SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 21
30. október 2011 21
Hársekkjaklasarnir eru eins og stansaðir úr hársverðinum
með flugbeittum hníf eða bor sem er ekki nema 0,6 mm í
þvermál. Áður er búið að raka hárið mjög stutt. Sjúkling-
urinn hefur þá fengið róandi lyf og staðdeyfingu auk þess
sem hann hefur ákveðið í samráði við Demir Ilter útlín-
urnar fyrir hárígræðsluna.
Svo eru klasarnir tíndir upp hver af öðrum og lagðir í
litlar skálar og flokkaðir eftir því hvort þeir geyma eitt,
tvö eða þrjú hárstrá. Raunar er hægt að kljúfa slíkar ein-
ingar og láta þær þekja stærra svæði en þær gerðu upp-
haflega.
Með því að stungurnar eru örsmáar er blæðing lítil og
sárin fljót að gróa.
Sjúklingurinn matast meðan á aðgerðinni stendur,
spjallar við lækninn og starfsfólk læknastofunnar, hlustar
á tónlist eða horfir á myndbönd. Oft dottar hann á bekkn-
um sem minnir helst á nuddbekk.
Nú tekur við önnur lota aðgerðarinnar, það er ígræðslan
sjálf. Demir Ilter gerir smá göt þar sem stinga á
hársekkjunum niður og gætir að því að
hornið sé rétt svo að legan verði nátt-
úruleg og vöxturinn eðlilegur.
Hjúkrunarfræðingarnir annast sjálfa
ígræðsluna og eru fljótar að því.
Sjúklingur sem kemur á Ilter Cli-
nic klukkan sjö að morgni getur
búist við að aðgerðin verði bú-
in milli fimm og sex síðdegis.
Nauðsynlegt er að verja
koddann fyrstu nóttina
með ábreiðu sem Ilter
Clinic útvegar þar
sem vessar svolítið úr sárunum og blæðir fyrst í
stað. Margir kjósa að ganga um með derhúfu fyrstu
dagana á meðan sárin gróa.
Svona fer FUE-IM fram
Demir Ilter, læknir með 25 ára reynslu af skurðlækningum, gerir allar aðgerðirnar á Ilter Clinic
sjálfur.
„Við erum enn sú læknastofa sem gerir flestar eða næstflestar aðgerðir og notum fíngerð-
ustu tólin,“ segir hann. „Ilter Clinic er þekkt nafn í greininni og hingað kemur fólk í hárflutning
frá Bretlandi, Mið-Austurlöndum, Austurlöndum fjær, Bandaríkjunum – og Íslandi auðvitað.“
Hann segir að FUE-tæknin taki ekki bara öðrum aðferðum fram, hún verði sífellt algengari
þar sem hún hafi sannað gildi sitt.
„Það koma nær aldrei upp vandamál, aukaverkanir eru fáar, batatími skammur, sérstaklega
eftir að við fórum að nota eins lítil tól og ég tel að mannshöndin ráði við, og árangurinn fram-
úrskarandi góður. Það gefur þessu starfi gildi. Hármissir er feimnismál og hvílir þungt á mörg-
um. Mér finnst stórkostlega að sjá einstaklinga öðlast sjálfstraust sem þeir hafa misst og taka
gleði sína á ný. Þegar ég stundaði hjartalækningar snerist starf mitt að miklu leyti um að lina
þjáningar fólks sem komið var við aldur. Nú eyk ég lífsgæði fólks sem fer að lifa lífinu lifandi.“
Demir og aðrir fulltrúar Ilter Clinic taka reglulega þátt í ráðstefnum og málþingum um víða
veröld í þeirri viðleitni að vera í forystuhlutverki á þessu sviði aðgerða.
„Við erum nýkomin frá stærstu ráðstefnunni í Bandaríkjunum á þessu ári og stefnum á Ba-
hamaeyjar næsta ár.“
Segir Demir Ilter Clinic smám saman vera að færa út kvíarnar og gera fegrunar- og lýtaað-
gerðir sem ekki krefjist svæfingar „svo sem hrukku- og húðmeðferðir, til dæmis með Restylane
eða bótox, aðgerðir á augnlokum og minni háttar inngrip ýmiss konar“.
Demir Ilter fæddist í Tyrklandi en hefur búist stærstan hluta ævi sinnar í Svíþjóð. Hann er
skráður læknir þar í landi auk þess að hafa leyfi í Noregi, Íslandi, Tyrklandi og Belgíu. Hann er
félagi í International Society of Hair Restoration Surgery og European Society of Hair Re-
storation Surgery.
FUE tekur öðrum aðferðum fram
Almennt þarf sá sem fer í FUE-IM-hárflutningsaðgerð að búa sig undir að allt hárið verði rakað
af áður. Viðkomandi er ekki svæfður heldur nægir staðdeyfing. Aðgerðin tekur yfirleitt heilan
dag. Gjafarsvæðið er yfirleitt um fjóra daga að jafna sig eftir aðgerð en ígræðslusvæðið grær
á 7-10 dögum. Hárið vex síðan á nýja staðnum í 2-3 vikur en þá dettur það af og hársekkirnir
fara í eðlilegan hvíldarfasa. Hann varir í 4-6 mánuði. Eftir það fer hárið að taka við sér á nýjan
leik og vaxa eðlilega. Einn af stóru kostunum við FUE er að aðgerðin skilur ekki eftir sig ör.
Hársekkirnir leggjast í dvala
Ung kona sem missti hárið eftir krabbameins-
meðferð og fékk það ekki aftur.
Sama kona eftir meðferð á Ilter Clinic.