Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 12

Morgunblaðið - 17.06.2010, Side 12
Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Banaslysum og öðrum alvarlegum slysum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum hér á landi. Ökumönn- um sem mælast með áfengismagn í blóði yfir ökuhæfismörkum, hefur einnig fjölgað. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Ríkislög- reglustjóra. Gerð var grein fyrir upplýsing- unum á kynningarfundi IOGT á Ís- landi í gær. Þar var kynnt átak sem samtökin munu ráðast í yfir sum- artímann. Átakið ber heitið „Ökum edrú...“ IOGT eru alþjóðleg samtök sem boða vímuefnabindindi. Átakið felst í því að kynna áhrif ölvunaraksturs fyrir ökumönnum með sjónvarpsauglýsingum. Þá mun IOGT gefa bílstjórum óáfenga drykki á öldurhúsum, þeim að kostnaðarlausu. Standa ein að átakinu „Við ákváðum að gera þetta al- gjörlega sjálfstætt, í stað þess að fá einhverja stórlaxa eða stórfyrirtæki til að styrkja okkur,“ segir Ragn- heiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri átaksins. „Okkur finnst verkefnið þess eðlis að það eigi ekki að vera háð peningum.“ Ragnheiður segir að margir hafi lagt hönd á plóg við undirbúning verkefnisins. Til dæmis hafi sam- tökin notið aðstoðar auglýsinga- framleiðenda sem gerðu nokkrar auglýsingar sem verða sýndar í sjónvarpi. Auglýsingarnar sýna fórnarlömb og lögreglumenn segja frá eigin reynslu af umferðarslysum sem ölvaðir ökumenn ollu. „Við tókum saman rýnihóp skip- aðan ungu fólki á aldrinum sautján til tuttugu og fimm ára. Þau sögðu að sögur og frásagnir af svona slys- um, hefðu helst áhrif á sig,“ segir Ragnheiður. Hún er bjartsýn á að þessum lið átaksins. Aðalsteinn seg- ir að það sé sérstaklega brýnt að minnast á þetta þessa dagana, á meðan HM í knattspyrnu er í full- um gangi. Margir stelist til þess að fá sér einn bjór eða svo yfir leik og keyri síðan heim. „Þetta er okkar áminning til fólks, að aka edrú,“ segir Aðalsteinn og biður ökumenn að láta sér nægja að panta gos á barnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Átakið kynnt Kristín Sigurðardóttir er lömuð fyrir neðan mitti eftir að hafa ekið ölvuð. Fyrir aftan hana stendur Finninn Joonas Turtonen. Reyna að sporna við aukn- um ölvunarakstri á Íslandi  Banaslysum og öðrum alvarlegum slysum hefur fjölgað mikið á síðustu árum auglýsingarnar muni skila árangri. Bílstjórar fá óáfengan drykk Annar liður átaksins felst í því að veita bílstjórum óáfengan drykk, þeim að kostnaðarlausu, á öld- urhúsum bæjarins. Átakið var kynnt á Players í Kópavogi í gær. Að sögn Aðalsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra IOGT, var stað- urinn valinn til að vekja athygli á 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 „Þarna sáust menn ekki alveg fyrir í ákafanum við það að loka Spron, því um leið og þeir gerðu það trufl- uðu þeir réttarstöðu fólks og mis- munuðu viðskiptavinum eftir því hvort þeir voru hjá banka sem var látinn halda áfram í rekstri eða ekki,“ segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður Hagsmunasamtaka heimilanna (HH). Líkt og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær ríkir óánægja með- al þeirra viðskiptavina Arion banka sem tóku lán á sínum tíma hjá Spron, þar sem þeim bjóðast ekki sömu kjör og þeim viðskiptavinum sem tóku lán hjá Kaupþingi. Arion banki þjónustar útlánasafn Spron, sem tilheyrir þó enn þrotabúinu. Kröfurnar boðnar á raunvirði „Það er ekki hægt að segja að þetta sé Arion banka að kenna. Við- brögð þaðan hafa verið jákvæð en þeir hafa í raun ekkert svigrúm,“ segir Marinó. „Gjaldþrotalögin setja þær kvaðir á þá sem eru skiptastjórar að hámarka eignir þrotabúsins. Ég hef setið fund með þessum mönnum og þar var mér sagt að gjaldþrotalögin settu þeim þessar skorður og þeir væru í reynd að brjóta lög með því að fylgja hinum eftir í tilboðum.“ HH eru þeirrar skoðunar að í þessum aðstæðum ætti að bjóða fólki að kaupa kröfurnar á raun- virði en af því hefur ekki orðið. „Ég hefði samt haldið að [kröfu- hafar] myndu hámarka verðmæti eigna sinna með því að ganga til samninga við viðskiptavini á sam- bærilegum kjörum og aðrir. Því ef hinn kosturinn er sá að fólk borgi ekki, þá situr bankinn að öllum lík- indum uppi með eignir sem eru ill- seljanlegar og munu lækka í verði.“ Skrifast á löggjaf- ann að sjá ekki mis- mununina fyrir Morgunblaðið/Árni Sæberg SPRON Varð gjaldþrota í mars árið 2009. Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is „Ef hugmyndin að baki framlengingu er að hún eigi að vera tæki til að knýja fram úrslit leikja, þá hefur það gjör- samlega mistekist enda er ekkert mark skorað í meirihluta framleng- inga,“ sagði hagfræðingurinn Liam J.A. Lenten í fyrirlestri í Háskóla Ís- lands í gær. Í fyrirlestri sínum fjallaði Lenten um þá hvata sem virka á knattspyrnumenn í framlengingum og breytingar sem gætu gert leikinn skemmtilegri. Eðlileg skýring er á því að fram- lengingar (þ.e. sá tími sem bætt er við í útsláttarkeppnum ef ekkert mark er skorað í heðbundnum leiktíma) eiga það til að vera heldur leiðinlegar, þar sem bæði lið virðast bíða eftir víta- spyrnukeppni frekar en að reyna að gera út um leikinn. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að flest lið ofmeta lík- urnar á að þau vinni vítaspyrnu- keppni, sagði Lenten. Ein leið til að breyta hvatanum sem virkar á knattspyrnumenn í fram- lengingum væri að láta vítaspyrnu- keppni fara fram áður en framleng- ingin hefst, og láta vítaspyrnukeppn- ina aðeins gilda ef ennþá er jafnt eftir framlenginguna. Þannig hefði það lið sem skorar úr færri vítum í raun engu að tapa og ætti því að vera sókndjarft. Skora gjarnan aftur Lenten, sem er fræðimaður við La Trobe-háskólann í Ástralíu, hefur ásamt samstarfsmönnum sínum beitt hefðbundnum tækjum hagrannsókna til að segja fyrir um hvaða áhrif áð- urnefnd breyting hefði á hversu mörg mörk væru skoruð í framlengingum. Þar sem reglan hefur aldrei verið innleidd þurftu hagfræðingarnir að finna aðstæður sem eru svipaðar og ef reglan væri í gildi. Þeir ákváðu því að kanna hvernig leikurinn breytist við það að annað liðið skorar snemma í framlengingu, enda hefur hitt liðið þá hag af því að sækja en í raun engu að tapa, rétt eins og ef það hefði skorað fleiri mörk í vítaspyrnu- keppni sem þegar hefði farið fram. Í ljós kom að þegar ann- að liðið skorar á fyrstu fimm mínútum framleng- ingar eru að meðaltali skoruð 1,2 mörk til viðbót- ar eftir það, en í hefðbund- inni framlengingu eru einungis skoruð að meðaltali 0,7 mörk. Lenten og félagar greindu um 120.000 knattspyrnuleiki sem háðir voru um allan heim, og uppfylltu 440 leikir skilyrði tilraunar- innar. Tölurnar benda til að hægt væri að lækka hlutfall framlenginga þar sem ekkert mark er skorað niður í 25% með umræddri breytingu, segir Lenten. „Reglur í íþróttum hafa svip- uðu hlutverki að gegna og almennar samfélagsreglur og hafa ekki síður áhrif á hvatana sem verka á fólk en t.d. skattareglur.“ FIFA tregt til breytinga Lenten hefur reynt að vekja at- hygli Alþjóðaknattspyrnusambands- ins, FIFA, á rannsókninni. „FIFA er þekkt fyrir íhaldssemi svo það er óvíst að það takist,“ segir Lenten, en vonast til að umfjöllun sem mun birt- ast í breska blaðinu Times síðar í sumar opni augu sambandsins. Ýmsir gallar hafa verið fundnir á vítaspyrnukeppnum, bendir Lenten á, svo sem hversu tilviljunarkennd út- koman úr slíkum keppnum oft er. Einnig reyna þær aðeins á afmark- aðan hluta af hæfileikum knatt- spyrnumanns og verða oft til þess að sökin á tapi liðs lendir öll á einum leikmanni. Með umræddri breytingu er að hluta til bætt úr hinu síðast- nefnda, enda hefði leikmaðurinn þá þrjátíu mínútur til að bæta fyrir mis- tökin. Þora vart að sækja í framlengingu  Hagfræðingur kynnir rannsókn á því hvernig breyta megi hvötunum sem verka á knattspurnumenn í framlengingum  Hægt að fjölga mörkum í framlengingum með því að hafa vítaspyrnukeppni á undan Leikmenn skjóta í 25% tilfella beint á markið úr vítaspyrnum en markmenn standa aðeins kyrrir í miðju markinu í 6% til- fella. Þessa niðurstöðu nefndi Lenten sem dæmi um fleiri nið- urstöður í „hagfræði íþrótta“ sem sé sífellt vinsælla viðfangs- efni. Við rannsóknir sínar ganga hagfræðingar út frá því að íþróttamenn hegði sér, líkt og aðrir, almennt skynsamlega – „jafnvel þótt íþróttamenn virki oft frekar vitlausir“, sagði Lent- en. En hvers vegna standa markmenn þá ekki oftar kyrrir? „Þeir vilja ekki verða sér til skammar,“ sagði Lenten og benti á hversu kjánalega það liti út þegar markmaður stæði kyrr en sá sem tæki vítið skyti í ann- að hvort horn- ið. Lítur illa út að standa VELJA AÐ SKUTLA SÉR Robbie Keane skorar úr víti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Knattspyrna og hagfræði Lenten segir íþróttaleiki vera gullnámu upplýs- inga sem hægt sé að greina með kenningum og aðferðum fræðanna. Kristín Sigurðardóttir er nítján ára stúlka sem hlaut mænuskaða, sem lamaði hana fyrir neðan mitti, eftir ölvunarakstur. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað getur gerst. Það heldur að það sleppi, sé ekki of fullt til að komast ferða sinna. Það þarf lítið að gerast til að þú slasist,“ segir Kristín. Hún vonar að herferðin leiðrétti þennan misskilning fólks um akstur undir áhrifum. Lömuð fyrir neðan mitti MISSTI STJÓRN Á BÍLNUM Sérstakur gestur IOGT þessa dagana er Joonas Turtonen, sem stóð fyrir svipuðu átaki í Finnlandi fyrir skemmstu. Joonas segir að aukið að- gengi Finna að áfengi hafi haft slæm áhrif. Hann hefur áhyggjur af þróuninni hér á landi og ótt- ast að Íslendingar séu að færast nær Finnum í drykkju. Þessu verði að sporna við með átökum sem þessum. Finnland víti til varnaðar VARAR VIÐ ÞRÓUNINNI 23 einstaklingar létust í bílslysi sem rekja mátti til ölvunar ökumanns frá 2005-2009. 62 slösuðust mjög alvarlega í bílslysi sem rekja mátti til ölvunar ökumanns frá 2005-2009. 7811 voru kærðir vegna ölvunar við akstur frá 2005-2008. ‹ VARHUGAVERÐ ÞRÓUN › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.