SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 2
2 4. september 2011 Við mælum með 3. september Efnt er til hátíðar í Vestur- bænum í tilefni af leik KR gegn Val klukkan 14 í dag, laugardag. Yfirskriftin er Kvennafjör KR, meðal annars til að undirstrika að KR sé ekki lokaður karla- klúbbur. Á meðal viðburða er Vesturbæjarrölt með Jónasi Sig. frá Frostaskjóli kl. 10.30, ljúf- feng súpa 11.30 og 13, hreysti- keppni milli deilda KR kl. 12 og loks dömuboð í KR-heimilinu um kvöldið. Morgunblaðið/Ernir Kvennafjör í Vesturbænum 4-8 Vikuspeglar Damien Hirst hleypir öllu í báli og brand, fótalaus íþróttamaður frár á fæti og Philipp Lahm veldur hneykslan með endurminningum. 26 Að reka gallerí er bara gaman Innlit í gallerí Þórs Hinrikssonar, sem tekur á móti gestum í einka- heimsóknum og sýnir valda listamenn. 28 Alin upp á ást og vatni Anna Jóna Ármannsdóttir segir frá átakamikilli ævi og lýsir því hvernig henni var skyndilega gefið nýtt líf. 32 Pabbinn tjaldar ekki til einnar nætur Bjarni Haukur hefur samið við þýskt fyr- irtæki um kvikmynd byggða á einleiknum Pabbanum. 34 Þar sem hjartað ... Páll Heimir Pálsson setur líkön af byggingum í Reykjavík inn á Google Earth. 36 „Hann tók áðan eins og marhnútur“ Bræðurnir Eggert og Þórir frá Stykkishólmi gjörþekkja Grímsá. 38 Frægð og furður Evan Rachel Wood ástkona Marilyn Manson. Lesbók 42 Zombíljóðin Hárbeittum spegli á samtímann brugðið upp á frumsýningu í Borg- arleikhúsinu í næstu viku. 47 Síðasta orðið Víkingur Heiðar Ólafsson um Rachmaninoff 3, Ashkenazy og flutning- inn til Berlínar. 14 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ernir Eyjólfsson af leikkonunum Álfrúnu og Sögu. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 33 Augnablikið M ætti á frumsýningu íslensku bíó- myndarinnar Á annan veg á fimmtudaginn og ekki byrjaði það vel. Kom inn í salinn svona tíu mín- útum áður en hún byrjaði og það voru öll sæti upptekin og um fimmtíu manns sem stóðu og fundu sér ekki sæti. Djöfulsins dónaskapur, hugsaði ég með mér, bjóða manni á sýninguna og hafa síðan boðsmiðana miklu fleiri en sætin eru. En þetta er alþekkt vandamál með frumsýn- ingar að oft eru skrítnar heimtur á boðsmiðum sem sendir eru út. Ég þekkti ekki inn á þetta kerfi þegar ég var með frumsýningu á minni bíómynd og sendi bara út slíkan fjölda boðsmiða sem sæti voru fyrir og þá var ekki setið nema í 80% sæta. Þeir segja mér í bransanum að algengt sé að miða boðsmiðamagn við 110% sætanna, jafnvel 120%. En svo eru sumir sem vilja vera öruggir um fullt bíó á frumsýningu og senda jafnvel enn hærra hlutfall miða og þá er voðinn vís. En eftir að ég og hinir 49 höfðum bara sótt okkur stóla fram á gang og sátum á kollum upp við sætaraðirnar varð til ansi kósí stemning. Kósí stemning er síðan einmitt orðið sem ég myndi nota yfir myndina. Þetta er næs mynd sem er tekin í flottu umhverfi, uppi á hálendi Vestfjarða. Þótt hún byrji stirðlega er hún svo hógvær að hún nær fljótt að heilla mann. Þetta er ekta krútt- kynslóðarmynd þótt um sé að ræða períódu- mynd, sem á að gerast nítján hundruð áttatíu og eitthvað. Myndin fjallar um tvo mjög ólíka pilta; annar er 33 ára fósturfaðir sem stefnir á fram- haldsnám í þýsku en hinn er 24 ára strákur sem hugsar ekki um annað en kynlíf. Þeir tengjast þannig að sá eldri er með systur hins og þeir vinna saman við að strika vegi. Það eru engir aðr- ir leikarar en þeir í myndinni og síðan Þorsteinn Bachmann í aukahlutverki sem hann fer mjög vel með. Hann virðist ráða við öll aukahlutverk sem hann fær, því ég er nýlega búinn að sjá hann valda allt annars konar aukahlutverki í bíómynd- inni hans Rúnars Rúnarssonar, Eldfjallinu. Hér leikur hann hressa kallinn á vörubílnum sem færir þeim kók og landa með reglulegu millibili til að koma með smáfjör í samskipti piltanna. Öll leikstjórnin er svo hógvær og nett að það er gam- an að fylgjast með piltunum. Það er æðislegt að sjá leikstjórann ná að gera vel heppnaða períódu- bíómynd fyrir klink. Að frumsýningu lokinni var síðan öllu liðinu smalað á skemmtistað í borginni og slett úr klaufunum. Það er alltaf sérstök upplifun að mæta á frum- sýningu bíómynda. Hópur manna, oft 50-200 manns, þarf að leggja allt sitt af mörkum í langan tíma til að bíómynd verði að veruleika. Að vera síðan einmitt með þessum hópi að horfa á verkið þegar það er fyrst sýnt er alltaf skemmtileg upp- lifun. Manni léttir ef myndin er góð en líður verr ef hún er slæm. Þetta var léttir. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hilmar Guðjónsson í hlutverki sínu ásamt aukaleikaranum Þorsteini Bachmann sem færir honum landa. Sjarmi á Vestfjörðum 3. september Í dag, laugar- dag, efna Vinir Japans til dag- skrár fyrir alla fjölskylduna í Háskólanum í Reykjavík. Er það til að þakka samhuginn eftir hamfarirnar í vor og vekja athygli á aðstæðum barna á hamfarasvæðunum. Margt er til gamans, svo sem íþróttaleikir, hópdans, papp- írsbrot, skrautskrift og manga. 5. september Uppboð á mál- verkum verður haldið í Gallerí Fold á mánu- dag á verkum nokkurra af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, þar á meðal Ólafs Elíassonar. Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Saumaklúbburinn Hreinar MA-meyjar og makar þeirra

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.