Morgunblaðið - 17.06.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 17.06.2010, Síða 6
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrir um áratug eða svo stóðu vonir vísindamanna til að rannsóknir myndu leiða í ljós að neysla ávaxta og grænmetis gæti dregið úr tíðni nokkurra gerða krabbameina. Nú er hins vegar komið í ljós að áhrifin eru að líkindum óveruleg þótt slík neysla sé að öðru leyti æskileg. Þetta segir Hans-Olov Adami, prófessor og forseti Faraldsfræði- deildar læknadeildar Harvard, en honum var í gær sá sómi sýndur að vera veitt heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild Háskóla Íslands. Prófessor Adami er heimsþekktur á sviði krabbameinslækninga en í rökstuðningi fyrir nafnbótinni segir að hann hljóti hana „fyrir einstakt vísindaframlag á sviðum krabba- meinsfaraldsfræði og fyrir framlag til uppbyggingar framhaldsnáms í faraldsfræði og lýðheilsuvísindum, meðal annars við Háskóla Íslands“. Hann hefur setið í Nóbelsnefnd- inni og í Konunglegu Vísindaaka- demíunni í Svíþjóð, ásamt setu í rit- stjórnarráðum virtra vísindarita. Árangursríkar forvarnir Inntur eftir því hvort framfarir séu á næsta leiti í meðferð við til- teknum gerðum krabbameins segir Adami að menn hafi í áratugi vænst þess að slíkar byltingar væru hand- an við hornið. Því sé betra að tala varlega enda almennt erfitt að spá um framfarir í vísindum í framtíðinni. Á hinn bóginn hafi orðið framfarir við greiningu og forvarnir gegn krabbameini. Þá hafi meðferð gegn sumum gerðum krabbameins tekið stakkaskiptum, meðal annars gegn endaþarmskrabbameini. Ljóst sé að grípa megi til árang- ursríkra forvarna til að koma í veg fyrir myndun krabbameins og nefn- ir Adami reykingar og hið skýra samband sem sé á milli offitu og sjúkdómsins, líkt og raunar hafi ver- ið vitað undanfarna áratugi. Hættuleg offita Sem kunnugt er stríðir hátt hlut- fall vesturlandabúa við offitu og tel- ur Adami að bjarga megi mörgum mannslífum og spara háar fjárhæðir um leið með því að koma í veg fyrir að fólk fari langt yfir kjörþyngd. Komið hafi í ljós að í vissum hlutum heimsins, á borð við Bandaríkin, sé offita númer tvö í röðinni yfir fyrir- byggjanlegar orsakir krabbameins. Því sé óttast að meðalaldur Banda- ríkjamanna muni fara lækkandi. Þá megi með líku lagi bjarga mörgum konum með því að tryggja þeim bólusetningu gegn legháls- krabbameini á unglingsaldri áður en þær fara að stunda kynmök. Hann hafi starfað í Afríku þar sem leghálskrabbamein uppgötvist oftar en ekki fyrr en það er um sein- an. Neysla ávaxta hefur lítil áhrif á krabbamein  Próf. Adami heiðursdoktor við HÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiður Hans-Olov Adami með heiðursdoktorsnafnbótina. Brautryðjandi » Adami lagði stund á læknis- fræði við Uppsala-háskóla þar sem hann lauk framhaldsnámi í skurðlækningum. » Undir lok 9. áratugarins byggði hann upp krabbameins- faraldsfræðideild skólans. » Árið 1997 var deildin flutt í heilu lagi til Karolinska Insti- tutet í Stokkhólmi. » Adami söðlaði aftur um er hann þáði boð um stöðu for- seta Faraldsfræðideildar læknadeildar Harvard. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar. Á fund- inum var bókun samþykkt einróma þess efnis að skipting í nefndir yrði jafnari milli flokka, að oddvitar flokkanna héldu áfram vinnu að- gerðarhóps vegna efnahags- og fjár- mála auk þess sem Sjálfstæð- isflokkur og Vinstri-græn gegndu forystu í ákveðnum ráðum. „Ég lít svo á að mörg verkefni sem við vinnum að á hverjum degi séum við sammála um. Það er nauðsynlegt að við stöndum öll saman að þeim eins og við höfum gert að undanförnu. Liður í því er að taka þátt í þessu fyrirkomulagi, sem er í raun áfram- hald þeirra breyttu vinnubragða sem við stóðum fyrir á síðasta kjör- tímabili,“ segir Hanna Birna. „Við förum með forystu í atvinnu- málahópnum auk fleiri verkefna í mennta- og umhverfismálum sem við erum sammála um að best sé að vinna að á þessum grundvelli. Tilbúin ef meira kæmi til Þegar Jón og Dagur komu fyrst til fundar við mig um það hvort ég væri reiðubúin að taka að mér þetta emb- ætti sagði ég strax við þá að ég væri tilbúin að íhuga það en þó aðeins að því fylgdi raunverulegur vilji um aukna samvinnu um brýn hags- munamál borgarbúa,“ segir Hanna Birna og bætir við að Sjálfstæð- isflokkurinn sé ekki aðili að mál- efnasamningi meirihlutans og beri ekki ábyrgð á honum. „Ég átta mig alveg á því að þessi leið er óhefðbundin. Ég átta mig líka á því að í henni felst ákveðin áhætta og áskorun en við erum jafnreiðu- búin að takast á við slíka áskorun hvort sem við erum í meirihluta eða ekki. Það var full sátt um þetta inn- an borgarstjórnarflokksins enda viljum við byggja okkar starf á mál- efnalegum forsendum,“ segir Hanna Birna og ítrekar að þetta fyrir- komulag sé ákveðið til eins árs og framhaldið hljóti að ráðast af þeirri reynslu sem af því fæst. Veita meirihlutanum aðhald Hanna Birna segist vilja standa við það loforð sem Sjálf- stæðisflokkurinn gaf í kosn- ingabaráttunni um aukna samvinnu í borgarstjórn. „Við viljum standa vörð um okkar góðu verk og vera samkvæm sjálfum okkur í því. Það þýðir ekki að við mun- um ekki veita meiri- hlutanum aðhald. Okkar hlutverk er fyrst og síðast að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og hafa áhrif til góðs.“ Halda áfram með ákveðin verkefni  Sjálfstæðisflokkurinn ætlar líka að veita aðhald í borginni Morgunblaðið/Kristinn Óhefðbundin leið Hanna Birna Kristjánsdóttir vill láta reyna á samstarf en margt nýtt fólk tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrradag. Hún segist trúa á ný vinnubrögð óháð því hvort hún tilheyri meiri- eða minnihluta. Í viku hverri eru að meðaltali 5-10 búslóðir íslenskra fjölskyldna af- fermdar úr Goðafossi eða Dettifossi í land í Akershus í Noregi. Guðrún Ingólfsdóttir, sem starfar hjá Eimskipum í Noregi, segir að um oftast sé um að ræða barna- fjölskyldur, sem flytji með sér allt frá einstaka brettum upp í 40 feta gáma. Síðan kreppan skall á hefur Íslendingum fjölgað mjög í Noregi og á síðasta ári bar svo við að fleiri fluttu til Noregs en til Danmerkur, sem lengi hefur verið það land sem Íslendingar sækja mest til. Að sögn Eimskipa er mikið flutt til Árósa en langmest eftirspurn sé þó eftir flutn- ingum búslóða til Noregs. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fluttu 354 íslenskir ríkisborgarar til Nor- egs og fetuðu þar með í fótspor þeirra 1.584 Íslendinga sem þangað fluttu árið 2009, skv. norsku hagstof- unni. Síðustu ár höfðu Íslendingar að jafnaði verið um 3.500 talsins í Noregi. Síðan bankakerfið hrundi hefur þeim fjölgað mjög og eru þeir nú á milli 6000 og 7000. Allt að 10 búslóðir fluttar til Noregs í hverri viku Fjöldi Íslendinga hefur tvöfaldast Íslenskir ríkisborgarar sem flytja til Noregs: 2009 1. ársfj. 2010 1.584 354 Dreifing íslenskra ríkisborgara í landshluta 2009: Osló og Akershus Heiðmörk og Upplönd Suðausturland Agðir og Rogaland Vestland Þrændalög Norður-Noregur Alls: 1.584 396 41 265 380 304 56 142 Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætós bs., segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, dr. Gunna, ekki hafa umboð til að sitja í stjórn þar sem hann sé ekki að- almaður í stjórn sveitarfé- lagsins en hann var tilnefndur af borgarstjórn. „Það er bara ekkert hægt að hafa hann þarna. Þetta er bara bundið í stofnsamning Strætós bs. sem er eins og lög félagsins. Þú get- ur ekkert bara beygt þau með einhverri geðþóttaákvörðun,“ segir Reynir sem kveður gern- inga stjórnarinnar nú ógilda. Dr. Gunni er pollró- legur yfir málinu. „Það kemur kannski ekkert vel út að menn séu ekki með öll smáat- riði á hreinu en það eru ekki atvinnupóli- tíkusar í Besta flokkn- um. Þetta er nú bara ein af mörgum þúfum sem menn eiga eftir að detta um,“ segir dr. Gunni. Fyrsta þúfan af mörgum DR. GUNNI & STRÆTÓ BS. Dr. Gunni UNDIR BREÐANS FJÖLLUM Kvæðasafn Þorsteins Jóhannssonar, bónda og skólastjóra að Svínafelli í Öræfum, er komið út. Þorsteinn unni tungu, sögu, landi og þjóð og orti bæði alvarleg ljóð og gamansöm sem mikill fengur er að. UNDIR BREÐANS FJÖLLUM snertir taug í hverjum einasta ljóðaunnanda. holar@holabok.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.