Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 10
Vinnutæki Öryggis- vörður í kvik- myndinni Mall Cop ferðaðist um verslunar- miðstöðina á Segway hjóli. PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Bara ef þetta gæti líka flog-ið,“ hugsaði ég með sjálfrimér, full af frelsistilfinn-ingu, þar sem ég nánast sveif áfram á svokölluðu Segway- hjóli á planinu við Morgunblaðs- húsið í gærmorgun. Það hefði verið ótrúlega flott að takast allt í einu á loft, svífa um eins og fuglinn fljúg- andi en ég varð víst að sætta mig við að vera á jörðu niðri. Ég geystist áfram með vind- inn í hárinu og fannst ég geta allt … eða þannig. Segway- hjól komast takmarkað en samt ótrúlega mikið miðað við stærð. Hjólin eru snið- ug uppfinning, koma í veg fyrir að fólk þurfi að labba og þar af leiðandi tilvalin fyrir letihauga og þá sem komast ekki leiðar sinnar auðveldlega á tveim- ur jafnfljótum. Það setti nú smá- geig að mér þegar Bjarni Ólafur Guð- mundsson hjá SegVeyj- um, sem er Segway- hjólaleiga, mætti með hjól í vinnuna til mín til að leyfa mér að prófa. Ég kýs að hafa mína fáka lifandi, ekki tvíhjóla tryllitæki sem við fyrstu sýn virðist ekki vera með neinar bremsur. Listin við Segway, eins og með margt ann- að, er að ná tökum á því, halda jafn- vægi og finna bestu leiðina til að stýra tækinu og þá er þetta ekkert mál. Rassinn út til að bakka Hjólinu er stjórnað með lík- amanum og það kom mér á óvart hversu lítið þarf að hreyfa sig til að stjórna hjól- inu, það þarf rétt að halla sér fram til að auka hraðann, það nægði mér síðan bara að setja rassinn aðeins út til að bakka og stíga létt í annan hvorn fótinn til að beygja. Ótrúlega ein- falt þegar maður hefur náð tökum á því og að sjá Bjarna á hjóli var eins og það væri bara framlenging á líkama hans, lét fullkomlega að stjórn án þess að hann hreyfði sig sjáanlega mikið. Öðru gegndi með mig, í fyrstu ferð rak ég upp nokkra pí- kuskræki, fannst ég vera að klessa á allt og fara allt of hratt. En eins og við var að búast kom jafnvægið og stjórnin á tækinu og þegar það var komið var þetta alveg frábært og ég þaut óhrædd áfram, það var svolítið sérstakt að standa kyrr en fara samt áfram. Stjórnin á tækinu kom samt ekki fullkomlega í þess- um eina tíma, ég átti það til að halla mér of mikið fram eða aftur, gleyma að hugsa út í að beygja og ég bakk- aði einu sinni á sjálfa mig. En mikið lifandis ósköp var nú gaman að prófa þetta þótt ég taki svona hjól nú ekki framyfir mína tvo heil- brigðu fætur. Kemst fjörutíu kílómetra á einum fullhlöðnum tanki Hvert Segway-hjól er 47 kg að þyngd, kemst mest upp í 20 km hraða og getur farið í 360 gráður. Hjólið er rafdrifið og algjörlega um- hverfisvænt eins og Bjarni orðar það. „Þú stingur bara í samband til Píkuskrækir á tvíhjóla „tryllitæki“ Nú er farið að bjóða upp á Segway-hjólatúra á Íslandi. Segway-hjól eru léttir og auðveldir fararskjótar sem komast yfir ótrúlegustu torfærur. Eins og blaðamaður fékk að kynnast þarf smátækni til að stýra þessu tryllitæki en stýripinninn er lík- aminn sjálfur. Hjólin komast upp í 20 km hraða og 40 km leið á fullri rafmagns- hleðslu en þau fljúga samt ekki eins og sumir óskuðu sér. Eigin herrar Fjölskylda á ferðalagi um Vest- mannaeyjar á Segway-hjólum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Viltu gerast viðskiptavinur elsta starfandi banka á Íslandi? Við sjáum um það fyrir þig. Sigríður Einarsdóttir útibússtjóri Ármúla Fyrir þá sem sakna hávaðans frá fót- boltaleikjunum á Heimsmeist- aramótinu í fótbolta, þegar þeir eru ekki að horfa, er komin netútvarps- stöð í loftið sem útvarpar hávað- anum. Á vefsíðuni Vuvuzela.fm eru út- sendingar Vuvuzela Radio sem er út- varpsstöð sem spilar eingöngu hljóð- ið frá vuvuzela-lúðrunum sem hafa yfirgnæft allt annað hljóð á leikjum heimsmeistaramótsins. Útsendingar útvarpsins eru stanslaust allan sólar- hringinn, án allra auglýsingahléa svo hlustandinn getur fengið sinn skammt af óhljóðum óáreittur. Rætt hefur verið um að banna vuvuzela-lúðrana á leikjum keppn- innar en mikið hefur verið kvartað undan þeim frá því keppnin hófst. Vart heyrist mannsins mál á leikj- unum vegna stöðugs lúðrablásturs þannig að lítið heyrist af hefðbund- inni hvatningu eða söngvum áhorf- enda. Leikmenn, þjálfarar og starfs- menn sjónvarps- og útvarpsstöðva hafa kvartað mikið undan hávað- anum og segja nær ógerlegt að tala saman á vellinum. Þeir sem hafa unun af lúðrablæstr- inum þurfa ekki að örvænta ef hann verður bannaður því hægt er að hlusta á hann allan sólarhringinn á Vuvuzela.fm. Vefsíðan www.vuvuzela.fm Reuters Óhljóð Blásið í vuvuzela-lúður á áhorfendapöllunum í Suður-Afríku. Stanslaus lúðraþytur 21. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í dag, á sjálfan Kvenréttindadaginn 19. júní. Er hlaupið í ár því tileinkað krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Með samstöðu, áræði og dugnaði hafa kvenfélagskonur á Íslandi hrint í framkvæmd fjölmörgum framfara- og velferðarmálum fyrir samfélagið. Fyr- ir 80 árum stofnuðu þær Kvenfélaga- samband Íslands, KÍ, sem samein- ingar og samstarfsvettvang kvenfélaganna í landinu. Undir merkj- um KÍ starfa þúsundir kvenna á öllum aldri og mynda þannig keðju góðra verka og vináttu. Kvennahlaupið er í samstarfi við Kvenfélagasamband Ís- lands í ár og er slagorðið Konur eru konum bestar. Hlaupið verður víðast hvar á land- inu og eru hlaupaleiðir 1 km til 10 km. Allir geta tekið þátt. Á flestum stöð- um byrjar hlaupið kl. 11 en sumstaðar kl. 14 eða á öðrum tímum. Kvennahlaupið fer nú í fyrsta skipti fram í Viðey, þar verða farnir 3 km. Einnig hafa íslenskar konur erlendis tekið sig saman og verður meðal ann- ars Kvennahlaup í Danmörku, Noregi, Bretlandi, Færeyjum og Þýskalandi. Kvennahlaupsbolurinn í ár er fal- lega appelsínugulur og úr Dry-fit efni. Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ, þá var hlaupið í Garðabæ og á sjö stöðum um landið. Endilega... ..hlaupið konur hlaupið Morgunblaðið/Jim Smart Kvennahlaup Árið 2005 var blátt. 10 Daglegt líf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.