Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Lést í slysi á Grundartanga 2. Íslenskir karlmenn eru graðir 3. 40.000 króna atvinnuauglýsing 4. Bifreiðarnar fara ekki fet »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndin Prince of Persia: The Sands of Time er orðin tekjuhæsta bíómynd sem gerð hefur verið eftir tölvuleik. Myndin, sem skartar Gísla Erni Garð- arssyni í aukahlutverki, hefur skilað 313 milljónum dollara í aðsókn- artekjur og fellir úr efsta sætinu fyrri Tomb Raider-myndina. Tekjuhæsta myndin byggð á tölvuleik  Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að leik- arinn Gísli Örn Garðarsson sé á leiðinni út á næst- unni í prufur fyrir Hobbitann, sem byggð verður á hinum gríðarlega vinsæla forleik Lord of the Rings. Samkvæmt heimildum mun hann lesa hlutverk álfakonungsins Thranduils, föður Legolasar. Gísli Örn Garðarsson í prufur fyrir Hobbitann  Vestur-Íslendingurinn John Krist- jan Samson var nýverið gerður að tónlistarsendiherra Winnipeg, en hann er forsprakki kanadísku hljóm- sveitarinnar The Weakerthans. Hann hefur komið tvisvar til Íslands og er heillaður af íslensku arfleifð- inni. John segir land- inu svipa til Winnipeg, enda land- fræðilega einangraðir staðir. » 32 Tónlistarsendiherra í Winnipeg Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands, en annars hægari. Rigning nyrðra og eystra, en annars víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestan til. Á sunnudag og mánudag Norðlæg átt og dálítil rigning á Norðurlandi, en annars vestlæg eða breytileg átt og skúrir. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-10 m/s og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi. VEÐUR KR-ingar unnu í gær örugg- an 3:0-sigur á Glentoran frá Norður-Írlandi þegar liðin áttust við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu karla. KR-ingar eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fram fer á heimavelli Glentoran, The Oval, í Bel- fast að viku liðinni. Fylkis- menn fengu hins vegar skell gegn Zhodino frá Hvíta- Rússlandi. »2 og 4 KR með vænlega stöðu til Belfast Átta liða úrslit heimsmeistaramóts- ins í fótbolta hefjast í dag klukkan 14 þegar Holland og Brasilía eigast við í sannkölluðum stórleik. Dunga, þjálf- ari Brasilíumanna, segir að hollenska liðið sé afar erfiður mótherji og það spili eins og Suður-Ameríkumenn. Í kvöld eigast svo við lið Úrúgvæ og Gana en þar getur Gana orðið fyrst Afríkulanda til að tryggja sér sæti í undanúrslitum HM. »3 Holland spilar eins og Suður-Ameríkumenn Víkingur R. vann í gærkvöldi stór- sigur á ÍR, 4:0, og kom sér þar með upp að hlið Leiknis R. á toppi 1. deild- ar karla í knattspyrnu en Leikn- ismenn gerðu 2:2-jafntefli við HK á sama tíma. Skagamenn unnu stór- sigur á botnliði Gróttu, 4:1, og komu sér upp í 7. sæti en leik Fjarðabyggð- ar og Fjölnis fyrir austan varð að fresta vegna vallaraðstæðna. »2 Víkingar jafnir Leikni á toppi 1. deildarinnar ÍÞRÓTTIR Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Kristín Laufey Ingólfsdóttir, sem gengur jafnan undir nafninu Lauf- ey, fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Hún hefur alla tíð verið mikil félagsvera og býður því vin- um og vandamönnum til mikillar veislu þar sem aldarafmælinu verður fagnað. Laufey harðneitaði að veita öðr- um blaðamönnum Morgunblaðsins en sonarsyni sínum viðtal. Laufey fæddist í Stykkishólmi 2. júlí árið 1910. Þegar hún var tveggja ára fluttist fjölskylda hennar til Reykjavíkur en að hennar sögn var fátæktin mikil á þeim tíma. „Skólasystur mínar sem bjuggu í næsta húsi voru illa klæddar og áttu ekki neitt. Mamma átti prjónavél og prjónaði húfur og vettlinga á þessi börn. Móðir þeirra var afar glöð með þetta en börnin dóu mörg. Kuldinn var mikill en klæðnaðurinn og pen- ingarnir engir. Ég kynntist alvö- rufátækt þarna. Ég sé ekki þessa fátækt í kreppunni í dag. Það er kannski ekkert að marka mig, ég sé ekki neitt,“ segir Laufey hlæj- andi og gerir grín að sjóndepurð sinni. Gekk á Viðeyjarsundi Laufey var átta ára gömul frostaveturinn mikla 1918. Spænska veikin hrjáði þá marga en Laufey veitti þar sjúkum að- stoð. „Ég fór heim til fólks og hlúði að því, gaf því vatn. Ég fór einnig heim til skólasystkina minna sem lágu mörg veik. Þau lifðu nú flest af en það dóu margir hér um bil í höndunum á fólki. Þegar ég fór út að leika mér þennan vetur þá var enginn krakki úti á götu,“ segir Laufey og bætir við að hún hafi gengið Viðeyjarsund sama vetur. „Það var klaki yfir öllum sjónum við Reykjavík. Pabbi ætlaði að labba með mig út í Akurey, við gát- um hæglega gengið alla leið út í Viðey. Systir mín kom með en henni varð svo kalt að við snerum við á miðri leið.“ Ferðast um allan heim Laufey kynntist manni sínum, Margeiri Sigurjónssyni, og saman fluttust þau til Færeyja fyrir stríð og bjuggu þar öll stríðsárin. „Mér þykir voða- lega vænt um Færeyingana. Ég lærði færeysku á því að setjast á stéttina með börnunum í hverfinu og spjalla við þau,“ segir Laufey sem enn er í góðu sam- bandi við vini sína í Færeyjum en nokkrir þeirra hafa boðað komu sína í afmælisveisluna. Laufey ferðaðist í kringum hnöttinn á þeim tímum sem utan- landsferðir voru óalgengar á Ís- landi. Hún fylgdi Margeiri í við- skiptaferðum til Japans, Havaí og fleiri landa á sjöunda áratugnum en Margeir sýslaði með fisk og veiðarfæri. „Hann Margeir keypti oft veiðarfæri af Japönum og seldi í Þórshöfn, þetta voru stórmerki- legar ferðir. Það eru nú margar sögur af þeim og mörgu öðru sem ég gæti sagt þér en ég segi þær seinna. Við geymum þær bara fram að tvö hundruð ára afmælis- viðtalinu,“ segir Laufey að lokum og kímir. Hundrað ára og heldur veislu  Lék sér einsömul á götunum frosta- veturinn mikla Morgunblaðið/Ernir Partíljón Kristín Laufey Ingólfsdóttir heldur fjölmenna veislu í tilefni hundrað ára afmælisins. Vinir hennar og ætt- ingjar hvaðanæva úr heiminum eru komnir til landsins til að halda upp á daginn með henni. Langlífi virðist algengt í ætt Laufeyjar en amma hennar, María Andrésdóttir, varð hundr- að og sex ára gömul. Þá varð föðursystir Laufeyjar, Ingibjörg, hundrað og þriggja ára en hún og eiginmaður hennar náðu þeim fágæta áfanga að halda upp á sjötíu og fimm ára brúðkaups- afmæli sitt. Föðurbróðir Laufeyjar, Guðmundur Daðason, varð þá hundrað og fimm ára. Hár aldur ÆTTGENGT LANGLÍFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.