Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 28

Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010 Í síðustu viku voru fiskveiðistjórnunarmál Íslands, Grænlands og Færeyja rædd í þaula á þemaráðstefnu Vest- norræna ráðsins. Ráð- stefnan fór fram dag- ana 7.-10. júní, hún hófst á Sauðárkróki og henni lauk þrem dögum síðar í Þórs- höfn í Færeyjum. Markmið ráðstefnunnar – sem haldin var að frumkvæði Íslands- deildar Vestnorræna ráðsins – var að kryfja og auka skilning á fisk- veiðistjórnunarkerfum landanna þriggja, kostum hvers kerfis og göllum. Sérstaklega var litið til efnahagslegra þátta og áhrifa fisk- veiðistjórnunar á viðgang fiski- stofnanna. Þátttakendur víða að Um sextíu manns sóttu ráðstefn- una, þar á meðal sjávarútvegs- ráðherrar vestnorrænu landanna, þingmenn, háskólamenn og sér- fræðingar. Meðal fyrirlesara voru Emanuel Rosing frá Grænlandi, norski þingmaðurinn Frank Bakke Jensen, Helgi Áss Grétarsson cand.jur., Helgi Hjörvar forseti Norðurlandaráðs, Niels Vesterga- ard prófessor frá Danmörku, Þór- ólfur Matthíasson prófessor, for- stjórar Hafrannsóknastofnana Færeyja og Íslands, Eilif Gaard og Jóhann Sigurjónsson, auk vestnor- rænu sjávarútvegsráðherranna Ja- cob Vestergaard, Ane Hansen og Jóns Bjarnasonar. Ráðstefnuna sótti einnig Armando Astudillo fulltrúi framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins til að skýra frá endurskoðun sameiginlegrar sjáv- arútvegsstefnu sambandsins sem fram fer um þessar mundir. Samfélagssáttmáli forsenda löghlýðni Fjölmörg fróðleg erindi voru flutt á ráðstefnunni, jafnt fræðileg sem pólitísk. Meðal áhugaverðra fyrirlesara var dr. Stig Gezelius hjá Norsk institut for landbrugsökon- omisk forskning. Hann fjallaði um löghlýðni og lögbrot í sjávarútvegi – en framhjálandanir, brottkast og falsaðar aflatölur þekkjast víðast hvar þar sem sjávarútvegur er stundaður. Í erindi Gezeliusar kom fram að í minni sjáv- arþorpum í Noregi þar sem löghlýðni er talin dyggð, vegur afstaða samfélagsins þyngra á metum heldur en inn- tak löggjafarinnar eða regluverksins. Það er því einhver óskrifaður samfélagssáttmáli um markmið og lífsafkomu sem ræður meiru um það hvernig lögum er fylgt eftir, heldur en inntak laga- textans eða gæði löggjafarinnar. Þetta er umhugsunarvert í ljósi þess ágreinings sem víða stendur um starfsumhverfi sjávarútvegsins í hinum vestnorrænu löndum, ekki síst hér á Íslandi, þar sem aldrei hefur náðst sátt um fiskveiðistjórn- unina. Líkt og í þeim tilvikum sem fræðimaðurinn gerði að umtalsefni, þarf að ríkja gagnkvæmur skiln- ingur á samfélagslegu gildi fyr- irkomulagsins. Annars vegar er réttur útgerðarmannsins til þess að lifa af veiðum og nýta sínar fjár- festingar með hagkvæmum hætti. Hins vegar réttur almennings, samfélagsins í heild, til þess að njóta arðs og tekna í samfélags- sjóðinn af nýtingu verðmætrar fiskveiðiauðlindar. Ólíkar aðferðir Fjölmörg fleiri áhugaverð erindi komu fram á ráðstefnunni. Öll hafa vestnorrænu löndin ólík fisk- veiðistjórnunarkerfi. Hafrannsóknir gegna veigamiklu hlutverki við fiskveiðistjórnun þeirra allra. Í Færeyjum eiga sjómenn og útgerð- armenn sjálfir þó betri aðkomu að sjálfri veiðiráðgjöfinni en t.d. hér á Íslandi. Færeyjar hafa svokallað „fiskidagakerfi“ þar sem úthlutað er veiðidögum á afmörkuðum svæðum. Togurum er vísað út á djúpmiðin, strandveiðibátar veiða nær landi. Hvatinn til brottkasts og brasks í færeyska fiskidagakerf- inu virðist vera minni en í kvóta- kerfinu okkar. Hins vegar getur reynst örðugt að hafa stjórn á stærð fiskistofna í þessu kerfi auk þess sem það getur stuðlað að of- fjárfestingu. Grænlendingar eru með blandað kvótakerfi í mismunandi útfærslum eftir tegundum. Stjórnun rækju- veiða þeirra líkist mest íslenska kvótakerfinu. Þeir glíma hins vegar við ónákvæmar aflatölur og alls- kyns skrifræðisvanda, auk vand- kvæða sem komið hafa upp vegna fiskveiðisamninga þeirra við ESB. Í Grænlandi hefur orði mikil sam- þjöppun í sjávarútvegi með færri og stærri fyrirtækjum, einkum í rækjuiðnaði. Af því hafa hlotist vandkvæði ekki ósvipuð þeim sem við Íslendingar þekkjum úti um land, m.a. nýliðunarvandi og byggðaröskun. Skýr markmið og samstarf landa Í máli allra sem töluðu á ráð- stefnunni kom fram að eign- arhaldið á fiskveiðiauðlindinni, verndun hennar og samfélagslegt gagn, sjálfbærni atvinnugrein- arinnar, viðhald byggða og efling atvinnu eru meginmarkmið með allri fiskveiðistjórnun. Þá voru framsögumenn – jafnt fræðimenn sem pólitíkusar – sammála um að vestnorrænu löndin geti haft af því beinan hag að efla samráð sitt og samstarf í sjávarútvegsmálum. Til dæmis ættu löndin að stefna að sameiginlegri stjórnun veiða úr sameiginlegum fiskistofnum land- anna. Jafnframt ættu þau að efla samstarf sitt gagnvart umheim- inum. Evrópusambandið er nú að skoða sína fiskveiðistjórnunarstefnu. Þar geta vestnorrænu löndin miðlað af reynslu sinni af sjálfbærum fisk- veiðum og marktækum samanburði á ólíkum aðferðum fiskveiðistjórn- unar. Þrjár fiskveiðiþjóðir – þrjú fiskveiðistjórnunarkerfi Eftir Ólínu Þor- varðardóttur » Vestnorrænu löndin ættu að efla sam- starf í sjávarútvegs- málum og stefna að sameiginlegri stjórnun veiða úr sameiginlegum fiskistofnum. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er alþingismaður, formað- ur Íslandsdeildar og varaformaður Vestnorræna ráðsins. Verðtrygginguna verður að stoppa. Stjórnvöld ana, með bundið fyrir augun, að feigðarósi. Stórkostleg- asti þjófnaður í formi eignaupptöku á hús- eignum almennings stendur yfir. Pólitík- usar vita ekki sitt rjúk- andi ráð, aðgerðaleysi stjórnvalda í þessum hildarleik er algert á meðan Ísland brennur. Hundruð milljarða liggja undir í formi 93 þúsund íbúðasjóðsl- ána sem jafnt og þétt éta sig inn í merg og bein þjóðarinnar. Ef þetta rán verður ekki stoppað fellur Íbúðalánasjóður og þar á eftir rík- issjóður sem situr þá uppi með stór- an hluta af íbúðarhúsnæði þjóð- arinnar. Út úr þessum hildarleik mun fjármálakerfi þjóðarinnar hrynja innan frá og algjör rúst blasa við. Þúsundir fasteigna verða settar undir hamarinn í haust og fjölskyldur hrökklast út á götu í stórum stíl. Það er engin von að ríkissjóður ráði við þetta verkefni og mun al- gjört þrot koma til ef þessi ógnvald- ur fær að leika lausum hala lengur. Örvæntingarfullir skuldarar íbúðalána horfa á eignastöðu sína étna upp af þess- um ormi sem engu eirir. Á meðan þessu fer fram undir nefi forsætisráðherra dansar önnur strengjabrúða stjórn- valda, félagsmálaráð- herra, hrunadans og reynir að gera lítið úr vandanum. En sjóinu er ekki lokið fyrr en feita konan hefur sungið sitt lag. Með sama áframhaldandi ráni í formi verðtryggðra íbúðalána og stóraukinnar skattheimtu sem engu skilar mun söngur feitu konunnar verða sorgarsöngur yfir gröfum ís- lensku þjóðarinnar. Þær fréttir berast nú frá stjórn- völdum að heildarútgjöld íbúðalána sé 1 billjón og 300 milljarðar. Stór hluti þess er á leiðinni frá núverandi eigendum sínum og inn í ríkissjóð ef allt fer á versta veg. Verðtryggingin mun sjá um það. Þessum skulda- pakka mun ríkissjóður aldrei geta staðið undir. Afborganir af þeim er- lendu lánum sem Íbúðalánasjóður er fjármagnaður með munu falla á ríkissjóð og hrun blasa við. Eign- astaða þorra fólks mun falla niður fyrir núll með hrikalegum afleið- ingum. Þessa þróun verður að stoppa og færa höfuðstól íbúðalána niður eins og hann var fyrir 2007. Lúðvík Gizurarson leggur til í grein sinni í Morgunblaðinu að ríkið stofni hlutafélag sem heldur utan um það íbúðarhúsnæði sem fólk hef- ur misst vegna gengislána og verð- tryggingarbáls. En hængur er á til- lögu Lúðvíks; hver á að huga að almennu viðhaldi íbúðarhúsnæðis sem fellur undir þessi ákvæði? Hús- næðið mun drabbast niður í stórum stíl, verðfall verður staðreynd og Íbúðalánasjóður og ríkissjóður munu tapa stórum fúlgum á þessu bralli. Í kjölfarið mun fylgja póli- tískt brask með þessar eignir. Afnema verður verðtrygginguna strax, lækka höfuðstól húsnæðislána í það horf sem var fyrir 2007, ann- ars er stórslys í uppsiglingu með ófyrirséðum afleiðingum fyrir rík- issjóð. Ógnvaldur framtíðar Eftir Sigurjón Gunnarsson »Um verðtrygginguna – hvernig hún ógnar íbúðaeigendum og étur upp eign þeirra Sigurjón Gunnarsson Höfundur er matreiðslumeistari. Þegar þingflokkar Samfylkingar og Vinstri grænna mynduðu meirihluta eftir síðustu þingkosn- ingar var kjör- orð þeirra: „Vel- ferðarrík- isstjórn.“ Ég get ekki séð að síðan vinstriflokkarnir komust til valda hafi þeir gert neitt til að stuðla að velferð okkar lands- manna. Fyrst á dagskrá þeirra var að sækja um aðild að ESB og svo auðvitað að hækka skatta upp úr öllu valdi. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inganna sem fóru fram í lok maí heyrði ég ansi athyglisverð um- mæli sem ég verð að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hver sagði, en ég tel að það hafi verið oddviti framsóknarmanna í Reykjanesbæ. Hann sagði að: „… við getum ekki skattlagt okkur út úr kreppunni …“, sem er rétt. Við þurfum að efla atvinnulífið og sjá þannig um hlutina að framtíð landsins, námsmenn á öllum aldri, geti stundað nám og ekki haft áhyggjur af því að geta ekki séð fyrir fjölskyldu sinni. Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur nú lagt fram tillögur um breytingar á úthlutunarreglum sínum og hefur meirihluti rík- isstjórnarinnar samþykkt þær. Hvar er velferð okkar náms- manna? Eigum við ekki rétt á því að geta stundað okkar nám án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að geta ekki séð fyrir okkur og börnunum okkar? Hvers vegna er ekki hægt að bjóða náms- mönnum upp á fría dagvistun fyr- ir börnin okkar á meðan við erum í námi eins og gert er í Dan- mörku? Í landi þar sem læsi ein- staklinga er með því hæsta sem mælist í heiminum og menntun eitt af því sem við leggjum hvað mesta áherslu á, hvernig stendur þá á því að komið sé svona illa fram við námsmenn á Íslandi? Ég skora á Katrínu Jak- obsdóttur, menntamálaráðherra, að endurskoða tillögur Lánasjóðs- ins með hag námsmanna að leið- arljósi. VALGERÐUR KRISTÍN EINARSDÓTTIR, námsmaður. Hvar er velferðin sem ríkisstjórnin lofaði? Frá Valgerði Kristínu Einarsdóttur Valgerður Kristín Einarsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Hvernig stjórn- skipun er á Íslandi? Hvert er hlutverk forseta Íslands? Er ekki hægt að segja að í sögulegu sam- hengi sé forsetinn framlenging á dönsk- um konungi eða danskri drottningu? Þegar Íslendingar hlutu sjálfstæði var konungi skipt út fyr- ir forseta. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni er forsetinn valdalaus/valdalítill og hefur í raun lítið hlutverk í stjórnun landsins enda ábyrgðarlaus gagn- vart stjórnarathöfnun samkvæmt stjórnarskrá. Þetta er í samræmi við þá þróun sem varð í Evrópu nokkru áður en stjórnarskráin var samþykkt, þ.e. að akmarka bæri vald konunga og gera það lítið sem ekkert. Á átjándu öld fundu menn það út að rétt væri að skipta rík- isvaldinu í þrennt þar sem hver þáttur átti að takmarka og tempra hina. Þetta átti að minnka líkur á ofríki og geðþóttastjórn. Hugmyndin á bak við þessa kenn- ingu er að um mismunandi aðila sé að ræða í hverjum þætti rík- isvaldsins. Á Íslandi höfum við löggjaf- arvald sem þjóðin kýs. Þá höfum við framkvæmdavald sem löggjaf- arvaldið kýs og dómsvald sem kosið er af framkvæmdavaldinu. Loks höfum við svo forseta sem þjóðin kýs en hans hlutverk er lít- ið sem ekkert í stjórn landsins. Þrátt fyrir að menn hafi fundið það út á átjándu öld að rétt væri að skipta ríkisvaldinu í þrennt og takmarka hvern þátt þess gegn öðrum þá er það enn svo hér á landi að af þessum þremur þátt- um kýs þjóðin einungis löggjaf- ann. Sama fólkið stýrir svo framkvæmdavaldinu og löggjaf- arvaldinu. Ekki er langt síðan eðlilegt þótti að framkvæmda- valdið sæi jafnframt um dómstörf. Nýlega birtist viðtal við forseta Íslands í erlendum miðlum þar sem hann spáði fyrir um eldgos og afleiðingar þess. Þessi spá forsetans olli töluverðu upp- námi enda birtust fréttir um að fullyrð- ingar hans hefðu leitt til þess að ferðamenn sem ætluðu að koma til Íslands afboðuðu komu sína með til- heyrandi margföld- unaráhrifum fyrir ís- lenskan efnahag. Í framhaldi af þessu og vegna annarra athafna forsetans hófst umræða um að setja embættinu siðareglur. Væri eðlilegra að breyta stjórn- skipuninni? Setja upp kerfi með raunverulegri þrískiptingu? Þjóð- in kysi sér forseta sem færi með framkvæmdavaldið. Mjög ólíklegt er að forseti sem bæri slíka ábyrgð færi að spá um nátt- úruhamfarir á Íslandi. Þjóðin kysi þá einnig löggjafann en spurning er hvernig valið yrði í dómskerfið. Þessi öfl tækjust svo á og tempr- uðu hvert annað. Hvers vegna hefur stjórnskip- uninni ekki verið breytt í þessa átt? Er ekki svarið við því ein- falt? Það er löggjafinn sem breyt- ir stjórnarskránni og að sjálf- sögðu vill hann ekki takmarka vald sitt. Að fara bæði með lög- gjafarvald og framkvæmdavald er til þægindaauka. Getur verið að fórnarkostnaður þessa kerfis sé ábyrgðarlaus forseti með lítið hlutverk svipað og konungar og drottningar í nágrannaríkjum Ís- lands sem eru fyrst og fremst þjóðhöfðingjar til sýnis. Er þetta gott kerfi? Ábyrgðarlaus for- seti – gott kerfi? Eftir Berg Hauksson Bergur Hauksson » Væri eðlilegra að breyta stjórnskip- uninni? Setja upp kerfi með raunverulegri þrí- skiptingu? Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.