SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 43
30. október 2011 43 þýska bókamarkaðinn? „Mér myndi aldrei detta í hug að miða bókina mína við einhverja þjóð eða til- tekinn markað, enda væri það með því vitlausasta sem hægt er að gera. Ef maður skrifar ekki bókina eins og manni finnst hún eigi að vera þá er maður á villigöt- um. Það verður alltaf að vera innri sann- færing og innistæða fyrir því sem maður er að gera. Ég nota þennan sögustað af því að hann passar þessu efni,“ og vísar þar til Kreuzberg í Berlín. „Kreuzberg er ómótstæðilegur leik- völlur fyrir bók og þegar kom að þessu tiltekna söguefni þá hefði Ísland ekki hentað. Það var því algjörlega meðvitað val að Ísland og Íslendingar eru fjarri í bókinni, þótt vissulega megi segja að sál- in í aðalpersónunum mínum sé pínulítið íslensk. Einn af rauðu þráðunum í bók- inni er hins vegar munurinn á þjóðerni aðalpersónanna tveggja. Ég hef átt heima bæði í Frakklandi og Þýskalandi og mun- urinn á þessum tveimur þjóðum hættir aldrei að koma mér á óvart,“ segir Stein- unn og bætir síðan við: „Ef ég hefði alla ævi mína átt heima á Íslandi og þekkti ekki nógu vel til í útlöndum til þess að geta notað staði þar sem aðalsögusvið þá hefði ég aldrei skrifað þessa bók. Frá mínum bæjardyrum séð er ég að fara á algjörlega nýjar slóðir. Ég hef aldrei skrifað neitt sem líkist þessu áður, en auðvitað er það annarra að dæma,“ segir Steinunn. Á ferð og flugi um heiminn Ekki er hægt að sleppa Steinunni án þess að forvitnast hvenær hún sé væntanleg til landsins að fylgja Jójó úr hlaði. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég það ekki alveg,“ segir Steinunn og bendir á að dagskrá hennar sé og hafi verið mjög þétt skipuð síðustu vikurnar enda hefur hún verið að fylgja eftir Góða elskhuganum sem kom út á þýsku í byrjun sept- embermánaðar. „Ég er þannig búin að vera að flækjast í lestunum út um allar trissur í því skyni að lesa upp víðs vegar um Þýskaland við einstaklega góðar undirtektir,“ segir Steinunn og tekur fram að hún sé jafn- framt himinlifandi yfir þeirri athygli sem hún hafi fengið á nýafstaðinni bókastefnu í Frankfurt. Þar las hún upp víðs vegar um borgina, tók þátt í Bláa sófanum svo- nefnda og fór í hin ýmsu sjónvarps- og útvarpsviðtöl, m.a. Kulturzeit og ARD- Radionacht der Bücher með um fjögur hundruð áhorfendum. Auk þess tók hún þátt í uppákomu á vegum Open Books sem haldin var í Chagall-salnum í Schau- spiel Frankfurt á opnunarkvöldi bóka- stefnunnar með fjórum öðrum höfund- um, þar á meðal nýbökuðum verðlauna- höfum þýsku bókmenntaverðlaunanna og friðarverðlauna þýskra bóksala, Eu- gen Ruge og Boualem Sansal frá Alsír. „Þarna fékk ég einstakt tækifæri til þess að kynna Góða elskhugann,“ segir Stein- unn og tekur fram að Þjóðverjar séu þakklátir fyrir viðleitni hennar til að tala þýsku. Nú undir lok mánaðarins er Steinunn síðan stödd í Kína þar sem hún ásamt fleiri íslenskum ljóðskáldum tekur þátt í ljóðahátíð í Peking. Í næsta mánuði liggur leið hennar til Frakklands og loks heim til Berlínar áður en komið er að næstu Íslandsför. ’ Ef ég hefði alla ævi mína átt heima á Ís- landi og þekkti ekki nógu vel til í útlöndum til þess að geta notað staði þar sem aðalsögusvið þá hefði ég aldrei skrifað þessa bók. Frá mínum bæjardyrum séð er ég að fara á algjörlega nýjar slóðir. „Ég er búin að vera að flækjast í lestunum út um allar trissur í því skyni að lesa upp víðs vegar um Þýskaland við einstaklega góðar undirtektir,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.