SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 23
30. október 2011 23 Þ að er upplýsandi að lesa kaflann úr bók Sigurðar Más Jónssonar Icesave samn- ingarnir – afleikur aldarinnar sem birtist í Sunnudagsmogganum í dag. Þar er því lýst hversu ógagnsæ, fálmkennd og gerræðisleg vinnubrögðin voru þegar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra staðfestu samningana um Icesave í júní árið 2009. Það er löngu fram komið að Svavar Gestsson, aðalsamningamaður Íslands, virðist hafa verið algjörlega veruleikafirrtur er hann gekk frá samningunum fyrir Íslands hönd, að eigin sögn vegna þess að hann nennti ekki að hafa þá hangandi yfir sér lengur. En í þessu bók- arbroti kemur fram að hverfandi samráð var haft í samningaferlinu. Ekki var aðeins gengið gegn vilja þingsins heldur einnig embættismanna sem að málinu komu: „Embættismennirnir voru fullir efasemda og sumum fannst eins og þeir hefðu gengið frá skelfilegum samningi, sem jafnvel jaðraði við landráð. Þeir töldu sig hins vegar hafa lítið svigrúm til að hafa áhrif á málið, hvað þá að mótmæla samningnum. Þeir óttuðust um feril sinn og hugsanlega hafa þeir haft í huga erfitt atvinnuástand utan veggja stjórnsýslunnar.“ Landráð er stórt orð. Nú sækja þessir sömu ráðamenn annan mann til saka fyrir lands- dómi í máli sem minnir helst á Réttarhöld Kafka. Það er eftirtektarvert að ráðherrann sem flæktist fyrir þeim í þessu máli varð skömmu síðar að taka pokann sinn. Embættismennirnir höfðu því ástæðu til að óttast um starf sitt. Og hafa ber í huga að þetta var áður en pólitíska gjörningaveðrið hófst um málefni Banka- sýslu ríkisins. Það fór eins um hana og önnur fyrirheit ríkisstjórnarinnar. Stjórn Bankasýsl- unnar sagði af sér vegna pólitískra afskipta í stofnun sem stofnuð var til að draga úr póli- tískum afskiptum! Athvarf sem forðar kattahvarfi Kattholt, eina athvarfið á Íslandi fyrir ketti í óskilum, á í miklum rekstrarerfiðleikum. Í samtali í Sunnudagsmogganum í dag upplýsir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands, að ef ekki kæmu til matargjafir frá stórum fyrirtækjum væri búið að loka athvarfinu. Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes og Mosfellsbær greiða 1.700 krónur með hverjum ketti í eina viku en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu láta starfsemina sig engu varða enda þótt kettirnir sem komið er með í Kattholt séu vitaskuld gómaðir innan þeirra bæjarmarka líka og raunar víðar – allt frá Keflavík að Selfossi. Bág staða Kattholts hlýtur að vera afleit, bæði frá bæjardyrum kattelskra og þeirra sem hafa skömm á þeim málleysingjum. Hvað ef eina athvarfinu verður lokað? Það hlýtur að þýða að lausaganga katta eykst til muna með tilheyrandi vanlíðan dýravina og óþægindum fyrir aðra íbúa. Sú göfuga skepna kötturinn hefur fylgt manninum frá örófi alda og sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu hljóta að bera gæfu til að leysa þetta mál. Tæpast er um ógurlegar upp- hæðir að tefla! Jafnframt er rík ástæða til að taka undir með Önnu Kristine þegar hún hvetur félagsmenn í Kattavinafélaginu til að greiða ársgjaldið. Að hennar sögn eru heimtur aðeins um 50%. Ekki er nóg að skrá sig í félag – hugur þarf að fylgja máli. Icesave í nýju ljósi „Hvers vegna í ósköpunum ættuð þið að ganga í samtök sem tekst jafn illa upp og Evrópusamband- inu?“ Martin Wolf, aðalhagfræðingur breska dagblaðs- ins Financial Times, á fundi í Reykjavík. „Hafið þið alls ekki tekið eftir því hvað er að gerast þar?“ Martin Wolf. „Ef ég ætti eina ósk myndi ég ekki óska þess að þetta hefði ekki gerst! Ég myndi nota óskina í annað. Það eru svo margir sem hafa það miklu verra en ég.“ Helga Sigríður Sigurðardóttir 13 ára, sem gekk í gegnum mjög erf- ið veikindi í fyrra eftir að hún fékk hjartaáfall. „Það hefði verið ynd- islegt að leika með Lionel Messi. En Messi er ekki fullkominn leikmaður því hann getur ekki skallað.“ Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele um Argentínumanninn Messi, besta leikmann heims. „Hann bauðst ekki beinlínis til að skjóta mig en hann varaði mig við.“ Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, segir fram- kvæmdastjóra stórs fyrirtækis hafa hótað sér líf- láti. „Fagmenn fram í fingurgóma.“ Frank Michelsen úrsmíðameistari var ánægður með lögregluna eftir að hún komst að því hverjir rændu verslun hans og þýfið fannst. „Mér líður eins og ég hafi verið misnotaður.“ Íslenskur stuðningsmaður Manchest- er United eftir 6:1 tap fyrir nágrönn- unum í Man. City um síðustu helgi. „Þetta breytir öllu.“ Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, um nýja varð- skipið, Þór. „Framtíðin er björt, full af hallærum og góðærum.“ Benedikt Erlingsson, leikstjóri Sögu þjóðar sem hljómsveitin Hundur í óskilum sýnir hjá Leik- félagi Akureyrar. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal munir Þýskalands og Frakklands hljóta ætíð að ráða skráningu evrunnar og ekki síst peningastefnunni sem evruseðlabankinn fylgir, hvað svo sem sé að gerast í smærri ríkjunum. Og hann rakti hvernig annmarkar evrunnar, sem sameiginlegrar myntar ólíkra þjóða, hefðu verið líklegir til að leiða til þeirra vandræða sem orðið hefðu og þeir þyrftu því ekki að koma á óvart. Þá hefði mátt sjá fyrir. Og menn hefðu séð þá fyrir, m.a. hann sjálfur eins og hann hefði upplýst oft og rækilega frá fyrsta degi. Sameiginlega myntin væri skýringin á því hvernig fór, þótt vissu- lega mætti gera athugasemdir við margt í framgöngu einstakra ríkja. Og nú væri sjálf tilvera evrunnar einnig meginskýringin á því að ríkin fengju ekki bjargað sér í vandræðum sínum. Þau hefðu ekki lengur sjálfstæða mynt, sjálfstæða seðlabanka eða peningastjórn. Því væru þeim allar hefðbundnar bjargir bannaðar. Íslendingar kæmust fyrr á lappir en aðrir einmitt vegna þess að þeir byggju við eigin mynt. Það má sjálfsagt þakka fyrir að fréttamað- urinn stillti sig um að vitna til sjónarmiða Mikka músar, efnahagssérfræðings Fréttastofunnar, þegar þarna var komið. Umræða um krónu og evru er öll á haus í landinu. Annaðhvort eru helstu „umræðustjórar“ óþægilega illa að sér, eins og margt bendir til, eða svo þjakaðir af eigin mótuðu afstöðu eða þjónkun við Samfylk- inguna, að þeir hvorki sjá né heyra það sem blasir við. Það er ekki stærð myntar sem öllu munar við skoðun á núverandi álitaefnum heldur sveigjanleiki hennar og að henni sé ætlað að lesa og laga sig að efnahagsástandi sinnar eigin þjóðar en ekki að ein- hverju allt öðru. Þá og aðeins þá getur mynt verið þýðingarmesti lykillinn að lækningu efnahagslífs eins ríkis. Það þýðir nefnilega ekkert að læknir stingi hitamæli í rass næsta manns á Möltu til að ákvarða meðferð sjúklings uppi á Íslandi. Vinsamleg ábending En að öðru, eins og sagði stundum í besta sjónvarps- þætti á Íslandi, Spaugstofunni. Páll Magnússon, einn af nánustu aðstoðarmönnum Óðins á Útvarpinu, ætti að kanna hvort á Fréttastofunni gæti verið vilji fyrir því að kenna fyrirtækið þeirra framvegis við Disney, fyrst nafnbreyting hefur á annað borð verið ákveðin, í trássi við íslensk lög. Disney er, eins og nafnið bendir til, eyja eins og Ísland og taki Rík- isútvarpið það nafn upp getur það í beinu framhaldi eitt og sér búið við eigin gjaldmiðil og við fyrsta tækifæri tengt hann við evru, eftir að „kíkt hefði verið í pakkann“, eða annan þann undirbúning sem snillingar þar á bæ hafa venjulega að sínum ákvörð- unum. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.