Morgunblaðið - 17.06.2010, Síða 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010
Að minnsta kosti nítján manns hafa
beðið bana af völdum flóða í
sunnanverðu Frakklandi og óttast
er að tala látinna hækki því margra
til viðbótar var enn saknað í gær,
að sögn franskra yfirvalda.
Nær 2.000 slökkviliðsmenn, her-
og lögreglumenn tóku þátt í björg-
unarstarfinu. Níu þyrlur voru not-
aðar til að flytja hundruð manna
sem urðu innlyksa í bílum og húsum
eða þurftu að forða sér upp á þök
húsa í bænum Draguignan og ná-
lægum bæjum nálægt Miðjarðar-
hafsströndinni.
Veðurfræðingar sögðu þetta
mestu flóð á svæðinu frá árinu
1827.
Björgunarmenn fluttu meðal
annars 436 fanga úr fangelsi í
Draguignan eftir að vatn flæddi inn
í tvær neðstu hæðir byggingar-
innar.
Flóðin hófust mjög snögglega
eftir mikið úrhelli og ofsaveður í
fyrradag. Allt að 200.000 heimili
urðu rafmagnslaus í óveðrinu og
um helmingur þeirra var enn án
rafmagns síðdegis í gær.
Reuters
Aftakaflóð
ollu miklu
manntjóni
Ofsaveður olli miklum usla Maður gengur framhjá skemmdum bílum á flóðasvæðinu í suðaustanverðu Frakklandi eftir ofsaveður þar í fyrradag.
New York Times, sagði að í ræðunni
hefði forsetinn einnig „barist gegn
eigin vanmætti“ frammi fyrir vand-
anum. Obama hefði reynt að snúa
vörn í sókn – notað mengunarslysið í
Mexíkóflóa sem tækifæri til að knýja
fram breytingar á orkustefnu lands-
ins; draga úr vægi olíunnar og auka
nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.
Eins og hlutlaus áhorfandi
Fréttaskýrendur sögðu að of
snemmt væri að meta hvort Obama
hefði tekist að fullvissa þjóðina um að
stjórnin hefði staðið vel í stykkinu og
gert allt sem hægt væri til að leysa
vandann.
Nokkrir fréttaskýrendur töldu þó
að forsetinn hefði skotið yfir markið
þegar hann reyndi að nota þetta tæki-
færi til að skora á Bandaríkjamenn að
breyta orkustefnunni. Forsetanum
hefði mistekist að þessu leyti vegna
þess að hann hefði ekki haft neitt nýtt
fram að færa og ekki lagt fram neinar
bitastæðar tillögur.
Obama skoraði á öldungadeild
þingsins að samþykkja frumvarp,
sem fulltrúadeildin hefur þegar sam-
þykkt í orkumálum, og hét því að
skoða tillögur repúblikana og demó-
krata í þeim efnum. Edward Luce,
fréttaskýrandi Financial Times, sagði
að Obama hefði „næstum hljómað
eins og hlutlaus áhorfandi“ þegar
hann talaði um framtíð Bandaríkj-
anna í orkumálum almennt.
Umhverfisverndarsinnar voru því
lítt hrifnir af ræðunni og repúblikan-
ar gagnrýndu hana jafnvel áður en
hún var flutt.
Áætlað er að dag hvern leki 35.000-
60.000 tunnur af olíu í Mexíkóflóa eft-
ir sprengingu í borpalli fyrir átta vik-
um. Ef síðari talan er rétt er lekinn
jafnmikill á hverjum fjórum dögum
og allur lekinn úr olíuskipinu Exxon
Valdez undan strönd Alaska árið
1989. Talið er að ekki takist að stöðva
lekann fyrr en í ágúst.
Þúsundir manna eiga á hættu að
missa atvinnuna eða verða gjaldþrota
vegna lekans. Ólíklegt er því að íbúar
strandsvæðanna sætti sig við háleitar
og loðnar yfirlýsingar um framtíðar-
stefnuna í orkumálum.
Obama talinn hafa
skotið yfir markið
Forsetinn reyndi að snúa vörn í sókn með því að nota olíu-
lekann sem tækifæri til að hvetja til breyttrar orkustefnu
REYNT AÐ LOKA
BORHOLUNNI
Heimild: BP
1
.6
0
0
m
3
.8
0
0
m
7
0
0
m
Ný borhola 1
Borpallur III
Discoverer Enterprise
Borskip Ný borhola 2
Borpallur II
Olíulind
Hér er gert ráð
fyrir því að
holurnar
skerist
Þrýstingslás
borholu
Lok á upp-
streymisleiðslu
Skemmd
borhola
Stefna borsins
Tveir pallar
eru notaðir til
að bora nýjar
holur sem eiga að
skerast inn í
skemmdu holuna
á miklu dýpi
1
Þegar
holurnar
tengjast verður
þungum vökva
dælt í
skemmdu
holuna til að
stöðva lekann
2
Borholunni
verður
síðan lokað
varanlega með
steypu
3
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Barack Obama Bandaríkjaforseti
ávarpaði þjóð sína frá skrifstofu sinni
í Hvíta húsinu í fyrrakvöld og reyndi
að fullvissa landsmenn um að stjórn
hans gerði allt sem í valdi hennar
stæði til að koma í veg fyrir frekari
umhverfisspjöll í Mexíkóflóa og binda
enda á mesta olíumengunarslys í
sögu landsins.
Forsetinn hefur sætt vaxandi
gagnrýni vegna framgöngu stjórnar-
innar í málinu nú þegar átta vikur eru
liðnar síðan lekinn hófst. Forsetinn
ákvað því að fjalla um þetta mál í
fyrsta ávarpi sínu frá skrifstofu sinni í
Hvíta húsinu (Oval Office) og reyndi
að snúa vörn í sókn.
Fremur sjaldgæft er að forseti
Bandaríkjanna flytji slíka ræðu á
skrifstofunni og þessi vettvangur hef-
ur yfirleitt verið valinn þegar mikil
hætta steðjar að þjóðinni. John F.
Kennedy flutti t.a.m. sjónvarpsávarp
á skrifstofunni þegar Kúbudeilan
náði hámarki og hætta var á kjarn-
orkustríði við Sovétríkin. Richard
Nixon tilkynnti afsögn sína í slíkri
ræðu vegna Watergate-hneykslisins.
George W. Bush ávarpaði þjóð sína
frá skrifstofunni nokkrum klukku-
stundum eftir hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum 11. september 2001 og einn-
ig eftir innrásina í Írak árið 2003.
Bandaríkjaforsetar hafa einnig val-
ið þennan vettvang þegar þeir hafa
átt undir högg að sækja og leiðtoga-
hæfileikar þeirra hafa verið dregnir í
efa, enda virðast þeir valdsmanns-
legri þegar þeir ávarpa þjóð sína frá
forsetaskrifstofunni en þegar þeir
tala annars staðar.
Segja má að Obama hafi notað
þetta tækifæri til að lýsa yfir stríði á
hendur olíulekanum, hagsmunavörð-
um olíufyrirtækja og íhaldssömum
þingmönnum sem hafa barist gegn
hertum reglum um olíuvinnsluna.
Olíulekanum var lýst sem innrásar-
her, sem ráðist hefði á ströndina, og
líkt við farsótt sem ógnaði þjóðinni.
Peter Baker, fréttaskýrandi The
Bresk stjórnvöld voru í gær hvött til
að lækka refsimörk áfengismagns í
blóði til samræmis við flest önnur
aðildarlönd Evrópusambandsins.
Þessi breyting er lögð til í skýrslu
sem sir Peter North, virtur fræði-
maður og sérfræðingur í umferðar-
löggjöfinni, birti í gær. Stjórn
Verkamannaflokksins hafði falið
North að leggja fram tillögur um
breytingar á umferðarlögunum fyrir
síðustu kosningar en ekki er víst að
stjórn Íhaldsflokksins og Frjáls-
lyndra demókrata samþykki að
lækka refsimörkin.
Í skýrslu Norths er lagt til að
refsimörk áfengismagns í blóði verði
lækkuð úr 80 milligrömmum á
hverja 100 millilítra í 50 mg/100 ml
eða í 0,5 prómill. North sagði að með
þessari breytingu myndi dauðs-
föllum í umferðinni fækka um allt að
168 á ári eða um 7%.
Á Íslandi eru refsimörkin 0,5 pró-
mill og á Alþingi er til umræðu til-
laga um að lækka mörkin í 0,2 pró-
mill, eins og gert var í Svíþjóð árið
1990 og Noregi tíu árum síðar.
Í flestum Evrópulöndum eru
refsimörkin 0,5 prómill en á Írlandi
og Bretlandi eru þau enn 0,8 prómill.
Stjórnvöld á Írlandi segjast ætla að
lækka mörkin í 0,5 prómill í ár.
Talsmaður Íhaldsflokksins í sam-
göngumálum sagði fyrir kosning-
arnar í maí að flokkurinn hygðist
ekki lækka refsimörkin. Að sögn
BBC er þó hugsanlegt að Frjáls-
lyndir demókratar beiti sér fyrir
breytingunni. bogi@mbl.is
Áfengismagn í milligrömmum á hverja 100 millilítra í blóði, til dæmis
50 mg/100 ml, eða 0,5 prómill. Á Íslandi eru refsimörkin 0,5 prómill.
Heimildir: Drink driving.org, Brake, fjölmiðlar Teikning: Kinyen Pong
0 mg
10 - 40 mg
50 mg
80 mg
Bretland
Írland
Frakkland
Þýskaland
Pólland
Svíþjóð
Danmörk
Holland
Finnland
Noregur Eistland
Lettland
Litháen
Tékkland
AusturríkiUngverjal.Rúmenía
Slóvakía
Króatía*
Albanía
Makedónía
Búlgaría
Grikkland
Serbía
Ítalía
Slóvenía*
*Allt að
50 mg
Bosnía og Hersegóvína
Svartfjallaland
Sviss
Belgía
Lúxemborg
Spánn
Malta
Kýpur
Portúgal
REFSIMÖRK ÁFENGISMAGNS Í BLÓÐI
Bretland og Írland
Mörk nú: 80mg
Tillaga: 50mg
Indland
Kína
Rússland
Brasilía
Japan REFSIMÖRK
Bandaríkin
Ástralía*
Kanada
Refsimörkin
verði lækkuð