Kínverja, sem eru að mála heiminn rauðan. Talið er að Kínverjar verði orðnir voldugri en Bandaríkjamenn jafnvel innan áratugar ef fram heldur sem horfir og tor- tryggni í þeirra garð fer vaxandi. Karl Blöndal kbl@mbl.is Hu Jintao, forseti Kína, tekur á móti Armando Guebuza, forseta Mósambík, í Peking. Margir líta á aukin umsvif Kínverja í heim- inum sem hluta af heimspólitískri áætlun, meðal annars til að tryggja aðgang að auðlindum. Gámar standa í stæðum í uppskipunarhöfninni í Qingdao. Kínverjar slógu öll met í útflutn- ingi í júlí. Búist er við því að Kína verði jafnvel orðið voldugasta ríki heims innan áratugar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.