SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 9

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 9
25. september 2011 9 S eptember er ekki liðinn en bjart- sýnustu menn þegar farnir að spá sínum mönnum meistaratitli. Þá er gott að muna að þótt liðin séu lögð í’ann er langhlaup framundan, ekki sprett- ur, á fótboltavöllum Evrópu. Hér heima eru reyndar aðeins tveir sprettir eftir og spennan í hámarki, bæði á toppi og botni Pepsídeildar karla. Megi besta liðið vinna og mínir menn halda sæti sínu! Á svipuðum tíma í fyrra þótti borðleggj- andi að Chelsea yrði enskur meistari, slíkir voru yfirburðir liðsins. Sumir sögðu forms- atriði. En síðan gaf á bátinn, garpar Alex Fergusons reru hins vegar í takt þegar á reyndi og Manchester United hampaði Eng- landsbikarnum enn eitt árið. Ferguson kemur alltaf aftur! Enginn dó á Kútter Haraldi heldur komu þeir allir aftur. Það er eins í fótboltanum. Þeir bestu koma alltaf aftur. Eiður Smári gerði fyrsta markið fyrir AEK í vikunni, sem var ánægjulegt, Michael Owen gerði tvö fyrir Manchester United og Steven Gerrard spreytti sig í liði Liverpool í fyrsta skipti síðan í mars. En endurholdgun vikunnar, ef svo má að orði komast, á þó helst við um Owen Hargreaves; eftir fjög- urra ára meiðslasögu sem fyllir mörg bindi lauk hann störfum í vor hjá Manchester United en vonaðist til þess að aðrir vinnuveitendur biðu handan við hornið. Og það gerðu þeir, nær en nokkurn grunaði; Manchester City ákvað að gefa honum tækifæri og strax í fyrsta leik, í deilarbikarnum gegn Birmingham á miðviku- daginn, lék hann ljómandi vel og gerði frábært mark. Var meira að segja um- svifalaust orðaður við enska landsliðið á ný. Fróðlegt verður að sjá hvort Hargreaves verður í liðinu laugardaginn 22. október. City sækir þá United heim. Fleiri koma upp í hugann; Wayne Rooney „hvarf“ í langan tíma á síðustu leiktíð en hefur farið hamförum í haust og Fernando Torres minnti á sig um síð- ustu helgi, sýndi gamalkunna takta þegar hann skoraði fyrir Chelsea gegn Man. Utd. en klúðraði síðan dauðafæri sem þegar er komið á suma lista yfir verstu mistök allra tíma! Hvað um það er augljóst að hann er á réttri leið. Kunn nöfn eru á toppnum víða um Evrópu; Bayern München í Þýskalandi, Porto og Benfica í Portúgal, Manchester United í Englandi en óvæntir hlutir gerast þó enn, sem betur fer, meira að segja á Spáni þar sem nýliðar Real Betis eru efstir, frábært lið Valencia í öðru sæti og Malaga í því þriðja. Barcelona er í fjórða sæti og Real Madrid númer sjö! Vonandi kveður þetta þá í kútinn sem halda því sýknt og heilagt fram að einungis tvö góð lið séu á Spáni. Svo er ekki, þó næsta víst sé að risarnir tveir komi aftur úr skugganum von bráðar. Líka karlarnir sem meinaður var aðgangur að heimavelli Fenerbahce í Tyrklandi um síðustu helgi. Reyna á að útrýma ólátum þar á bæ og gripið var til þess að hleypa aðeins konum og börnum að. Alls mættu rúmlega 40.000 á leikinn og stemn- ingin var engu lík. Kannski væri lag að banna karlpeninginn alveg! Víða er von á góðu í dag og á morgun og síðan er Meistaradeildin á dagskrá eftir helgi. Boltinn rúllar og rúlar … Hver einasta kerling hló! Aðeins konum og börnum var hleypt inn á síðasta heima- leik Fenerbahce. Þrátt fyrir það – kannski þess vegna – var stemningin frábær. Reuters Allir koma þeir aftur – og aftur Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Owen Hargreaves minnti á sig í fyrsta leiknum með Man. City. Reuters ’ Vilja koma í veg fyrir ólæti og hleyptu því að- eins konum og börn- um á leikinn! Reuters Skemmtileg lita- samsetning í þess- um alklæðnaði. Mikil handverkskunnátta er að baki þessu veski. Burberry er líka þekkt fyrir úlpur sem þessar. Húfurnar eiga áreiðanlega eftir að rjúka út.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.