Morgunblaðið - 07.05.2010, Page 24

Morgunblaðið - 07.05.2010, Page 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 ✝ Gestur MosdalKristjánsson fæddist í Hafn- arfirði 27. ágúst 1919. Hann lést á Ljósheimum, Sel- fossi, 29. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru María Ein- arsdóttir, f. 13. ágúst 1872 í Hellis- holtum í Hruna- mannahreppi, d. 13 júni 1964 í Forsæti í Villingaholts- hreppi, og Kristján Jónsson, f. í Unnarholti í Hrunamannahreppi 6. ágúst 1866, d. í Forsæti 9. nóv- ember 1949. María og Kristján hófu búskap sinn að Kluftum í Hrunamannahreppi og síðan fluttu þau að Minna-Mosfelli í Mos- fellssveit, þaðan til Hafnarfjarðar og árið 1921 fluttu þau að Forsæti og bjuggu þar til dauðadags. Gest- ur var yngstur 8 systkina og eru þau nú öll látin. Þau voru: 1) Oddný, f. 20.6. 1897, d. 9.7. 1907. 2) Margrét, f. 1.2. 1899, d. 15.10. 1968. 3) Einar Víglundur, f. 28.8. 1901, d. 21. 2. 1991. 4) Krist- ín, f. 10.4. 1904, d. 6.6. 1999. 5) Sig- urjón, f. 25.1. 1908, d. 11.9. 1990. 6) Oddný, f. 3.9. 1911, d. 5.5. 2007. 7) Vigdís, f. 23.6. 1913, d. 12. 3. 2008. 8) Gestur Mosdal sem hér er minnst. 29. júní 1946 kvæntist Gestur Helgu Kristínu Þórarins- dóttur. f. 12.3. 1925, frá Kolsholti í Flóa. Þau bjuggu allan sinn búskap í For- sæti II. Gestur hætti með hefð- bundinn búskap 1988. Þá tók sonur hans Kristján við. Börn Gests og Helgu eru: 1) Guð- björg, f. 27.8. 1947, maki Þráinn Elías- son, f. 1947. Eiga þau 3 börn og 8 barnabörn. 2) Krist- ján, f. 29.1. 1949, maki Anna Guð- bergsdóttir, f. 1953. Eiga þau 5 börn og 10 barnabörn. 3) Þór- arinn, f. 11.6. 1951, d. 8.2. 1976. 4) María, f. 2.9. 1955, maki Böðvar Sverrisson, f. 1956. Þau eiga 4 börn og 3 barnabörn. 5) Val- gerður, f. 9.2. 1957, maki Bjarki Reynisson, f. 1945. Þau eiga 5 börn og 4 barnabörn. 6) Lárus, f. 30.3. 1963, maki Elísabet Páls- dóttir, f. 1963. Þau eiga 2 börn og 1 barnabarn. Alls eru afkom- endur Gests Mosdal 50. Gestur var mikill hagleiksmaður bæði á tré og járn og eftir að hann hætti búskap voru hans aðaláhugamál tónlist og smíði og höfðu þau hjónin mjög gaman af því að ferðast um landið sitt. Útför Gests Mosdal verður gerð frá Villingaholtskirkju föstudag- inn 7. maí 2010 kl. 14. Í dag verður jarðsunginn frá Vill- ingaholtskirkju elskulegur faðir minn, Gestur Mosdal, á 91. aldursári. Það er hár aldur sem hann bar vel fram á síðustu vikur ævi sinnar Pabbi var yngstur átta systkina sem öll eru nú látin. Hann fékk nafnið Gestur Mosdal vegna þess að hann var í móðurkviði þegar foreldrar hans fluttu frá Minna-Mosfelli í Mosfells- sveit til Hafnarfjarðar og þar fæddist hann en flutti 3 ára að Forsæti í Flóa og þar átti hann heima allt sitt líf ut- an síðustu 3 vikurnar sem hann lifði. Pabbi var heilsuhraustur og þurfti lítið til lækna eða á sjúkrahús þangað til um miðjan janúar 2010 en þá bilaði bak hans og frá þeim tíma fékk hann að kynnast allri þjónustu í heilbrigð- iskerfinu og síðustu þrjár vikurnar sem hann lifði var hann heimilismað- ur á Ljósheimum. Óhætt er að segja að alls staðar mætti hann góðri þjón- ustu og erum við fjölskylda hans afar þakklát fyrir það. Margs er að minnast úr ævi 90 ára manns, ég stikla þar á stóru. Pabbi var fjölhæfur maður sem lærður var í lífsins skóla. Hann var ekki með nein prófskírteini en var samt snillingur á svo mörgum svið- um. Með búskapnum stundaði hann smíðar vítt um sveitina og tók að sér að gera gamla illa farna hluti að lista- verkum, s.s. rokka, klukkur, húsgögn o.fl. Hann smíðaði sjálfur stóra klukku með verki og öllu sem er hinn mesti kjörgripur og ekki voru nú verkfærin fjölbreytt þá. Þá var tónlist honum hugleikin, hann átti harmonikku og samdi lög á hana sem mörg eru til á bandi og fyr- ir tveimur árum kom hann átta lög- um inn á geisladisk með aðstoð Labba í Glóru, sem hann gaf öllum sínum afkomendum og er þetta gull- moli fyrir okkur að eiga. Hann söng mörg ár í kirkjukórn- um og hafði yndi af öllum söng. Eftir að hann hætti hefðbundnum búskap 1988 tók hann að sér að sjá um kirkjugarðinn í Villingaholti og gerði þar góða hluti. Pabbi og mamma voru mjög sam- hent í að byggja upp fallegan garð í Forsæti II sem þau nutu bæði. Þau voru mjög samhent í öllu sem þau gerðu og nutu þess að ferðast um landið eftir að þau hættu búskap. En fyrir sjö árum varð pabbi og fjölskyldan fyrir þeirri reynslu að mamma greindist með alzheimers- sjúkdóminn og varð að fara á hjúkr- unarheimili. Pabbi tók því með æðru- leysi og bjó einn í sínu húsi og hirti garðinn hennar Helgu sinnar svo vel að eftir var tekið. Pabbi naut góðrar aðstoðar Kristjáns bróður og Önnu tengdadóttur sinnar sem búa á sama hlaðinu, þar fékk hann alla þá aðstoð og öryggi sem hann þurfti og verð ég ævinlega þakklát þeim hjónum ásamt öðrum ættingjum í nágrenn- inu sem voru til staðar ef með þurfti. Frá því mamma fór í burtu kom pabbi reglulega í mat og við heim- sóttum mömmu. Það er tómlegt núna að eiga ekki von á honum kl. 12 í mat- inn. Á þessum árum höfum við og okkar fjölskylda kynnst pabba svo vel og hans er sárt saknað af allri okkar fjölskyldu. Elsku pabbi, við Þráinn og fjölskylda þökkum fyrir að hafa átt þig. Með þér er genginn góður maður. Hvíl þú í friði og vonandi ertu bú- inn að finna Þórarin bróður. Megi ljósið fylgja þér. Þín Guðbjörg Þórunn. Guð bjó til glitský á gufuhvolfið sitt og hvíslaði í hljóði: Heyrðu barnið mitt ég geri þetta núna til að gleðja hjarta þitt. Svo settist Drottinn sjálfur á sængina hjá mér og hendina mína köldu hann huldi í lófa sér. Svona gerist ýmislegt sem enginn maður sér (Oddný Kristjánsd.) Klukkan á veggnum sló hálffimm að morgni 29. apríl og andartaki síðar hægði lífsklukkan hans pabba hægt og hljóðlega á sér og Guð bjó til glitský á gufuhvolfið sitt eins og ljóð- ið hennar Oddu systur hans segir svo fallega. Okkur langar að minnast pabba í fáum þakkar- og kveðjuorð- um. Pabbi, þú varst gæfumaður, vannst verk þín í hljóði og má með sanni segja að þú hafir ræktað garð- inn þinn vel, hvort þá heldur var að hlúa að þínum hugðarefnum í skap- andi handverki eða í gróandanum. Einnig var það þitt hjartans mál að fylgjast með öllum afkomendum þín- um stórum sem smáum og var það þér mikið í mun að öllum vegnaði vel í því sem hver og einn tók sér fyrir hendur. Meðan mamma hafði heilsu til hjálpuðust þið að við hlúa að garð- inum sem þið ræktuðuð og sköpuðuð saman. Garðurinn er ykkar stolt og hélst þú áfram að fegra hann og snyrta af einstakri alúð og natni al- veg fram á það síðasta. Það yljar okkur þegar litið er til baka hvað þið gátuð notið þess að ferðast saman um landið okkar með- an kraftar og heilsa mömmu leyfðu og segja allar myndirnar sem þú tókst á þessum ferðum ykkar þá sögu og geyma ljúfar minningar. Samfylgdin hefur verið góð með þér, pabbi. Við stelpurnar, en undir því nafni gengum við gjarnan enda gerðum við flesta hluti saman á okk- ar yngri árum, erum þakklátar fyrir samfylgdina og í barnshjörtum okkar vorum við vissar um að við ættum besta og kærleiksríkasta heimilið þar sem við ólumst upp í stórum systk- inahóp. Þið mamma voruð einstak- lega samhent í alla staði. Það er gott veganesti að alast upp við slíkar að- stæður og erum við enn snnfærðar um heppni okkar í lífinu. Elsku pabbi, við látum þetta litla kvöldvers sem mamma kenndi okkur og hefur fylgt okkur síðan verða hinstu kveðjuna til þín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Stelpurnar þínar, María og Valgerður. Í dag verður kær afi minn, Gestur Mosdal Kristjánsson, borinn til hinstu hvíldar. Margs er að minnast og yndislegar minningar hrannast upp er ég hugsa um þig, afi minn. Ég í sveitinni hjá ykkur ömmu og alltaf nóg að gera, reka kýrnar og heyskapur á sumrin og kartöfluupp- takan á haustin. Síðan fengu börnin mín að kynnast langafa og ömmu og koma í heimsókn í Forsæti II. Ómet- anlegt að hafa fengið að njóta nær- veru ykkar. Þú að dunda í smíðaskúrnum þín- um, ýmist að smíða nýtt listaverk, nú eða að gera upp gamla muni. Allt varð að listmunum í höndum þínum því listamaður varstu af Guðs náð. Þú úti í stóra fallega garðinum ykkar ömmu, á fjórum fótum að snyrta hann og fegra, stoltur af því að geta haldið honum við eftir að amma hætti að geta það. Þú að snyrta og fegra kirkjugarð- inn í sveitinni, sem þú sást um í mörg ár og lagðir mikinn metnað og mikla vinnu í. Þú að koma á Selfoss, akandi sjálf- ur á þínum bíl í rólegheitunum að út- rétta eitthvað eða að fara í mat í Stekkholtið, „alltaf svo ljómandi góð- ur matur hjá henni Guðbjörgu minni“, eins og þú orðaðir það sjálfur og á eftir fóruð þið svo saman í heim- sókn til ömmu á Fossheima. Þú að spila á harmonikkuna þína með fjölskylduna alla í kringum þig fulla af stolti og aðdáun, já, spila frumsamin lög eftir sjálfan þig sem þú svo lést gefa út á geisladisk og gafst okkur öllum í jólagjöf ein jólin. Alveg ómetanleg gjöf sem á eftir að ylja fjölskyldunni þinni allri um hjartaræturnar um ókomin ár og halda minningu þinni ljóslifandi. Þú svo hress og fallegur í 90 ára af- mælisveislunni þinni í Þjórsárveri þann 27. ágúst sl. Já, svona gæti ég endalaust talið upp minningarbrotin um þig, elsku afi minn, því aldrei féll þér verk úr hendi á þinni löngu og farsælu ævi og von að hendur þínar og axlir væru orðnar vinnulúnar. Mig langar að þakka þér samfylgdina og góðvild þína og væntumþykju sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu alla tíð. Minning þín er ljós í lífi okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Helga Ingibjörg. Elsku afi okkar er nú horfinn á braut. Það er með miklum söknuði sem við skrifum þessi orð, en með gleði í hjarta er við rifjum upp minn- ingar um góðar samverustundir sem við áttum með afa og ömmu í For- sæti. Afi var mikil listamaður og leituðu margir til hans með gamla hluti sem laga þurfti. Klukkuverk, rokkar og gömul orgel, allt lék þetta í höndum hans. Tónlistin átti hug hans allan, það kom í ljós þegar hann tók fram harmónikkuna sína. Í fjölskylduferð- um okkar á sumrin fylgdi nikkan allt- af með og hópuðust allir, jafnt ungir sem aldnir, í kringum afa þegar hann fór að spila. Ómuðu ættjarðarlögin í bland við hans eigin frumsömdu lög öllum til mikillar gleði. Ljúft er í minningunni þegar afi kom með nikkuna á Túngötuna en þá hafði hann frétt að Bergvin spilaði á trommur í bílskúrnum. Gaman var að sjá þá leiða saman hesta sína þar sem þeir sátu saman og spiluðu. Svona var afi, sýndi alltaf mikinn áhuga á öllu sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur. Hvort sem það var vinnan, námið, tómstundirnar já eða af hvaða gerð fyrsti bíllinn var hjá strákunum og fá að fara smárúnt. Alltaf var jafngaman þegar við systurnar fengum að fara upp í sveit og gista hjá afa og ömmu. Það var alltaf jafnmikið sport að fá að fara út í fjós og moka flórinn með afa og hlusta á hann segja frá ýmsu sem á daga hans hafi drifið. Rölta með hon- um að sækja kýrnar, gekk hann þá gjarnan á undan með hendur fyrir aftan bak, hugsandi og flautandi lágt. Flautandi lágt á sínum stað við eld- húsborðið eða sitjandi inni í stofu við útvarpið. Afi var ætíð fínn og flottur til fara og sparaði hann ekki hrósyrðin til okkar ef svo bar undir. Já minningarnar eru margar og af mörgu að taka og með þessum fá- tæklegu orðum og þakklæti kveðjum við systkinin afa með þeim orðum sem hann kvaddi Guðlaugu með þeg- ar hún fór til Mílanó: „Farðu með guðs friði“ okkar ástkæri afi í For- sæti. Guðlaug, Helga Kristín, Bergvin og Barði Páll. Afi Gestur var friðsæll maður, ró- legur og yfirvegaður. Þannig kvaddi hann, friðsæll, rólegur og yfirvegað- ur. Hann afi hefði ekki viljað hafa það öðruvísi. Hans kveðja kom nokk- uð snöggt, og hann þurfti ekki að liggja langa og þjáningarfulla bana- legu. Það er huggun harmi gegn. Afi var alltaf vel til hafður og það var reisn yfir honum, allt fram á síð- asta dag. Viðmót hans var hlýtt og sú alúð sem hann lagði í að rækta garð- inn sinn var einkennandi fyrir hann. Honum fannst svo gaman að hitta af- komendur sína, þekkti þá alla sem einn og lét þá sig varða. Ekkert fannst honum skemmtilegra en að spjalla um daginn og veginn, en hvert samtal, hver samræða sem hann átti við fólkið sitt var honum sem dýrmætur fjársjóður. Síðasta gamlárskvöld sagði afi okkur að eftir því sem árin líða þá lærum við betur að meta þessi samskipti og þá horfir maður til baka og hugsar um orðin, sögð og ósögð. Þannig metum við lífshlaup okkar í samhengi við aðra, samskipti og tilfinningar, ekki bankainnistæður, steinsteypu og glæsikerrur. „Það mikilvægasta sem við eigum er fólkið sem stendur okk- ur næst, að því ber að hlúa og sá þannig fræi sáttar og hugarróar til framtíðar.“ Afi gat svo sannarlega verið sáttur við æviverkið sitt á þessu sviði. Hann hlúði alla tíð vel að okkur, afkomend- um sínum. Hlýhug hans fann maður í hvert sinn sem maður hitti hann og hugsaði til hans. Til afa má rekja ófá gullkornin, hvernig hann sagði „ha“, þegar hann talaði um hvað „skyris“ væri ljóm- andi gott, hvað „kjetið“ væri „mjúkt undir tönn“, „spilverkið“ fínt og svo hin dásamlegu einkunnarorð: „Það er bara það.“ Við hátíðleg tækifæri grípum við til þessa orðatiltækis og alltaf kemur afi upp í hugann. Það er bara það. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda að alast upp á torfunni, amma og afi á næsta bæ sem og aðrir ættingjar. Það var ansi oft hama- gangur á hóli þegar barnahópurinn stækkaði en alltaf vorum við velkom- in til afa og ömmu í Forsæti. Margar af æskuminningum okkar má finna í gula húsinu með fallega garðinum og þá alltumlykjandi umhyggju sem vafði mann örmum sínum. Ilmur af nýbökuðum kleinum, ómur af harm- onikkuspili, friður og ró.Til minning- ar um afa látum við hér fylgja brot úr texta sem saminn var í tilefni 90 ára afmælis hans síðsumars 2009. Hann ræktað hefur garðinn sinn Hagleikssmiður verkin vinna kann í smiðju sinni sólskin smíðar hann Harmónikkan hljómar alltaf vel tónar lífsins leik’ um mó og mel Lífið stundum leikur á sinn hátt listin er að taka allt í sátt lítillátur lifa sérhvern dag í garði lífsins glaður una hag Elsku afi, farðu í friði og megi Guð blessa sálu þína og fylgja þér inn í ei- lífðina. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þórunn Elva Bjarkadóttir, Reynir Bjarkason, Heimir Rafn Bjarkason, Unnur Bjarkadóttir, Ingunn Harpa Bjarkadóttir og fjölskyldur. Elsku afi minn, það er sárt og erf- itt að trúa að nú sé komið að kveðju- stund. Minningarnar eru þó dýr- mætar perlur og í gegnum þær munt þú lifa með okkur um ókomin ár. Það var yndislegt að alast upp í sveitinni með ykkur ömmu á næsta bæ, enda var það ósjaldan sem mað- ur kíkti inn til ykkar eða hitti á ykkur í dásamlega garðinum ykkar. Þær voru sérstaklega ljúfar stundirnar þegar maður kom inn til ykkar á kvöldin, fékk heita kleinu og mjólk niðri í eldhúsi hjá ömmu og hlustaði á ljúfa harmonikkutónana berast niður af loftinu. Stundum settist maður líka á tröppurnar undir austurher- berginu og hlustaði á fagra tónana berast út í sumarkvöldið. Þú hafðir unun af tónlist og hvers kyns hljóð- færum, en þó held ég að óhætt sé að segja að harmonikkan hafi verið í uppáhaldi. Nú sit ég einmitt og hlusta á þessa dásamlegu tóna af geisladiskinum sem þú gafst út og gafst okkur í jólagjöf, það er ómet- anlegt að geta hlustað á þig spila, nú sem aldrei fyrr. Þið amma voruð alltaf svo sam- hent, falleg og góð hjón, heimilið fal- legt að innan sem utan og garðurinn ykkar með þeim fegurri sem ég hef séð, alveg sama hvert litið var, alltaf var allt til fyrirmyndar. Þú varst allt- af svo duglegur og ótrúlegt til þess að hugsa að níræður maður hafi get- að haldið garðinum ykkar ömmu við seinasta sumar, það hefði ekki verið á færi allra þó yngri væru. Svo ekki sé talað um allar þær stundir sem þú varðir í bragganum við að glæða gamla muni nýju lífi. Þangað heim- sótti ég þig síðast seinasta haust, þá sem endranær hafðir þú nóg að gera. Elsku afi, ég er afar þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman í sveitinni um páskana og þakklát fyr- ir að hafa átt þig að. Það var alltaf svo gott að hitta þig, þú fylgdist vel með okkur og spurðir alltaf hvernig lífið gengi, það þótti mér svo vænt um. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur og halda áfram að fylgjast vel með. Ég kveð þig með söknuði og Gestur Mosdal Kristjánsson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi. Það var gaman að heimsækja þig og leika með þér í bílaleikn- um okkar. Það var gaman að hlusta á þig spila á harmonikkuna þína og það var gaman að spjalla við þig. Mér þykir mjög vænt um þig og ég sakna þín mikið. Kveðja, þinn Elvar Elí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.