SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Blaðsíða 18
18 30. október 2011 H ending réð því að við fórum út í þessa starf- semi,“ segir Ásdís Arnbjörnsdóttir sem nú stundar MBA-nám við Háskólann í Reykja- vík en annaðist rekstur Ilter Clinic frá upp- hafi og fram á síðasta ár. „Kunningi okkar Demirs, sem starfaði á þeim tíma sem læknir við Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi, hitti okkur eftir að hafa farið í hár- ígræðslu og árangurinn var í einu orði sagt skelfilegur. Maðurinn var miður sín. Hárið stóð beint upp í loft eins og á dúkku. Eftir þann fund eyddi Demir heilli nótt framan við tölvuna í leit á netinu að góðri aðferð til að lagfæra það sem aflaga hafði farið. Þá datt hann niður á aðferð hjá kanadískum lækni sem hann hefur síðan náð frábærri þjálfun í að beita og haldið áfram að þróa.“ Aðferðin nefnist FUE (Follicular Unit Extraction) og á uppruna sinn að rekja til Japans. Hún felst í flutningi á klösum af hársekkjum sem hárið vex úr, einum í einu, án þess að skorin sé ræma úr hársverðinum með skurð- arhnífi þannig að til verði sár sem nauðsynlegt reynist að sauma saman. Stungurnar í húðina eru agnarsmáar, nánast eins og títuprjónshaus, og gróa fljótt án þess að skilja eftir sig merkjanlegt ör, jafnvel þótt þau geti verið mörg. „Í stuttu máli snýst þetta um að flytja hárstrá aftan af höfðinu, sem annars yxu þar til æviloka, og gróðursetja þau, ef svo má að orði komast, á bersvæði þar sem vantar hár, annaðhvort ofan á hvirflinum eða í kollvik- unum og hárlínunni að framan,“ segir Ásdís. „Hárið vex svo á hinu svonefnda ígræðslusvæði eins og ekkert hafi ískorist. Það fellur ekki eins og hárið sem var þar fyrir, því að það heldur eiginleikum sínum frá gamla staðnum þar sem skalli myndast ekki. Þetta er hár sem er erfðafræðilega uppbyggt á þann hátt að menn missa það ekki, það er ekki viðkvæmt fyrir þeim áhrifum sem valda hárlosi.“ Raðað upp með öðrum hætti Aðgerðin fer fram með aðstoð sérsmíðaðra stækkunargleraugna og fíngerðra læknistóla sem Ilter Clinic hefur látið hanna fyrir sig; af því kemur viðbótin IM (FUE-IM), þetta er Ilter-meðferðin, hin endurbætta FUE-aðferð. „Þetta er allt sama hárið, við röðum því bara upp með öðrum hætti.“ Lítil hætta er á að hársekkjaklasar verði fyrir skakka- föllum þegar þeir eru fjarlægðir með svo smáum lækn- istólum af þeim stað sem viðkomandi hefur nóg hár af- lögu til að flytja þá þangað sem hár vantar á höfuðið og til stendur að „rækta upp“. Hársekkjunum staf- aði aftur á móti hætta af grófum læknistólum og groddalegu handbragði. „Ég segi það oft að list- rænt auga og flinkir og þrautþjálfaðir fingur lækn- isins geri gæfumuninn. Nauðsynlegt er að sérsníða lausnir fyrir hvern og einn og veitir FUE meira svigrúm til þess en aðrar aðferðir. Við kostum kapps um að hárvöxturinn líti eðlilega út eftir aðgerð. Læknirinn leggur sig þess vegna fram um að stinga hverjum hársekk niður á nýja staðnum þannig að hárið vaxi í rétta stefnu með hliðsjón af þeim hár- vexti sem er fyrir. Þetta er tímafrekt verk og þess vegna gerum við ekki fleiri aðgerðir en eina á dag.“ Á heimasíðu Ilter Clinic (www.ilterclinic.com) segir að Demir Ilter hafi persónulega gert næstum 1.500 FUE- IM aðgerðir sem svarar til þess að hann hafi flutt um það bil tvær milljónir hársekkja eða ígræðslna. „Huga þarf að samfellu og hlutföllum og þótt ég segi sjálf frá er Demir afburðasnjall á sínu sviði og hreinn listamaður. Hann býr til óreglulega og þar af leiðandi náttúrulega hárlínu sem líkist þeirri upprunalegu. Sama á við um hvirfilinn þar sem líkt er eftir sveipum og valin vaxtarstefna í því augnamiði að nýja hárið þeki sem mest.“ Giska þéttur brúskur Með því að götin eða stungurnar sem búin eru til í húð- inni, þar sem hárinu er framvegis ætlað að vaxa, eru svo smáar sem raun ber vitni er hægt að raða þeim þéttar en ella og þannig fá giska þéttan brúsk. Oft nægir ein aðgerð en þar sem FUE IM-aðferðin hefur í för með sér minna inngrip en aðrar aðferðir má einnig endurtaka hana með skemmra millibili. Takmörk eru samt fyrir því hvað hægt er að ganga langt. „Til dæmis má ekki flytja svo mikið hár burt af gjafa- svæðinu aftan á höfðinu að það verði gisið á eftir. Fólk verður að gera sér raunhæfar væntingar því að þetta veltur allt á því hve miklu hári menn mega sjá af og hve stórt svæði ætlunin er að þekja.“ Flestir viðskiptavina Ilter Clinic eru karlmenn en þangað leita líka konur sem eiga um sárt að binda út af Starfsfólk Ilter Clinic í Stokkhólmi. Ásdís Arnbjörnsdóttir styðjur hönd á stólbakið, Demir Ilter situr við borðið. Hársekkir, sem fjarlægðir hafa verið af gjafasvæði, bíða þess að vera færðir til á höfðinu. Ásdís Arnbjörnsdóttir er reglulega með gjaldfrjáls viðtöl og ráðgjöf hér á landi fyrir þá sem óska eftir hárflutn- ingi. Hægt er að senda henni tölvupóst á netfangið asdis@ilterclinic.se. Gjaldfrjáls ráðgjöf

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.