SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 9
30. október 2011 9
K
ynþáttafordómar eru gamalkunnugt vandamál á knattspyrnuvöllum
heimsins og til skammar. Síðustu daga hefur blossað upp hávær um-
ræða um þess konar níð bæði í Englandi og á Spáni; þeldökkur leik-
maður ásakar mótherja um óviðeigandi ummæli í sinn garð, tengd lita-
rafti, og allt verður vitlaust.
Eins og gjarnan áður stendur fólk með „sínum“ manni; starfsmenn Manchester
United (og stuðningsmenn sjálfsagt) segjast trúa Frakkanum Patrice Evra, sem
sakaði úrúgvæska framherjann hjá Liverpool, Luis Suárez, um að hafa hvað eftir
annað svívirt sig þegar liðin mættust á dögunum.
Liverpool-menn á hinn bóginn segjast
ekki telja sannleikskorn í því að Suárez
hafi komið fram við Evra eins og Frakk-
inn lýsir. Rannsókn enska knattspyrnu-
sambandsins er hafin.
Enski landsliðsmaðurinn John Terry
hjá Chelsea kallaði afar óviðurkvæmileg
orð í átt að Antoni Ferdinand, leikmanni
QPR, og það mál hefur skyggt á deilur
Evra og Suárez, ekki síst vegna þess að
þar sést á sjónvarpsupptöku hvaða orð
Terry lætur falla, auk þess sem hann er
fyrirliði enska landsliðsins. Leikur þar
gjarnan við hlið Rios Ferdinands, bróður
Antons, en það er önnur saga.
Ekki fer á milli mála að Terry segir;
fyrirgefið orðbragðið: „Helvítis svarti
skíthæll.“
En kannski er ekki allt sem sýnist; út-
skýring Terrys er sú að í leiknum hafi
Anton sakað sig um að hafa viðhaft þessi
orð, en hann svarað því til að hann hafi
ekki kallað mótherjann „helvítis svarta
skíthæl“. Líklegt má þá telja að það hafi
verið einhver annar leikmaður Chelsea,
þó enginn hafi nefnt þann möguleika.
Ólíklegt er að ofheyrn hrjái Anton Ferd-
inand.
Á Spáni sló Malímaðurinn Frédéric Ka-
nouté Spánverjann Cesc Fàbregss í leik
Sevilla og Barcelona og hlaut rauða
spjaldið að launum. Kanouté sagði
ástæðu þess að hann reiddist kynþátt-
aníð úr munni Spánverjans sem ekki
kannast við neitt.
Kynþáttafordómar einskorðast ekki
við knattspyrnuvelli heldur virðist
þennan fjanda að finna á öllum völlum
mannlífsins.
Alveg er ótrúlegt hve mannskepnan
þroskast hægt. Hvaða máli skiptir það, í
hinu stóra samhengi, hvernig fólk er á
litinn? Ekkert get ég að því gert að vera
hvítur á hörund. Ekki hafði Martin Lut-
her King neitt um það að segja hvort
hann fæddist svartur, hvítur eða gulur.
Var samt skotinn til bana fyrir að eiga
sér draum. Þegar hugsað er til baka er
með ólíkindum ástandið sem var þegar
King og fólk af hans kynslóð barðist
fyrir mannréttindum. Þeldökkir menn
fengu ekki að ganga í sömu skóla og
hvítir, ekki að aka um í sömu stræt-
isvögnum eða borða á sömu veitingastöðum. Ekki eru nema fáeinir áratugir síðan.
Þroskað fólk man fyrirsögn í Akureyrarblaðinu Degi: Negri í Þistilfirði. Það var
fyrir tæpum hálfum þriðja áratug og þótti ekki niðrandi. Orðið negri stóð ekki í
fólki og dvöl hins unga manns frá Gana var fréttnæm vegna þess að þeldökkur
maður – eins og örugglega yrði tekið til orða um vinnumann Jóhannesar bónda á
Gunnarsstöðum, væri hann starfandi þar í dag – hafði ekki sést á þeim slóðum áð-
ur.
En tímarnir breytast. Nú þykir n-orðið niðrandi en sumir brúka það samt. Kyn-
þáttafordóma hlýtur að mega rekja til vanþekkingar, heimsku, jafnvel minnimátt-
arkenndar. Slík framkoma lýsir vanþroska og almennu virðingarleysi gagnvart
öðru fólki. Það er ekki bara knattspyrnuyfirvalda að útrýma þeim fordómum, en
ekki skaðar að þeir sjái til þess að leikmenn sýni gott fordæmi. Unga fólkið hermir
ekki bara eftir þeim kúnstir með knöttinn.
Þeldökkur
í Þistilfirði
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
’
Kynþáttafordómar
eru alvarlegra mál
en svo að hægt sé að
fylkja sér á bak við „sinn
mann“ að eilífu
Liverpool-maðurinn Luis Suarez, t.v., og
Patrice Evra, leikmaður Manchester Utd.
Reuters
Frederic Kanoute, leikmaður Sevilla, með
þjálfara sínum, Marcelino Garcia.
Reuters
Skar og skarkali | 12
Þorgrímur Kári Snævarr