Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 33
Menning 33FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 á Nasa 1.-3. júlí Miðaverð 1000 kr. á hvert kvöld Í kvöld, föstudaginn2. júlí aðar 500 blöðrur hjá skipuleggjendum listahá- tíðarinnar Jónsvöku, ásamt því að nota sínar eigin í bygginguna. „Við buðum fólki að telja. Það var krakki sem komst upp í 300 áður en hann gafst upp. Seinna um kvöldið voru svo nokkrir gaurar að leika sér með turninn og hann slitnaði frá styttunni af Jóni Sig, þar sem við ætluðum bara að hafa hann. Við bjuggumst reyndar aldrei við að hann myndi lifa af nóttina. Við ákváðum að taka hann upp Laugaveginn og gáfum fólki í partíi sem var að fagna nýbreytt- um hjónalögum, sem var mjög skemmtileg til- viljun. Það eru víst nokkrar blöðrur eftir þarna. Þetta gengur líka út á þetta, við byggj- um hann og sjáum svo bara til hvar hann end- ar.“ Hópurinn hefur verið duglegur við sýn- ingahald undanfarna mánuði og tekið þátt í og sett upp fjölmargar sýningar víðsvegar um Reykavík. Framundan hjá MOMS í vetur er svo þátttaka í listasýningu í Lundúnum þar sem sýndir varða skúlptúrar eftir hópinn og svo mun hópurinn sýna á Fiac-sýningunni í Frakklandi seinna í haust. Rétt skilyrði fyrir blöðrur á suðurskautinu Ljósmynd/Oliver Lenz Áberandi Listhópurinn MOMS gekk með blöðruturninn um Feneyjar og afhenti Ragnari Kjartanssyni að gjöf. Söng- og leikkonan Jennifer Hudson, sem missti móður sína, bróður og sjö ára frænda í skotárás í október árið 2008, segist hafa þjáðst af verulegu þung- lyndi í kjölfar atburðarins. „Ég var í áfalli. Það var eins og ég væri ekki ég sjálf. Í næstum tvær vikur fór ég ekki út fyrir hússins dyr og var umkringd fjölskyldu og vinum,“ segir Hudson í við- tali við New Weekly. Hún segist þakka tæp- lega ársgömlum syni sín- um fyrir að hafa dregið sig upp úr hyldýpinu, því hann hjálpi sér að minn- ast móður sinnar. „Ég sakna hennar því hún var frábær móðir. Ég vil veita syni mín- um sömu ást og ég hlaut frá henni.“ William Balfour, mágur Hudson, hefur verið ákærður fyrir morðin, en hann hefur neitað sök. Avatar-leikkonan Zoe Saldana er sögð hafa játast kærasta sínum, Keith Britton, en hún hefur sést með risastóran demantshring á hinum svonefnda giftingarfingri. „Þau eru búin að vera saman í heila eilífð. Þau er frá- bært par,“ sagði heimildarmaður í samtali við tímaritið Us Weekly. Saldana leggur áherslu á að halda ást- arlífi sínu fyrir utan sviðsljósið, en hún neit- ar að kynna Britton sem ástmann sinn. „Hún vill ekki einu sinni kynna hann sem kærasta sinn. Hún segir bara „Þetta er Keith“.“ Einkalífið er nokkuð sem hún vill ekki deila með öllum. Hún vill frekar að fólk einbeiti sér að leikferli hennar,“ sagði sam- eiginlegur vinur parsins. Saldana, sem er 32 ára gömul, hefur verið með Britton í 10 ár. Reuters Saldana trúlofuð Glöð Leikkonan Zoe Saldana vill eiga kærastann út af fyrir sig. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Stór og langur blöðruturn í miðbæ Reykjavík- ur vakti verðskuldaða athygli þeirra sem þar áttu leið um og sáu hann teygja sig tugi metra upp til skýjanna. Turninn var upprunalega settur upp á Austurvelli sem hluti af listahá- tíðinni Jónsvöku en rataði svo upp á Lauga- veg þar sem hann endaði á svölum risíbúðar. Blöðruturninn er verk eftir listahópinn MOMS, en að hópnum standa þeir Friðrik Svan Sigurðarson, sem er einnig þekktur sem Morri, Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi Vondi, Ragnar Fjalar Lárusson og Banda- ríkjamaðurinn Schuyler Jack Maehl. Friðrik segir þá félaga reyndar ekki hafa séð Maehl í rúm tvö ár, vegna þess hve erfiðlega gekk að fá atvinnuleyfi fyrir hann hér á landi, en þeir séu þó að leita leiða til að flytja hann inn aftur. -Hvernig kom það til að þið fóruð allir að vinna saman? „Ég og Mundi kynntumst í Listaháskól- anum í grafískri hönnun og Schuyler kom til landsins sem lærlingur og til að prófa að búa í Reykjavík.Við kynnumst í gegnum sameig- inlegan vin og fórum að vinna veggmálverk á skemmtistaðnum Barnum. Síðan unnum við með Klink og Bang-galleríi þegar Gelitin- hópurinn kom hingað til lands. Í kjölfarið af því höfum verið að vinna slatta með þeim. Svo bættist Ragnar Fjalar við á miðri leið, en hann er gamall vinur Munda úr skóla.“ Verk hópsins eru mjög fjölbreytt og hika þeir félagar ekki við að prófa sig áfram með ýmsa mismunandi miðla. „Við erum ekki bara að teikna. Svo erum við kannski ekki allir með nákvæmlega sömu hæfileikana. En okkur finnst gaman að takast á við áskoranir. Ef það er t.d. einhver list sem okkur finnst vera skrítin eða öðruvísi, þá er jafnvel ágætt að prófa að takast á við hana. Okkur langar eiginlega bara að gera allt,“ segir Friðrik. Blöðruturninn -Hvernig verður blöðruturninn svo til? „Hún Ilaria Bonacossa hélt fyrirlestur hérna í Listaháskólanum, en hún er ungur og upprennandi sýningarstjóri sem við könn- uðumst aðeins við. Þetta var sirka mánuði fyr- ir Feneyjatvíæringinn og við vorum reyndar ekkert á leiðinni út , en langaði með turninn út og það var því skemmtileg tilviljun að hún vildi fá að sýna turninn á tvíæringnum. Þessi hugmynd var reyndar búin að vera í mag- anum í smátíma en okkur fannst frekar ólík- legt að við myndum framkvæma hana.“ Hug- myndin var að byggja turn sem myndi teygja sig fleiri kílómetra upp í loftið. Þeir félagar fóru svo að velta því fyrir sér hvort þetta væri yfir höfuð hægt og ákváðu að láta á það reyna. „Þetta er kannski smá glíma við eitthvað sem ætti að vera ómögulegt. Ég er reyndar aðeins búinn að kanna hvar best væri að búa til turn og svo virðist vera sem bestu veð- urskilyrðin með blankalogni séu á suð- urskautinu,“ segir Friðrik. Gjöf til Ragga Kjartans Sama dag og MOMS var að byggja turninn í Feneyjum var verið að opna sýningu Ragn- ars Kjartanssonar í íslenska skálanum. Um miðjan dag fór að rigna og turninn lagðist nið- ur. Þá var ákveðið að labba með hann í gegn- um borgina og færa Ragnari að gjöf í skál- anum. „Þannig að við fylltum skálann af blöðrum. Svo átti að binda hann fyrir utan og þegar ég var að því þá slitnaði hann frá og sveif þarna yfir borgina.“ Blöðruturninn var svo endurbyggður um síðastliðna helgi þar sem MOMS fékk úthlut- Ljósmynd/Oliver Lenz Blöðrur Í Reykjavík gáfu þær lífinu lit. Hudson glímdi við þunglyndi Hudson Syrgir fjölskyldumeðlimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.