SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 15
30. október 2011 15 Sigrún Edda: „Það er kannski ekki auð- veldasta hlutskipti í heimi að vera dóttir mín í Kirsuberjagarðinum og Fólkinu í kjallaranum.“ Ilmur: „Það er reyndar mjög gott að vera dóttir hennar á sviði því það eru ein- hver tengsl á milli okkar og það er mjög gott að leika með henni.“ Sérð þú dóttur þína í Ilmi? Sigrún Edda: „Ég hef bara aldrei hugsað út í það. Mér þykir bara mjög vænt um hana. Maður stígur inn í aðra heima þegar maður stígur á leiksvið. Maður byggir á sjálfum sér en er ekki maður sjálfur.“ Ilmur: „Ég sé til dæmis ekki mömmu mína fyrir mér þegar ég er að tala við Sissu á sviðinu.“ Sigrún Edda: „Maður horfir bara í augun á þeim einstaklingi sem maður mætir, sér hvað hann gerir og bregst við hon- um út frá þeim forsendum sem verkið gefur manni og það er svo spennandi. Maður veit ekki alltaf hvað gerist.“ Ilmur: „Það er eins og taugaáfallið í Fólkinu í kjallaranum. Það var aldrei eins. Það var alveg merkilegt hvað það stýrði sér sjálft. Maður veit náttúrlega aldrei hvað gerist en það kom svo skýrt í ljós þar. Maður fór bara í eitthvert ástand og það var aldrei eins. Og ef ég reyndi að stýra því þá var það glatað.“ Sigrún Edda: „Þetta er eins og að stíga út á svell, það er bæði spennandi en ógn- vekjandi um leið.“ Endurnærð eftir sýningu Taka þá svona sýningar ekki mikið á? Ilmur: „Jú, þær gera það en þær gefa líka á móti. Ég upplifi það oft eftir sýningar að vera endurnærð, en stundum er ég búin á því.“ Sigrún Edda: „Sýning kvöldsins verður aldrei eins og sýning gærdagsins. Það eru margir sem spyrja hvort það sé ekki leiðinlegt að endurtaka alltaf sömu sýn- inguna aftur og aftur. Það er það ekki vegna þess að engar tvær leiksýningar eru eins. Það er þetta sem gerir leik- húsið svo spennandi. Hver einasta sýn- ing er áskorun og krefst ákveðins hug- rekkis.“ Ilmur: „Já, og svo þegar maður er búinn á því þá kemur maður heim og tautar: „Ég ætla að hætta að vera leikkona, þetta er ömurlegt“ eða maður kemur heim endurnærður og kastar höndunum andvarpandi í loftið og segir: „Ég elska þetta fag og að standa á þessu sviði!“ Það er stundum himinn og haf á milli daga.“ Sigrún Edda: „Svo er það líka þannig að maður elskar eiginlega mest það verk sem maður er að vinna að. Mér þykir til dæmis mjög vænt um Ljúbu núna og mig hefur í rauninni dreymt um að fá að leika hana. Ég hef ekki átt neitt svona drauma- hlutverk fyrr, en núna er þetta kannski það. Nú er ég kannski nógu þroskuð til að takast á við það.“ Eigið þið erfitt með að lýsa hvor annarri? Ilmur: „Nei. Sissa er sterk, drífandi, ákveðin, glöð, gefandi og sérlega smekkleg. (Mikið hlegið.) Var þetta ekki nokkuð gott?“ Sigrún Edda: „Jú, þetta var bara fínt. Á ég þá ekki að lýsa Ilmi? Hún er bara yndisleg. Það er eitthvað svo fallegt við hana. Hún er svo afslöppuð, fyndin, skemmtileg, greind og hún er líka hlý og hún er pjattrófa eins og ég. Mér þyk- ir mjög vænt um hana.“ Sigrún Edda Björnsdóttir segist hugsanlega vera komin í draumahlutverkið.Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki Vörju í Kirsuberjagarðinum. Morgunblaðið/Ómar Ljósmynd/Grímar Bjarnason

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.