Morgunblaðið - 19.06.2010, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2010
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Klose fékk rautt og Þjóðverjar …
2. Lögreglumaður kýldi ungling…
3. Senda ekki út greiðsluseðla
4. 60 höfuð fundust í flugvél
Nýjasta myndin í Twilight-röðinni,
sem fjallar um ástarþríhyrning hinn-
ar mennsku Bellu, vampírunnar Edw-
ards og varúlfsins Jacob, var frum-
sýnd í Róm á dögunum. Af því tilefni
voru Kristen Stewart og Taylor Laut-
ner mætt á rauða dregilinn við
gríðargóðar undirtektir. »45
Reuters
Geðshræring á frum-
sýningu Twilight
Diskurinn
Grannmetislög
kom út á dög-
unum en hann
hefur að geyma
lög sem Haukur
Tómasson tón-
skáld samdi við
ljóð Þórarins Eld-
járns sem birtust
í bókinni Grannmeti og átvextir. Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir syngur inn á
plötuna en Caput-hópurinn sér um
undirleik. »42
Orðaleikir og ein-
kennilegar persónur
Blóðdropinn, glæpasagnaverðlaun
Hins íslenska glæpafélags var af-
hentur í Borgarbókasafni Reykjavíkur
í gær. Blóðdropann hlaut Helgi Ing-
ólfsson fyrir bókina Þegar kóngur
kom. Bókin verður fram-
lag Íslands til nor-
rænu glæpasagna-
verðlaunanna Gler-
lykilsins árið 2011.
Í dómnefndinni
voru m.a. Anna Ing-
ólfsdóttir og Katrín
Jakobsdóttir.
Helgi Ingólfsson
hlaut blóðdropann
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og bjart með köflum á Norður- og Austurlandi, en vestan
3-8 m/s og stöku skúrir. Hiti víða 12 til 18 stig, en allt að 20 stig á A- og SA-landi.
Á sunnudag SV 5-8 m/s. Skýjað með köflum og skúrir á stöku stað um landið vest-
anvert en annars þurrt að mestu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast til landsins austanlands.
Á mánudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir en
bjartviðri á SA-landi. Hiti yfirleitt á bilinu 6 til 16 stig, hlýjast sunnantil.
Englendingar og Þjóðverjar ollu
stuðningsmönnum sínum miklum
vonbrigðum á HM í fótbolta í Suður-
Afríku í gær. Englendingar gerðu að-
eins 0:0 jafntefli við Alsírbúa og
Þjóðverjar töpuðu 0:1 fyrir Serbum,
eftir að hafa misst Miroslav Klose af
velli með rautt spjald í fyrri hálfleik.
Bæði lið eiga fyrir höndum harða bar-
áttu um sæti í 16-liða úrslitum. »4
Enskir og þýskir í mikl-
um vandræðum á HM
Íslenska frjálsíþróttalands-
liðið er komið til Möltu þar
sem það tekur þátt í Evrópu-
bikarkeppninni um helgina.
Meðal keppenda er kúluvarp-
arinn Óðinn Björn Þor-
steinsson sem er í stöðugri
framför og stefnir að því að
kasta yfir 20 metrana á
þessu ári. Morgunblaðið og
mbl.is fylgjast með gangi
mála á Möltu um helgina. »
2-3
Stefnir á að kasta
20 metra á árinu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, lands-
liðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerði
tvær breytingar á byrjunarliði sínu
fyrir leikinn gegn
Norður-Írum
sem hefst
klukkan 16 á
Laugardalsvell-
inum. Ís-
lenska lið-
ið þarf
nauðsyn-
lega á
sigri að
halda í
barátt-
unni um
að komast
áfram. »1-2
Tvær breytingar fyrir
leikinn gegn N-Írum
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Gítarleikarinn Daníel Friðrik Böðv-
arsson komst á dögunum inn í einn
virtasta tónlistarskóla Evrópu. Daní-
el var einn af fimm einstaklingum
sem komust í áheyrnarprufu ytra.
Þaðan fór hann með sigur af hólmi,
en skólinn innritar aðeins einn nem-
anda í deild á hverju ári.
„Hver umsækjandi þarf að senda
upptökur af sjálfum sér. Ég sendi
upptökur sem ég tók með nokkrum
félögum. Þar spiluðum við gamla
djassstandarda,“ segir Daníel. „Síð-
an sendi ég frumsamin lög eftir mig
sem við í hljómsveitinni minni, Reg-
infirru, spiluðum.“
Reginfirra vann ungliðakeppni
norrænna djassleikara, Young Nor-
dic Jazz Comets, síðasta haust.
Daníel segir að umsóknarferlið
hafi verið mikið umstang.
„Þetta var svolítið hnoð. Allt þurfti
að berast rétt til skólans og ekkert
mátti út af bera. Úr hópi umsækj-
endanna velja þeir svo nokkra til að
koma í prufu. Ég var sem betur fer
einn þeirra.“
Daníel segist ekki vita til þess að
annar Íslendingur hafi numið við
djassskólann.
Góður undirbúningur í FÍH
Daníel Friðrik hefur lært á gítar
frá átta ára aldri. Fyrst um sinn
stundaði hann klassískt gítarnám, til
fimmtán ára aldurs. Þá skipti hann
yfir í djassinn og hóf nám í Tónlistar-
skóla FÍH. Þaðan lauk Daníel burt-
fararprófi í síðasta mánuði.
FÍH átti stóran þátt í góðu gengi
Daníels í áheyrnarprufunni, að hans
sögn.
„Námið í FÍH var rosalega góður
undirbúningur fyrir mig. Þótt skól-
inn sé ekki á háskólastigi þá eru
kennararnir í fremsta flokki.“
Fyrsta önnin hans Daníels hefst í
október. Fram að því hyggst hann
reyna að safna sér pening fyrir
skólavistinni og koma sér vel fyrir
úti, enda verður hann búsettur þar
næstu fjögur árin. Námið í djass-
skólanum er alfarið á þýsku, svo
Daníel ætlar að skerpa aðeins á
þýskunni.
Ætlar að fleyta sér áfram á
menntaskólaþýskunni
„Ég er með einhvern grunn í
þýskunni, en er alls ekki nógu góður.
Amma mín er hins vegar þýsk, svo
ég ætti að geta nýtt mér hana að ein-
hverju leyti,“ segir Daníel og hlær.
Hann útskrifaðist af málabraut í MR
fyrir ári og er sannfærður um að
stúdentsprófið muni koma að góðum
notum.
Daníel er bjartsýnn á að dyr tæki-
færanna opnist eftir skólagönguna.
Hann getur jafnvel hugsað sér að
halda áfram að ganga menntaveginn
að náminu loknu.
„Skólinn er góður undirbúningur
fyrir frekara nám hvar sem er í
heiminum. Ég tek bara eitt skref í
einu.“
Daníel mun njóta leiðsagnar góðra
kennara í djassskólanum.
„Til að mynda mun gítarleikarinn
Kurt Rosenwinkel kenna mér næsta
haust, en hann hefur spilað með öll-
um frægustu djassistum sinnar kyn-
slóðar,“ segir Daníel og tilhlökkunin
leynir sér ekki.
En vill hann ekki bara frægð?
„Í mínum huga snýst þetta ekki
um það. Þetta snýst einungis um að
verða eins góður tónlistarmaður og
ég get.“
Sest við fótskör fyrirmynda
Hefur nám við
djassskóla Berl-
ínar næsta haust
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gítarhetja Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur hefur Daníel spilað með mörgum landsþekktum hljómsveitum.
Skólinn var stofnaður fyrir að-
eins fimm árum. Hann tilheyrir
þó tveimur öðrum eldri skólum.
Annars vegar Hans Eisler-
skólanum og hins vegar listahá-
skólanum í Berlín. Deildir skól-
ans eru mjög litlar og fáir um-
sækjendur komast að. Miklar
kröfur eru gerðar til starfsfólks-
ins, því kennararnir eru flestir
þungavigtarfólk úr tónlistar-
heiminum.
Afkvæmi
tveggja skóla
JAZZ INSTITUT BERLIN