Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 ✝ Gísli Guðni Þor-bergsson fæddist í Hraunbæ í Álft- arveri 15.11. 1929. Hann lést 26.6. 2010 á líknardeild Land- spítalans. Foreldrar Gísla voru Þorbergur Bjarnason frá Efri- Ey í Meðallandi, f. 4.5 1902, d. 22.11. 1994 og Guðlaug Marta Gísladóttir frá Norðurhjáleigu í Álftaveri, f. 4.9. 1903, d. 2.9. 1989. Systkini Gísla eru: Þóra Þorbergsdóttir, f. 6.7. 1927, maki Hjálmar Böðvarsson, f. 8.10. 1906, d. 27.11. 1990. Bjarni Þorbergsson, f. 4.8. 1928. Vil- hjálmur Þór Þorbergsson, f. 4.8. 1931, d. 17.2. 1992, maki María Henley. Guðrún Erla Þorbergs- Metúsalem Björnsson, f. 3.8. 1935, d. 27.11. 2009. Vilhjálmur Þor- bergsson, f. 17.10. 1944, maki Ingveldur Ásta Hjaltadóttir, f. 22.3. 1950. Sigurveig Jóna Þor- bergsdóttir, f. 23.12. 1945, maki Kristján Hálfdánarson, f. 9.6. 1945. Árið 1960 kvæntist Gísli Sigur- björgu Valmundsdóttur, f. 28.10. 1930. Foreldrar hennar voru Val- mundur Björnsson, f. 4.12. 1898, og Steinunn Jónsdóttir, f. 1.11. 1905. Þau eignuðust Valmund Steinar, f. 7.2. 1964, sem er í sam- búð með Eyrúnu Ragnarsdóttur, f. 1.3. 1963, saman eiga þau tvö börn: Írisi Ósk, f. 23.10. 1991 og Gísla Steinar, f. 9.6. 1995. Eyrún átti fyrir Ragnar Þór Óskarsson, f. 19.8. 1978. Foreldrar Eyrúnar eru Ragnar Magnússon, f. 19.6. 1935, og Sigríður Guðjónsdóttir, f. 8.5. 1933. Gísli var með meistararéttindi í bifvélavirkjun og vann við það hjá Ræsi og einnig vann hann við vélaviðgerðir og smíðar hjá Vega- gerð ríkisins. Útför Gísla fer fram frá Nes- kirkju í dag, 2. júlí 2010, kl. 13. dóttir, f. 1.7. 1933, maki Albert Jóhanns- son, f. 25.9. 1926, d. 26.12. 1998. Einar Þorbergsson, f. 25.10. 1934, maki Arnþrúður Halldórs- dóttir, f. 2.10. 1936, d. 27.10. 1994. Fjóla Þorbergsdóttir, f. 25.10. 1934, maki Ás- geir P. Jónsson, f. 27.6. 1926, d. 12.5. 2003. Guðlaug Þor- bergsdóttir, f. 7.12. 1935, maki Böðvar Kristjánsson, f. 25.11. 1925. Jón Þór Þorbergsson, f. 27.4. 1937, maki Margrét María Guðmunds- dóttir, f. 29.7. 1944. Anna Sigríður Þorbergsdóttir, f. 23.7. 1938, maki Guðgeir Sumarliðason, f. 29.10. 1937. Guðrún Þorbergsdóttir, f. 25.3. 1941, d. 17.3. 1997, maki Elsku tengdapabbi, hún er ólýs- anleg sorgin við fráfall þitt, þó ég hafi um tíma vitað í hvað stefndi er samt svo erfitt að kveðja. Þú tókst svo vel á móti mér þegar við Valmundur vorum nýtekin sam- an, sá ég þá hve einlægur þú varst og fannst mér ég strax vera partur af þinni fjölskyldu. Ég man svo vel þegar við Val- mundur eignuðumst börnin hvað þú varst stoltur og hve þú ljómaðir. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hve góður og natinn þú varst við okkur og börnin, þín verð- ur sárt saknað og verður þú ávallt með okkur í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Sibba, þú hefur staðið eins og klettur við hlið Gísla í hans veik- indum og verið okkur öllum góð fyr- irmynd. Ég bið Guð að veita þér styrk og megi englar vaka yfir þér. Eyrún Ragnarsdóttir. Elsku afi, nú hefur þú kvatt okk- ur. Við vitum að þú hefur það gott núna en munt örugglega fylgjast með okkur áfram í gegnum lífið. Í huga okkar eru margar góðar minn- ingar, minningar sem aldrei munu gleymast. Þú kenndir okkur svo margt um náttúruna og dýrin frá því við vorum lítil. Stundum saman sast þú með okkur í fanginu með stóru fuglabókina og það tók ekki langan tíma þar til við kunnum allt sem í henni var. Elsku afi, við eigum eftir að sakna svo margs og erum óendanlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Við trúum því að við munum hitta þig aftur síðar. Takk fyrir allt, elsku afi, hvíl þú í friði. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (LEK) Elsku amma, Guð veri með þér. Íris Ósk og Gísli Steinar. Nú er fallinn í valinn góðvinur minn, Gísli Þorbergsson. Ég sá Gísla fyrst árið 1979 þegar við Gerð- ur giftum okkur. Í tilefni af því buðu þau hjónin, Gísli og Sigurbjörg Val- mundsdóttir, okkur í veglega brúð- kaupsveislu. Gísli var mikill á velli og meitlaður af átökum lífsbarátt- unnar enda hafði hann frá blautu barnsbeini unnið erfiðisvinnu bæði til lands og sjávar. Gísli var borinn og barnfæddur í Hraunbæ í Álftaveri austan við Mýrdalssand. Þar vann hann sem drengur sveitastörf á búi foreldra sinna í hópi 13 systkina. Þegar tók að togna úr drengnum fór hann á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum. Á manndómsárunum nam hann fræði um bíla í Iðnskólanum og gerðist bifvélavirki hjá Ræsi. Síðar fór hann að smíða brýr í Skaftafells- sýslu og vann við það til starfsævi- loka. Við götu eina í Vík í Mýrdal, fæð- ingarbæ Sigurbjargar, stóð kofi einn, fyrrverandi geymsla. Gísli gerði úr honum heilsárssumarbú- stað. Þar vantaði bókstaflega ekk- ert. Fremri stofan er í senn forstofa, stássstofa og eldhús og aftari stofan gott svefnherbergi. Bústaðurinn stendur utan í grýttri hæð. Gísli ruddi grjóti úr vegi og gerði þar sal- erni með öllum þægindum, geymslu og blómagarð. Götumegin gerði hann rúmgóða verönd. Með vexti bústaðarins inn í hæðina og út að götunni var litli geymslukofinn orð- inn að rúmgóðri lítilli sumarhöll. Þau hjónin, Gísli og Sibba, eins og þau voru kölluð, nutu verunnar í Mýrdalnum í fyllsta mæli. Þau voru hluti af samfélaginu og oft var litið inn hjá þeim þegar menn áttu leið fram hjá. Eftir að kallið kom þráði Gísli litlu sumarhöllina og með samráði við lækni var ætlunin að koma þangað í hinsta sinn, en þá greip Eyjafjalla- jökull inn í og fyllti unaðsreitinn af svartri ösku. Gísli var í eðli sínu dulur maður, en traustur. Hann hafði sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum. Gest- risni var þeim hjónum í blóð borin og áttum við margar ánægjustundir með þeim, bæði hérlendis og erlend- is, þessa þrjá áratugi sem liðu með þeim. Við sendum Sigurbjörgu, Val- mundi, Eyrúnu, Írisi og Gísla inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mæts manns. Egill Sigurðsson, Gerður Jóhannsdóttir. Gísli Guðni Þorbergsson V i n n i n g a s k r á 9. útdráttur 1. júlí 2010 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 6 8 6 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 6 7 8 4 8 8 5 3 6 7 5 5 5 6 7 6 7 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 446 5660 22372 34323 54374 67448 3438 22015 27763 40944 56487 70283 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 4 2 8 1 0 9 5 8 1 7 2 3 1 2 5 5 3 7 3 9 5 7 3 4 7 7 5 5 6 0 4 8 6 7 2 8 4 7 1 0 6 7 1 1 8 1 5 1 7 9 3 6 2 5 7 4 5 4 1 1 7 4 4 8 1 6 2 6 0 5 3 8 7 3 6 7 2 3 0 5 3 1 4 1 0 7 1 8 9 5 5 2 8 7 1 0 4 1 3 0 5 4 8 5 9 9 6 1 3 9 9 7 3 6 9 1 3 2 2 8 1 4 7 0 7 1 9 3 5 9 2 9 3 3 4 4 3 2 9 1 5 0 3 1 8 6 3 1 5 2 7 3 7 5 8 3 5 3 8 1 4 8 3 2 1 9 6 1 2 3 2 8 4 4 4 4 9 4 1 5 0 8 9 2 6 4 9 5 9 7 4 7 9 0 5 9 5 7 1 4 9 1 0 1 9 6 8 1 3 4 6 8 7 4 5 0 8 3 5 2 9 5 1 6 7 3 1 0 7 5 8 5 3 6 3 6 7 1 5 0 6 7 2 0 6 4 3 3 6 4 5 6 4 5 3 6 6 5 3 8 6 9 7 0 6 6 8 7 5 9 2 0 8 5 7 1 1 6 4 4 4 2 0 7 9 4 3 7 3 5 5 4 5 4 0 2 5 4 3 6 5 7 2 0 3 1 7 7 2 5 6 1 0 7 8 7 1 6 6 8 5 2 1 8 1 9 3 8 0 2 3 4 6 3 6 6 5 6 0 7 1 7 2 0 8 8 7 8 7 2 3 1 0 8 7 7 1 7 1 8 3 2 3 4 9 2 3 9 3 5 0 4 6 5 5 7 6 0 4 0 7 7 2 5 2 3 7 9 1 5 1 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 487 7644 15421 23809 30788 38892 48113 56288 62934 71469 698 7700 15826 23841 31027 38923 48906 56533 63738 71578 1431 7712 16975 24088 31073 38925 49151 56638 63941 71976 1691 7879 17004 24158 31111 38972 49215 56646 63950 72175 1967 8387 17009 24262 31658 39306 49294 56700 63956 72225 1998 8394 17051 24332 32423 39702 49534 56747 63992 73421 2261 9077 17082 24708 32693 39931 49987 56874 64101 73500 2808 9092 17330 24715 32800 40209 50125 56960 64293 73567 2848 9141 17532 25016 32962 41061 50202 57157 64466 73663 2856 9208 17679 25131 33160 41114 50647 57355 64492 73731 3001 9382 18688 25327 33347 41223 50652 57509 64574 73848 3403 9551 18840 25505 33405 41231 51088 58183 64584 74103 3407 9565 18919 25536 33458 41569 51148 58215 64834 74459 3582 9738 19096 25630 33708 41968 51162 58289 64951 74751 3684 9939 19204 25928 33907 42165 51721 58306 65330 75015 3819 9940 19256 25993 34036 42315 52238 58396 65333 75241 3868 9988 19409 26171 34157 42754 52282 58424 65735 75387 4070 10180 19460 26339 34590 42997 52285 58683 65790 75394 4325 10317 19713 27230 35108 43288 52370 58829 66250 75431 4596 10335 19962 27394 35245 43442 52465 59000 66459 75495 4831 10381 20887 27826 35374 43502 52647 59992 66549 75528 4872 10459 21036 28097 35425 43542 52665 60835 66673 75727 5002 10510 21763 28404 35498 43611 52728 60910 66688 76085 5078 10550 22020 28410 35537 44031 52753 60940 67940 76240 5326 10942 22203 28549 35728 44263 52800 60982 67990 76523 5523 10981 22214 28841 36123 44348 53198 61059 68105 76707 5625 11312 22278 28934 36582 44432 53424 61117 68263 76899 6314 11326 22283 29007 36973 44769 53461 61146 68432 77222 6393 11545 22588 29080 37315 45013 54104 61167 68897 77280 6446 12106 22644 29169 37392 45438 54226 61717 69245 77389 6519 12652 22665 29352 37771 45845 54329 62006 69405 77633 6642 12764 22812 29418 37825 45881 54492 62054 69432 77871 6657 13125 22821 29703 37936 45894 54758 62437 69585 77925 6723 13640 23030 29854 37940 46012 55245 62457 69955 77999 6839 13850 23071 29870 38080 46729 55258 62497 70077 78557 7108 14137 23231 29944 38180 46756 55266 62595 70226 79518 7173 14896 23284 30214 38190 47008 55283 62738 70386 79558 7250 15008 23361 30219 38504 47278 55302 62849 70717 79762 7462 15117 23478 30242 38555 47449 55562 62893 70968 79769 7601 15383 23620 30746 38601 47939 56161 62930 71302 79999 Næstu útdrættir fara fram 8.júlí, 15. júlí, 22. júlí & 29. júlí 2010 Heimasíða á Interneti: www.das.is Við Njörður vorum svilar, eiginkonur okkar eru systur. Hann var nokkur örlagavaldur í lífi mínu og minnar fjölskyldu. Þau bjuggu á Akranesi er við vorum um það bil að ljúka námi og hefja störf í Reykjavík. Hann vakti athygli i mína á, að þá væri að losna starf í mínu fagi á ✝ Njörður Tryggva-son bygging- arverkfræðingur fæddist á Akureyri 28. janúar 1937. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 18. júní 2010. Útför Njarðar fór fram frá Akra- neskirkju 24. júní 2010. Akranesi, sem byði upp á mikla vinnu og góða afkomumögu- leika. Ég tók því fá- lega í fyrstu, þar sem ég hafði þegar ráðið mig til starfa í Reykjavík og skuld- bundið mig þar til nokkurra ára og hafði reyndar aldrei gert ráð fyrir öðru en að starfa í höfuðborginni, þar sem ég var fædd- ur og uppalinn. Ég lét þó undan og við flutt- um til Akraness, þar sem ég hugðist starfa í eitt til tvö ár, meðan við værum að koma undir okkur fót- unum. Síðan eru nú liðin fjörutíu og tvö ár og enn erum við hér á Akra- nesi. Njörður var skarpgreindur, minnugur og víðlesinn og óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu. Var hann skorinorður og skoðanafastur og fljótur til ákvarð- anatöku og framkvæmda. Hann var því á ýmsan hátt vel til forystu fall- inn. Var hann áhugasamur um þjóð- og sveitarstjórnarmál og hafði sínar stjórnmálaskoðanir en tók ekki beinan þátt í stjórnmalastarfi enda talið störf sín tengdari ráðgjöf og embættismennsku en stjórnmála- þátttöku. Við Njörður gengum sam- tímis í Rótarýklúbb Akraness haustið 1969. Varð hann þar fljótt mjög virkur félagi og ég, sem enn starfa í kúbbnum, minnist þess ekki að starfið hafi nokkru sinni verið jafnöflugt og árið sem Njörður var þar forseti. Kristrún og Njörður voru einkar samrýnd um áhugamál. Þau stund- uðu golf saman sér til ánægju, en listheimurinn, sköpun, hönnun og hvers konar myndlist var þeirra stærsta áhugasvið. Ber heimili þeirra því glöggt vitni. Lúxusvæð- ing og þægindaásókn nútímanns náði þó ekki alvarlegum tökum á þeim, hvorki í hlutlægu né óhlut- bundnu tilliti. T.d. fóru þau með börnunum sínum, þegar þau voru unglingar, í lestarferð (interrail) vítt og breitt um Evrópu með svefn- og bakpoka á bakinu og gistu á far- fuglaheimilum. Hann var mikil fjöl- skyldumaður og voru þau hjón og börnin þeirra einstaklega samrýnd. Barnagæla var hann mikil og náði einstaklega vel til barna. Tókst hon- um einkar vel að vekja áhuga þeirra á jákvæðum áhugamálum og við- fangsefnum og eigum við hjónin honum mikið að þakka hvað þetta varðar fyrir börn okkar og barna- börn. Hann á einnig miklar þakkir skildar af okkar hálfu fyrir húsið okkar hér á Akranesi, sem er stolt okkar og sælureitur, sem hann og félagar hans á Verkfræði- og teikni- stofunni hönnuðu og önnuðust alla verkfræðilega vinnu við. Síðast en þó ekki síst viljum við hjónin bæði þakka Nirði fyrir samfylgdina í yfir fjörutíu ár. Þótt við höfum ekki allt- af verið samferða á allri þeirri veg- ferð hafa samskiptin við Njörð auðgað líf okkar, sem við nú, er leið- ir skilur, erum ákaflega þakklát fyr- ir. Ingjaldur Bogason. Njörður Tryggvason Morgunblaðið birtir minningar-greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.