Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 1
ÚTILISTAVERK LIGGJA UNDIR SKEMMDUM HÁLENDIÐ SEM HIMNARÍKI BÝR TIL PELÉ- SKART ÚR ÞÆFÐRI ULL LIFUN ÚTIVIST 24 SÍÐUR HIN ÍSLENSKA PELÉ 10LISTAVERKAVEFUR 31 Jónas Margeir Ingólfsson og Skúli Á. Sigurðsson Tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Ís- lands til fjármálafyrirtækja vegna nýfallinna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistrygging- ar setja fjármálafyrirtækjum í sjálfsvald að meta til hvaða samninga tilmælin taki. Fjármálafyrir- tækin hafa þannig frjálsar hendur um hvaða gengistryggð lán sín þau leiðrétta. Flest fjármálafyrirtæki hafa sent frá sér yfir- lýsingar þess efnis að tilmælin taki til gengis- tryggðra bílalána þeirra en ekkert fyrirtæki hef- ur, enn sem komið er, ákveðið að láta tilmælin einnig taka til gengistryggðra húsnæðislána. Þrátt fyrir ótvírætt fordæmisgildi hæstaréttar- dómanna að mati fræðimanna telja fjármögnunar- fyrirtækin ákvæði um gengistryggingu húsnæðis- lána í samningum sínum það ólík ákvæðum um gengistryggingu í samningum um bílalán að dóm- ar Hæstaréttar og tilmæli Seðlabankans og FME taki því ekki til húsnæðislána að svo stöddu. Breyttar afborganir af lánum Fari bankar og fjármögnunarfyrirtæki að til- mælunum mun það leiða af sér lægri afborganir en skuldarar þyrftu að greiða hefði gengistrygging fengið að standa. Miðað við að eftir dóm Hæsta- réttar standi samningsvextir verða þær næstum fjórfalt hærri. Í sjálfsvald sett  Fjármögnunarfyrirtækin dæma sjálf um hvort til- mælin taki til gengistryggðra lánasamninga þeirra Meira en fimm þúsund tónleika- gestir í Hljómskálagarðinum voru innblásnir af ljúfum tónum í gær- kvöldi þegar tónleikarnir „Iceland inspires“ voru haldnir. Regnhlífar settu svip á tónleikasvæðið framan af kvöldi en um tíuleytið stytti upp og íslenska sumarið sýndi sínar bestu hliðar. Tónleikarnir voru hluti af kynningarátakinu „Inspir- ed by Iceland“ eða „Undir áhrifum frá Íslandi“ sem vakið hefur mikla athygli víða um heim. Talið er að tugir þúsunda hafi fylgst með tón- leikunum á netinu í gærkvöldi. „Vinahópurinn sem við höfum byggt upp í tengslum við þetta átak skilaði sér greinilega á tónleikana. Við erum rosalega ánægð og glöð með þennan hápunkt átaksins,“ sagði Inga Hlín Pálsdóttir, sem sit- ur í verkefnisstjórn „Inspired by Iceland“, að lokinni vel heppnaðri þriggja tíma tónlistarveislu. Meðal þeirra sem fram komu á tónleikunum voru Damien Rice, Lay Low, Hjaltalín, Hafdís Huld, Gus Gus, Dikta og Mammút. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tugir þúsunda inn- blásnir af Íslandi  Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aftur minnkað og mælist nú um 42%. Þetta er niðurstaða könn- unar sem Miðlun vann fyrir Morg- unblaðið í síðasta mánuði. Ef mið- að er við Þjóðarpúls Capacent Gallup nemur þessi stuðningur lægsta stuðningshlutfalli rík- isstjórnarinnar síðan í kosningum. Í þarsíðasta Þjóðarpúlsi mældist stuðningurinn einnig 42% en í fyrri Þjóðarpúlsum hefur stuðn- ingur við ríkisstjórnina mælst á bilinu 46%-50%. Þegar litið er til aldurs að- spurðra kemur greinilega í ljós mikill afstöðumunur. Aðeins 35% yngstu þátttakenda, þ.e. á aldurs- bilinu 18 til 24 ára, sögðust styðja ríkisstjórnina. Mestur stuðningur mælist hins vegar í elsta hópnum, þ.e. aldurshópnum 55-75 ára, eða 46,5%. Þróunin er einnig sú að þeim mun menntaðri sem svar- endur eru, þeim mun jákvæðari voru þeir í garð ríkisstjórn- arinnar. »4 Styður þú ríkisstjórnina? 42% Já, styð ríkisstjórnina 58% Nei, styð ekki ríkisstjórnina 849 voru spurðir. 689 (81,2%) tóku afstöðu. Ríkisstjórnin nýtur minni stuðnings  Stofnað 1913  152. tölublað  98. árgangur  F Ö S T U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 1 0 129.934 Afborgun nú miðuð við að gengistrygging íslensks lánsfjár hefði fengið að standa. 39.704 Afborgun nú með verðtryggingu og vöxtum miðuð við að tilmælum SÍ og FME sé fylgt. 10.409 Afborgun nú miðuð við að vextir sam- kvæmt samningum um gengistryggð lán standi án gengistryggingar. ‹ AFBORGANIR AF BÍLALÁNUM › »  Andstaða við aðild Íslands að Evrópusambandinu fer vaxandi, að því er kemur fram í nýjum Þjóð- arpúlsi Capacent Gallup er RÚV greindi frá í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en könnunin eigi ekki að hafa áhrif á umsóknar- ferlið. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, tekur í sama streng og talar um stóra dóm þegar við- ræðum ljúki. Ólöf Nordal, vara- formaður Sjálfstæðisflokks, segir að um sé að ræða forystulaust ferðalag og Íslendingar vilji fara að einbeita sér að málum heima fyrir. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks, segist enn vilja skoða hvað viðræðurnar fela í sér fyrir Íslendinga. »9 Andstaða við aðild að ESB eykst meðal þjóðarinnar MTilmæli SÍ og FME »16 og 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.