Morgunblaðið - 07.05.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.05.2010, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Getur þú lýst þér í fimm orðum? Örvhentur, myndarlegur, kolrugl- aður, stríðinn og hress. Hver er draumurinn? (spyr síðasti aðalsmaður Katrín Brynja Her- mannsdóttir, fyrrverandi sjónvarpsþula) Draumurinn er að ferðast um heiminn. Stykkishólmur eða París? Stykkishólmur, ekki spurning, enda- laust huggulegt bæjarfélag. Hvernig er að spila körfubolta með lungnabólgu? Eins og að hlaupa maraþon með krummafót. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Körfuboltamaður. Hvert er skónúmer þitt? 47. Hvaða fimm frægu manneskjum myndir þú bjóða í kaffi saman? Will Ferrell, Eddie Vedder, Kobe Bryant, Evu Mendez og Hlyni Bærings því hann myndi aldrei fyrirgefa mér ef ég tæki hann ekki með í sama kaffiboð og Eddie Vedder. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Dumb and Dumber. Eru örvhentir körfuboltamenn hittnari en þeir rétthentu? Já, ekki spurning, hef aldrei hitt né séð örvhentan mann sem er ekki hittinn í körfubolta, auk þess ef litið er á hversu miklu færri við erum skörum við fram úr rétthentum í hvaða íþrótt sem er. Hvað er ómótstæðilegt? Íslandsmeistaratitillinn. Hvað á að gera í sumar? Þjálfa körfubolta, bæði sjálfan sig og aðra, jafnvel fara í eina utanlandsferð. Hvert er leyndarmálið á bak við góðan körfuboltamann? Alltaf að trúa á sjálfan sig, hafa óbilandi áhuga á íþróttinni og æfa sig vel. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í NBA? Lakers. Hvað er tæknivilla? Það er þegar leikmaður rífur óspart kjaft við dómarann. Hvað gerir þú á föstudagskvöldum? Fer á æfingu og horfi á góða mynd. Hvernig er fimm manna „draumalið“ þitt skipað? Larry Bird (hann er örvhentur sama hvað menn halda), Chris Mullin, David Robinson, Nonni Mæju og Pálmi Sig- urgeirsson. Hvernig tekur þú Hlyn Bæringsson á taugum á lokaholunni í golfi? Andskotinn, þarna er ein undatekning frá því sem ég sagði um að örvhentir myndu skara fram úr rétthentum í hvaða íþrótt sem er, þar sem ég er hrikalega lélegur í golfi þá myndi ég sennilega þurfa rífa af honum fötin og láta hann spila nakinn, held að fáir myndu ráða við það. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Væri Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, flottari með hár? Eins og að hlaupa maraþon með krummafót Aðalsmaður vikunnar að þessu sinni er Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju. Hann er leikmaður Snæfells, nýkrýndra Íslandsmeistara í körfuknattleik karla. Jón kallar ekki allt ömmu sína, en hann spilaði með lungnabólgu í úrslitarimmunni. NÝLEG herferð Rogers Waters úr Pink Floyd til að kynna tónleika- ferðalag sveitarinnar hefur vakið mikla reiði aðdáenda tónlistar- mannsins heitna, Elliotts Smiths. Þannig er mál með vexti að veggur einn í Los Angels-borg sem prýddi plötuumslag við plötu Smiths, Fig- ure 8, var þakinn veggspjöldum frá Pink Floyd á dögunum. Eftir dauða Smiths árið 2003 varð veggurinn helgistaður fyrir aðdáendur hans sem ekki voru sáttir við þetta uppá- tæki hjá gömlu rokkurunum. Veggurinn Pink Floyd veggspjöld voru límd á Figure 8 vegginn fræga. Waters biðst afsökunar Svalasta mynd ársins er komin! SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í REYKJAVÍK Í 3DSÝND Í ÁLFABAKKASÝND MEÐ ÍSLENSKU SÝND Í ÞRÍVÍDD Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH -H.S.S., MBL HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI Hörku hasargrínmynd með Bruce Willis, Tracy Morgan (30 Rock) og Sean William Scott sem kemur öllum í gott skap. Þegar harðnaglinn Bruce Willis fær vitleysing sem félaga neyðist hann til að taka til sinna ráða. SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu IRON MAN 2 kl. 3D -5:20D -8D -10:40D 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 13D Sýndámorgun m. ísl. tali L IRON MAN 2 kl. 3 - 5:20 - 8 - 10:40 VIP-LÚXUS AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 3:40-5:50 m. ísl. tali L COP OUT kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 14 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 -10:20 12 OFURSTRÁKURINN kl. 3:40 - 5:50 L ALICE IN WONDERLAND kl. 3:40 L KICK-ASS kl. 5:50 - 8 - 10:40 14 CLASH OF THE TITANS kl. 8:10 - 10:40 12 / ÁLFABAKKA COPOUT kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 14 IRONMAN2 kl. 3:20 - 5:40D - 8:10D - 10:45D 12 KICK-ASS kl. 5:50 - 8:10 - 10:40 14 OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 3:40 L AÐTEMJADREKANNSINN-3D kl. 3:403D m. ísl. tali L Gæti valdið óhug ungra barna / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.