SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 27
30. október 2011 27 köttunum eftir meðferðina,“ segir hún. Uppi á hillu eru tvær þokkalega brattar systur sem berjast um athygli Elínar. „Þær eru hressar núna þessar,“ segir hún, „en því var öðruvísi farið þegar þær fundust í kæliboxi ásamt fjórum öðrum kettlingum. Þau voru með 38-42 stiga hita greyin og við urðum að svæfa hina fjóra.“ Mikil getur hún verið, grimmd mann- anna. Í sama rými er Perla nokkur Dís sem á sér merkilega sögu. Einhverju sinni brutu óknyttakrakkar rúðu á einu herbergjanna í Kattholti og kettirnir sem ekki voru í búrum sínum sluppu út. Flestir komu þeir fljótlega í leitirnar – nema Perla Dís. Hvorki fannst tangur né tetur af henni. Sjö mánuðum síðar stóð hún hins vegar fyrir utan Kattholt og óskaði eftir inngöngu. Lítið fararsnið hefur verið á henni síðan. Missti bróður sinn Í óskilaálmunni eru þrír sjálfboðaliðar Móðurlegur tónn Margir kattanna hafa verið veiddir af meindýravörnum borgarinnar, þar sem þeir hafa valdið fólki ónæði. Þeirra á með- al er svartur högni sem er meinilla við ókunnuga, einkum karlmenn. Elín fær þó að strjúka honum hátt og lágt svo malar í honum. „Meindýraeyðirinn mátti ekki koma nálægt honum og rak upp stór augu þegar ég klappaði honum bara eins og gömlum heimilisketti,“ segir Elín og hlær. Hún talar í móðurlegum tón við kettina sem spretta upp eins og stálfjaðrir þegar hún nálgast. Treysta henni augljóslega fyrir lífi sínu og limum. Sá svarti er búinn að vera í viku í Katt- holti og er allur að koma til. Þeim köttum sem verst eru á sig komnir andlega er boðið upp á heilun og segir Elín það virka afar vel. „Heilarinn okkar er búfræðingur að mennt og ég hef séð mikinn mun á við störf, bæði við að ræsta og gefa köttunum að éta og leika við þá. Í mörg horn er að líta. Á kettlingadeildinni er að vonum líf í tusk- unum. Þar eru læður með afkvæmi sín sem orðin eru sjálfbjarga. Gríma nokkur fer mikinn í rýminu enda viljug til eðlunar þessa dagana. Kettlingarnir stara á hana í forundran. Lítil grá læða situr í glugganum – depurðin drýpur af henni. „Greyið litla, hún hefur verið alveg miður sín eftir að bróðir hennar fór í gær. Fékk nýtt heimili,“ segir Elín. Anna Kristine kemst við þegar hún heyrir þetta. „Er ekki hægt að banna að aðskilja systk- ini?“ spyr hún. Dóttir Önnu kom nýlega í Katt- holt til að taka einn kött – hún fór heim með þrjá. Það er gömul saga og ný að kattelska gangi í ættir. Bjartur, hinn stæðilegi heimilisköttur í Kattholti. Mosi er merkilegur köttur en skrifuð hefur verið bók um ævintýralegt lífshlaup hans. Jóhann Skírnisson og Oddrún Assa Jóhannsdóttir komu til að veita heppnum ketti nýtt heimili. hinn mikli kattavinur Jóhann Páll Valdimarsson. Hlutverk formanns er að safna pen- ingum fyrir félagið, vera tals- maður þess út á við, sjá til þess að farið sé að lögum og reglum og að hugsað sé vel um ketti. „Því miður fara margir kettir á mis við ást og um- hyggju í þessu lífi. Fólk þarf að muna að kettlingur er ekki jólagjöf sem er bara hent út þegar hann verður stór og feitur.“ Anna Kristine fullyrðir að þetta sé erfiðasta starf sem hún hafi gegnt um dagana. „Áður en ég tók við þessu starfi hafði ég ekki hugmynd um að dýraníð væri til. Hver getur hent ketti í kartöflupoka og skilið hann eftir í Heið- mörk? Kæft hann og fryst í senn. Ég vissi ekki að svona mikil grimmd byggi í mönn- um. Hver getur pyntað mál- leysingja? Sem betur fer er líka til gott fólk sem bjargar kött- um og kemur þeim til okkar.“  Kattavinafélagið heldur styrktartónleika fyrir Kattholt í Frikirkjunni á fimmtudag- inn kl. 20, þar sem fram koma landskunnir kattavinir á borð við Bubba Morthens, Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Jóhönnu Guðrúnu, Krumma, Magnús og Jóhann, Guðrúnu Gunarsdóttur og Röggu Gröndal.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.