SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 36
36 30. október 2011 B ókafélagið Ugla gaf út bókina Síðasta vörnin eftir Óla Björn Kárason í síðustu viku. Óli Björn hefur verið blaðamaður í yfir tuttugu ár, fyrst á Morgunblaðinu. Síðar stofnaði hann Viðskiptablaðið og ritstýrði því og var ritstjóri DV. Hann gaf áður út bækurnar, Valdablokkir riðlast (1999), Stoðir FL bresta (2008) og Þeirra eigin orð (2009). Undirtitill þessarar nýju bókar er Hæstiréttur á villigötum í eitruðu andrúmslofti. Í samtali við Morgunblaðið segir Óli Björn að kveikjan að bókinni hafi verið sú að það hafi vakið eftirtekt hans að í hinni ítarlegu rann- er að veita þeim. Fjölmiðlar hafa ekki verið í stakk búnir til að gera það. Þess vegna er kannski ágætt að maður sem er ólöglærður taki það að sér.“ Fréttablaðið gekk erinda eigenda sinna Bókinni er skipt í þrennt. Í fyrsta hluta hennar er farið yfir þau pólitísku og við- skiptalegu átök sem voru í gangi frá árinu 2002 og fram að hruni. Aðdragandi Baugsmálsins er reifaður og einnig farið í tilraunir fjölmiðla til að hafa áhrif á dóm- stóla. Hvernig Fréttablaðið gekk erinda eigenda sinna og gerði sitt til að hafa áhrif á dómstóla í Baugsmálinu. Einnig er bent á tilraun Morgun− blaðsins til að hafa áhrif á dómstóla eins og þegar þeir birtu ljósmyndir á forsíðu blaðsins af þeim dómurum sem milduðu dóm yfir kynferðisbrotamanni í Hæsta- rétti. Tilraunir fjölmiðla til að hafa áhrif á dómstóla er hins vegar ekki séríslenskt fyrirbæri. Í öðrum hluta bókarinnar er farið yfir dóma í Baugsmálinu og þá sérstaklega Dómstólarnir brugðust Í bókinni eru rakin dæmi um óheilbrigða viðskiptahætti sem þrifust í skjóli dóm- anna í Baugsmálinu. Höfundur leiðir lík- ur að því að dómarnir hafi orðið til þess að sumt sem áður var talið ólöglegt í við- skiptum var nú talið löglegt. Auk þess gerðu dómstólarnir við meðferð Baugs− málsins mjög ríkar og óvæntar kröf− ur til ákæruvaldsins. Ýmislegt bendir til þess að það hafi dregið mátt úr þeim sem unnu að rannsókn hugsanlegra efna- hagsbrota. Óli Björn kemst að þeirri nið- urstöðu að dómstólarnir beri mikla ábyrgð á þeim viðskiptaháttum sem tíðkuðust hér í aðdraganda bankahruns- ins. „Í frjálsum þjóðfélögum hafa dómstól- arnir gríðarleg áhrif. Eftir að hafa skoðað þetta kemst ég að því að dómstólarnir hafi brugðist í veigamiklum málum. Fræðasamfélag og starfandi lögfræðingar hafa ekki, af ýmsum ástæðum, veitt dómstólum það aðhald sem nauðsynlegt sóknarskýrslu Alþingis var lítið sem ekk- ert vikið að dómstólunum. „Umræðan á Íslandi um ástæður hruns fjármálakerf- isins hafa verið mjög einhæfar,“ segir Óli Björn. „Það vakti athygli mína að rann- sóknarnefnd Alþingis veltir því ekki fyrir sér með neinum hætti hvort dómafram- kvæmd hér á Íslandi hafi haft áhrif á þró- unina. Rannsóknarnefndin skoðaði fjöl- miðla, háskólasamfélagið, eftirlitsstofnanir en vék ekki með nein- um hætti að dómstólum. Það hefur lítil sem engin umræða verið um það hér á landi hvort dómaframkvæmd hafi verið með þeim hætti sem æskilegt er.“ Dómstólarnir brugðust Að mati Óla Björns Kárasonar brugðust dómstól- arnir í Baugsmálinu og átti það eftir að hafa víð- tækar afleiðingar á viðskiptahætti í landinu. Börkur Gunnarssonborkur@mbl.is Óli Björn Kárason, blaðamaður og rithöfundur, var að gefa út sína fjórðu bók sem nefnist Síðasta vörnin og fjallar um hvernig dómstólarnir brugðust og afleiðingar þess á viðskiptahætti.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.