Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Stautandi sig fram úr erfiðum texta og alltof mörgum nöfnum manna og kvenna og þó sérstaklega löngum ættartölum var svipað og að reyna að spila tónverk án þess að lesa nótur verksins. Þannig virkaði Njáls saga á okkur sem börn, ung- linga og allt fram á full- orðinsárin og gerir reyndar enn: Hvað er það sem er svo seiðandi við þennan texta? Hrollkaldan í hörð- ustu köflunum, miskunnarlausan á öðrum kafla og ljúfsáran og seiðandi þegar sólin skín og maður heyrir í flugunum sem sveima milli blómanna undir heitum bæjarveggnum. Texti höfundarins virkar eins og tónverk, ljúfsár og ögrandi. Njála hefur verið lesin frá alda öðli og er lesin enn. Alltaf kemur ný mynd fram við hvern lestur og við leitum svara við atburðum sem við skiljum ekki al- veg, sér í lagi þegar við berum þenn- an tíðaranda sem sagan hrærist í saman við nútímann. Við finnum hlutdrægni höfundar með sumum persónum hans og undirbúning fyrir því sem á eftir að gerast. Margar áleitnar spurningar vakna næstum í hverjum kafla og svörin geta orðið jafnmörg og lesendurnir sem spyrja. Byrjum á forspá Hrúts um frænku sína og þjófsaugun. Þetta er gefið af einum greindasta manni sögunnar sem auk þess er forspár. Er höfund- urinn hér nú þegar að undirbúa stuldinn í Kirkjubæ. Eða var sá at- burður stuldur eða hefnd? Maður skynjar heift og niðurlægingu Hall- gerðar þegar hún 15 vetra er ófregin gefin meðalmanni út á Meðalfells- strönd undir Felli. Þorvarður var vel styrkur maður og kurteis, nokkuð bráður í skapi. Kaupmálinn er hand- salaður og fannst það á öllu, að hún þóttist var- gefin. Hver er ástæðan fyrir þessum gjörningi Höskuldar gagnvart þessum augasteini sín- um? Þetta atvik verður ekki fyrirgefið fyrr en löngu síðar eða þegar boð koma frá Grjótá um að dóttursonur sé fæddur og amma skuli ráða nafni. Höskuldur skal hann heita og í þessu svari finnum við fyrirgefninguna. Loksins. Þegar Hallgerður flytur að Hlíð- arenda er þetta ein valdamesta kona landsins. Hefur erft tvo bændur og gekk auður hennar vel fram. Auk þess eru faðir hennar og föðurbróðir með ríkari og valdamestu mönnum landsins. Átök hennar og Bergþóru eru hápólitísk. En Hallgerður finnur strax fyrir óvild Bergþóru. Jafn- framt ber hún ósjálfrátt saman sína fyrri tíð annars vegar, þegar Þjóst- ólfur játar ást sína er hann lofar henni að ganga að hvaða manni öðr- um en föður hennar og eða Hrúti föð- urbróður hennar, og hins vegar við- brögð Gunnars gagnvart henni heima á Bergþórshvoli. Þar stendur hann ekki með Hallgerði þegar henni er sýnd megnasta ókurteisi. Í Kirkjubæjarferðinni felst niðurlæg- ing fyrir Gunnar. Fyrst móttökurnar og synjun Otkels. Sem Hallgerði finnst hin svartasta vanvirða. Í þessu tilviki kemur veikt innlegg tengda- sonarins í málið Gunnari til bjargar er Þráinn Sigfússon leggur til að þeir taki það sem tekið er og leggi verð í þess stað. Ekki bætti um þræls- munnurinn sem nú þarf að metta. Þegar þetta fregnast um sveitina gefur Bergþóra manni sínum tiltal svo að Njáll og synir hans koma með mat á fimm hestum og hey á fimm- tán. Var Kirkjubæjarferðin ekki nóg skömm. Auk þess að vera bónbjargir frá Þórólfsfelli. Er þetta stuldur í Kirkjubæ eða er þetta hefnd og heiftarbragð Hallgerðar? Var nauð- synlegt að bera fram smjör og ost eða var þetta storkun við Gunnar, bónda hennar? Segja má að Otkell Skarfsson er bjó að Kirkjubæ sé ekki í náðinni hjá höfundinum. Það kemur snemma fram og einna helst þegar hann hefur lýst Skammkatli sem bjó á Hofi. Skammkell hét maður er bjó að Hofi tvö. Hann átti vel fé, var illgjarn, lyg- inn og ódæll. Með þessari lýsingu kemur höfundurinn með það sem ræður úrslitum á áliti okkar á Ot- katli. Skamkell var vinur Otkels. Hins vegar átti Otkell tvo bræður; Hallkel og Hallbjörn hvíta. Aðeins örlar á að þeir bræður séu ekki síður metnir að verðleikum í samanburði við Otkel, en viðurnefnið hvíti er greinilega hrósyrði. Otkell var ekki sagður glöggskyggn. Hann var mik- ill vinur Runólfs í Dal. Það má kalla hrós svo honum var ekki alls varnað. Otkell gaf honum tíu vetra uxa al- svartan og þáði af honum heimboð. Hér má segja að höfundurinn sé að leika sér með litina eins og svo oft vill verða í Njálu. Þessi alsvarti uxi gat hafa merkt feigð Otkels. Svona get- um við leikið okkur með hugleiðingar um þessa afar vinsælu sögu sem er eins og hljómkviða í eyrum okkar sem teljum hana aðra bestu bók eftir biblíunni. Frekari hugleiðingar hafa verið lagðar fyrir gesti í Ásgarði á Hvols- velli alla laugardaga í sumar og halda áfram nú í júlí. Í næsta erindi nk. laugardag verður farið yfir þátt Bergþóru Skarphéðinsdóttur í Njáls sögu. Erindin eru haldin í gamla skólahúsinu í Ásgarði þar sem einnig hangir uppi fjöldi mynda af per- sónum Njálu túlkuðum af listakon- unni Þórhildi Jónsdóttur og spurn- ingin er hvort þær eru eitthvað í líkingu við þær persónur sem þú, les- andi góður, varst búinn að búa til í huga þér. Eftir Bjarna E. Sigurðsson »Njála hefur verið les- in frá alda öðli og er lesin enn. Alltaf kemur ný mynd fram við hvern lestur og við leitum svara við atburðum sem við skiljum ekki al- veg … Bjarni E. Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri og Njáluunnandi. Njála í huga leikmanna Árið 2008 kom út sameiginleg reglugerð flug- og vakttíma fyrir flugrekendur í Evrópu og rann hún undan rifjum Flugörygg- isstofnunar Evrópu (EASA). Var það já- kvætt skref að hafa öll flugmálayfirvöld undir sama hatti hvað þetta varðar, en það þýddi líka að sumar þjóðir þurftu nú að gangast undir reglu- gerð sem var rýmri og ófullkomnari heldur en fyrri reglugerðir í viðkom- andi landi. Samgönguráðuneyti tekur af skarið Reglugerð um flug- og vinnu- tímamörk og hvíldartíma flugverja var innleidd á Íslandi í lok árs 2008, en í henni er m.a. tekið sérstaklega fram að skilgreina skuli áhrif bak- vaktar á flugvakt sem fer í hönd ef flugmaður er kallaður út í vinnu af bakvaktinni. Því miður lét sam- gönguráðuneytið undan þrýstingi frá Samtökum atvinnulífsins og fjar- lægði þessa skilgrein- ingu, sem hafði að til- lögu Flugmálastjórnar Íslands verið sett í drögin að reglugerð- inni til að tryggja við- unandi flugöryggi og koma í veg fyrir óhóf- lega langan vakttíma í kjölfar bakvaktar. Flugmálastjórn hafði áhyggjur af hugs- anlegri misnotkun flugrekenda á þessu ákvæði í fyrri reglu- gerðum og áréttaði skilning stofn- unarinnar á því í sérstöku bréfi til flugrekenda. Hugsanlega var ráðuneytið með þessu að fara meðalveg á milli þess sem flugmenn og Flugmálastjórn Íslands kröfðust annars vegar og þess sem atvinnurekendur kröfðust hins vegar. Það er hins vegar ljóst að flugöryggissjónarmið voru ekki látin ráða í þetta skiptið, heldur hagsmunasjónarmið flugrekenda. Hvað þýðir þetta? Í stuttu máli er mögulegt að flug- maður hefji 12 klst bakvakt kl 6 að morgni. Klukkan 17:55 er hann kall- aður út í flug og er nú samkvæmt reglugerðinni heimilt að fara á 11 klst vakt og ef svo óheppilega vill til að vaktin lengist, t.d. út af bilunum og veðri, þá má lengja vaktina upp í 13 tíma, sem þýðir að flugmaðurinn er búinn að vera í vinnu alla nóttina og er að lenda um það bil klukkan 7 um morguninn, eða 25 klst eftir að hann hóf varavakt sína. Rannsóknir sýna að það eru 5,5 sinnum meiri lík- ur á að flugmaður verði fyrir slysi ef vakttími er 13 klst eða lengri (Goode JH, 2003) og enn meiri líkur á slys- um þegar flogið er að næturlagi (Flight Safety Foundation, 2000). Vissulega eiga flugmenn að hvíla sig og vera í formi á meðan þeir bíða eftir útkalli, en sýnt hefur verið fram á að hvíld á slíkri vakt er tak- mörkuð og svefn styttri og verri en undir venjulegum kringumstæðum (Torsvall L & Åkerstedt T, 1988). Að auki er eðlilegt að yfir daginn hugi menn að fjölskyldu og heimili, því ekki geta allir legið uppi í rúmi yfir hábjartan daginn og sofið. Þann 28. október 2007 lenti Bo- eing þota frá íslenska flugfélaginu JET-X á Keflavíkurflugvelli og rann út af flugbrautinni. Þetta alvarlega flugatvik var rannsakað og nið- urstöður rannsóknarinnar bentu til þess að ofþreyta flugmanna hefði verið ein af orsökum óhappsins. Vísindalegar rannsóknir styðja rök Flugmálastjórnar EASA fékk fyrirtækið Moebus Aviation til að gera sérstaka skýrslu um vísindaleg og læknisfræðileg áhrif takmarkana á flug- og vakttím- um áhafna. Voru fengnir til verksins 10 sérfræðingar sem komu frá ýms- um sviðum þekkingarsamfélagsins og flugiðnaðarins. Skýrsluhöfundar lögðu sérstaka áherslu á að há- marksvakttíma ætti að festa og setja 13 klst sem algjört hámark og leyfa engar framlengingar. Ekki var hlustað á það. Enn fremur lagði starfshópurinn til að tekið yrði sér- stakt tillit til varavaktar á undan flugvakt, eins og í dæminu hér á undan. Nágrannalönd okkar og mörg önnur Evrópuríki hafa tekið mark á þessu og takmarkað þann vakttíma sem flugmenn geta unnið eftir varavakt. Íslensk stjórnvöld ákváðu að gera þetta öðruvísi og sleppa þessu ákvæði, þrátt fyrir til- mæli Flugmálastjórnar Íslands um að taka slíkar takmarkanir upp. Lokaorð Bráðlega mun Flugmálastjórn krefja flugrekendur um kerfi til að fylgjast með áhættu í tengslum við ofþreytu flugáhafna (Fatique Risk Management System). Göfugum til- gangi slíkra kerfa og gagnsemi verður fljótlega kastað á glæ ef stjórnvöld ákveða að fara þá leið að hlusta ekki á sérfræðiálit sinna eigin stofnana. Flugmenn eru svo sann- arlega stórir hagsmunaaðilar í þessu máli en ólíkt Samtökum Atvinnulífs- ins þá leggja þeir lífið að veði og er því umhugað um að þessi mál séu í lagi. Flugöryggi Eftir Kára Kárason » Öryggisnefnd FÍA telur að Samgöngu- ráðuneytið hefði mátt vera faglegra í umfjöll- un sinni og afgreiðslu á reglugerð um vinnu- tímamörk flugverja. Kári Kárason Höfundur er formaður Öryggis- nefndar Félags íslenskra atvinnuflug- manna. Nýkjörinn varafor- maður Sjálfstæð- isflokksins, Ólöf Nor- dal, lýsti í örfáum orðum helstu lynd- iseinkunn okkar sjálf- stæðismanna. Hún vitnaði í afa sinn Sigurð um gamlar heimildir frakkneskar sem sögðu frá víkingum er legið höfðu þar við land. Sendiboði kom til þeirra og spurði eftir höfðingjanum. Þeir svöruðu því til að þeir væru allir jafnir. Ólöf benti réttilega á, að þetta er sjálfstæðisstefnan í hnotskurn, við erum öll jöfn. Við þurfum ekki að jafna fólk með þvingunaraðgerðum, því við fæðumst öll jöfn frá náttúr- unnar hendi. Þessi orð okkar góða leiðtoga sönn- uðust á landsfundinum. Forystan vildi gera málamiðlun og fela þing- flokknum að skera úr um ESB- umsóknina. Þá reis einn fundar- manna upp og mótmælti harðlega þessari hugmynd. Það varð svo úr, að fundurinn samþykkti einróma að um- sóknin yrði dregin snarlega til baka og að okkar hagsmunum væri best borgið utan ESB. Við eigum mik- ilmenni í okkar röðum, bæði meðal al- mennra félaga og innan raða foryst- unnar. Í þessu tilfelli kom óbreyttur liðsmaður upp og fékk sitt fram. Í öðru tilfelli fannst kjörnum fulltrúa okkar, Sigurði Kára Kristjánssyni, ekki nógu fast að orði kveðið í Ice- save-málinu. Hann kom í pontu og lagði til að við höfnuðum algerlega ólögvörðum kröfum Breta og Hol- lendinga. Það var samþykkt einróma. Ekki þarf að deila um lýðræðisást sjálfstæðismanna í verki, við erum bara ekkert stöðugt að gorta okkur af henni. En Vinstri grænir, þau telja sig mikla lýðræðissinna og hrópa hátt á torgum, að þeirra stíll sé að takast á um málefnin. Vissulega geta þau hrópað hátt ýmis orð, en orðin hafa oft litla merkingu. Það er nefnilega ekki nóg bara að öskra. Á þeirra fundi var ESB-aðild vissulega mót- mælt, flestir innan þeirra raða eru andvígir aðild. En foringjahollusta þeirra er mikil. Þau létu undan for- ystunni og ákváðu að setja málið í nefnd. Það þykir ekki hetjuleg bar- átta fyrir hugsjónum. Þegar tekin er eindregin ákvörðun má segja að henni geti fylgt áhætta. Þess vegna þarf kjark til að taka af- stöðu og kjarkmenn eru betur til for- ystu fallnir en dauðþreyttir og illa sofnir forystumenn með jákór á bak við sig. Við sjálfstæð- ismenn segjum okkar skoðanir umbúðalaust, ekkert ESB og við borg- um ekki kröfur, sem engin lagastoð er á bak við. Sjálfstæðismenn berjast fyrir sínum hug- sjónum. Ágætt er að bera saman ríkisstjórn sjálfstæðismanna og samfylkingar við „hina tæru vinstristjórn“. Ekkert ESB var á dag- skrá hinnar fyrri. En hinir málglöðu vinstri grænu menn voru tilbúnir til að selja sínar hug- sjónir fyrir ráðherrastóla. Þessu skal ekki gleyma. Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður til að berjast fyrir og varðveita sjálfstæði Íslands. Rúmum áttatíu ár- um seinna er stefnan ennþá sú sama, engu er breytt. Á sama tíma hafa vinstriflokkarnir breytt um nöfn og kennitölur, ásamt því að breyta um stefnur og áheyrslur. Sjálfstæð- isstefnan er hjarta þjóðarinnar, en stundum gleyma menn stefnunni og það gerðist á árunum fyrir hrun. En nú hafa sjálfstæðismenn leiðrétt stefnuna og halda ótrauðir áfram með áttatíu ára gamla stefnu, sígilda og al- gerlega óbreytta. Sem sjálfstæð þjóð getum við unn- ið okkur betur út úr okkar verkefnum heldur en í samstarfi við ESB. Gleymum því ekki, að mörg ríki vilja snúa til baka og fá aftur sína gömlu mynt. Einnig skal minnt á, að það er auðveldara að breyta litlu samfélagi en stóru. Og sjálfstæðinu, sem var dýru verði keypt, er sárt að glata. Minna skal á orð Ólafs Thors er hann flutti á ársafmæli lýðveldisins 17. júní árið 1945, en þá sagði hann m.a. að engum dytti í hug nú á tímum að fela erlendri vinaþjóð okkar yfirráð yfir utanríkismálum vorum. Ólafur var framsýnn og maður allra tíma. Okkur er hollt að minnast hans góðu orða. Við sjálfstæðismenn erum ekki jafnaðarmenn, því það þarf ekkert að jafna fólk. „Vér erum allir jafnir“, og það á við um bæði kyn. „Vér erum allir jafnir“ Eftir Jón Ragnar Ríkarðsson Jón Ragnar Ríkarðsson » Fundurinn sam- þykkti einróma að ESB-umsóknin yrði dregin snarlega til baka og við höfnuðum alger- lega ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga Höfundur er sjómaður. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerf- ið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.