Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010                          veikur inn á sjúkrahús, þar sem hann andaðist þrem dögum seinna. Við hjónin eigum það fyrst og fremst Gísla að þakka að við kynnt- umst golfíþróttinni og höfum við átt margar ánægjustundir í golfinu, ekki síst í Úthlíð á golfvellinum sem Gísli hannaði fyrir Björn bróður sinn. Innilegar samúðarkveðjur til Jóhönnu, Hrafnhildar, Bjarna Más og fjölskyldu. Werner Rasmusson. Góður frændi, Gísli móðurbróðir minn, er látinn en hann var elstur af hinum sjö Úthlíðarsystkinum. Gísli var mér um margt framandi þegar ég var lítil stelpa. Hann var á marg- an hátt svo ólíkur þeim karlmönnum sem ég þekkti til og ólst upp með. Gísli var ávallt smekklega klæddur og afar snyrtilegur. Oftar en ekki hékk myndavélin um hálsinn og hann kom gjarnan akandi á nýrri tegund af bíl sem hann var þá að prufukeyra og skrifa um. Gísli var ritstjóri Lesbókarinnar og stundum sá maður þar mynd af fólkinu sem hann hafði komið með heim í Hauka- dal. Það var alltaf hátíðlegt þegar Gísla og Jóhönnu bar að garði. Lengi vel var til golfbolti sem Gísli hafði gefið pabba og var kúlan gjarn- an sýnd gestum sem höfðu ekki heyrt af þessari makalausu íþrótt sem Gísli stundaði svo langt á undan öðrum. Nú hugsum við hlýtt til Gísla sem hannaði golfvöllinn okkar í Út- hlíð og kenndi mörgum í fjölskyld- unni fyrstu tökin á golfkylfunni. Gísli og Jóhanna bjuggu í DAS-hús- inu í Garðabæ og þar var ilmurinn af terpentínu og olíulitum í loftinu enda vinnustofan á heimili þeirra hjóna. Allt þetta var svo framandi og ekki laust við að ég væri svolítið montin að eiga svona merkilegan frænda. Gísli var afkastamikill listamaður og fengum við sem stóðum honum nærri að njóta þess í ríkum mæli. Við stóra áfanga í lífinu kom Gísli gjarnan færandi hendi með fallega mynd. Þegar ég varð fertug bað Gísli mig að taka á móti sér í sum- arhúsi mínu í Haukadal. Þangað kom hann ásamt fríðu föruneyti og færði mér eina af þeim þremur myndum sem hann gerði sem upp- kast að altaristöflunni í Úthlíðar- kirkju. Við áttum góða stund yfir kaffi og pönnukökum og er sú stund gersemi í minningabankanum í dag. Þetta fallega málverk á eftir að fylgja mér og mínum um ókomna tíð. Málverkið prýða Jarlhetturnar og Langjökull en fáir listmálarar hafa gert þeim eða fjallahringnum okkar betri skil. Fyrir nokkru leitaði Sigurður eig- inmaður minn til Gísla eftir fróðleik og hugmyndum þess efnis hvernig hægt væri að koma Konungsstein- unum á hverasvæðinu við Geysi til fyrri vegs og virðingar. Gísli brást vel við þessari bón og birtist grein eftir hann í Morgunblaðinu um til- urð steinanna og sögu þeirra. Við verkefni þetta kom í ljós eldmóður- inn sem þá ennþá einkenndi Gísla og var hann ekki í rónni fyrr en greinin hafði birst. Við leiðarlok vil ég þakka góðum frænda mínum fyrir þá fyrirmynd sem hann var mér og sínu samferða- fólki. Eftir hann liggja fjölmargar fallegar myndir og ritverk. Vinnu- semi, eldmóður, frjó hugsun og næmi fyrir því fallega í náttúrunni er það sem ég nú minnist Gísla fyrir. Í skrifum hans hin síðari ár kom æ betur fram sveitastrákurinn sem ann uppruna sínum, fólkinu og land- inu öllu. Jóhanna annaðist Gísla af ein- stakri alúð og fórnfýsi og það var ekki fyrr en undir það allra síðasta sem hann lagðist inn á spítala. Við Sigurður vottum Jóhönnu og fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúð um leið og ég þakka ég fyrir að hafa átt samleið með svo merkilegum frænda. Hrönn Greipsdóttir. Gísla kynntist ég þegar ég kom að heimsækja kostgangarann, Gest manninn minn, sem bjó hjá þeim en hann er systursonur Jóhönnu, konu hans. Þarna kynntist ég ánægjulegu heimilislífi og var oft margt um manninn. Þau tóku mér mjög vel og reynd- ust Gesti eins og bestu fósturfor- eldrar. Alla tíð hefur verið eins og að koma heim þegar maður kom í heim- sókn til þeirra og hafði Gísli einstak- lega hlýjan faðm þegar hann bauð mann velkominn og kvaddi með þakklæti fyrir komuna. Mér fannst Gísli vera eins og heimsborgari. Hann var vel að sér í tungumálum og var klæddur eftir nýjustu tísku – jafnvel aðeins á und- an tískunni. Ég get ekki ímyndað mér hann í sveitastörfum en auðvitað þekkti hann vel til þeirra frá æskuheimili sínu, Úthlíð í Biskupstungum. Gísli var svolítill dellukarl, þegar ég kynntist honum þá hafði hann mikinn áhuga á bílum og var ég undrandi hve mikið var til af bíla- blöðum frá hinum ýmsu löndum. Ég var oft hissa hve hann var óspar á að lána Gesti bílana sína og voru þeir yfirleitt ekki af verri endanum. Svo var það golfið. Þegar hann sneri sér að því þá varð hann fljótt keppnismaður og undi sér best á vellinum. Honum fannst ekki gaman þegar verið var að trufla hann með kaffiboðum á besta tíma dagsins. Í stofunni heima var hægt að æfa sig í að pútta og fékk maður að taka þátt í því. Á yngri árum var hann einnig liðtækur frjálsíþróttamaður. Þegar hann var búinn að koma sér upp vinnustofu fyrir málaraþörfina á Garðaflötinni var gaman að koma og skoða það sem hann var að fást við og var hann oft með margt í takinu. Gísli var óhemju duglegur og fannst mér eins og hann yrði aldrei þreyttur. A.m.k. vildi hann ekki kannast við það þegar ég spurði hann. Gísli var alla tíð sannur Tungna- maður og kom maður ekki að tómum kofunum ef spyrja þurfti um menn eða örnefni þar í sveit. Hann var fjöl- hæfur og afkastamikill gáfumaður. Bókin hans Ljóðmyndalindir, þar sem hann orti ljóð við málverk sín, er falleg og sérstök. Bækurnar Seið- ur lands og sagna eru mikil og flott rit um náttúru þeirra svæða sem fjallað er um og ljósmyndirnar sér- stakar. Hann ferðaðist um gangandi, ríð- andi eða fljúgandi, þar sem bíl varð ekki við komið með stórar mynda- vélar framan á sér og myndaði það sem fyrir augu bar. Hann skilaði fróðlegum og áhugaverðum texta með myndunum. Úthlíðarkirkja, sem hann teikn- aði, verður einn af minnisvörðum Gísla og þar í kirkjugarðinum vildi heimsmaðurinn hvíla í túninu heima. Við Gestur þökkum Gísla vináttu og umhyggju og vottum Jóhönnu, Hrafnhildi, Bjarna Má og fjölskyldu innilega samúð. Valgerður Hjaltested. Hann var blaðamaður á Samvinn- unni og ég nemandi í Bifröst þegar við kynntumst. Síðan er liðin rúm- lega hálf öld. Svo hætti hann að vinna á Samvinnunni og fór á Vikuna en mér bauðst gamla starfið hans. Þegar ég líka var hættur á Samvinn- unni bauð hann mér tímabundið hlutastarf á Vikunni. Svo tók ég þátt í ævintýrinu með Dagblaðið Mynd. Ævintýrið var úti á föstudegi og um kvöldið hringdi Gísli: S-S-Siggi, sagði hann og stamaði dálítið eins og honum var tamt ef honum var nokk- uð niðri fyrir – sem honum var oftast – þ-það fór þá svona. Heyrðu, þú bara mætir hingað á mánudaginn. Stóllinn bíður. Nú fóru í hönd skemmtileg ár. Samhent samstarfsfólk, fullt af hug- myndum og vinnugleði: Gísli, Krist- ján Magg, Guðmundur Karlsson, Snorri Sveinn, og á jaðrinum Ína Edwald, Davíð Áskelsson. Við klif- um Eldey, ljósmynduðum reimleika í Naustinu og sitthvað fleira. Við Gísli höfðum hvor á sínu blaði hafið regluleg skrif um bíla og bílapróf- anir og leiddum þetta nú saman und- ir Bílaprófun Vikunnar. Lögðum grunninn að bílablaðamennsku á Ís- landi. Svo hvarf Gísli eftir stutt veik- indatímabil til annarra verka. Ég settist um tíma í gamla stólinn hans en nú var hún snorrabúð stekkur, enginn Gísli, enginn Guðmundur, Snorri Sveinn farinn á sjónvarpið. Ég fann mig einan í heiminum þó ég fengi ágæta menn til liðs við mig, Gylfa Gröndal, Dag Þorleifsson. En Gísli var ekki horfinn. Við ræddum saman í síma, laumuðumst saman í kaffihús að spjalla. Því héld- um við áfram alla tíð. Við ráðfærðum okkur hvor við annan. Oftast í síma. Síðustu misserin voru erfið, hrörn- unarsjúkdómur gerði Gísla erfitt um mál og var honum þó býsna mikið niðri fyrir svo sem löngum og ég of deigur til að ganga betur eftir því að reyna að spjalla við hann þrátt fyrir allt. Skellur fyrir okkur báða fyrr á þessu ári að missa Finnboga í Heklu sem oft var sigurnaglinn í ánægju- legu gangverki okkar þriggja hin síðari árin; ég skildi ekki Gísla í sím- anum þegar við reyndum að minnast þess góða vinar en ég þurfti ekki að greina orðin til að nema tregann. Þau voru okkar síðustu samskipti. Nú er vinur minn Gísli aftur frjáls hreyfinga sinna og orða, farinn að munda málarapensil eða myndavél, setja saman ljóð eða óbundið mál svo létt og hnitmiðað að líkast er ljóði, slá sínar golfkúlur og hlaupa sem hind um haga og stræti. Ég ímynda mér að hann hafi þegar runnið á ný um æskuslóðirnar í Úthlíð sem ætíð voru honum ofarlega í huga. Minn- ingarnar raðast upp: Ég sé Gísla fyrir mér þar sem við vorum á síð- asta snúningi að ná flugi heim frá London og hann hljóp um ranghala flugstöðvarinnar með föggur sínar í höndum – hljóp, sagði ég? Nei, rann eða sveif yfir gólfið væri réttara að segja – meðan ég hlunkaðist á eftir og hélt að lungun ætluðu upp úr mér. Hvað segir maður þegar ævilang- ur vinur hverfur af vettvangi? Mað- ur getur ekkert sagt, ekkert gert annað en vera þakklátur fyrir að hafa átt slíkan vin og minnst hans með gleði og virðingu. Haf þökk fyr- ir hálfrar aldar vináttu og stuðning, góði vinur. Sigurður Hreiðar. Fallinn er frá góður vinur og eð- almaður. Ég kynntist Gísla þegar ég fór að venja komur mínar upp í Út- hlíð og náði í yngstu heimasætuna þar. Tókst strax með okkur góður vinskapur enda Gísli mikið ljúf- menni og áhugasamur um menn og málefni. Bar hann ættareinkenni sín vel, stutt í glettni, fróðleiksfús með afbrigðum og stöðugt leitandi að lausnum en ekki vandmálum. Lis- teðli hans er óumdeilanlegt sem sjá má í myndum hans, bæði máluðum og teiknuðum en ekki síður ljós- myndum. Sama má segja um skrif hans og sagnakunnáttu. Hann vílaði heldur ekki fyrir sér að leita út fyrir hefðbundin störf sín heldur fannst ekkert eðlilegra en að teikna upp og hanna golfvöll eða kirkju ef því var að skipta. Það var einmitt í gegnum hönnun golfvallarins í Úthlíð sem við tveir náðum vel saman. Hann teikn- aði nokkrar útgáfur af honum á mis- munandi svæðum og síðar teiknaði hann fyrir mig 18 holu völl sem framtíðin verður að skera úr um hvort byggður verði. Allar slíkar óskir og hugmyndir tók hann vel í og framkvæmdi strax á undrahraða. Mér þótti því vænt um að geta öðru hvoru endurgoldið þessa greiðvikni með hjálp við tölvu- og tækjamál. Golf átti hug okkar beggja og gaman var að spila við hann og ræða um þá skemmtilegu íþrótt, slíkar stundir gleymast ei. Eins munu málverkin hans fallegu öðlast enn dýpri merk- ingu þar sem minning þessa ljúf- mennis lifir í þeim. Hjörtur Fr. Vigfússon. Fagurkeri í máli og myndum er fallinn frá. Fótfrár smaladrengur frá Úthlíð, sem hlúði af alúð að lista- neista sem varð að óði til náttúrunn- ar. Vel íþróttum búinn. Afkastamað- ur til allra verka sem hann tók sér fyrir hendur. Átti farsælan feril sem ritstjóri, fyrst á Vikunni um nokkurt árabil, síðan á Lesbók Morgunblaðs- ins um áratuga skeið. Markaði spor sín í íslenskri blaðamennsku, hafði rúm fyrir alla, ungskáld sem aðra, og hreif viðmælendur með sér í sam- ræðum. Hafði sérstakt lag á að spyrja með þeim hætti, að viðmæl- andi tók flugið. Vandaði til allra verka. Gísli þroskaðist í list sinni, ljósmyndalist, ritlist í bundnu og óbundnu máli og málaralist og varð- aði feril sinn á eftirminnilegan hátt. Hann var höfundur Árbókar Ferða- félags Íslands 1998 um fjallajarðir og framafrétt Biskupstungna, tók flestar ljósmyndir sem prýða bókina og málaði heillandi kápumynd af Jarlhettum. Ein fegursta bók, sem gefin hafði verið út til þess tíma. Sú bók varð honum að áeggjan, sem hratt af stað Seiði lands og sagna, þrekvirki í stóru broti í fjórum bind- um með texta hans og ljósmyndum. Á eftir komu Ljóðmyndalindir, sam- Gísli Sigurðsson ásamt Birni bróður sínum við gamla sáluhliðið í Úthlíð. Í baksýn er nýja Út- hlíðarkirkjan sem þá var fokheld. Björn hafði veg og vanda af byggingunni en Gísli teiknaði kirkj- una og hannaði ásamt Jóni Ólafi Ólafssyni. Þá málaði Gísli einnig alt- aristöflu kirkjunnar. Gísli Sigurðsson fékkst við margt um ævina og var m.a. af- kastamikill málari. SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.