Morgunblaðið - 02.07.2010, Page 21

Morgunblaðið - 02.07.2010, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Nei, ekki sekta mig! Andrés önd rekur hér upp stór augu og horfir áhyggjufullur á stöðumælavörð í Pósthússtræti. Hann virðist hafa áhyggjur af því að fá sekt en mun hafa sloppið í þetta skipti. Eggert Nú liggur fyrir að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, þ. á m. fjármálafyrirtækja, er í fullkominni rétt- aróvissu um verð- tryggingar- og vaxta- kjör svokallaðra gengistryggðra lána. Þessir aðilar þurfa að fá úrlausn mála sinna fyrir dómstólum, enda dómstólar einir bærir til að leysa úr þeim málum. Þeir dómar Hæstaréttar sem fyrir liggja á réttarsviðinu fjalla eðlilega aðeins um þau sér- greindu sakarefni sem voru lögð fyrir dómstólinn, en lánasamning- arnir eru svo mismunandi að gerð að líklegt er að reyna þurfi á mörg mál í viðbót fyrir dómstól- unum; hugsanlega einhverja tugi mála. Skjót niðurstaða um óviss- una felur í sér gríðarlega hags- muni fyrir íslensku þjóðina, ekki síst fjármálakerfið. Eina leiðin til að greiða úr þessari réttaróvissu sem fyrst, er að hraða meðferð þessara dómsmála eins og kostur er. Á síðustu dögum þingsins kom fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um meðferð einka- mála sem fól í sér flýtimeðferð dómsmála sem varða gengistrygg- ingu lána. Það frumvarp fékk ekki afgreiðslu fyrir sumarleyfi þings- ins. Ef frumvarpið hefði komist á dagskrá þingsins og verið sam- þykkt hefði mátt vænta dóma Hæstaréttar um alla flækjuna í október eða nóvember nk. Í stað- inn þarf búa að við réttaróvissu í langan tíma, jafnvel mörg ár. Við undirritaðir fáum ekki séð hvaða rök standa til þess að taka málið ekki á dagskrá Alþingis. Við skor- um hér með á ríkisstjórnina að veita þessu brýna þjóðþrifamáli brautargengi sem allra fyrst með því að kalla Alþingi saman til að afgreiða lagafrumvarp af þessu tagi. Eftir Þorstein Einarsson og Stef- án Geir Þórisson » Við skorum hér með á ríkisstjórn- ina að veita þessu brýna þjóðþrifamáli brautargengi sem allra fyrst … Höfundar eru hæstaréttarlögmenn. Eyðum réttaróvissunni sem fyrst Stefán Geir ÞórissonÞorsteinn Einarsson Skýrsla Rannsókn- arnefndar Alþingis leiðir margt í ljós þótt mörgum stórum spurn- ingum sé enn ósvarað um orsakir hrunsins haustið 2008. Í 5. hefti af skýrslu nefndarinnar er m.a. fjallað um lög- gjöf um fjármálamark- aðinn og áhrif aðildar Íslands að EES. Fjár- málaeftirlitið sem kom til sögunnar með setningu laga nr. 87/1998 var sú stofnun sem mest ábyrgð hvíldi á um eftirlit með fjármálastarfsemi og hafði margháttaðar valdheimildir til inngripa. Yfir stofnunina er sett þriggja manna stjórn sem fylgjast skal með starfsemi og rekstri eft- irlitsins og er formaður hennar skip- aður af viðskiptaráðherra. Forstjóri eftirlitsins frá árinu 2005 til 2009 var Jónas Fr. Jónsson og formaður stjórnar frá ársbyrjun 2008 var Jón Sigurðsson, hagfræðingur og fyrr- verandi ráðherra. Ræturnar í EES-samningnum Með setningu laga á árinu 1993 um viðskiptabanka og sparisjóði og aðr- ar lánastofnanir voru innleiddar nokkrar tilskipanir Evrópusam- bandsins um fjár- málamarkaðinn. Með þeim voru felldar niður ýmsar takmarkanir á umsvif þessara stofn- ana samkvæmt eldri lögum. Aðalbar- áttumenn fyrir EES- samningnum hérlendis voru þáverandi ráð- herrar Alþýðuflokks- ins, Jón Hannibalsson utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er ítrekað vakin athygli á að um- ræddar tilskipanir ESB fólu í sér lág- markssamræmingu um stofnun og rekstur lánastofnana en bönnuðu hins vegar ekki aðildarríkjum að við- halda eða setja sér strangari reglur. Þessi möguleiki var hins vegar ekki nýttur heldur voru ákvæði viðkom- andi tilskipana yfirtekin að mestu óbreytt. Rannsóknarnefndin telur ástæðuna hafa verið „að íslensk stjórnvöld töldu að slík löggjöf myndi draga úr samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja“ svo og að hags- munasamtök og stjórnendur beittu sér gegn því að strangari kröfur yrðu til þeirra gerðar (hefti 5, s. 10-12). – Það er reyndar frekar regla en und- antekning að íslensk stjórnvöld ger- ist kaþólskari en páfinn þegar um yf- irtöku ESB-tilskipana er að ræða og þyrfti að skoða þann þátt sér- staklega. Mat forstjórans í ágúst 2008 Í skýrslu Rannsóknarnefndar kemur fram að Fjármálaeftirlitinu er ekki aðeins ætlað að sjá til þess að formlegum lagafyrirmælum sé fram- fylgt „heldur einnig að því hvort starfsemi sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega við- skiptahætti“ (hefti 5. s. 51-52). Til þess að stofnunin ræki slíkt hlutverk þurfa starfsmenn og stjórn hins veg- ar að halda vöku sinni. Um það bera hins vegar ekki vott eftirfarandi um- mæli Jónasar Fr. Jónsonar forstjóra fyrir Rannsóknarnefndinni 6. ágúst 2009, en þar var hann spurður hvort FME hefði á árinu 2008 verið búið að koma auga á veikleika Landsbank- ans: „Ja, við sáum náttúrulega það að þrýstingurinn var […] að aukast […] það var alveg ljóst og lá fyrir í mörg- um spám að íslenska efnahagslífið var að snúast til hins verra. Ég meina það var fjármálakrísa, en við getum sagt að hún gekk í ákveðnum bylgj- um, þannig að tímabilið og fram ein- hvern tíma í svona lok júlí var svona tiltölulega þægilegt andrúmsloft, svona lognið á undan storminum, […] við virtumst svona allavegana vera í ákveðnu vari, sem síðan fer upp einhvern tímann í ágúst og verð- ur alveg bölvanlegt endanlega í sept- ember. Þannig að svona hlutlægt lít- andi á gögn, lítandi á uppgjör Landsbankans sem var nýkomið, lít- andi á þau gögn sem við vorum að fá frá þeim, lausafjárskýrslu og annað, þá var ekkert sem benti til þess að þeir væru að sigla inn í einhver vandamál […] það var fundur sem Landsbankinn var nú með held ég 23. september um hvað lang- tímahorfurnar væru nú ágætar og það eru nú reyndar ágætis upplýs- ingar sem koma þar fram.“ (hefti 5, s. 75-76). Engir stjórnarfundir sumarið 2008 Af skýrslu Rannsóknarnefnd- arinnar verður ekki séð að stjórn FME hafi haft þyngri áhyggjur en forstjórinn af ástandi og horfum. Um þetta segir m.a. varðandi árið 2008: „Ekkert er bókað um mat stjórn- enda eða stjórnar á stöðu og horfum á fjármálamarkaði. … Í aðdraganda hrunsins árið 2008 hélt stjórn Fjár- málaeftirlitsins fundi mánaðarlega frá ársbyrjun og fram á sumar. Í júnímánuði voru haldnir tveir fundir. Frá 30. júní kom stjórn ekki saman aftur fyrr en 12. september.“ (s. 166) Fram kemur að Jón Sigurðsson, stjórnarformaður FME, hafi beitt sér fyrir fundum með bankastjórum, m.a. um þann kost að færa starfsemi erlendra útibúa yfir í dótturfélög. „Að mati Jóns hefði Fjármálaeft- irlitið hins vegar ekki haft neina heimild til að krefjast þess að bank- inn gripi til þessara aðgerða.“ (s. 167) Ekkert kemur fram um frumkvæði af hans hálfu til að afla slíkra heim- ilda. Litið til viðskiptaráðuneytisins tekur ekki betra við. Að sögn skrif- stofustjórans Áslaugar Árnadóttur hafi „áherslan í ráðuneytinu verið meiri á svið iðnaðar en fjár- málamarkað … og sökum fárra starfsmanna hefði ekki verið tími til mikils annars en að innleiða tilskip- anir á fjármálamarkaði.“ (s. 134) Þannig lokaðist hringurinn í blind- ingjaleik stjórnmálamanna sem misstu öll tök á fjármálamarkaði sem þeir höfðu gefið lausan tauminn. Eftir Hjörleif Gutt- ormsson » Tilskipanir ESB fólu í sér lágmarks- samræmingu um fjár- málastofnanir en bönn- uðu ekki aðildarríkjum að viðhalda eða setja sér strangari reglur. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Fjármálaeftirlitið sem brást svo hörmulega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.