Morgunblaðið - 17.06.2010, Qupperneq 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010
Það var oft glatt á
hjalla í fjölskyldusam-
býlinu við Reynimelinn
hér á árum áður.
Amma, afi, tvær dæt-
ur, tengdasynir og svo
öll börnin níu. Það voru þrjár kyn-
slóðir sem bjuggu þar ásamt svo ótal
mörgum góðum nágrönnum. Þar
mynduðust órjúfanleg fjölskyldu- og
vináttutengsl, ekki síst meðal yngstu
kynslóðarinnar. Öll áttum við okkar
vini og skólafélaga en þegar heim var
komið tók við annað samfélag sem
tengdist fjölskylduböndum og návist
frændsystkina ekki síst við ömmu og
afa. Einkar kær einstaklingur í þessu
sambýli var Gunnar Helgason, eigin-
maður Halldóru móðursystur minn-
ar. Það skiptir barn svo óendanlega
miklu máli að finna nálægð fullorðins
einstaklings sem fylgist með velferð
og framgangi þess í lífinu. Ég get með
sanni sagt að það gerði Gunnar gagn-
vart okkur öllum, hvort sem það voru
hans eigin börn á neðri hæðinni eða
við frænkurnar á efri hæðinni. Hann
hélt vöku sinni gagnvart okkur og
sjálf hef ég oft reynt hann sem sann-
an vin og velgjörðamann. Fyrir mér
var Gunnar vel gefinn, listfengur og
glaður heimsmaður. Umræður við
hann voru kvikar og skemmtilegar,
alvara og ekki síst gleði fóru þar auð-
veldlega saman. Leynt og ljóst fyllti
hann okkur krakkana metnaði og
veitti okkur sýn inn í hinn stóra heim.
Að nema eða starfa á erlendri grundu
var ekki tiltökumál í hans huga. Það
fór líka svo að leiðir okkar flestra
lágu, um lengri eða skemmri tíma,
um ókunn lönd til frekara náms eða
lífsþroska. Lífið var þó ekki alltaf
gleði og dans á rósum á æskuárunum
við Reynimelinn, því fór víðs fjarri.
Fráfall Ólafar, ellefu ára dóttur Hall-
dóru og Gunnars, var reiðarslag. Ólöf
var einkar efnileg og falleg stúlka
sem var sérstaklega hænd að foreldr-
um sínum. Hún þreifst vel í þessum
stóra hópi og enginn átti sér ills von
þegar kallið kom. Það er óhjákvæmi-
legt að fjölmargar minningar frá
æsku- og uppeldisárunum leiti á hug-
ann við fráfall Gunnars Helgasonar.
Þessi tími mótaði okkur, sem vorum
að vaxa úr grasi, á margvíslegan hátt.
Gunnar Helgason reyndist okkur
systrunum ávallt vel og sýndi velvilja
sinn og væntumþykju svo oft í verki.
Við leiðarlok eru honum færðar ein-
lægar þakkir fyrir samfylgdina og að-
standendum vottuð innileg samúð.
Jóhanna Bernharðsdóttir
(Hanna).
Ég vil minnast Gunnars Helgason-
ar með nokkrum orðum. Gunnar var
faðir Guðjóns, góðs vinar míns og
æskufélaga. Ég á góðar minningar
um samskipti mín við Gunnar. Við
áttum saman mörg áhugamál eins og
stjórnmál, samskipti við Bandaríkin,
varnarmál Íslands, flug og veiði-
mennsku. Gunnar var hafsjór af fróð-
leik og gaman að ræða við hann um
hin ýmsu mál. Gunnar hafði afskipti
af eða var beinn þátttakandi í mörg-
um áhugaverðum viðburðum, eins og
framrás Loftleiða og velgengnisárum
þess fyrirtækis og samskipti hans við
varnarliðið voru mikil í gegnum tíð-
ina. Var bæði gaman og fróðlegt að
ræða við hann um þessi mál. Gunnar
bjó yfir þeim hæfileika meðal annars
að nálgast ungt fólk sem jafningja.
Þessar stundir og samræður við
Gunnar eru mér dýrmætar.
Ég kveð góðan vin. Hvíl í friði. Ég
og Ingibjörg sendum nánustu að-
standendum Gunnars Helgasonar
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Gunnar Alexander Ólafsson.
Gunnar Helgason, hæstaréttarlög-
maður, var maður mikilla sanda og
Gunnar Helgason
✝ Gunnar Helgasonfæddist í Reykja-
vík 18. ágúst 1923.
Hann lést á Sóltúni 4.
júní 2010.
Útför Gunnars fór
fram frá Háteigs-
kirkju 14. júní 2010.
sæva. Sjaldan báru þau
héröð á góma þar sem
Gunnar hafði ekki
drepið niður fæti eða
var kunnugur. Hann
hafði ótrúlegt minni og
þekkti þvílíkan ara-
grúa af fólki um allan
heim, að hann gat yf-
irleitt komið með nafn
á einhverjum þar sem
leita mætti til.
Þannig var Gunnar á
sinni starfsævi. Hann
var á ferð og flugi fyrir
Loft- og Flugleiðir um
heiminn í erindagjörðum. Hann hefði
staðið undir hinu forna heiðursviður-
nefni hinn víðförli. Hann var útávið
léttur í máli og hressilegur í fram-
göngu. Vinur var hann vina sinna og
greiðasamur með afbrigðum. Ófá er-
indi rak Gunnar fyrir okkur sem vor-
um í hans umgangshópi. Á árum áð-
ur, þegar öll viðskipti voru erfiðari en
núna, þá gat Gunnar oft bjargað tor-
fengnum varahlutum á örskotshraða.
Var stundum kominn með þá í tösku
sinni inná gólf hjá okkur eftir sólar-
hring frá neyðarkalli.
Það var ævinlega gaman að hitta
Gunnar Helgason. Honum fylgdi
andblær hins stóra heims. Hann hafði
skemmtisögur og gamanyrði á vörum
og var drífandi og duglegur við allt
sem að höndum bar. Svo hafði hann
góða nærveru eins og sagt er. Vindill-
inn ilmaði vel á þessum árum þegar
ekkert óhollt var til. Hann var áhuga-
maður um laxveiðar og útivist, fé-
lagslyndur og undi sér vel meðal
góðra vina. Hann var manna best
máli farinn enda flutningsmaður fyrir
innlendum og erlendum dómstólum.
Hann flutti stundum eftirminnilegar
ræður sem geymast nú helst í minni
gamalla manna. Gunnar dáði forspár-
gáfu Snorra goða og rifjaði það
stundum upp þegar hann minntist
látins leiðtoga okkar, Sveins B.Val-
fells, sem hann jafnaði gjarnan til
goðans. En þeir Sveinn voru frænd-
ur, vinir og samstarfsmenn og var
þeirra samband mikið og gott meðan
báðir lifðu.
Gunnar Helgason var í lægra með-
allagi að vexti, fremur grannholda,
andlitsfallið skarpleitt, hárið dökkt og
slétt, augun fjörleg og sérkennilegur
flissandi og smitandi hlátur og góður
vindill oft skammt undan. Hann var
eindreginn frjálshyggjumaður og
bandarískur hugsunarháttur lét hon-
um vel. Hann hafði lítið álit á íslenskri
framsóknarmennsku og taldi Íslend-
inga hafa glatað mörgu tækifæri
hennar vegna og færði rök fyrir.
Gunnar var áhugamaður um vest-
ræna samvinnu og hafði forgöngu um
margar ógleymanlegar kynnisferðir
okkar félaganna til varnarliðsins. En
hann var „heiðursofursti“ í banda-
ríska flughernum og var í vinfengi við
yfirmenn á Keflavíkurflugvelli sem
höfðu hann jafnan í hávegum. Köll-
uðum við hann stundum okkar á milli
General Helgason. Og flestir vissu við
hvern var átt þegar menn spurðu um
generálinn. Hann hafði vissulega
upplifað sínar sorgir í fjölskyldulífinu
en bar lítt á torg. Eftirlifandi fimm
börnin hans eru öll mannskapsfólk og
maður varð var við að þau voru hon-
um ávallt ofarlega í huga.
Það er bjart yfir minningunni um
Gunnar Helgason hæstaréttarlög-
mann. Það voru forréttindi að fá að
vera með honum og njóta vináttu
hans. Ég finn til hryggðar, því hann
gaf ávallt meira en hann fékk til baka.
Halldór Jónsson verkfræðingur.
Sumarið 1975 eða 6 hittum við
Gunnar á Mývatni, ásamt fleiri.
Gunnar var á dökkbláum Wagoneer
og hafði farið Kjöl, það hafði verið
mikið í Sandá, „uppá húdd“ sagði
hann og setti höndina flata út í loftið á
hæð við húddið til að sýna okkur poll-
unum. Ég fékk að sitja frammí, á
bekknum í miðjunni. Þessi bíll leið
framhjá Dimmuborgum eins og
geimskip. Í margar vikur á eftir
dreymdi mig bláan Wagoneer.
Tíminn líður, Gunnar á Íslandi,
Gunnar á Bahamas, Gunnar í New
York, alltaf gaf hann sig að okkur
börnunum.
Snemma á áttunda áratugnum í
Þverá var nokkrum unglingsstrákum
smalað í gamlan jeppa undir forystu
Kidda, sem var langelstur, og sendir
til veiða. Gunnar stillti okkur upp hér
og hvar við árbakkann og fór á milli,
sagði til og hvatti okkur til dáða.
„Reyndu þarna“, sagði hann og benti
á streng ofan Klapparfljóts, ég henti
og fyrsti laxinn kom á. Enginn var
glaðari en Gunnar.
Á tímum hafta, tolla og fákeppni
mætti ég Gunnari óvænt á skrifstofu
úti í bæ, hann rogaðist með ferða-
tösku, hún var greinilega níðþung.
Hann horfði á mig, brosti, dró annað
augað í pung og sagði: „varahlutir,
Caterpillar“, ég spurði einskis.
Gunnar bauð árlega til Keflavíkur
útvöldum vinum Varnarliðsins. Við
vorum leiddir um holt og móa, undan
fótum okkar spruttu dulbúnir land-
gönguliðar gráir fyrir járnum, á eftir
var veitt vel í mat og drykk. Gunnar
var hrókur alls fagnaðar.
Skin og skúrir skiptust á í lífi
Gunnars en ekki dró hann af sér að
deila með okkur hinum gleðinni og
áhuganum.
Það var mikil ánægja að kynnast
honum. Halldóru eiginkonu hans og
börnum, Margréti, Kristjáni, Gunn-
ari, Hallgrími og Guðjóni, votta ég
samúð mína.
Sveinn Valfells (yngri).
Hvort sem okkur
líkar það betur eða
verr er það staðreynd
að það kemur að leiðarlokum þessa
jarðlífs. Þar verður engu um
breytt. Því verður einungis hægt
að taka sér í munn gamla máltækið
sem segir: „Það er nú það“, þegar
aðstæður skapast þannig að öðru-
vísi geta þær ekki orðið og því fátt
fleira um það að segja.
Nú hefur Sigrún frænka mín
lokið sinni vegferð hér á jörð og
langar mig að minnast hennar með
nokkrum orðum. Sigrún var skarp-
greind, víðsýn og fjölhæf og með
afbrigðum dugleg við allt það sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún unni
listum og þar stóðu ljóðlist og leik-
list henni næst að undanskilinni
listsköpun sjálfrar náttúrunnar. Sú
listsköpun stóð henni ofar öllu öðru
sem ekkert kunni jafnast á við.
Fuglar loftsins og dýr jarðar stór
og smá, sér í lagi ungviðið og hest-
arnir. Lækjarniðurinn í fjarska,
blóm og og lyng í berjalautum.
Þetta var hennar heimur sem hún
unni og undi sér við alla ævidaga
sína, að mestu leyti þar til yfir
lauk.
Sigrún var eina barn þerirra
mætu hjóna Gunnínu Sigtryggs-
dóttur og Kristjáns Jónssonar á
Vestara-Landi í Öxarfirði. Þar ólst
hún upp og það var eiginlega sjálf-
gefið að hún tæki við búsforráðum
eftir þeirra dag sem hún og gerði.
Sigrún bjó á Vestara-Landi allan
sinn búskap. Hin síðari ár ásamt
eldri syni sínum Sveinbirni þar til
undir það síðasta að heilsu sinnar
vegna þurfti hún á sjúkravist að
halda og fluttist til Akureyrar. Hjá
yngri syni sínum Vésteini og hans
fjölskyldu naut hún alúðar og um-
hyggju þar til yfir lauk. Um tíma
virtist hún vera að hressast og var
komin á dvalarheimilið Hlíð og
undi þar hag sínum vel eftir að-
stæðum.
Það er ekki hægt að segja að við
höfum verið nánar frænkur þótt
við værum systradætur en áttum
Sigrún Á.
Kristjánsdóttir
✝ Sigrún Á. Krist-jánsdóttir fæddist
26. apríl 1936 að
Vestara-Landi í Öx-
arfirði. Hún lést á
dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri þann 20.
apríl 2010.
Útför Sigrúnar fór
fram í kyrrþey.
þó oft margar
ánægjustundir sam-
an, ég tala nú ekki
um ef umræðuefnið
var Einar Benedikts-
son, þá komust um-
ræðurnar á flug.
Einnig áttum við
margar góðar sam-
verustundir í Hjarð-
arholti ásamt foreldr-
um mínum og móður
hennar.
Gunnína móður-
systir mín hafði þann
sið á síðari árum sín-
um að dvelja hjá foreldrum mínum
þegar hún kom í „kaupstaðarferð“
sér til upplyftingar og heilsubótar.
Þau þrjú undu hag sínum einkar
vel saman og er það mikilsvert í
minningunni að hugsa um það hvað
þau undu sér vel og veittu hvert
öðru mikla ánægju. Við Sigrún
hittumst stundum hjá þeim þegar
ég kom að sunnan til dvalar fyrir
norðan, eins um páska eða um
hvítasunnu. Þetta voru gefandi og
gleðiríkar stundir. Þegar svo Sig-
rún kom hingað suður í sínar
„menningarferðir“ kom hún í heim-
sókn og eins fórum við fjölskyldan
af og til í Vestara-land.
En eins og sagt hefur verið að
oft er vík á milli vina og fjörður á
milli frænda, þá kynnist fólk ekki
eins náið þegar langt er á milli.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fænku minni fyrir allt gott frá lið-
inni tíð, umhyggju og hjálpsemi
alla við mig og mitt fólk. Guð veri
með þér. Samúðarkveðjur til að-
standenda.
Guðrún K. Jóhannsdóttir.
Þakka þér, Sigrún mín, fyrir all-
ar góðu samverustundirnar og
spjallið sem við áttum saman í
gegnum árin. Þakka þér fyrir að
taka hann Spora að þér, fyrir lánið
á Sörla og síðast en ekki síst fyrir
allar kleinurnar sem þú færðir mér
en þú varst heimsins mesti snill-
ingur í kleinubakstri. Takk líka
fyrir að vera vinur vina minna, vin-
ur minn og fyrir að vera bara þú.
Fangamark árinnar, band við band
blikar, í sveitina grafið.
Starengi blakta við blakkan sand,
bæina hillir í óskanna land.
Flaumar og sund – allt er sumri vaf-
ið,
syngur og leiðist í hafið.
(Einar Ben.)
Þorsteinn Ýmir Ásgeirsson.
Elsku tengda-
mamma. Það var mér
mikið áfall þegar ég
frétti að þú værir far-
in. Það sem við Bára
ætluðum sko aldeilis að ná í þig þeg-
ar hlýnaði í veðri og fara með þig til
okkar í Hafnarfjörð þar sem við bú-
um. En kallið kom áður en það gat
gerst.
Það var alltaf gaman að gleðja þig,
eins og þegar við komum á Garðvang
þar sem þú varst nýflutt og fórum
með þig í bíltúr um Garðinn, þér
fannst alltaf gaman að fara á rúnt-
inn. Það var alltaf stutt í glensið og
grínið hjá þér.
Mig langar að minnast á þegar við
Erla Lára
Guðmundsdóttir
✝ Erla Lára Guð-mundsdóttir
fæddist í Stykk-
ishólmi 8. júlí 1930.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
7. maí síðastliðinn.
Útför Erlu fór fram
frá Keflavíkurkirkju
14. maí 2010.
fórum með þig og
Hauk til Stykkishólms
þar sem við fórum um
Breiðafjörð með bátn-
um. Þetta var frábær
og vel heppnuð ferð og
sá ég hve ánægð þið
voruð. Þið höfðuð búið
í Stykkishólmi á ykkar
fyrstu árum og þekkt-
uð staðinn vel. Einnig
ferðalag okkar til Pat-
reksfjarðar þar sem
systkini Hauks búa.
Þetta voru mér mjög
minnisstæðar ferðir
með ykkur hjónum. Það þurfti ekki
mikið til að gleðja þig, Erla mín. Þú
tókst alltaf vel á móti öllum sem
komu á Framnesveginn og vantaði
nú ekki kaffið og kökurnar. Við Bára
erum þakklát fyrir allar þær stundir
sem þú áttir með okkur.
Elsku Erla, nú ertu komin til
Hauks þíns og ástvina þinna.
Hvíl þú í friði.
Votta ég aðstandendum samúð.
Þinn tengdasonur,
Ævar Þór Sigurvinsson.
Þegar ég kynntist
eiginmanni mínum
fyrir 14 árum hafði
hann misst föður sinn,
Ragnar, árinu áður og fékk ég því
aldrei að kynnast honum. Það var
mikill missir og þótti mér því mjög
vænt um að fá að kynnast systur
Ragnars vel, henni Sigríði. Milli
okkar Sigríðar myndaðist mikill vin-
skapur og sagði hún mér oft sögur
úr sveitinni. Ávallt var tekið vel á
móti okkur í Frænkuhvamminum
og ófá símtölin áttum við og gátum
þá eins og sannar konur gleymt
okkur í skemmtilegum umræðum.
Ættfræði, sveitin okkar á Snæfells-
Sigríður
Jónatansdóttir
✝ Sigríður Jón-atansdóttir fædd-
ist að Akurholti á
Snæfellsnesi 22. apríl
1921. Hún lést á St.
Jósefsspítala 21. maí
2010.
Útför Sigríðar fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 28. maí 2010.
nesinu, þjóðmálin,
fjölskyldan og sögur
af litlu frændsystkin-
unum hennar voru þá
rædd, ásamt hinu
daglega lífi. Eins og
Sigríður orðaði það í
síðasta símtalinu sem
við áttum: „Linda
Björk mín, það
skemmtilegasta við
símtölin okkar er að
við getum ávallt frætt
hvor aðra um eitthvað
nýtt“.
Því miður fengu
börnin okkar stuttan tíma með afa-
systur sinni en minning hennar lifir
og þegar þau stækka munum við
foreldrarnir segja þeim sögur af
henni. Kynnin við Sigríði og tíminn
sem við hjónin áttum með henni
undanfarin ár eru ómetanleg.
Elsku Þórdís, Þráinn Helga,
Hanna, Margrét, Edda og fjöl-
skylda, Kornáð og fjölskylda við
sendum ykkur okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Linda Björk og Úlfar.