SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 10

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 10
10 25. september 2011 Þ egar ég var barn og unglingur – sem er fyrir ærið löngu síðan – var bara gamla Gufan, Rás eitt, eins og það heitir nú, á boðstólunum sem útvarp, fyrir utan hið forboðna Kanaútvarp, sem bara var hlustað á í laumi. Einn þáttur sem mér er minnisstæður og fjölskylda mín hlustaði oft á var þátturinn um íslenskt mál, sem þá var að sjálfsögðu skrifað ís- lenzkt mál. Ég man þáttinn ekkert í smáatriðum, en þó man ég vel eftir spurningu sem stjórnandi beindi oft til hlustenda: „Kannast hlustendur við …?“ Og spurningin var venjulega botnuð með orði eða orðtaki, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Þá hófst keppni í fjölskyldunni, hver væri fyrstur til þess að koma með viðunandi eða rétta skýringu á því sem spurt var um. Þessi þáttur kom upp í huga mér, þegar ég var í bílnum á leiðinni á fund síðdegis sl. miðvikudag og hafði kveikt á útvarpinu, Rás 2. Þá langaði mig til þess að spyrja hlust- endur: „Kannast hlustendur við orðtakið „Andleg eyði- mörk“?“ Boðuð voru þau stór- pólitísku tíðindi, að þeir Guð- mundur Steingrímsson og Besti flokkurinn væru að stofna nýtt stjórnmálaafl, sem myndi bjóða fram á landsvísu. „Stórtíðindin“ höfðu að vísu komið fram í örfrétt á bls. 2 í Morgunblaðinu rúmri viku áður, en það er önnur saga. Skömmu síðar voru þeir Guðmundur og Jón Gnarr mættir í beina útsendingu hjá síðdeg- isútvarpinu, þar sem þeir áttu að svara spurningum dagskrár- gerðarfólks, um hið „nýja afl“. Ég verð að segja það alveg eins og er, að fíflagangurinn í þessum tveimur trúðum var með slíkum endemum, að mig setti hljóða. Annar situr flokkslaus á Alþingi og gerir engum gagn og hinn situr í stól borgarstjórans í Reykjavík og gerir okkur Reykvíkingum mikið ógagn, enda sýndi skoðanakönnun MMR í síðasta mánuði að 61,7% landsmanna eru óánægð með störf borgarstjórans, en ári áður voru 77,6% frekar eða mjög ánægð með störf hans. Sitji hann kjörtímabilið á enda, getur hann væntanlega náð því að komast mun neðar í ánægjuvog landsmanna. Síðdegisútvarpið spurði: Það er verið að tengja saman ólíka hópa fólks. Hvernig stendur þetta og hvaða hópa er verið að tengja saman í nýju framboði? Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins og þar áður samfylkingarmaður, varð fyrst fyrir svörum: „Við tengdum okkur saman og allir þeir sem eru í kring- um Jón. Síðan höfum við verið að tengjast, svona fólk sem er í kringum mig og fólk sem er í kringum Jón og síðan fleiri.“ Mannvitsbrekkan, borgarstjórinn, Jón Gnarr, þurfti nú heldur betur að bæta hið gáfulega svar Guðmundar og sagði: „Fólk sem er í kringum fólk sem er í kringum Guðmund hefur verið að tengjast mér.“ Og enn jókst snilldin, því Guðmundur bætti við: „Hefur verið að tengjast fólki sem er í kringum fólk sem er í kringum Jón.“ Eftir þennan svona líka eitursnjalla inngang að kynningu á hinu „nýja stjórnmálaafli“ mátti heyra hvernig hláturinn ískraði í þeim félögum. Hlustendum var ekki skemmt, spyrlum var ekki skemmt. Engum var skemmt nema Guðmundi og Gnarr. Þeim fannst greinilega að þeir væru með skemmtilegri mönnum. Síðan upplýstu gestirnir hlustendur um það, að þetta ætti bara að vera leikandi létt og skemmtilegt. Stefna og stefnuskrá væru óþörf og ætti alls ekki að tattóverast á handlegg, stofnfundur hins „nýja afls“ væri sömuleiðis óþarfur, því eins og Gnarrinn orðaði það svo snöfurmannlega: „Það er ekkert launungarmál að við finnum að það er þörf og köllun eftir einhverju nýju og öðruvísi.“ Svo halda þessir menn, sem hafa ekkert til málanna að leggja, eru „andleg eyðimörk“ frá a til ö, hafa enga sýn, engar hugsjónir, enga stefnu, að þeir geti markaðssett sjálfa sig á landsvísu og þjóðin láti glepjast á nýjan leik. Ég ætla að leyfa mér að trúa því og treysta að það geri íslenska þjóðin ekki. Andleg eyðimörk Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón Gnarr Guðmundur Steingrímsson ’ Það er ekkert launungarmál að við finnum að það er þörf og köllun eftir einhverju nýju og öðruvísi.“ 6:30 Ég vakna og fer út með hundinn, hana Urði litlu. Urður er Chihuahua-hundur sem dóttir mín á en hún er búsett í Noregi. Nú er hún Urður mín, hundurinn, að fara til dóttur minnar til Noregs eftir mánuð og mikið sem ég á eftir að sakna hennar. En við Urður göngum saman um voginn í Grafarvog- inum. Þegar gönguferðinni er lokið kem ég inn og borða hafragrautinn minn, tek lýsið mitt, les blöðin og tala við Urði. Á meðan á morgunverkunum stendur kúrir bóndinn áfram en ég öfunda hann ekkert af því þar sem ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna mína og ég fæ að hvíla mig um helgar. 7:20 Ég legg af stað í vinnuna svona snemma til að losna við mestu umferðina. Ég byrja síðan á því að kveikja á kaffikönnunni þegar ég kem á leikstofuna og geng frá því sem þarf að ganga frá. 8:00 Á legudeildinni sest ég niður með hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum og fæ upplýs- ingar um þau börn sem liggja þar. Síðan hittumst við leik- skólakennarar og grunnskóla- kennarar saman og förum yfir hvaða börn eru inniliggjandi og hvað við getum gert með þeim. 9:00 Leikstofan er opnuð og þá koma börn frá legudeildinni, dagdeildinni og göngudeildinni og við spilum og föndrum og spjöllum og reynum að vera alltaf til staðar og mæta þörfum allra barnanna. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf og get ég ekki hugsað mér að vera í öðru starfi. 12:00 Leikstofunni er lokað og starfsfólkið á göngudeildinni hittist og borðar brauð saman. Þetta höfum við gert á hverjum fimmtudegi í þónokkurn tíma. Við skiptumst á að koma með brauð og meðlæti fyrir hópinn. 12:30 Leikstofan opnuð aft- ur. Við höldum upp á 13 ára af- mæli uppi á deild og það er hefð- bundið afmæli með kökum, gestum, gjöfum og afmælissöng. Að afmælinu loknu fara krakkarnir að föndra og það er mikil listaverkaframleiðsla þar til leikstofan lokar. 15:30 Leikstofunni lokað og þá er gengið frá og skrifað niður hverjir hafa verið hjá okkur þennan daginn. 16:00 Ég fer heim og þá er umferðin öllu meiri en um morguninn. Ég nota því tímann og hlusta á útvarpið. 16:30 Urður er búin að bíða eftir mér allan daginn svo að við förum saman í göngutúr. Þegar Urður er búin að fara út að pissa sest ég niður með manninum mínum og við spjöllum aðeins og hitum okkur afgang af matnum frá deginum áður. Ég skelli mér svo í sturtu og mála mig og geri mig fína og hlusta á fréttirnar. 19:20 Ég er orðin klár, næ í vinkonu mína og við förum saman í saumaklúbb. Þar hitti ég hóp af konum sem unnu saman fyrir 25 árum en við höfum haldið hópinn og vinskapinn all- an þennan tíma. Þær eru óskap- lega duglegar að prjóna og hekla og eru mjög myndarlegar en ég er ekki alveg á sama stað og þær í hannyrðunum. Ég er aftur á móti góður stuðningsfulltrúi og hæli þeim óspart fyrir dugnað og vandvirkni. 12:00 Það eru allir sofnaðir þegar ég kem heim og hund- urinn þar á meðal. 12:30 Málningin fær að fjúka, ég hátta mig og læðist upp í rúm. Dagur í lífi Gróu Gunnarsdóttur leikskólakennara á Barnaspítala Hringsins Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hamingjusöm í starfi Demantur þessi er engin smá- smíði enda var hann ekki í eigu neinnar venjulegrar konu, leik- konunnar Elizabethar Taylor. Það er starfsmaður Christie’s sem heldur á gripnum sem seld- ur verður á uppboði í New York í desember næstkomandi ásamt fleiri hlutum úr fórum stjörn- unar sálugu. Hugsa nú eflaust margir sér gott til glóðarinnar enda Taylor kunn smekkkona. Veröldin Úr fórum Liz Taylor Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.