SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 45
30. október 2011 45 Lesbók M ikill er máttur fjöl- miðla. Um daginn réðu Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson sér ekki af kátínu yfir frumraun sænska rithöfundarins Jonasar Jonas- sonar, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, í Kiljunni, bókmenntaþætti Egils Helgason- ar, og viti menn, bókin seldist upp daginn eftir og hefur verið mest selda bókin á Íslandi síðan. Það er reyndar ekki að furða því að bókin er bráðskemmtileg lesning og fær mann jafnvel til að hlæja upphátt hvað eftir annað, nokkuð sem ekki hefur gerst frá því að Góði dátinn Svejk var síð- ast á náttborðinu. Velgengni bókarinnar er því fullkomlega verðskulduð, en hún hefði lík- lega aldrei orðið með þessum hætti ef ekki væri fyrir Kiljuna. Nú er engin nýlunda að sjón- varpsþættir hafi áhrif á sölu bóka. Oprah Winfrey hefur rekið bókaklúbb í sjónvarpsþáttum sínum og þeir höfundar, sem komast að hjá henni, detta í lukkupottinn. Matt Haig, höfundur bók- arinnar Radley-fjölskyldan, sagði þegar hann var gestur bók- menntahátíðar í Reykjavík í haust að kynningarmál á bókum á Bretlandi væru komin í öng- stræti. Á Bretlandi eru Richard og Judy þekkt nöfn í bókarýni. Þau voru stjórnendur sjónvarps- þáttar um bækur. Árið 2004 stofnuðu þau bókaklúbb, sem snerist um það að tíu bækur voru teknar sérstaklega fyrir á ári og að endingu voru veitt sérstök verðlaun fyrir bók ársins í þeirra nafni þar sem atkvæði almenn- ings réðu úrslitum. Haig lýsti því hvernig bækur, sem komust að í þættinum, voru sérstaklega kynntar þannig í verslunum og það hefði haft gríðarleg áhrif á sölu að komast að hjá þeim og bætti við að það hefði verið borgað með bók- unum. Að mæra bækur ’ Velgengni bók- arinnar er því fullkomlega verðskulduð, en hún hefði líklega aldrei orðið með þessum hætti ef ekki væri fyr- ir Kiljuna. Orðanna hljóðan Karl Blöndal kbl@mbl.is Húshjálpin er fyrsta skáldsaga Kathryn Stockett og byggir hún hana að einhverju leyti á sinni eigin lífsreynslu þó að hún sé ekki fædd fyrr en árið 1969. Þetta er óður hennar til æsku sinnar. Sagan segir frá lífi þriggja kvenna í suð- urríkjum Bandaríkjanna á sjö- unda áratugnum. Á þessum tíma voru aðstæður einkenni- legar þar sem svartar konur gengu börnum hvítra kvenna svo að segja í móðurstað. Á sama tíma og þær sáu um heimilin undir stöðugu eftirliti þurftu þær að sitja þegjandi undir kvörtunum. Ein aðal- persónan, Skeeter, er hvít háskólastúlka sem leitast við að skrifa sögu um kjör og að- stæður svartra kvenna í sam- félagi sínu. Hinar tvær aðal- persónurnar eru svartar, afar ólíkar, konur sem starfa við húshjálp og segja Skeeter sögu sína. Annarri helst vel á starfi sínu og sinnir hún því óað- finnanlega á meðan hin missir hvert starfið á fætur öðru þar sem hún svarar fyrir sig þyki henni að sér vegið. Að segja frá og rita niður var lífs- hættulegt á þessum stað og þessum tíma. Sjónarhornið flakkar á milli aðalpersónanna og er frásögnin öll í fyrstu persónu. Ætla má að það flæki málin fyrir les- andanum en það gengur furðuvel upp og færir lesand- ann fyrir vikið nær öllum þessum persónum. Á einum stað er meðvitað stílbrot þar sem farið er í þriðjuper- sónufrásögn og er það miður þar sem það er algjörlega óþarfi fyrir söguna. Þó að fyrirfram mætti búast við ljótleika eins og morðum og hvers kyns líkamlegu of- beldi þar sem slíkir viðburðir fylgja þessu sögusviði er öðru nær. Ljótleikinn er vissulega í umhverfi þessara kvenna og þær þurfa að lifa við ýmiss konar ofbeldi, annaðhvort horfa upp á það eða sæta því sjálfar, en það er ekki það sem er áhrifaríkast í sögunni. Ljót- leikinn er áhrifamestur í hræsni, athöfnum og orða- notkun hvítra kvenna. Í bók- inni segir að það sé ódulið hatur svartra kvenna á hvítum konum en það sé líka óútskýr- anlega ást og er það rauði þráðurinn í gegnum söguna alla. Hatrið er ljóst en ástin líka. Á meðan málefnið er þungt og þarft og má aldrei gleymast er bókin uppfull af húmor. Persónusköpunin er einstök en höfundi tekst best upp í samskiptunum. Þýðingin er fín og samtölin þægilega flæðandi. Þó að bókin sé svo- lítið lengi í gang er persónanna saknað að lestrinum loknum. Húshjálpin hefur verðskuldað farið sigurför um heiminn og er allt í senn bráðskemmtileg, upplýsandi og sorgleg. Húmor og harmur Bækur Húshjálpin bbbbn Eftir Kathryn Stockett. JPV gefur út 526 bls. Signý Gunnarsdóttir LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9.-31.12. 2011 FJÖLSKYLDUSMIÐJA 30. okt. kl. 14 - Leiðsögn og listsmiðja. SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn- ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Holdtekja – The Carnal Imperative Guðný Kristmanns 22.október - 4. desember Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Nýjar sýningar: Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Skipulag og óreiða. Teikningar Ólafar Oddgeirsdóttur Aðrar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Guðvelkomnir góðir vinir! Útskorin íslensk horn Þetta er allt sama tóbakið! - Útskornir kistlar Hádegiserindi þriðjudaginn 1. nóvember kl. 12:05: Myndheimur hornanna. Lilja Árnadóttir fjallar um útskorin íslensk horn. Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum ALMYNSTUR Arnar Herbertsson JBK Ransu Davíð Örn Halldórsson Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 29. október–30. desember 2011 Samræmi Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson Hamskipti Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir Sunnudag 30. október - Listamannsspjall Hildur Bjarnadóttir Þriðjudag 1. nóvember - Hádegistónleikar Jóhanna Ósk Valsdóttir - Morð og mæður Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Verið velkomin á Eyrarbakka Opið samkvæmt samkomulagi í vetur Byggðasafn Árnesinga Sjóminjasafnið www.husid.com 15. október til 6. nóvember 2011 Inga Þórey Jóhannsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011-4.3.2012) PIA HOLM: Textílhönnun fyrir MARIMEKKO (7.10. – 13.11.2011) Ný sýning: HVÍT JÓL (28.10.2011 – 15.1.2012) Ókeypis aðgangur á miðvikudögum Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.