SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 44

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 44
44 25. september 2011 Saul Williams, – Said the Shotgun to the Head bbbmn Saul Williams er merkilegur fýr, hann hefur gefið út fínar hipphoppskífur, þótt óvenjulegar séu, samið kvikmyndahandrit og leikið í kvikmynd og gefið út ljóðabækur, þar á meðal þá sem hér er gerð að umtalsefni, en hún kom út fyrir nokkr- um árum og var endurútgefin rafrænt fyrir stuttu. Williams er mjög gagnrýninn á nútíma þjóðfélag, en þó ekki beinlínis pólitískt; hann er frekar að gagnrýna ýmsar birtingarmyndir neysluhyggjunnar, fordóma og blindu. Það er ekki ýkja mikill texti í bókinni að því leyti að ljóðin eru sum mjög stutt, en bókin er því líkust að hún sé eitt ljóð í mörgum köflum. Víst er það sérstakt í sjálfu sér að gagnrýna neysluhyggju og sölu- mennsku í bók sem MTV gefur út, en Williams kemst vel frá því, meðal annars með því að hlífa sjálfum sér ekki. Nicci French – Blue Monday bbmnn Spennuparið Nicci Gerrard og Sean French kann öðrum fremur að skrifa spennandi bækur eins og sannast hefur á fjölda metsölubóka á síðustu ár- um. Blue Monday dregur dám af öðrum bókum þeirra, enda skrifuð eftir þeirri vinnureglu að aðalpersónan sé sterk, en þó varnarlítil kona. Styrkur sögupersónunnar felst í því að hún mæt- ir örlögum sínum af staðfestu og bregst við áreiti af hörku, en veikleikinn er ýmist ástvinur, barn eða annar nákominn, eða dulinn harmur, eins og á við um sálfræðinginn Friedu Klein sem Blue Monday hverfist um. Bókin fer óvenju hægt af stað, í það minnsta ef miðað er við Nicci French-bók, en svo hrekkur hún í gang með voveiflegum atburðum og snúinni flækju að vanda. Hér er greinilega farin af stað sería, því við munum örugglega sjá Klein aftur, en hún er þó ekki ýkja spenn- andi persóna og ekki eftirsóknarvert að hitta hana aftur. Lenny Bartulin – Death by the Book bbnnn Bartulin hefur greinilega sett sér að skrifa gam- aldags reyfara með meinhæðinn töffara með gullhjarta í aðalhlutverki og tekst nokkuð vel upp. Fléttan er líka gamaldags, en þó með skemmtilegum snúningi, því töffarinn Jack Susko er fornbókasali og tekur að sér að finna öll eintök sem til eru af ljóðabókum skálds. Fljótlega kemst Susko að því að kaupandinn á eitthvað sökótt við skáldið og hyggst brenna allar bæk- urnar. Því til viðbótar á kaupandinn föngulega dóttur sem heillar Susko, en þegar líkin taka að hrannast upp er hann kominn á kaf í ótrúlega flækju sem ekki verður leyst nema með mannvígum. Þokkaleg bók, en full-langsótt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Game Of Thrones - George R.R. Martin 2. Storm of Swords - George R.R. Martin 3. Family Ties - Danielle Steel 4. A Feast For Crows - George R.R. Martin 5. Port Mortuary - Patricia Cornwell 6. Templar Salvation - Raymond Khoury 7. Headhunters - Jo Nesbö 8. Only Time Will Tell - Jeffrey Archer 9. Clash of Kings - George R. R. Martin 10. Hell’s Corner - David Baldacci New York Times 1. The Help - Kathryn Stoc- kett 2. Kill Me if You Can - James Patterson & Marshall Karp 3. The Mill River Recluse - Darcie Chan 4. Blind Faith - CJ Lyons 5. Mile 81 - Stephen King 6. 1105 Yakima Street - Debbie Macomber 7. The Abbey - Chris Culver 8. Dark Predator - Christine Feehan 9. The Race - Clive Cussler & Justin Scott 10. Envy - J.R. Ward Waterstone’s 1. Inheritance - Christopher Paolini 2. The Name of the Star - Maureen Johnson 3. The Affair - Lee Child 4. Death of Kings - Bernard Cornwell 5. One Day - David Nicholls 6. One Day - David Nicholls 7. Last Breath - Rachel Caine 8. The Dukan Diet Recipe Book - Pierre Dukan 9. The Son of Neptune - Rick Riordan 10. Snowdrops - A.D. Miller Bóksölulistar Lesbókbækur Í talski forvörðurinn og listsagnfræðingurinn Antonio Forcellino er sérfræðingur í mynd- list endurreisnartímans og meðal annars kunnur fyrir að hreinsa og forverja meist- araverk eftir einn kunnasta listamann þess tíma, Michelangelo Buonarroti. Það var einmitt vegna þeirrar reynslu og þekkingar á verkum ítalska endurreisnarmeistarans sem honum var boðið að koma til Bandaríkjanna, í heimahús skammt frá Niagara-fossunum, að skoða lítið málverk sem eigandinn kvaðst sannfærður um að væri eftir Michelangelo. Forcellino var efins þegar hann flaug vestur um haf og þótti sagan öll hin undarlegasta, enda koma á hverju ári fram verk sem eru eignuð þess- um miklu meisturum listasögunnar en afar sjald- an reynist nokkur fótur fyrir þeim staðhæfingum. En svo fór, eftir nokkuð ævintýralega atburðarás, að Forcellino varð sannfærður um að málverkið væri í raun verk sem vitað er að Michelangelo gerði fyrir Vittoriu nokkra Colonna árið 1545, en listsagnfræðingar hafa um aldið talið að væri teikning, með sama þema og í raun eins og mál- verkið sem varðveitt er í listasafni í Boston. For- cellino rekur þessa sögu alla í áhugaverðri bók, The Lost Michelangelos, sem kom út fyrir skömmu. Forcellino kveðst ekki bara hafa fundið þetta eina meistaraverk Michelangelos, heldur fullyrðir hann að í klaustri í Oxford á Englandi sé löngu týnt verk Michelangelos niður komið, af kross- festingu Jesús, en það var einnig talið hafa verið teikning. Hann færir talsvert sannfærandi rök máli sínu til stuðnings. Eins og spuni eftir Dan Brown Ef þessi tvö málverk eru í rauninni eftir Miche- langelo, þá er það stórfrétt. Einungis er vitað með vissu um nokkur lítil málverk á striga eða á tré- plötur sem hann málaði; öll hans frægustu verk eru flennistórarar höggmyndir eða veggmálverk. Forcellino er vel meðvitaður um að mörgum fræðimönnum muni þykja uppgötvun hans ósennileg; að málverkið sem orustuflugmaðurinn bandaríski erfði sé frumverk eftir Michelangelo en ekki kópía sem einhver samtímamaður hans gerði eftir teikningu meistarans. Þegar Forcellino og samstarfskona hans ræða við eigandann, eftir að hafa skoðað röntgen- myndir og endanlega sannfærst um að verkið sé málað með hendi Michelangelos, undrast eigand- inn og konan að Forcellino skuli ekki gleðjast. „„Hvað er að, ertu ekki ánægður?“ spyr hún. „Þú hafðir rétt fyrir þér. Þetta er Michelangelo. Þetta er einstök uppgötvun. Ég geng ennþá lengra en það: þetta er merkilegasta uppgötvunin í gjörvallri listasögunni … Sagan gæti verið eftir Dan Brown.“ „Það er vandamálið,“ svaraði ég,“ skrifar For- cellino. Klaufaskapur eða snilld? Eftir að bókin kom út hafa margir fræðimenn rengt niðurstöður Forcellinos, einkum hvað varðar verkið í Bandaríkjunum, en aðrir eru hik- andi og vilja ekki taka afstöðu fyrr en eftir ítar- legar rannsóknir á verkinu. Þær standa um þessar mundir yfir í Rómaborg en að þeim loknum verð- ur málverkið til sýnis almenningi. Sumir benda á að hlutar verksins séu klaufalega málaðir og beri alls ekki snilli Michelangelos vitni. Forcellino tekur undir það, en segir rönt- genmyndir sýna að þeir hlutar séu seinni tíma yf- irmálun eða viðgerðir. Aðrir hlutar verksins sýni handbragð meistarans. Hver sem lokaniðurstaðan verður, þá er bókin hin áhugaverðasta lesning. Á stundum er höf- undur fullkappsamur við að reyna að skemmta lesandanum, jafnvel með sleggjudómum um menn og málefni, en þar fyrir utan er ferðalagið um aldirnar hrífandi. Frá vinnustofu málarans í Rómaborg berst verkið með hugsjónaklerkum, sem vildu breyta hinum kaþólska sið, til Króatíu. Löngu síðar er það komið til Þýskalands og loks til Bandaríkjanna, þar sem það var meðal annars sýnt árið 1885 í Metropolitan-safninu í New York, sem verk sem gæti „mögulega“ verið eftir Miche- langelo. Það skyldi þó ekki hafa verið raunin? Hvort verkið gerði Michelangelo? Forcellino bendir á málverkið, listfræðingar hafa talið það vera teikninguna. Meistaraverk eftir Michelangelo? Getur verið að málverk sem um árabil var geymt á bak við sófa sé eftir Michelangelo? Því heldur forvörðurinn Antonio Forcellino fram og hefur skrifað um það áhugaverða bók. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.