Morgunblaðið - 17.06.2010, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 139. tölublað 98. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblað
inu í d
ag
GOTT PARTÍ BETRA
MEÐ GÍTARLEIKARA
OG SÖNGBÓK
FALLANDI LOFT-
VOG Á SPÁNI
BARÁTTU- OG
MÓTMÆLA-
TÓNLEIKAR
VIÐSKIPTABLAÐ 5 TÓNLISTARÞRÓUNARMIÐSTÖÐ 40VEFSÍÐAN GITARGRIP.IS 10
Fréttaskýring eftir
Örn Arnarson
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Dómur Hæstaréttar um myntkörfu-
lánin getur haft víðtæk áhrif um allt
samfélagið, en í dómnum er komist
að þeirri niðurstöðu að lög um vexti
og verðbætur frá árinu 2001 feli í sér
bann við að lán séu verðtryggð með
tengingu við gengi krónunnar. Það
eru ekki bara heimilin sem hafa tekið
þessi lán; fyrirtæki, verktakar, smá-
bátasjómenn, bændur og sveitar-
félög hafa tekið myntkörfulán.
Ef dómurinn verður túlkaður
þannig að öll lán þar sem ekki var af-
hentur gjaldeyrir séu ólögleg verða
áhrif hans mjög víðtæk. Samkvæmt
tölum Seðlabankans námu gengis-
bundin lán heimila, fyrirtækja og
annarra 885 milljörðum um síðustu
áramót. Við hrun bankakerfisins í
október 2008 námu þessar skuld-
bindingar hins vegar 2.855 milljörð-
um. Lækkunin skýrist af því að búið
er að afskrifa mikið af skuldum eða
breyta þeim í krónur.
Ekkert liggur fyrir um hvort
stjórnvöld vilja eða geta gripið inn í
málið með einhverjum hætti. „Þetta
hefur auðvitað einhver þjóðhagsleg
áhrif en ég fæ nú ekki betur séð en
að mestu séu þau bara til góðs,“ seg-
ir Gylfi Magnússon efnahags- og við-
skiptaráðherra.
Betri lánakjör
Eyvindur G. Gunnarsson, lektor
við lagadeild HÍ, bendir hins vegar á
að staða þeirra sem tóku myntkörfu-
lán sé núna orðin mun betri en þeirra
sem tóku verðtryggð lán í krónum.
„Það er nokkuð ljóst að ef einhver
hefur fengið 30 milljónir króna að
láni til 40 ára til að kaupa hús hefði
hann aldrei fengið óverðtryggt lán á
3% vöxtum.“
Ekki liggur fyrir hvort öll bíla-
lánafyrirtækin geta staðið af sér það
áfall sem dómurinn felur í sér. Lýs-
ing stendur verst af fjármögnunar-
fyrirtækjunum og það ræðst af
ákvörðunum Deutsche Bank hver
framtíð fyrirtækisins verður.
MEkki lengur ólán »4
Áhrifin um allt samfélagið
Hæstiréttur Íslands hefur dæmt að verðtrygging lána með tengingu við gengi krónunnar er ólögleg
Gengisbundin lán heimilanna, fyrirtækja og annarra námu um 885 milljörðum um síðustu áramót
Óljóst er hvort stjórnvöld geta eða vilja reyna að breyta vaxtastigi lánanna með lagasetningu
Þau voru þjóð sinni til sóma krakkarnir á leik-
skólanum Hálsaborg sem tóku forskot á sæluna í
gær þegar þau fylktu liði að Sunnuhlíð í Breið-
holti, heimili fyrir eldri borgara, með fána í
hendi og sungu Öxar við ána og fleiri lög í tilefni
þjóðhátíðardagsins sem þjóðin öll fagnar í dag.
Gera má ráð fyrir að meirihluti barna á landinu
fari prúðbúinn til hátíðahalda í dag með sínum
nánustu og veifi fána eða skoppi með blöðru.
Morgunblaðið/Kristinn
Þjóðhátíð fagnað með fánaburði og kröftugum söng
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, segir að það hafi veitt þjóð-
inni styrk að haldin var þjóðarat-
kvæðagreiðsla um Icesave-málið.
Hrakspár um afleiðingar þess að
vísa málinu til þjóðarinnar hafi ekki
ræst og þvert á móti sé staða henn-
ar sterkari nú en hún var um ára-
mót.
„Forsetinn á ekki að láta hræða
sig frá ákvörðunum, sem hann telur
réttar, þótt ýmsir reyni að setja af-
gerandi þrýsting á hann með hrak-
spám af þessu tagi,“ segir Ólafur
Ragnar. „Meðal annars var fullyrt
að með synjun staðfestingar á lög-
unum myndi ég bera ábyrgð á gíf-
urlegu efnahagslegu tjóni þjóðar-
innar, ég myndi bera ábyrgð á því
að öll tengsl okkar við alþjóðafjár-
málaheiminn lokuðust, ég myndi
bera ábyrgð á því að Ísland yrði út-
skúfað og þar fram eftir götunum.
Það er ánægjulegt að staða þjóð-
arinnar er efnahagslega sterkari í
dag en hún var um síðustu áramót.“
Forsetinn segir ljóst að ýmislegt
hafi verið ofsagt í sínum málflutn-
ingi á tímum útrásarinnar, en einnig
hafi of mikið verið gert úr áhrifum
orða sinna. Hættulegt sé að halda
að allir fyrirlíti Íslendinga fyrir
þennan málflutning og það eigi sér
enga stoð í raunveruleikanum.
MSjálfsákvörðunarréttur »18-21
Sterk staða þrátt fyrir hrakspár
Forsetinn á ekki að láta hræða sig frá ákvörðunum sem hann telur réttar
Sterkari staða Þjóðaratkvæðið
veitti þjóðinni styrk að sögn forseta.
Tenging heimsmarkaðsverðs á
áli við söluverð raforku til álversins
í Straumsvík verður afnumin og
miðað við verðtryggt verð í doll-
urum. Það minnkar næmi Lands-
virkjunar fyrir álverðssveiflum um
þriðjung og hækkar raforkuverð til
stóriðju. Þetta segir Hörður Arn-
arson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun gekk í gær frá nýjum
sölusamningum. | Viðskipti
Raforkuverð til stór-
iðju mun hækka
Orkukaup Álver Rio Tinto í Straumsvík.
272
milljarða skuldir í erlendri mynt
lágu á heimilunum við hrunið 2008
‹ SKULDIR HEIMILANNA ›
»