Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 19.06.2010, Síða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld í Svíþjóð verða með mikinn öryggisviðbúnað í Stokkhólmi í dag þegar Viktoría krónprinsessa giftist Daniel Westling, fyrrverandi einka- þjálfara sínum, í dómkirkju borgar- innar. Lögreglan í Stokk- hólmi verður með meiri viðbúnað en nokkru sinni fyrr. Um 2.000 lög- reglumenn verða á götum borgarinnar í nýjum bún- ingum vegna brúðkaups- ins. Lögreglunni til að- stoðar verða um 6.000 hermenn og sænska ríkisútvarpið sagði þetta umfangs- mestu aðgerð sem sænski herinn hefði tekið þátt í. „Þetta er mjög stórt verkefni fyrir okk- ur. Það er ekki svo að við höfum aldrei gert neitt þessu líkt áður en umfangið er sérlega mikið núna,“ sagði sænski undirofurstinn Richard Beck-Friis Häll í viðtali við út- varpið. Á meðal hermannanna eru tón- listarmenn í nítján herlúðrasveitum sem eiga að leika fyrir brúðhjónin og fylgdarlið þeirra þegar þeim verður ekið um miðborgina. Átján orrustuþotur eiga að fljúga yfir borgina. Kóngafólk hvaðanæva úr heim- inum verður á meðal um 500 gesta sem boðið var í hátíðar- kvöldverð í konungs- höllinni í Stokkhólmi eftir vígsluathöfnina í dómkirkjunni. Á meðal boðs- gestanna eru Margrét II Danadrottning, Har- aldur V Noregskon- ungur, Beatrix Hol- landsdrottning og Albert II Belgíu- konungur. Frá fjarlægari löndum koma með- al annars Abdullah Jórdaníukonungur og krónprins Japans. Játvarð- ur prins verður fulltrúi bresku konungsfjöl- skyldunnar. Í brúðkaups- veislunni verða einnig nokkrir gestir sem titl- aðir eru sem konungar eða prinsar þótt þeir séu ekki þjóðhöfðingjar í heimalöndum sínum. Þeirra á meðal eru Konstantín Grikkjakonungur og Simeon Saxe-Coburg, fyrrverandi forsætisráðherra og konungur Búlg- aríu. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, og Tarja Halonen, for- seti Finnlands, eru einnig á meðal veislugestanna. Þau verða einu þjóð- höfðingjar lýðvelda í veislunni, að sögn fréttastofunnar AFP. Umdeildir gestir Gestalistinn er nokkuð um- deildur því að á meðal gestanna eru fulltrúar nokkurra einræðisstjórna og ríkja sem hafa verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Á meðal umdeildra gesta kon- ungsfjölskyldunnar eru sendiherrar Norður-Kóreu, Írans, Simbabve, Hvíta-Rússlands, Sádi-Arabíu, Egyptalands, Kúbu, Líbýu og Sýr- lands, að sögn fréttavefjar Svenska Dagbladet. Sænskir fjölmiðlar hafa einkum gagnrýnt konungsfjölskylduna fyrir að bjóða sendiherra Afríkuríkisins Erítreu og telja það óeðlilegt í ljósi þess að sænskum blaðamanni, Dawit Isaak, hefur verið haldið í fangelsi í landinu án ákæru í níu ár. Allir ráðherrar sænsku stjórnarinnar sitja veisluna og einn- ig leiðtogar allra stjórnmálaflokka landsins að einum undanskildum. Lýðveldissinninn Lars Ohly, leiðtogi Vinstriflokksins, afþakkaði boðið. Hann kvaðst óska brúðhjónunum velfarnaðar í hjónabandinu en hafa ákveðið að mæta ekki í veisluna vegna þess að hann þekkti þau ekki og væri andvígur konungdæminu. Um 2.000 blaðamenn eru í Stokkhólmi til að fjalla um brúð- kaupið og hjónavígslan verður sýnd í umfangsmestu beinu útsendingu í sögu sænska ríkissjónvarpsins. Um Mikið um dýrðir í brúðkaupi Viktoríu  Umfangsmesti öryggisviðbúnaður í sögu Stokkhólms  Margir Svíar hafa fengið nóg af fjölmiðlaumfjölluninni Viktoría krón- prinsessa Bráðabirgðaforseti Mið-Asíulandsins Kirgistans sagði í gær að líklega lægju um 2.000 manns í valn- um eftir árásirnar sem hófust þar í vikunni sem leið. Roza Otunbajeva, sem gegnir forsetaembætt- inu til bráðabirgða, sagði þetta þegar hún heim- sótti bæinn Osh þar sem vopnaðir hópar Kirgisa hófu árásir á Úsbeka fyrir rúmri viku. Embættismenn í heilbrigðisráðuneyti Kirgist- ans sögðu að 192 hefðu beðið bana í árásunum en Otunbajeva viðurkenndi að sú tala væri alltof lág. „Ég myndi margfalda opinberu töluna með tíu,“ sagði hún. Hún bætti við að venja væri í Kirgistan að bera fólk til grafar sama dag og það deyr, þann- ig að mörg fórnarlömb árásanna hefðu verið graf- in áður en fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins gátu skráð líkin. Tugir þúsunda flúðu til grannríkisins Úsbekist- ans vegna árásanna og talið er að 300.000 manns til viðbótar séu á flótta í Kirgistan. Embættis- menn Sameinuðu þjóðanna sögðust vera að búa sig undir að hjálparstofnanir þyrftu að aðstoða allt að milljón manna vegna ófremdarástandsins í landinu eftir manndrápin. Mannréttindaráð SÞ hvatti til óháðrar rannsóknar á manndrápunum. Reuters Á flótta Úsbekar frá Kirgistan í flóttamannabúðum í Úsbekistan. Talið er að um 100.000 Úsbekar hafi flúið þangað vegna árása vopnaðra hópa Kirgisa. Talið að um 2.000 manns liggi í valnum Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, sagði af sér í gær eftir að hafa gegnt embættinu í sjö ár. „Forsetinn hefur samþykkt af- sagnarbeiðni forsætisráðherrans og beðið hann að gegna embættinu áfram þar til ný stjórn hefur verið mynduð og ráðherrar skipaðir,“ sagði Tarja Halonen, forseti Finnlands. Vanhanen og ríkisstjórn fjögurra mið- og hægriflokka verða því við völd þar til á þriðjudag þegar þingið á að kjósa nýjan forsætisráðherra. Tal- ið er nánast öruggt að nýr leiðtogi flokks Vanhanens, Miðflokksins, Mari Kiviniemi, verði næsti forsætis- ráðherra. Líklegt þykir að Kiviniemi gegni embættinu fram að næstu þingkosningum sem eiga að fara fram í apríl á næsta ári. Gangi þetta eftir gegna konur tveimur valda- mestu embættum Finnlands í annað skipti í sögu landsins. Stjórnarandstæðingar kröfðust þess í gær að kosningunum yrði flýtt vegna afsagnar Vanhanens og sögðu að ekki væri nóg að skipta um for- sætisráðherra. Stjórnarflokkarnir ætla að semja nýja starfsáætlun en ekki er búist við miklum breytingum á stefnunni. Vanhanen er 54 ára og varð for- sætisráðherra árið 2003. Hann til- kynnti í desember að hann hygðist segja af sér sem leiðtogi flokksins vegna skurðaðgerðar á fæti. Finnskir fjölmiðlar hafa þó verið með vanga- veltur um að hann hafi ákveðið að víkja vegna ásakana um að hann hafi brotið lög um fjármögnun kosninga- baráttu. Matti Vanhanen Mari Kiviniemi Vanhanen segir af sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.