Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 2
Sumarið er tími námskeiða fyrir börn og ung- linga og langflest tengjast þau hreyfingu og úti- vist. Í Nauthólsvík fer fram siglinganámskeið þar sem krökkum eru kennd undirstöðuatriði róðurs og siglinga og fá þeir að kynnast árabát- um, kajökum, kanóum og seglbátum. Oft er brugðið á leik, t.d. er hlaupið á milli kaj- akanna og þá ríður á að halda jafnvæginu og muna um leið að enginn er verri þótt hann vökni. Brugðið á leik á kajökum í Nauthólsvík Morgunblaðið/Kristinn 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Grillosturinn bráðnar 37% hraðar en venjulegu r ostur H V ÍT A H Ú S I /S ÍA – 1 0 -0 3 2 1 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hollenskir embættismenn innan Evrópusambandsins telja sig hafa fullvissu fyrir því að Icesave-deilan sé ekki lengur milliríkjadeila á milli Íslands annars vegar og Hollands og Bretlands hins vegar heldur deila á milli Íslands og ESB-ríkjanna 27. Þetta segir Leigh Phillips, blaða- maður EU Observer. Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær sagði hann hátt setta embættismenn hafa staðfest að José Manuel Bar- roso, framkvæmdastjóri Evrópu- sambandsins, hefði nýlega lýst yfir áhyggjum af því hversu klofin ís- lenska þjóðin væri gagnvart aðild- arumsókninni. Phillips telur ennfremur að ekk- ert aðildarríkjanna sé beinlínis and- vígt aðild Íslands. „Bretar og Hol- lendingar vilja hins vegar að lausn fáist á Icesave-deilunni áður en að- ildarferlið getur haldið áfram. Á fundi mínum með hollenskum diplómötum í gær kom fram að þeim hefði tekist að vinna hin Evrópu- sambandsríkin á sitt band þannig að þau litu ekki lengur á þetta mál sem tvíhliða deilu á milli Íslands og ríkjanna tveggja heldur sem mál er varðaði allt Evrópusambandið. “ Engin tengsl á milli málanna Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir hins vegar eng- um vafa undirorpið að engin tengsl séu á milli Icesave-deilunnar og að- ildarumsóknar að Evrópusamband- inu. Spurður hvernig standi þá á því að hollenskir diplómatar hafi talað með þeim hætti sem Leigh Phillips lýsir, segir Steingrímur: „Það getur vel verið að þeir telji þetta sín meg- in frá. Það er þá einhliða af þeirra hálfu. Þetta er ekkert sem við höf- um samþykkt eða skrifað upp á eða getum þess vegna haft áhrif á.“ Ekki stuðningsmaður inn- göngu Steingrímur segist aðspurður ekki hafa miklar áhyggjur af því að Icesave standi í vegi fyrir aðild Ís- lands að ESB. „Ég er nú þannig staddur í því máli að ég er ekki stuðningsmaður inngöngu,“ segir hann, en ítrekar að einnig líti hann á þetta sem tvö aðskilin mál. bald- ura@mbl.is Saman gegn Íslandi  ESB-ríkin standa saman í Icesave-deilunni, segir hol- lenskur blaðamaður  Óskyld mál, segir fjármálaráðherra „Ég lít á þetta sem tvö algerlega að- skilin mál,“ segir Steingrímur um Icesave og ESB. Ákvörðun héraðsdóms um lokað þinghald í hinu svokall- aða vændiskaupamáli stendur óhögguð. Hæstiréttur hefur vísað kærumáli Höllu Gunnarsdótt- ur, blaðamanns og talskonu Femínistafélags Íslands, frá dómi en Halla kærði til réttarins úrskurð héraðsdómara um að þinghald skyldi vera lokað. Meirihluti Hæstaréttar, sem voru tveir dómarar af þremur, taldi Höllu ekki hafa lögvarða hagsmuni af mál- inu og þar af leiðandi væri hún ekki aðili málsins og gæti ekki haft uppi kröfur í því. Forsaga málsins er sú að héraðsdómari ákvað að þinghald skyldi vera lokað í málum ákæruvaldsins á hendur 11 karlmönnum sem gefið er að sök að hafa keypt vændisþjónustu. Halla taldi þá ákvörðun veita vændiskaupendum meiri friðhelgi einkalífs en öðr- um brotamönnum. Það er grundvallarregla að þinghald sé opið í dómsmálum. Undantekningar má þó gera í sérstak- lega viðkvæmum málum. hjaltigeir@mbl.is Rétturinn segir blaðamann skorta lögvarða hagsmuni  Ákvörðun um lokað þinghald í vændiskaupamáli staðfest „Þetta eru vægast sagt furðuleg vinnubrögð. Lúð- vík lét hafa eftir sér fyrir kosn- ingar að þær myndu snúast um hann. Hann tók síðan baráttusæti og komst ekki inn. Þar við situr,“ segir Jóhann Skagfjörð, einn þriggja sem hyggjast hrinda af stað undirskriftasöfnun í Hafnarfirði til að knýja fram at- kvæðagreiðslu um ráðningu Lúðvíks Geirssonar sem bæjarstjóra. Sam- kvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar geta bæjarbúar knúið fram atkvæða- greiðslu um ákvörðun bæjarstjórnar ef a.m.k. 25% kosningabærra manna krefjast þess. Slíkt var gert þegar at- kvæðagreiðsla um stækkun álversins í Straumsvík var knúin fram. Jóhann er mjög bjartsýnn á að 25%, eða 4.500 manns, skrifi undir en söfnunin mun hefjast í næstu viku og standa í mán- uð. „Úrslit kosninganna, kjörsókn og fjöldi auðra seðla segir sína sögu. Kjósendur vildu breytingar. Þetta er eins og einhver 2007 stjórnmál og við viljum bara ekki sjá svona vinnu- brögð.“ Jóhann segir að atkvæða- greiðsla muni snúast um hvort ráða eigi Lúðvík sem bæjarstjóra eða ekki en hópurinn að baki undirskriftasöfn- uninni mælist til þess að starf bæj- arstjóra Hafnarfjarðar verði auglýst laust til umsóknar. Íbúar kjósi um ráðningu Lúðvík Geirsson Undirskriftasöfnun tilkynnt á mánudag Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæð- isflokksins. Segist hún ætla að einbeita sér að þeim verkefnum sem hún hafi þeg- ar tekið að sér. Hún er nú þingflokksformaður og oddviti Suðurkjördæmis. Gefur ekki kost á sér Ragnheiður Elín Árnadóttir Hjördís Hákonardóttir, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði í kærumálinu. Hún segir Höllu Gunn- arsdóttur geta átt aðild að málinu á þeim grund- velli að hún sé blaðamaður. Þá taldi Hjördís að kæran ætti að fá efnislega umfjöllun Hæsta- réttar. Vitnar Hjördís þar m.a. í skyldu Höllu sem blaðamanns til að upplýsa almenning um meðferð og framgang dómsmála. Telur Hjördís að blaðamaður falli þann- ig undir 2. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Blaðamenn eigi að upplýsa almenning SÉRATKVÆÐI HJÖRDÍSAR HÁKONARDÓTTUR Lögreglan á Selfossi handtók þrjá karlmenn í gær vegna tilraunar til að smygla sterum inn á Litla- Hraun. Mennirnir fóru með bíl í bón á fangelsislóðinni en við leit í öku- tækinu fannst mikið magn af ster- um í föstu og fljótandi formi. Öku- maður bifreiðarinnar vissi ekki af smyglinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er málið upplýst enda hafi höfuðpaurinn játað. Lögreglan segir að þó algengt sé að menn reyni að smygla sterum í fangelsið hafi hún ekki séð þessari aðferð beitt áður. Morgunblaðið/Ómar Í bón á Hraunið Mennirnir fóru með bíl fullan af sterum í bón á fangelsislóðinni. Keyrðu með stera inn á lóð Litla-Hrauns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.