Morgunblaðið - 17.06.2010, Síða 31

Morgunblaðið - 17.06.2010, Síða 31
að sjá hana á öllum okkar stærstu tímamótum, hvort sem það var við skírn stelpnanna okkar eða í fjör- ugum afmælisveislum. Alltaf var hennar nærvera okkur gleðiefni. Það er sorglegt að Jenný hafi þurft að sjá á eftir yngri dóttur sinni, Nínu, en hún kvaddi þennan heim nú 8. apríl. Þá slökknaði lífs- neistinn og hún vildi fara líka, var orðin þreytt. Í síðustu heimsókn minni til Jennýjar á Eir lofaði ég að koma með blóm í næstu heimsókn og vorum við frænkur sammála um að rósir væru allra blóma falleg- astar og þær færi ég henni. Ég sagði henni líka hve vænt mér þætti um hana. Hún blikkaði fal- legu augunum sínum á sinn ein- staka hátt þegar við kvöddumst. Ég vil þakka Úlla frænda heim- sókn þeirra til mömmu fyrir stuttu, en sú óvænta heimsókn gladdi hana mikið og reyndist hún vera hinsta kveðja þeirra systra, aðeins viku fyrir andlátið. Sorgin gleymir engum en dauð- inn er ekki verstur þeim sem er saddur lífdaga. En það er svo sárt að hugsa til hennar barna, barna- barna og tengdabarna og barna- barnabarna. Megi góður Guð styrkja þau og vernda. Þeirra sorg er svo stór og svo stutt síðan Nína dó, en nú eru þær saman. Mamma, við Niels og fjölskylda okkar sendum kærar kveðjur. Blessuð sé minning Jennýjar frænku og Nínu dóttur hennar. Erna Hlöðversdóttir. Jenný, Stína, mamma. Þrenning- in heilaga, systurnar sem manni fannst að alltaf hlytu að verða hluti af lífinu. Nú er skarð rofið í systra- hópinn og minningarnar sækja að. Systurnar þrjár blaðskellandi í saumaklúbbum í Ey eða á Hjalla- brekkunni, eða að stússa í veislu- undirbúningi. Svo ólíkar, en samt svo samrýndar. Þær voru fyrir- myndir okkar stelpnanna í fjöl- skyldunni. Jenný var drottningin, einstaklega glæsileg kona og falleg. Jenný var alltaf kát og glöð og svo flott og fín. Hún kunni að spila á pí- anó og gekk á háum hælum. Hún blikkaði augunum svo fallega þegar vel lá á henni og ég man eftir mörgum stundum fyrir framan spegilinn, að æfa „blikkið“ hennar Jennýjar frænku. Jenný og Toni áttu fallegt heimili í Hlíðargerðinu, þaðan er margs að minnast. Mat- arveislur sem áttu sér engan líka, danska Andrésblaðasafnið hans Jóns Axels, hlátur og glens með Jenný, Valdísi og Nínu. Jenný, Stína og mamma stóðu jafnan þétt saman og ræktuðu jafnframt sterkt samband við frænkur sínar í móð- urætt, sem hafa haldið hópinn alla tíð. Í seinni tíð áttu Jenný og mamma sérstaklega góða vináttu eftir að þær urðu ekkjur, fóru sam- an í sólarferðir og nutu lífsins. Ég veit að mamma hefur ekki aðeins misst systur heldur einnig hjart- kæra vinkonu og að söknuður henn- ar er mikill. Hún og Jenný áttu sama afmælisdag, báðar fæddar 5. mars með 5 ára millibili. En nú er komið að kveðjustund og líklega hefur elskulega frænka mín verið reiðubúin til að leggjast til hvílu. Síðustu mánuðina leyndi sér ekki að þreytan sótti að en þrátt fyrir dvínandi þrek Jennýjar náðu þær systur góðri samveru- stund saman í Hveragerði hjá mömmu fyrir skömmu. Það var sárt að sjá Jenný fylgja Nínu dóttur sinni til grafar fyrir skömmu síðan og eflaust hefur það reynst henni þyngra en tárum taki að horfa á eftir dóttur sinni hverfa burt á besta aldri frá ástkærum börnum og barnabörnum. Og frænka mín var orðin þreytt. Hún valdi sér fal- legan hvítasunnudag til að kveðja þennan heim og gerði það með reisn eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur í lífinu. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að þakka fyrir sam- veruna, elsku besta frænka mín. Ég sendi mínar bestu samúðar- kveðjur til Valdísar, Úlla, Jóns Ax- els og fjölskyldunnar allrar. Hvíldu í friði, elsku frænka. Bryndís Hlöðversdóttir. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 ✝ Ingimar Oddssonvar fæddur í Mó- húsum í Garði 21. desember 1922. Hann lést á heimili sínu í Linköping 15. mars 2010. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Hreiðarsdóttir og Oddur Jónsson sem bjuggu í Presthúsum í Garði. Systkini Ingi- mars voru Júlíus Guð- jón, Sólveig Sigrún, Jónína Sóley og Eyj- ólfur. Júlíus og Sigrún eru látin. Ingimar kynntist eiginkonu sinni Önnu Stínu, f. 4. október 1930 í Sví- þjóð, og voru þau gefin saman í Út- skálakirkju. Anna Stína lést 12. mars 2003. Þau eignuðust þrjá syni: 1) Lars, eig- inkona hans er Anette og eiga þau tvo syni, þá Kristján og Matt- hías, þau eru búsett í Minneapolis. 2) Krist- ján, eiginkona hans er Marie og eiga þau börnin Jónínu og Ísak, búsett í Svíþjóð. 3) Richard, eiginkona hans er María og eiga þau börnin Caroline, Samuel og William, búsett í Svíþjóð. Útför Ingimars fór fram 30. apríl 2010 og minningarathöfn var í Út- skálakirkju sama dag. Ingimar Oddsson bróðir okkar er látinn. Hann fæddist í Móhúsum í Garði. Foreldrar okkar þau Kristín og Oddur bjuggu okkur börnunum gott heimili og vorum við alin upp í trú og kærleika. Kirkjan á Útskálum var þeim kær og sóttu þau guðsþjón- ustur þar. Ingimar bróðir stundaði nám í Gerðaskóla og eignaðist góða vini sem voru saman við leik og störf. Minntist hann með gleði barna- og unglingsáranna sem voru sterkur þáttur í mótun hans. Hann rifjaði oft upp skemmtilegar minningar frá æskuárunum eins og þegar hann og félagar hans stofnuðu danshljóm- sveit. Þeir æfðu heima í Presthúsum og í fiskhúsi hjá Oddi pabba hans. Þeir spiluðu allir á harmonikku og léku fyrir dansi í Garðinum og ná- grenni. Ingimar átti harmonikku alla sína ævi og spilaði oft á hana. Ingimar hélt til náms í húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og vann við smíðar í Reykjavík í nokkur ár. Hann hafði mikinn áhuga á að mennta sig frekar og hélt til Svíþjóð- ar þar sem hann stundaði nám í Stockholms Tekniska Institut í Stokkhólmi. Eftir að því námi lauk kom hann aftur heim til Íslands og vann á teiknistofu SÍS í nokkur ár. Ingimar og Anna Stína bjuggu í Reykjavík og þar fæddust synirnir Lars og Kristján. Þegar Ingimar hafði unnið um skeið hjá SÍS sá hann auglýsingu um starf í Svíþjóð. Hon- um bauðst starfið og flutti fjölskyld- an þá til Linköping þar sem þau bjuggu upp frá því. Áttu þau þar fal- legt og hlýlegt heimili og voru fjöl- skyldur þeirra ætíð boðnar velkomn- ar til þeirra. Mörg okkar hafa notið þess að heimsækja þau til Svíþjóðar. Fjölskylda þeirra var mjög samhent og nutu Ingimar og Anna Stína sam- verustundanna. Barnabörnin voru þeim mjög kær. Ingimar var hjálp- samur þegar synirnir voru að byggja og breyta húsum sínum. Hann lét sig ekki muna um að fara alla leið til Boston og aðstoða Lars við smíðar þegar hann bjó þar. Ingimar og Anna Stína komu oft til Íslands með drengina sína. Þau vildu að þeir kynntust föðurlandi sínu og þau lögðu mikla rækt við fjölskylduna á Íslandi. Eftir að bræðurnir stofnuðu sínar fjölskyldur hafa þeir komið hingað með þær. Ingimar átti gott safn íslenskra bóka og las mikið. Anna Stina lærði íslensku þegar hún bjó hér og talaði hana vel alla tíð. Ingimar hafði mik- inn áhuga á að fylgjast með þjóðmál- um hér heima. Eyjólfur og Ingimar töluðu reglulega saman í síma og þannig fékk hann fréttir að heiman. Honum var annt um landið sitt og fylgdist náið með öllu. Ingimar spil- aði golf á seinni árum og átti góða fé- laga í golfinu. Hann var m.a. í stjórn í golfklúbbi eldri borgara í Linköping. Hann brá sér einnig í golf í Garðabæ með Dóra þegar hann var í heim- sókn. Góður drengur hefur kvatt, við systkinin þökkum góðar samveru- stundir á liðnum árum. Eyjólfur þakkar sérstaklega öll símtölin sem geymast vel í fylgsnum hjartans. Eyjólfur, Sóley og fjölskyldur þakka góðar móttökur og hlýlegheit þegar þær heimsóttu Ingimar og fjöl- skyldu til Svíþjóðar. Við sendum fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Eyjólfur og Jónína Sóley. Ingimar Oddsson Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 8 Hafnarfirði, Sími: 571 0400 legsteinar@gmail.com ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR frá Reykjarfirði, Reykjahlíð 1, Mývatnssveit, lést á heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 19. júní kl. 14.00. Kristjana Ólöf Valgeirsdóttir, Mark Kr. Brink, Matthildur Herborg Valgeirsdóttir, Jóna Valgerður Valgeirsdóttir, Guðmundur St. Sigurðsson, Guðrún María Valgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ ODDUR BRYNJÓLFSSON, frá Þykkvabæjarklaustri, síðast til heimilis að Ásbraut 15, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. júní. Útför hans verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. júní kl. 13.00. Brynjólfur Oddsson, Vilborg Kristín Oddsdóttir, Jakob Oddsson, Svanfríður Inga Jónasdóttir, Margrét Sigurbjörg Jónasdóttir, Elín Jakobsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR KR. ÞÓRÐARSON, frá Innri-Múla, Barðaströnd, lést á heimili sínu, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, mánudaginn 14. júní. Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 21. júní kl. 13.00. Kolbrún Ólafsdóttir, Hörður Eiðsson, Skarphéðinn Ólafsson, Sigríður M. Skarphéðinsdóttir, Þórður G. Ólafsson, Jónína S. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, frændi, mágur og vinur, ÓSKAR SIGURÐUR ÞORSTEINSSON, Brekkum III, Mýrdal, sem lést mánudaginn 7. júní, verður jarðsunginn frá Sólheimakapellu laugardaginn 19. júní kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningar- sjóð Óskars fyrir æskulýðsstarf Hestamannafélagsins Sindra. 0317-13-774706 kt. 540776-0169. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Einarsson, Guðlaug M. Guðlaugsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Jens Andrésson, Einar Guðni Þorsteinsson, Petra Kristín Kristinsdóttir, Guðlaugur Jakob Þorsteinsson, Laufey Guðmundsdóttir, Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir, Þuríður Sif Ævarsdóttir, Ragnar Sævar Þorsteinsson, Kjartan Hreinsson, Sigríður Árný Sævaldsdóttir. ✝ Okkar kæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BRYNTÝR ZOEGA MAGNÚSSON, Dalbraut 16, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 16. júní á Landspítalanum Fossvogi. Pálína Ellen Jónsdóttir, Örn Björnsson, Jóhanna Guðrún Zoega Jónsdóttir, Ragnar Ólafsson, Helgi Jón Jónsson, Heiðar Bryntýr Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, langalangamma og langalangalangamma, SIGURBJÖRG EINARSDÓTTIR, frá Streiti, Miðvangi 22, Egilsstöðum, andaðist laugardaginn 5. júní á heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum. Útför hennar fer fram frá Heydalakirkju föstudaginn 18. júní kl. 14.00. Ragnar Brynjar Hjelm, Kristrún Jónsdóttir, Sigmar Hjelm, Ingunn Aðalsteinsdóttir, Unnur A. Ágústsdóttir, Kristján Tryggvason, Hjörtur Þ. Ágústsson, Jóhanna Guðmundsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.