Morgunblaðið - 19.06.2010, Page 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2010
✝ Karl Þór Þorkels-son fæddist í Vest-
mannaeyjum 15. októ-
ber 1939. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 8. júní 2010. Hann
var sonur hjónanna
Þorkels Sigurðssonar,
f. 16. janúar 1913, d.
25. desember 1998, og
Rakelar Káradóttur,
f. 4. sept. 1917, d. 10.
ágúst 1980. Albróðir,
Sigurður, f. 1943.
Bróðir, samfeðra, Sig-
urður Einar, f. 1937.
17. júní 1961, giftist Karl Sigrúnu
R. Eymundsdóttur, þau skildu.
Börn Karls og Sigrúnar. a) Þóra
Guðrún, f. 3.3. 1972. Börn: Ingi Þór,
f. 1989; Birta Líf, f. 1996; Júlíus
Breki, f. 2001. b) Örvar, f. 14. 2.
1973. Sambýliskona, Aðalheiður
Rut Önundardóttir, f. 1972. Börn:
Tindur Örvar, f. 2001; Máni Örvar,
f. 2004. Barn Aðalheiðar og stjúp-
dóttir Örvars, Þuríður Kristín, f.
1989.
Karl flutti með foreldrum sínum
til Reykjavíkur frá Vestmanna-
eyjum, þegar móðir hans veiktist af
berklum. Faðir Karls var þá sjó-
maður. Rakel móðir Karls var sjúk-
lingur á Vífilsstöðum
í mörg ár. Hluta
bernskuáranna var
Karl því í fóstri hjá
vinafólki, Sigríði
Guðmundsdóttur á
Voðmúlastöðum í A-
Landeyjum og börn-
um hennar. Eftir að
móðir hans hlaut
þann bata að geta
haldið heimili bjó
hann hjá foreldrum
sínum.
Að loknu gagn-
fræðaprófi lærði Karl
útvarpsvirkjun hjá Landsíma Ís-
lands og vann lengst af við fag sitt.
Hann starfaði sem sjálfstæður at-
vinnurekandi að iðn sinni, í nokkur
ár á Selfossi og eins í Reykjavík.
Lengi starfaði hann hjá Flugfélagi
Íslands og síðar í mörg ár sem
tæknimaður hjá ríkissjónvarpinu. Á
yngri árum tók Karl þátt í ýmsum
félagsmálum, var virkur í félagi
ungra jafnaðarmanna og reyndi
fyrir sér í leiklist. Karl var fróð-
leiksfús og sótti námskeið af ýmsu
tagi sér til afþreyingar og upp-
byggingar á meðan heilsan leyfði.
Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
Þegar ég minnist míns kæra
frænda og vinar, Karls Þórs Þor-
kelssonar, er mér efst í huga þakk-
læti fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum saman. Við Kalli
vorum systrasynir og fjölskyldur
okkar bundnar sterkum vinabönd-
um og var hann mér sem bróðir.
Þegar Kalli var á áttunda ári veikt-
ist móðir hans af berklum en faðir
hans var þá sjómaður. Kalla var þá
komið fyrir hjá vinafólki og var í
nokkur ár á Voðmúlastöðum í A-
Landeyjum hjá Sigríði Guðmunds-
dóttur. Sigríðar og fjölskyldu
hennar minntist Kalli með hlýju og
þakklæti en auðvitað var það sár
reynsla fyrir ungan dreng að eyða
bernskunni án foreldra sinna. Þeg-
ar svo móðir hans hresstist flutti
Kalli til foreldra sinna og bjó hjá
þeim uns hann festi ráð sitt um tví-
tugt og stofnaði eigið heimili. Á
Heimili Sigrúnar og Kalla var ég
tíður gestur og naut gestrisni
þeirra og vináttu. Ég var svo lán-
samur að geta fagnað með þeim
þegar þeim fæddust börnin, Þóra
Guðrún og Örvar, og sá glæsilegt
heimilið öðlast nýtt líf með tilkomu
barnanna. Þau hjónin slitu sam-
vistum eftir langan hjúskap. Sig-
rún annaðist uppeldi barnanna af
alúð og dugnaði eins og hennar er
von og vísa. Kalli lærði rafeinda-
virkjun, eins og fagið heitir nú, og
starfaði oft sem sjálfstæður at-
vinnurekandi, m.a. um skeið á Sel-
fossi. Lengi vann hann hjá Flug-
félagi Íslands og eins lengi hjá
ríkissjónvarpinu. Kalli var góður
fagmaður og reyndar lék allt í
höndunum á honum, hann var list-
rænn og skapandi í verkum og átti
mörg áhugamál.Kalli var fróðleiks-
fús og bókhneigður og vel heima í
ýmsum málum, hann ferðaðist mik-
ið bæði innanlands og utan. Á
yngri árum sinnti Kalli ýmsum fé-
lagsmálum, hann sást á leiksviði,
var virkur í stjórnmálum og hafði
sterkar skoðanir á flestum málum.
Ég minnist Kalla þegar hann sem
unglingur kom, hlaðinn af flugeld-
um, á gamlárskvöld og lífgaði upp
á hversdagsleikann í sveitinni. Ég
minnist örlætis hans og gjafmildi
en hann gat jafnan tekið sinn síð-
asta eyri til að gleðja aðra. Ég
minnist tryggðar hans, vináttu og
gestrisni. Ég minnist skemmtilegra
stunda þegar hann var hrókur alls
fagnaðar. Ég man alltaf eftir því að
einu sinni í gamla daga, þegar
Kalli var unglingur, skammaði
pabbi Kalla fyrir, að honum fannst,
glæfraakstur á traktornum. Það
fauk í Kalla en hann viðurkenndi
fyrir mér seinna að þetta hefði ver-
ið réttmæt ábending hjá pabba.
Pabbi sagði hins vegar við mig
„það var leiðinlegt að segja þetta
við hann Kalla Þór því hann er
reyndar ekkert nema gæðin“. Kalli
stóð jafnan með þeim sem minna
máttu sín.
Sárlega fann ég fyrir vanmætti
mínum, þegar minn gamli vinur
þurfti mest á vináttu að halda, ein-
angraður í veikindum sínum. Hin-
um látna helga ég tilvitnun í Dav-
íðssálm 23:
„Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal, óttast ég ekkert illt, því að þú
ert hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig.“
Þóra og Örvar, þið reyndust föð-
ur ykkar vel og þú Þóra mín varst
stóra hjálpin í hans erfiðu veik-
indum. Guð blessi þig fyrir það.
Ég votta aðstandendum hins
látna innilega samúð og bið þeim
Guðs friðar.
Ársæll Þórðarson.
Karl Þór Þorkelsson
Þegar ég frétti
andlát Jóhönnu Sæ-
mundsdóttur, kenn-
ara míns, fannst mér ég þurfa að
minnast hennar með fáeinum orð-
um.
Ég á bara ljúfar og góðar minn-
ingar um þessa konu. Hún kenndi
mér handavinnu í Barnaskólanum
á Ísafirði.
Það voru góðar stundir sem ég
átti hjá henni. Hún var ekki
menntaður kennari en hún var
kennari af Guðs náð í þess orðs
bestu merkingu.
Enn þann dag í dag á ég alla
handavinnuna mína sem ég gerði
undir hennar leiðsögn. Og það sem
meira er að ég nota þetta allt enn
þann dag í dag.
Hún hlustaði á okkur stelpurnar
masa um það sem okkur lá á hjarta
í það og það skiptið og hún bland-
aði sér í umræðu okkar. Ekki með
umvöndunum heldur eins og ein af
okkur. Hún talaði við okkur sem
jafningja.
Ég mun aldrei gleyma einum
tíma hjá henni.
Ein skólasystir okkar hafði
veikst mjög alvarlega og átti að
flytja hana til Reykjavíkur þennan
dag. Einmitt þegar flugvélin hóf
Jóhanna
Sæmundsdóttir
✝ Jóhanna Sæ-mundsdóttir,
fyrrv. handavinnu-
kennari og húsmóðir
á Ísafirði, fæddist 28.
ágúst 1919. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu á
Vífilsstöðum 17. maí
2010.
Útför Jóhönnu fór
fram frá Neskirkju 1.
júní 2010.
sig á loft og flaug út
fjörðinn stóðum við
stelpurnar við
gluggann á handa-
vinnustofunni og
horfðum á eftir vél-
inni.
Þessi skólasystir
okkar átti ekki aftur-
kvæmt í okkar hóp
lifandi.
Þá var nú gott að
vera í tíma hjá Jó-
hönnu. Hún talaði við
okkur og hughreysti
og var okkur mikill
stuðningur í þessari fyrstu alvar-
legu lífsreynslu okkar aðeins tólf
ára gamalla.
Já, það er óhætt að segja að Jó-
hanna markaði spor í barnæsku
mína. Það gerði maður hennar,
Björgvin, svo sannarlega líka.
Ekki bara einasta voru þau hjón
bæði kennarar mínir og auðvitað
systkina minna heldur var vinskap-
ur góður milli þeirra og foreldra
minna.
Foreldrar mínir bjuggu í Al-
þýðuhúsinu á Ísafirði eins og Jó-
hanna og Björgvin og þar fæddist
Önundur, bróðir minn.
Svo kenndu bæði pabbi og
Björgvin við barnaskólann.
Ég hitti Jóhönnu síðast við útför
Björgvins. Hún var þá nánast orðin
blind.
Þegar ég heilsaði henni þekkti
hún röddina mína. Og auðvitað
spurði hún um Önund bróður sem
hún lét sér alla tíð mjög annt um.
Kæri Sighvatur, við systkinin
sendum þér og þínum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Við eigum bara fallegar minn-
ingar um þessa góðu og fallegu
konu.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Helga Jónsdóttir.
Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 8
Hafnarfirði, Sími: 571 0400
legsteinar@gmail.com
✝
Elskulegur bróðir og mágur,
JÓNAS JÓNSSON,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
15. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
24. júní kl. 15.00.
Arnbjörg Jónsdóttir Waage,
Geir Jónsson,
Ingunn Stefánsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR HALLDÓRSSON
pípulagningameistari,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
sem lést þann 15. júní, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Unnur Garðarsdóttir, Örn Þór Þorbjörnsson,
Gylfi Garðarsson,
Hólmfríður Garðarsdóttir.
✝
Elskulegur bróðir minn og frændi okkar,
SUMARLIÐI MARÍASSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 28. júní kl 13.00.
Matthildur Maríasdóttir
og frændsystkini
✝
Innilegar þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem
okkur hefur verið sýnd við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
AÐALHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki 4-B á
Hrafnistu Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun.
Haraldur Þorsteinsson,
Sigurður Haraldsson, Jóna Guðjónsdóttir,
Þorsteinn Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Sturla Þorsteinsson,
Ástráður Haraldsson, Eyrún Finnbogadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR INGVARSDÓTTUR,
áður til heimilis að Lokastíg 28,
Reykjavík,
Anna Sveinsdóttir,
Jón Sveinsson, Guðrún Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, pabba okkar, tengda-
pabba, afa og langafa,
GUÐLEIFS SIGURJÓNSSONAR
fyrrv. garðyrkjustjóra í Keflavík,
Bröttuhlíð 17,
Hveragerði.
Guð blessi ykkur.
Ástríður Hjartardóttir,
Hjörtur Kristjánsson, Erna Guðlaugsdóttir,
Sigurjón Guðleifsson, Cecilie Lyberth,
Ásta Guðleifsdóttir, Magnús Jensson,
Ragnar Guðleifsson, Hjördís Harðardóttir,
Sigurður Guðleifsson,
Margrét Guðleifsdóttir, Hörður Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.