Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Heimir Björgúlfsson myndlist- armaður opnar sýningu í Los Angeles, heimaborg sinni, um helgina. Mun hann sýna úrval klippimynda sem byggjast á ólíkum temum eins og fuglum, veggjum, kaktusum og ísjök- um. Heimir varð fyrst kunnur fyrir störf sín innan hljómsveit- arinnar Stilluppsteypu, en síð- ar sneri hann sér að myndlist og hefur búið í Los Angeles undanfarin ár. Hann hefur sýnt í London, Belgíu, Sviss, Íslandi, Þýskalandi og Hollandi og einnig í Bandaríkjunum. Hann lauk BA-gráðu frá Gerrit Rietveld-skólanum í Amsterdam árið 2001 og mastersgráðu árið 2003 frá Sandberg Institute. Myndlist Heimir Björgúlfs- son sýnir í LA Heimir Björgúlfs- son Norræna húsið og Háskóli Ís- lands verða á ferð og flugi um allt land í sumar með far- andsýningu Tilraunalandsins. Í Tilraunalandinu kynnast börn og ungmenni undra- heimum vísindanna í gegnum leik og skemmtun. Undan- farna daga hefur farandsýn- ingin verið á flakki um höf- uðborgarsvæðið og í Hvera- gerði. Enn eru áfangastaðir að bætast við, en meðal annars má benda á að Til- raunalandið verður á Írskum dögum á Akranesi 3.-4. júlí og Sænskum dögum á Húsavík 20.-21. júlí. Þá verður sýningin á Akureyri vikuna 21. til 27. ágúst. Vísindi Tilraunalandið „leggur í’ann“ Frá opnun Til- raunalandsins Listasafn Einars Jónssonar býður gestum sínum í júlí að taka þátt í verkefninu Nýtt sjónarhorn á list Einars Jóns- sonar. Þar gefst gestum kostur á að skrifa niður hugrenningar sínar um tiltekin verk í sölum safnsins, en verk Einars Jóns- sonar vekja oft sterkar tilfinn- ingar. Með hjálp safngesta verður safnkosturinn gerður aðgengilegri og er vonin sú að út frá verkefninu spretti upp nýtt sjónarhorn á list Einars Jónssonar. Verkefnið er styrkt af Ný- sköpunarsjóði námsmanna og unnið af Sigurði Trausta Traustasyni sagnfræðingi í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar. Myndlist Nýtt sjónarhorn á Einar Jónsson Listasafn Einars Jónssonar Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir listfræðingur hefur á undanförnum misserum unnið að rannsókn- arverkefni um útilistaverk í Reykjavík, en hún út- skrifast í kjölfarið úr meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Verkefnið er afar víðtækt en einn hluti þess er vefsetrið ut- ilistaverk.is sem Sigurlaug hefur unnið sjálf með aðstoð Jóhanns Smára Karlssonar ljósmyndara. Á vefnum má finna ítarlegar upplýsingar um öll útilistaverk í opinberu rými Reykjavíkurborgar, um höfunda þeirra og staðsetningu. Sigurlaug segir að útilistaverkum í Reykjavík hafi ekki verið gerð nógu góð skil í gegnum tíðina. „Höfundarréttur hefur í mörgum tilfellum verið virtur að vettugi, verkin orðið fyrir ólöglegum ágangi, svo sem röngu viðhaldi, verið færð á aðra staði þvert á vilja höfunda þeirra og ég tala nú ekki um vandalismann sem verkin hafa orðið fyr- ir.“ Fjölmörg útilistaverk í Reykjavík eru jafnvel ómerkt og eru í eigu aðila sem hafa komið viðhaldi á verkunum yfir á borgina. Sigurlaug segir að það hafi oft á tíðum verið gríðarlega erfitt að afla réttra upplýsinga um sum þessara verka. „Þetta byrjaði þannig að Hafþór Ingólfsson í Listasafni Reykjavíkur vantaði manneskju til að rannsaka viðhald á útilistaverkum Reykjavíkurborgar. Ég fór að rannsaka öll þessi 127 verk sem safnið á og í kjölfarið að skoða merkingar og tók eftir því að verk, eins t.d. Jón Sigurðsson, eru ekki merkt. Það virðist því sem ágreiningur um eignarhald og fleira hafi oftar en ekki staðið í vegi fyrir almenni- legri forvörslu verkanna.“ Að sögn Sigurlaugar virðist sem fáir vilji sjá um almennilegt og löglegt viðhald á þessum verkum, listamönnunum til mik- illar armæðu og jafnvel reiði. „Sumir listamenn sem hafa selt eða gefið verk sín til opinberra af- nota hafa lent í því að þurfa að horfa upp á verk sín drabbast niður undan ágangi veðurs og lítils viðhalds. Til dæmis veit ég að listakonan Rúrí hef- ur ekki farið í Háskólabíó í um 10 ár því hún getur ekki horft upp á verk sitt, sem þar er fyrir utan, grotna og verða vindi og vandalisma að bráð. Einnig má nefna það að Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason, er ekki á þeim stað sem hann óskaði eft- ir og aðstandendur hans eru ósáttir við að hans hugmyndir um staðsetningu voru ekki teknar til greina.“ Sigurlaug segist fljótlega hafa farið að lifa sig inn í heim listamannsins en hún tók marga þeirra tali fyrir verkefni sitt. „Ég talaði t.d. við Ólöfu Pálsdóttur en hún lenti í stappi við listaelít- una hérna heimavið á sínum tíma um stað- setningu verka sinna. Karlpeningurinn réð hér ríkjum og óskir hennar voru virtar að vettugi en hún gafst ekki upp og gagnrýndi hástöfum þessa menn fyrir ófagleg vinnu- brögð. Það er ótrúlegt hvernig þessum körlum tókst að hunsa margar af okkar glæsilegustu listakonum og komu jafnvel verkum þeirra fyrir í einhverjum bak- garði.“ Vefur Sigurlaugar er einkar glæsilegur en áhorfendum býðst að leggja til sína eig- in þekkingu og túlkun á listaverkunum inn á vefinn. Af því myndast gagnvirk tenging milli áhorfandans og almenns rýmis borgarinnar sem stuðlar að bættri þekkingu á umhverfi og menning- arheimi Íslendinga. Víðtækt Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir listfræðingur hefur rannsakað útilistaverk í Reykjavík og birtir afraksturinn á vefnum utilistaverk.is. Gagnvirkur vefur um úti- listaverk í Reykjavík  Útilistaverk liggja undir skemmdum  Höfundarréttur virtur að vettugi Björg Þórhallsdóttir sópran- söngkona og Elísabet Waage hörpu- leikari leika á sumartónleikum í Hóladómkirkju á sunnudaginn kl. 14. Á tónleikadagskránni eru íslensk þjóðlög í útsetningu Michaels Clarke, sönglög, m.a. eftir Elísabetu Einarsdóttur, Árna Thorsteinsson, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kalda- lóns og Jón Leifs, og verk eftir Schu- bert og Caccini. Þær Björg og Elísabet hafa haldið fjölmarga tónleika víða um land frá því haustið 2006. Árið 2008 voru þær fulltrúar Íslands á norrænu tónlist- arhátíðinni NICE á Englandi, þar sem þær héldu tónleika með íslenskri efnisskrá og komu fram í breska rík- isútvarpinu. Þetta er í fjórða árið í röð sem þær halda tónleika í Sum- artónleikaröð Hóladómkirkju. Björg stundaði fyrst söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri en síðan framhaldsnám í óperusöng við óp- eru- og einsöngvaradeild Kon- unglega tónlistarháskólans í Man- chester. Hún lauk þar námi vorið 1999. Elísabet Waage stundaði nám í pí- anó- og hörpuleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og lauk píanókenn- araprófi þar 1982. Þá nam hún hörpuleik við tónlistarháskólann í Haag í Hollandi og lauk námi 1987 með einleikara- og kennaraprófi. Sumar- tónleikar á Hólum Íslensk þjóðlög með- al annars á dagskrá Sumar Björg Þórhallsdóttir syngur á tónleikum í Hóladómkirkju. Við ákváðum að taka hann upp Laugaveg- inn og gáfum fólki í partíi sem var að fagna nýbreytt- um hjónalögum, sem var mjög skemmtileg tilviljun.33 » Enska óperan í London, The English National Opera, er annað tveggja stærstu óperuhúsanna þar í borg ásamt Konunglegu óp- erunni í Covent Garden. Sú enska sýnir nú Perlu- kafarana og svo bar við á dögunum að þrír Íslendingar komu fram á einni og sömu sýningunni: Hrafn- hildur Björnsdóttir er ein af tólf fastráðnum sópransöngkonum í kórnum en hún hefur starfað í óp- erunni í tvö ár. Kolbrún Lovell er svo fastráðinn fiðluleikari við hljóm- sveitina og Finnur Bjarnason tenór stökk inn í aðalhlutverkið fyrir Alfie Boe á dögunum. Íslendingar áberandi í London Hrafnhildur Björnsdóttir Theódór Halldórsson, fyrrum garðyrkjumeist- ari hjá Reykjavíkurborg, var meðal viðmæl- enda Sigurlaugar í rannsókn hennar. „Hann sagði mér frá öllu ferlinu í kringum afhjúpun höggmynda í Reykjavík sem var oft á tíðum ansi flókið og oftast unnið í samstarfi við listamennina. Hann sá meðal annars um Klambratún og Hljómskálagarðinn og í því ferli var honum meðal annars tjáð að það yrði aldrei hægt að gera tún úr þessu mýrlendi. Theódór er maður verkanna og hann gafst ekki upp og sagði mér að eina ráðið til að gera tún úr mýri væri að moka í hana nógu miklum hrossaskít. Hann afhjúpaði síðan allar höggmyndirnar sem eru í báðum þessum görðum.“ Að sögn Sigurlaugar var Theódóri sér- lega minnisstætt atvik er stöpull sem höggmyndin Adonis eftir Bertel Thorvals- sen átti að standa á, var pantaður með tveggja daga fyrirvara. „Hann sagði mér að steinsteypan hefði vart verið þornuð þegar verkið var afhjúpað þann 17.júní 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.“ Steinsteypan vart þornuð í stöplinum FLÓKIN AFHJÚPUN Minnisstæð Adonis eftir Bertel Thorvaldsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.