Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þó að fréttir afatvinnulíf-inu séu al- mennt neikvæðar þessi misserin er ástandið ekki alls staðar slæmt. Svo- kölluð sprotafyrirtæki hafa til að mynda vaxið mjög á síðustu árum og vöxtur þeirra heldur áfram þrátt fyrir kreppu á mörgum öðrum sviðum. Í um- fjöllun í Morgunblaðinu í fyrra- dag mátti sjá frásögn af gríð- arlegum vexti þessara fyrirtækja og það sem ekki var síður ánægjulegt, spá um hrað- an vöxt á næstu árum. Miklum vexti sprotafyr- irtækja fylgir mikil aukning eftirspurnar eftir tæknimennt- uðu fólki. Vegna þessarar þró- unar og til að tryggja að for- sendur séu fyrir því að hún geti haldið áfram er nauðsynlegt að efla menntun í tæknigreinum hér á landi. Í því efni er óhætt að taka undir sjónarmið Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík, sem segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að búa þurfi þannig um þessar greinar í háskólunum að þær anni því að koma stærri hópum í gegn. Ari Kristinn tel- ur að Íslendingar hafi nú ein- stakt tækifæri til að hasla sér völl í hvers kyns hugverkaiðn- aði, en forsendan er vitaskuld starfsfólk með rétta menntun. Af þessum sökum er áhyggjuefni að Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Há- skóla Íslands, skuli telja að til greina komi að taka upp fjöldatakmarkanir við skólann. Yrðu slíkar hug- myndir ofan á í tæknigrein- unum væri ljóst að Háskóli Ís- lands hefði ekki næga burði til að sjá atvinnulífinu fyrir nauð- synlegum starfskröftum á mik- ilvægum vaxtarsviðum atvinnu- lífsins. Þessar hugmyndir koma ekki til af góðu heldur eru þær af- leiðing mikillar niðurskurð- arkröfu ríkisvaldsins eftir hrun. Það vekur því undrun að Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segist ekki hafa heyrt af hugmyndum um fjölda- takmarkanir. Vonandi er þetta ekki til vitnis um skort á sam- bandi á milli Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins og vonandi ekki heldur nein vís- bending um áhugaleysi í menntamálaráðuneytinu á að efla tæknimenntun í landinu. Þó að efnahagserfiðleikarnir kalli á sparnað víða hafa stjórn- völd einnig sýnt að þau hafa mikla fjármuni til að ráðstafa til ákveðinna gæluverkefna. Miklu nær væri að horfa til framtíðar og verja fjármununum til menntunar tæknifólks fyrir hugverkaiðnað og sprotafyr- irtæki framtíðarinnar. Við þurfum að horfa til framtíðar og efla menntun í tæknigreinum} Tækifæri í tæknigreinum Mynd segirstundum meira en mörg orð og gildir það um teikningar sem ljósmyndir. Það gerði einmitt mynd sem birtist á dög- unum og sýndi þrjá samfylking- arráðherra hokra í horni með sýnishorn þjóðarinnar fyrir framan sig og var ekki ánægð með Evrópusambandsbröltið. „Þið eruð bara einangraðir öfga- menn“ eru þau látin segja við þjóðina. Eftir að fámennum hópi á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins mistókst að knýja yfirgnæf- andi meirihluta landsfundarfull- trúa til að lúta sínum sérsjónarmiðum undir klofn- ingshótunum kemur hópurinn saman og segir að landsfund- urinn hafi málað sig út í horn. Myndarlegt horn það, enda hef- ur þorri þjóðarinnar úr ýmsum stjórnmálaflokkum og hreyf- ingum kosið sér samastað þar í Evrópumálum. Góður og gegn fyrrverandi sendimaður Íslands erlendis segir sig úr Sjálfstæð- isflokknum þar sem þorri flokks- manna vill ekki hlíta forsjá þeirra fáu sem vitið hafa í Evrópumálum. Segir sendimað- urinn að með af- stöðu sinni til Evrópumála sé Sjálfstæðisflokkurinn að verða smáflokkur eins og íhalds- flokkar á Norðurlöndum. Þetta var ekki beint heppilegur sam- anburður, því íhaldsflokkarnir á Norðurlöndum hafa verið áköfustu Evrópu- og evrusinn- arnir af öllum flokkum á þeim slóðum. Kannski er það ekki ólíklegasta ástæða þess að fylgi þeirra er ekki beysið. En þessi ummæli eru þó í góðu samræmi við annað. Þeir sem fylgja þjóð- arviljanum eru að einangra sig. En þeir sem elta skottið á Sam- fylkingunni, sem er að skreppa saman, eru opnir, vitrir, lýð- ræðissinnaðri en aðrir og kom- ast allir fyrir í hentugu horni. Aðrir eru að dæma sig úr leik. Hvaða leik? Bjölluatinu í Brussel? Umræðan um ákvörðun landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins er kúnstug} Úti í horni húkir þar M ér hefur alltaf þótt sýn Íslend- inga á bandarísk stjórnmál undarleg. Almennt virðist hún vera á þá leið að repúblikanar séu óskilgetin afkvæmi kölska á meðan demókratar séu nokkurs konar Evr- ópubúar í sauðargæru – stjórnmálamenn, sem eru afar líkir okkur siðmenntaða fólkinu í hugs- un, þótt þeir þurfi stundum að láta öðruvísi til að plata atkvæði af rasískum suðurríkjamönn- um. Afstaða flestra Íslendinga til núverandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna undirstrikar þessa sýn afskaplega vel. Kallgreyið hann George W. Bush var hér málaður annaðhvort sem vígtennt vampíra sem byrjaði daginn á því að snæða fátæk smábörn eða afskaplega illa gefin strengjabrúða annarra vígtenntra vampíra eins og varaforsetans Dicks Cheneys. Allar ákvarðanir forsetans voru skoðaðar í gegnum þessi gleraugu og fólk fussaði og sveiaði yfir innrásunum í Afg- anistan og Írak, illri meðferð á föngum í Guantanamo og því hvernig alríkið undir hans stjórn höndlaði afleiðingar fellibylsins Katrínu. Svo ekki sé talað um það hvernig Bush hunsaði skoðanir alþjóðasamfélagsins í öllum sínum ákvörðunum og gerði bara það sem hann vildi. Barack Obama virtist í augum flestra vera hið fullkomna svar við þessari skelfilegu ógnarstjórn. Vinstrimenn töldu réttilega að Obama væri nær þeim í skoðunum og höfðu því meiri ástæðu en aðrir til að fagna kjöri hans. Ég náði hins vegar aldrei að fá íslenska hægrimenn til að út- skýra almennilega fyrir mér hvað það var við manninn sem heillaði þá svo. Helst var það að hann virkaði einhvern veginn „meira kúl“ en jólasveinninn hann Bush. Hann tók sig allavega betur út í jakkafötum og spilaði körfubolta. Eitthvað held ég að glansinn sé að fara af þessum „kúl“ forseta. Hann hefur lagt sig fram um að móðga, skamma og svíkja hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu og Mið- Austurlöndum á meðan hann buktar sig og beygir fyrir einræðisherrum í Asíu og Suður- Ameríku. Hann hefur vissulega ekki tekið upp yfirheyrsluaðferðir Bush-stjórnarinnar, en notkun ómannaðra flugvéla til að taka af lífi grunaða hryðjuverkamenn í Afganistan og Pakistan hefur margfaldast og hafa mörg hundruð menn og konur verið drepin með þess- um hætti með blessun Obama. Hann hefur ekki ennþá lokað fangelsinu í Guantanamo, þvert á loforð sín í kosningabaráttunni, og viðbrögð hans við olíulekanum í Mexíkóflóa virðast aðallega felast í því að leika níu holur í staðinn fyrir átján. Af hverju eru þeir sem mótmæltu hve harðast öllum stríðsrekstrinum undir Bush þöglir nú? Af hverju er það í lagi að stinga Pólverja og Tékka í bakið til að þóknast Rússum en ekki í lagi að gefa Frökkum og Þjóðverjum fingurinn fyrir innrásina í Írak? Kannski hef ég bara rangt fyrir mér í þessu – maðurinn fékk jú Nóbelsverðlaun fyrir að vera „kúl“. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Er nóg að vera bara „kúl“? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Nýtt fangelsi ætlar seint að rísa upp FRÉTTASKÝRING Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is B ygging á nýju gæslu- varðhalds- og skamm- tímavistunarfangelsi verður boðin út fyrir lok september á þessu ári. Staðarval er hins vegar enn óákveðið og það þegar aðeins um tveir mánuðir eru til stefnu. „Við förum í útboðið þannig að það fer eftir væntanlegum boðum hvaða ákvörðun verður tekin um stað- setningu,“ segir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra. Hún telur stóra málið vera að heimild hafi fengist fyrir framkvæmdinni og vonast hún til að hagkvæm lausn náist sem falli vel að þörfum fangelsisyf- irvalda. „Síðan verður bara að koma í ljós hvar staðsetningin verður“. Í nýja fangelsinu er gert ráð fyrir 50 fangelsisrýmum með deild fyrir kvenfanga. Hugmyndin að nýju fang- elsi hefur átt misjöfnu gengi að fagna í gegnum árin og á endanum hefur henni sífellt verið frestað. Í lok mars sl. var tillaga Rögnu um að hefja framkvæmdina í haust hins vegar samþykkt á ríkisstjórnarfundi. Ragna hefur skipað nefnd sem mun koma með tillögur að langtímaáætlun á sviði fullnustumála. Í tilkynningu frá ráðu- neytinu kemur fram að brýn nauðsyn sé á plássi fyrir fanga en afplán- unarrými í fangelsum hér á landi eru nú 149 talsins. Sagan endalausa Staðið hefur til að reisa nýtt fangelsi frá árinu 1960, en þá mælti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, fyrir frumvarpi til laga um að reisa eitt slíkt í nágrenni Reykjavíkur. Fangelsið átti að reisa í Korpúlfsstaðalandi en ekkert varð úr því. Í stað þess var ákveðið að breyta Síðumúla 28 í gæsluvarðhaldsfangelsi og var það tekið í notkun árið 1972 og starfrækt til ársins 1996. Leitin að húsnæði hélt áfram og árið 1974 veitti Reykjavíkurborg vil- yrði fyrir lóðinni að Tunguhálsi 6. Húsameistari ríkisins lagði fram út- litsteikningu sem unnið var eftir og í lok árs 1976 var verkið samþykkt til áætlunargerðar. Tveimur árum síðar, í mars 1978, voru tilboð opnuð í fram- kvæmdir og var grunnur tekinn að húsinu og botnplata steypt. Ekkert varð af frekari framkvæmdum vegna fjárskorts. Fangelsismálin hafa dottið af dagskrá um tíma því það var ekki fyrr en 1991 að Þorsteinn Pálsson, þá- verandi dómsmálaráðherra, skipaði nefnd til að leggja fram tillögur að nýju fangelsi. Nefndin lagði til að reisa nýtt afplánunar- og gæslu- varðhaldsfangelsi í Reykjavík en Litla-Hraun yrði fyrst og fremst af- plánunarfangelsi fyrir langtímafanga. Ekki var fallist á tillögu að Reykjavík- urfangelsi en fangelsið á Litla-Hrauni var hins vegar stækkað og fangapláss- um fjölgað. Árið 1999 stóð til að reisa nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi en ekk- ert varð úr framkvæmdum. Vorið 2001 var lagt til að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði fyrir ofan Reykjavík og árið 2003 ákvað ríkis- stjórnin að efna til opins forvals meðal verktaka og lá fyrir að kostnaður við byggingu yrði 1,6 milljarðar. Forvalið fór aldrei fram og árið 2004 ákvað nýr dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, að gefa Fangelsismálastofnun færi á að skoða hugmyndir um nýja fang- elsið. Eftir skil á skýrslu Fangelsis- málastofnunar kom í ljós að byggingu yrði enn frestað. Gert var ráð fyrir að hefja gerð frumáætlunar vegna fang- elsis á Hólmsheiði árið 2006 en fram- kvæmdir áttu að hefjast í byrjun árs 2008 og ljúka fyrir árslok 2009. Vegna skorts á fjármagni varð ekkert úr framkvæmdum. Ragna segist ekki vera með á hreinu hvort lóðin á Hólmsheiði standi enn til boða en ým- is atriði eru enn óákveðin. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ekki hvers manns draumur Nýja fangelsið mun bæta aðbúnað fanga og öryggi starfsfólks í byggingu sem er hönnuð sem fangelsi frá grunni. Leggja þarf niður fangelsið í Kópavogi og Hegningarhúsið og mun þá hringurinn þrengjast að sögn Rögnu Árnadóttur, dóms- mála- og mannréttinda- ráðherra. Hún segir að áður hafi verið talað um að fangelsið yrði nýtt gæsluvarðhalds- og örygg- isfangelsi á höfuðborgarsvæð- inu en hins vegar laut samþykkt ríkisstjórnar að því að þetta yrði heimilað en ekki bundið við ákveðin landsvæði. „En það þarf að vera hagkvæmni og vit í þessu,“ segir Ragna. Hringurinn þrengist NÝTT FANGELSI BYGGT Morgunblaðið/Þorkell Hegningarhúsið á Skólavörðustíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.