Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 vera • Laugavegi 49 Sími 552 2020 Útsalan hefst í dag NÝ SENDING Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Siffonbolir kr. 5.900 Str. 36-58 Skokkar kr. 5.900 str. 40-56 Laugaveg 53 • sími 552 3737 Opið mán. - föst. 10-18 • laug. 10-17 Útsalan er hafin 30-70% afsláttur af öllum vörum Útsala Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið mánudaga – föstudaga 11.00-18.00 Lokað á laugardögum Enn meiri verðlækkun 50% 40% Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum Stórútsala 30-70% afsláttur ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í verkið: Ljósleiðarablástur og tengingar, Seljahverfi Verk þetta nær til ljósleiðarablásturs og annarrar tengdrar vinnu á þeim svæðum sem lýst er í útboðsgögnum. Verktaki skal annast undirbúning og blástur ljósleiðarastrengja í rörakerfi GR ásamt frágangi tenginga ljósleiðara. Verkinu skal skila fullfrágengnu þannig að ljósleiðaraþráður sem uppfyllir gæðakröfur GR sé komin á milli inntakskassa og tengibrettis í tengistöð. Verkið er nánar skilgreint í útboðsgögnum GRV 2010/07. Verklok 1. áfanga eru 17. september 2010. Verklok 2. áfanga eru 8. október 2010. Útboðsgögnin er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR www.or.is/UmOR/Utbod frá og með mánudeginum 5. júlí 2010. Tilboð verða opnuð hjá Gagnaveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, föstudaginn 16. júlí 2010, kl. 11:00. GRV 2010/07 3.7.2010 Gagnaveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík sími 516-7800 fax 516-7809 www.or.is/utbod Stórfréttir í tölvupósti „Niðurstaðan kemur ekki á óvart enda hefur tilhneigingin undanfarið verið í þessa átt,“ segir varaformaður þingflokks Sam- fylkingar. „Það sem er merkilegt er hve margir lýsa því yfir að þeir hafi takmarkaða þekkingu á ESB. Ég held að það séu skilaboð bæði til stjórnmálamanna og fjölmiðla um nauðsyn þess að fræða um ESB en festast ekki í ýkj- um og tröllasögum. Stóra málið er hvers konar samningur verður á borðinu að loknum aðildarviðræðum og hvort hann verður ásættanlegur út frá hagsmunum Íslands.“ Samningurinn er stóra málið Skúli Helgason „Íslendingar vilja bara fara að einbeita sér að sínum málum hér heima. Hér er erfitt efna- hagslíf, skulda- vandi heimilanna er erfiður, at- vinnulífið er ekki komið af stað. Íslendingar segja bara: Við skulum byrja á því að koma þess- um hlutum í lag hér heima,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. „Svo fyrir utan það þá er þetta forystulaust ferðalag sem við erum komin í, því miður. Þannig getur maður ekki haldið á utanríkis- málum þjóðarinnar.“ Forystulaus ferð og nægur vandi heima Ólöf Nordal „Mér finnst full- snemmt að segja já eða nei við aðild að ESB þar sem samningur liggur ekki fyrir,“ segir varaformaður Framsóknar. „En þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart í ljósi þeirr- ar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Ég hef verið í hópi þeirra sem vilja skoða hvað fyrirhug- aðar aðildarviðræður fela í sér fyrir okkur Íslendinga. Á grundvelli samn- ingsins mun ég taka upplýsta afstöðu um hvort ég er hlynntur eða á móti aðild, en ég minni á ströng skilyrði sem flokksþing Framsóknarflokksins setti í þeim efnum.“ Fullsnemmt að segja já eða nei Birkir Jón Jónsson Hin mikla and- staða við aðild kemur ekki á óvart, að mati Katrínar Jak- obsdóttur, vara- formanns VG. Hún segir þó ekki að könnunin eigi að hafa áhrif á umsóknar- ferlið. Samþykkt Alþingis liggi því til grundvallar og það geti ekki stjórnast af skoðanakönnunum. „Þegar kreppan hefur þyngst í löndunum í kringum okkur áttar fólk sig á því að það er ekki endi- lega verra að vera í okkar stöðu heldur en innan sambandsins.“ Hún vilji að þjóðin fái tækifæri til að kjósa gegn aðild að ESB. Íslenska staðan ekki verri en innan ESB Katrín Jakobsdóttir Sextíu prósent þjóðarinnar eru andvíg aðild Íslands að Evrópu- sambandinu, ef marka má niður- stöður úr Þjóðarpúlsi Capacent Gallup sem greint var frá í sjón- varpsfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Einungis 25% þjóðarinnar eru hins vegar hlynnt aðild að ESB. Afstaða þjóðarinnar hefur breyst mikið á hálfu öðru ári en þá sögðust 64% – í samskonar könnun Capacent Gallup – hlynnt því að hefja viðræður við Evrópusambandið um aðild. Þó þykir erfitt að bera saman kannanir þar sem spurningarnar eru sjaldnast orðaðar á sama hátt. Að þessu sinni spurði Capacent Gallup: „Ertu hlynntur eða andvígur aðild Íslands að ESB?“ Engan þarf að undra að flestir fylgismanna ESB-aðildar koma úr röðum Samfylkingarinnar en nærri 60% þeirra vilja sjá Ísland sem aðildarríki innan Evrópusambandsins. Afstaða fylgismanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Vinstri grænna er jafnafgerandi, þó hún sé ekki sú sama. Minnstur er áhuginn hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þar sem 75% eru á móti aðild. Og um sjötíu prósent fylgismanna Vinstri grænna fylgja sömu skoðun. Í frétt Ríkisúvarpsins var einnig vakin athygli á því, að innan við helmingur svarenda taldi sig þekkja vel kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Andstaða við aðild vex  Á milli 70 og 75% fylgismanna Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Vinstri grænna eru andvíg aðild að ESB Morgunblaðið/RAX Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.