SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 40
40 30. október 2011 Lífsstíll J æja þá er víst bara runnin upp Hrekkjavaka eða Halloween. Sumir fussa og sveia, segja að ís- lenski öskudagurinn sé alveg nóg og við eigum ekki að púkka upp á er- lenda siði sem þennan. En ég sé svo sem lítið að því að kætast yfir því að geta klætt sig upp í búning eitt kvöldið og skemmt sér með vinum eða haldið skemmtilegt hrekkjavökupartí fyrir börnin og vini þeirra. Vinkonur mínar tvær ólust upp í Bandaríkjunum til sex ára aldurs. Þær sögðu manni stundum sögur af Hrekkjavökunni. Ég man sér- staklega eftir því sem þær sögðu mér að allt óinnpakkað hefðu þær ekki mátt borða. Enda getur jú alltaf verið einn og einn svartur sauður inn á milli í hjörð- inni. Síðar meir kynntist ég Hrekkjavöku í Bretlandi þar sem ég bjó í fjögur ár. Á tímabili var ég reyndar farin að halda að þar væri Hrekkjavaka nærri allt árið um kring. Svo skemmtilegt þótti breskum háskólanemum að klæða sig upp áður en þeir fóru út á lífið. Búningapartíin voru óteljandi og vinsælast var að vera í ein- hverju nógu stuttu og þröngu. Þannig sáust óteljandi hjúkkur á götunum sem eingöngu höfðu klætt sig í sloppinn en gleymt buxunum. Samankomið við áfengar veigar gat þessi múndering orðið nokkuð áhættusöm. Þetta minnir mig á umræðu í banda- ríska þættinum „How I met your moth- er“. Hún snerist að mestu um það að sama hvaða búningi fólk ætlaði að klæð- ast væri fyrir mestu að hann væri dá- lítið glyðrulegur. Þannig væri glyðru- legt grasker eða glyðruleg norn og allt þar á milli gjaldgengt. Ég tók mér þetta til fyrirmyndar eitt sinn og hélt út á gal- eiðuna klædd eins og skólastúlka sem gleymt hafði að fara í buxur. Það var svo sem alveg ágætt eina kvöldstund en ég held ég hafi mig hæga þetta árið. Helst að maður skeri út í eins og eitt grasker og reyni að finna sér sælgæti einhvers staðar í formi drauga, norna og graskera. Það er um að gera að nota Hrekkjavökuhelgina til tilraunaeldamennsku og prófa t.d. að elda úr graskeri og öðru grænmeti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti ’ Þannig sáust ótelj- andi hjúkkur á göt- unum sem eingöngu höfðu klætt sig í sloppinn en gleymt buxunum. Glyðruleg grasker á ferð Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Margir kætast þessa helgina og klæða sig upp að hrekkjavökusið. Nú er rétti tíminn til að skera út ógnandi andlit í grasker og borða fullt af nammi. Það eru bananar í ísskápnum hjá mér sem eru orðnir brúnir og ógeðslegir. Örugglega svo ógeðs- legir að það væri réttast að henda þeim. En nei. Það er algjör óþarfi því banana má nota bæði í fí- neríis bananabrauð eða smella þeim í blandarann með jógúrt og frosnum ávöxtum. Þannig tekur eng- inn eftir því þó að bananarnir séu eitthvað farnir að láta á sjá. Talandi um að geyma bananana í ís- skápnum þá veit ég að það telja flestir hina mestu vitleysu þar sem þeir verða jú brúnir svo fljótt. En ég get bara ekki hugsað mér að borða volgan ban- ana. Svo ég tek frekar áhættuna og hef mína ban- ana brúna og kalda. Það er lítið mál að baka ban- anabrauð og uppskrift að slíku að finna í flestum almennum matreiðslubókum eða bara á netinu. Bananabrauð er einhvern veginn fullkomið til að baka seinnipart á sunnudegi eða með morg- unkaffinu á laugardegi. Svo á maður afgangana fram eftir helgi sem er alls ekki slæmt. Ban- anabrauð er gott með smásmjöri en það getur líka verið gott að búa til súkkulaðiglassúr og smyrja of- an á. Þá breytist brauðið eiginlega í bananaköku. Nærri ónýta banana er líka hentugt að nota í muff- insbakstur með súkkulaði og öðru góðgæti. Kannski bæta við hnetusmjörsafganginum sem þú hefur velt fyrir þér hvað ætti að gera við. Þessir bananar eru nú ekki alveg tilbúnir til að nota í bakstur. Betra er að þeir séu orðnir vel þroskaðir. Morgunblaðið/G.Rúnar Ilmandi bananabrauð með smjöri Það er auðvelt að ímynda sér að maður sé súkkulaðifíkill miðað við hversu mikið hægt er að borða af því. Hvort hægt sé að tala fræðilega um súkkulaðifíkn ku þó ekki vera komið alveg á hreint. Mörgum finnst þeir „háðir“ súkkulaði en það er ekkert skrýtið þar sem í því eru ýmiss konar efni sem hafa sæluauk- andi áhrif á heilann. Eru þau víst ekki svo ósvipuð þeim áhrifum sem eiturlyf hafa á hann. Áður en þú ferð að íhuga alvarlega að láta leggja þig inn einhvers stað- ar sökum súkkulaðifíknar er þó vert að hafa í huga að oft hafa fræðimenn bent á þá staðreynd að þau efni sem finna má í súkkulaði er líka að finna í mat sem okkur langar ekki nærri jafnmikið í og súkkulaði. Auk þess er ólíklegt að geta borðað það mikið af þeim að maður yrði háður þeim. En hvað sem því líð- ur er vafalaust eitthvað í súkku- laði sem lætur okkur sífellt langa í meira. Sama hvort ástæðan á bak við það er lík- amleg eða huglæg. Enda er ástæðan kannski ekki það mik- ilvægasta heldur miklu frekar að njóta þess að borða súkkulaði þegar okkur langar til þess. Súkkulaðifíkn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.