Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Hún er bastarður, hún erúrkynja samsafn vafa-samra hugmynda, húner sambland af alls- kyns tónlist sem á svo sem ekki erindi við einn eða neinn sér- staklega, sem heild.“ Svona lýsir nýja sumarplötunni Hitaveitan sér, en hún kom út fyrir skemmstu frá Kimi Records- útgáfunni. Það er varla hægt að finna betri lýsingu á því hvað þessi plata í raun og veru er, en þessa. Hitaveitan inniheldur 14 sjóð- heit sumarlög með sveitum sem flestar eru innan vébanda hinnar fjölbreyttu Kima-samsteypu, sem í eru hljómplötuútgáfurnar Kimi, Brak og Borgin. Lögin er flestöll ný eða nýleg og í nokkrum þeirra sameina hljómsveitir krafta sína og er afrakstur þess samstarfs oft afar áhugaverður. Sem dæmi má nefna Prófessorinn og Memfismaf- íuna, Reykjavík! og Mugison, Retro Stefson og Miri undir merkjum Metro Sirion, Skakkam- anage og Prins Póló og Hjálma og Helga Björns, svo nokkur séu nefnd. Fönk-Prófessorinn sjálfur ríður á vaðið með Memfismafíunni í lag- inu „Dýrin á Diskó“ og fer með hlustendur með sér til diskóeyju sem fjölmörg diskódýr kalla heim- ili sitt. Rokkið tekur svo við með lögum frá Morðingjum og vest- firsku samstarfi Reykjavík! og Mugison. Egill S, Retron og Me, the Slumbering Napoleon mat- reiða flotta indí-poppaða-stóner- proggsýru áður en Snorri Helga og FM Belfast róa á rólegri mið í lögunum „Ólán“ og „Listen To You“. Gleðin tekur svo aftur völd- in þegar Retro Stefson og Miri fara í ferðalag og nær hún há- marki hjá DJ Flugvél og Geimskip áður en Skakkamanage og sjálfur Prins Póló halda inn í þykka „Partíþokuna“. Smellurinn „Húsið og ég“ í flutningi Hjálma og Helga Björns er svo loksins klæddur í réttan reggíbúning. Hjaltalín róar svo ögn niður stemninguna í „Very Slow Bossanova“ áður en Sudden Weather Change og Nolo fara á flug og sjá um að enda Hitaveit- una á sjóðandi heitum nótum. Sumarið er svo sannarlega að finna á Hitaveitunni og ná lögin á henni að breyta ískalda Atlants- hafinu og kol- svarta sandinum í kristaltæran sjó við hvíta strönd á af- skekktri eyju í suðurhöfum. Það er því tilvalið að hækka í ofnunum, skella sér á stuttbuxur og hlýra- bolinn og svo hrista sér í eitt hressilegt sumar-hanastél með marglitum regnhlífum. Hitaveitan er vel heppnuð sumarplata sem fær sólina svo sannarlega til að skína. Hlýrabolir, stuttbuxur og hanastél Brjálað stuð Skakkamanage á Sumargleði Kimi Records síðastliðið sumar. Geisladiskur Hitaveitan - Ýmsir flytjendur bbbbn Kimi Records 2010 MATTHÍAS ÁRNI INGIMARSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Eggert ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! „Brjálaður hasar” -J.I.S. - DV „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is „Sumarið er komið með kúlnaregni” -S.V. - Mbl. Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 SÝND Í SMÁRABÍÓI Killers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Snabba Cash kl. 6 B.i. 16 ára Grown Ups kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Robin Hood kl. 9 B.i. 12 ára Get Him to the Greek kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4 - 3D gleraugu seld aukalega Sýnd kl. 4 - ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Í S ÁRABÍÓI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 gdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.